Morgunblaðið - 23.04.2003, Qupperneq 40
MINNINGAR
40 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Helga Ásgríms-dóttir fæddist á
Stóra-Ási í Reyk-
holtsdal í Borgarfirði
hinn 5. mars 1912.
Hún lést á Sjúkrahúsi
Akraness 12. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Krist-
ín Steinunn Davíðs-
dóttir, f. 20.5. 1878, d.
2.8. 1952, og Ásgrím-
ur Jónsson, f. 16.6.
1882, d. 11.9. 1957.
Systkini Helgu voru
Sigurður og Guðrún,
þau eru bæði látin.
Árið 1931 giftist Helga Halldóri
Magnússyni, f. 5. júlí 1913, d. 27.
júní 1977. Þau eignuðust 16 börn,
auk þess að ala upp eina dóttur
dóttur. Börn Helgu og Halldórs
eru Júlíus Gígjar, f. 3.11. 1933;
Helgi Gunnar, f. 12.12. 1934, d. 1.4.
1945; Valdís Erna, f.
31.5. 1936, d. 4.6.
2001; Fanney Sig-
munda, f. 2.5. 1938;
Ásgrímur Kristinn, f.
19.9. 1939 d. 13.10.
1965; Óskar Reykdal,
f. 14.10. 1940, d. 17.6.
1964; Valgerður, f.
18.10. 1941; Magnús,
f. 7.12. 1942, d. 18.2.
1989; Sigmundur, f.
30.11. 1943; Gylfi, f.
13.10. 1944; Helga
Guðrún, f. 14.10.
1945; Sigrún, f. 18.1.
1947, d. 6.4. 1994;
Halldór, f. 14.4. 1948; Elsa, f. 27.8.
1949; Adam Smári, f. 4.11. 1950;
Kristín Steinunn, f. 8.3. 1952;
Sveinbjörg Dóra, f. 12.1. 1960.
Útför Helgu fer fram frá Akra-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Elsku mamma, amma og
langamma. Nú þegar komið er að
leiðarlokum viljum við þakka þér fyr-
ir allar góðu stundirnar sem við áttum
með þér. Það er alltaf sárt að kveðja
þann sem okkur hefur þótt svo und-
urvænt um, en við vitum að þú varst
orðin þreytt og hvíldinni fegin, eða
eins og Mikael Máni sagði: „Já, en
mamma, allt gamalt fólk deyr.“ Og
Aron Ingi bætti um betur þegar hann
sagði: „Já, en amma, hún er samt
raunveruleg.“
Það voru forréttindi fyrir þá að fá
að eiga þig sem langömmu, enda allt-
af til í að heimsækja ömmu-löngu á
sjúkrahúsinu ásamt Marvin Darra
sem sótti sér alltaf stól til að standa á
svo hann gæti haldið í höndina á þér.
Þín verður sárt saknað.
Ég veit að lífið var ekki alltaf dans á
rósum en hver ætlast til þess, stóri
barna hópurinn var ekki alltaf sam-
stíga og enginn ætlast til þess.
Stóran hóp af barnabörnum áttu
sem þú getur verið stolt af og barst
mikla umhyggju fyrir og af henni átt-
irðu nóg, þú spurðir alltaf frétta af öll-
um hópnum sem ég svaraði eftir
bestu getu.
Ég vil þakka ömmustelpunum þín-
um sem voru vakandi og sofandi yfir
þér síðustu þrjár vikur, þær stóðu sig
eins og hetjur og sakna þín sárt núna.
Ég veit að sjö ár á sjúkrastofnun er
langur tími, en veit líka að þar leið þér
vel og varst eins sátt og hægt er að
vera í þeirri stöðu. Þar naust þú frá-
bærrar umönnunar þar sem var dekr-
að við þig á allan hátt.
Eitt sem þú þoldir alls ekki voru
gráu hárin, og sannaðist það nokkrum
dögum áður en þú kvaddir, er ég kom
til þín. Mér fannst mikið af þér dregið
og orðaði það þannig að þú værir nú
ansi drusluleg, og þú svaraðir: „Já, ég
verð að fá Guðnýju til að lita á mér
hárið.“ Já, þetta varst þú.
Elsku mamma, það voru orðnir fast-
ir liðir síðustu árin að ég fengi mér
göngutúr yfir á E-deild á hverjum
degi. Vonandi hef ég getað gert þér
þetta bærilegra, fyrir mig voru þetta
forréttindi. Ég vil þakka starfsfólki á
E-deild fyrir frábæra umönnun.
Hvíl í friði.
Elsa og fjölskylda.
Elsku besta amma mín, ég kveð þig
nú í hinsta sinn, og minningarnar um
yndislega ömmu eru mér efst í huga.
Sorgin er mikil, og mér finnst ég hafa
misst svo mikið. Það varð allt svo tóm-
legt, er fréttin barst mér að morgni
12. apríl, að hún amma mín væri farin,
búin að kveðja okkur, eftir veikindi
síðustu vikur. Ég veit að afi, mamma
og öll börnin sem þú hefur misst,
amma, hafa tekið þig í faðm sinn, um-
vafið þig hlýju og ást og leiða þig nú
áfram á nýrri braut. Þú varst svo ynd-
isleg amma, sú besta sem hægt er að
hugsa sér, mér leið alltaf svo vel í ná-
vist þinni. Ég dvaldi oft hjá þér á mín-
um yngri árum, í Suðurgötunni. Ég
var ekki há í loftinu er ég ferðaðist á
milli heimila okkar á þríhjólinu mínu
með náttföt í poka. Ég fann svo mikið
öryggi hjá ykkur afa. Er ég flutti suð-
ur með sjó, dvaldi ég á sumrin hjá þér
og um helgar. Þú varst oft bjargvætt-
urinn minn, og átt mínar bestu þakkir
HELGA JÓNÍNA
ÁSGRÍMSDÓTTIR
✝ Helga Tryggva-dóttir fæddist í
Reykjavík 19. júlí
1920. Hún lést á
líknardeild Landa-
kotsspítala 11. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Tryggvi Sig-
geirsson, f. 19. júní
1892, d. 14. mars
1967, og Lára Katrín
Guðlaugsdóttir, f.
12. janúar 1897, d.
17. mars 1972. Helga
átti einn bróður,
Agnar Grétar
Tryggvason, f. 23. júní 1927.
Helga giftist Loga Einarssyni
árið 1946. Þau slitu samvistum.
Eftir nám í Verslunarskólan-
um fór Helga í
klausturskóla í
Kaupmannahöfn.
Stuttu síðar lá leiðin
til Bandaríkjanna
þar sem hún meðal
annars stundaði
nám í Mills Collage í
Kaliforníu.
Helga starfaði um
árabil hjá flugmála-
stjóra á Keflavíkur-
flugvelli sem hlað-
freyja. Síðan hjá
Borgarfógetaemb-
ættinu þar til að
hún lét af störfum
vegna aldurs.
Helga verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Helga Tryggvadóttir var föður-
systir mín og frá því að ég man eftir
mér bjó hún hjá ömmu og afa á
Smiðjustígnum og annaðist hún
ömmu í mörg ár eftir að afi dó þar
sem hún var mikill sjúklingur. Þegar
ég var lítil þá var fátt skemmtilegra
en að fá að fara á Smiðjustíginn og fá
að gista hjá Helgu frænku og var hún
óþreytandi að finna eitthvað fyrir
okkur að gera. Á kvöldin áður en við
fórum að sofa las hún þjóðsögur Ólafs
Davíðssonar, H.C. Andersen og
Grimms ævintýri og var oft lesið
langt fram á nætur. Einnig gat hún
setið tímunum saman með mér og lit-
að í litabók og skipti litasamsetningin
miklu máli þar og ekki mátti lita út
fyrir.
Helga var mikill dýravinur og mátti
hún ekkert aumt sjá og ófáir pokarnir
af brauði voru bornir niður á Tjörn til
að gefa fuglunum og þar var í engu til
sparað. Alla tíð bar hún hag okkar
systkinanna fyrir brjósti og ef hún gat
greitt götu okkar þá gerði hún það.
Ótrúlegasta fólk þekkti hún og var
hún mjög ættrækin. Ófá skiptin fór
hún með okkur systkinin í leikhús eða
í bíó og var ósjaldan setið í stúku, því
að Helga var hefðarkona fram í
fingurgóma. Á sínum yngri árum
þótti hún óvenjulega falleg og glæsi-
leg og var alls staðar eftir henni tekið.
Fyrir jólin greindist hún með blóð-
sjúkdóm og þurfti að fá blóðgjafir. Í
lok janúar fór hún á spítala og var þar
í fimm vikur. Þá fékk hún að fara
heim og bjó ég hjá henni í tíu daga áð-
ur en hún var lögð inn á líknardeild
Landakotsspítala þar sem hún lést
eftir viku legu.
Elsku Helga, þakka þér fyrir allar
góðar stundir í gegnum árin. Megi
guð geyma þig. Hvíl þú í friði.
Lára Guðrún.
Helga frænka mín var dóttir
hjónanna Tryggva Siggeirssonar,
föðurbróður míns, og Láru Guðlaugs-
dóttur sem ættuð var frá Skarðs-
strönd, systur Jónasar Guðlaugsson-
ar skálds og þeirra systkina.
Afi okkar, Siggeir Torfason, reisti
um aldamótin verslunar- og sláturhús
á Laugavegi 13, þar sem hann rak
umfangsmikla sveitaverslun um ára-
tuga skeið. Þar var allt á sama stað,
verslun, sláturhús og heimili afa og
ömmu, Helgu Vigfúsdóttur, ættaðrar
úr Suður-Þingeyjarsýslu, en Helga
frænka mín bar hennar nafn. Heimili
afa og ömmu var í okkar ungdæmi
samkomustaður fjölskyldunnar, jafnt
við lítil sem stór tækifæri. Minnis-
stæðar eru stórveislur á jólum þar
sem gleðin ríkti og margradda söngur
hljómaði um húsið.
Ættir afa Siggeirs eru héðan úr
Reykjavík, en hann var sonur Torfa
Þorgrímssonar prentara sem bjó
neðst á Skólavörðustíg. Helga
Tryggvadóttir var Reykvíkingur í
fimmta ættlið. Amma Helga var ætt-
uð úr Suður-Þingeyjarsýslu, dóttir
Vigfúsar Kristjánssonar trésmiðs og
Jakobinu Nielsen. Leiðir þeirra
ömmu og afa lágu saman í Húsinu á
Eyrarbakka, þar sem húsfreyja var
Sylvia Thorgrímsen, móðursystir
ömmu okkar, en þar var þá fyrir afi
Siggeir, bókhaldari við Lefoliisversl-
unina.
Helga ólst upp við mikið ástríki for-
eldra sinna sem báru hana á höndum
sér. Stundaði hún um tíma nám við
Verzlunarskóla Íslands. Hennar aðal-
starfsvettvangur var hjá Flugmála-
stjórn á Keflavíkurflugvelli, en síð-
ustu starfsár sín vann hún hjá
Borgarfógetanum í Reykjavík, þar
sem hún endaði sinn starfsferil. Hvar
sem vegir hennar lágu kom hún sér
vel, enda einkar fróm í allri sinni
hugsun og gerð, kát og samviskusöm.
Helga giftist Loga Einarssyni, síðar
hæstaréttardómara. Þau skildu.
Það má til sanns vegar færa að við
Helga vorum alin upp á sömu torfunni
sem afmarkast af Laugavegi, Smiðju-
stíg og Hverfisgötu. Fyrir utan nokk-
ur ár sem hún dvaldist í Bandaríkj-
unum við nám og störf átti hún nær
alla ævi heimili sitt á þeim sama stað.
Það er því með trega að ég kveð þessa
góðu frænku mína, sem öllum vildi
gott gera. Hún setti sinn svip á sam-
félagið, og skal því ekki gleymt hví-
líkur dýravinur hún var. Það var
ósjaldan, hvernig sem viðraði, að hún
fór niður á Tjörn í þeim tilgangi að
gefa þeim fuglum sem þar dvöldu eitt-
hvað að borða. Þetta var hennar
hjartans mál.
Helga frænka mín var flott kona.
Smekkleg í klæðaburði, og sómdi sér
vel hvar sem hún fór. Hún var í miklu
uppáhaldi hjá skyldfólki sínu, bæði
móður- og föðurfjölskyldum. Það var
hennar hlutskipti að sinna mjög vel
öllu skyldfólki sínu, og enginn, sem
átti við veikindi að stríða, fór varhluta
af umsjá hennar og umhyggju. For-
eldra sína annaðist hún af stakri ást-
úð.
Þegar ég kveð nú Helgu frænku
mína, vil ég ekki gleyma að nefna um-
hyggjusemi hennar fyrir nágrenni
sínu og vel vaktaði hún öll húsin sem
tilheyrðu okkur við Laugaveg,
Smiðjustíg og Hverfisgötu. Hún var í
eðli sínu íhaldssöm. Ég man eftir því
hversu henni mislíkaði, þegar Síminn
breytti símnúmerum okkar, sem
gerðist á nokkurra ára fresti, eða öðru
því sem hún var orðin vön og búin að
taka ástfóstri við.
Helga bjó við mikið ástríki foreldra
sinna. Þau voru tvö systkinin, Helga
og Agnar Grétar, kvæntur Láru Þor-
steinsdóttur, og eiga þau fjögur börn.
Bjuggu þau lengst af í sama húsi á
Smiðjustíg 4. Agnar Grétar og Lára
voru henni einstök í allri umhyggju
sinni og væntumþykju. Þeirra börn
voru einnig mjög tengd frænku sinni,
og sýndu henni mikla hlýju í hvívetna.
Helga naut góðrar heilsu um æv-
ina. Þegar heilsa Helgu brást fyrir
fáum mánuðum, voru þau Agnar
Grétar og Lára vakin og sofin yfir vel-
ferð hennar. Þau sinntu henni hvort
sem var heima á Smiðjustíg eða á
sjúkrahúsum, þar sem hún þurfti að
dvelja. Vildi hún sjálf helst vera
heima í íbúð sinni, eins lengi og unnt
væri. Hefði það ekki verið hægt nema
fyrir umhyggju þeirra, Agnars Grét-
ars og Láru.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
Helgu frænku minni samfylgdina,
þakka henni fyrir allt sem hún var
okkur í fjölskyldunni. Við vottum
Agnari Grétari, Láru og öllum, sem
henni þótti vænt um, innilega samúð.
Blessuð sé minning Helgu
Tryggvadóttur.
Hjalti Geir Kristjánsson.
Frænka mín Helga Tryggvadóttir
er fallin frá 82 ára að aldri, ein glæsi-
legasta kona sem Reykjavík hefur átt.
Við þau tímamót rifjast allmargir
hlutir upp, sérstaklega frá því ég var
að alast upp. Þá var alltaf gaman að
koma niður á Smiðjustíg til ömmu og
afa en Helga bjó alla tíð hjá þeim
meðan þau lifðu og og á Smiðjustígn-
um alla tíð síðan. Og að gista þar var
alltaf mikil upplifun, að sofa hjá
Helgu í fína rúminu. Fá að skoða alla
leyndardóma sem leyndust í snyrti-
borðinu sem mér fannst bera af öllum
fallegu hlutunum sem voru hjá henni.
Síðan var hún alltaf tilbúin að lesa fyr-
ir mig ævintýri og sögur, sérstaklega
Grimmsævintýri. Og þolinmæði
hennar var mikil því að oftar enn ekki
vorum við Lára systir bæði hjá henni í
einu og þá lenti ég oftast í að sofa til
fóta. Og ekki má gleyma þegar ég
fékk að fara með henni út á Keflavík-
urflugvöll þar sem hún hafði unnið
einhverjum árum áður og minning-
unni um heimsókn í sjónvarpsstöðina
þar og sjá teiknimyndir og barna-
þætti sem í þá daga voru ekki daglegt
brauð. Ferðalögin voru ógleymanleg
með Helgu frænku vestur í Dali, þá
sérstaklega Búðardal á Skarðsströnd
þar sem eldri systkini mín voru í sveit
og ég og yngri systir mín vorum síðar,
og áhugi á dýrum kom vel í ljós því
annar eins dýravinur er líklega ekki
til. Athyglin á öllum dýrum sem sáust
út um glugga á rútunni var mikil, einu
sinni sá hún þrjá kálfa standa hlið við
hlið þá talaði hún um bræðurna og
minnti hún mig á þá regulega og síð-
ast viku fyrir andlátið.
Ekki má gleyma að henni var mjög
umhugað um tannheilsu okkar systk-
ina og minnti hún á tannburstun að
manni fannst stundum í tíma og
ótíma, úti á götu og hvar sem var.
Ég kveð Helgu frænku með sökn-
uði því ég er sannfærður um að heim-
urinn er fátækari eftir hennar daga.
Það er og var til bara ein Helga
frænka.
Tryggvi Þór.
Elsku Helga frænka. Við viljum
þakka þér allar góðu stundirnar sem
við áttum með þér. Við vildum gjarn-
an að þær hefðu verið fleiri. Þú varst
ekki veik lengi en þú hefðir heldur
ekki viljað vera lengi á sjúkrahúsi. Við
söknum þín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Megi guð geyma þig.
Sigurður Orri, Lára og
Agnes Björg.
HELGA
TRYGGVADÓTTIR
Fleiri minningargreinar
um Helgu Tryggvadóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður minnar, tengda-
móður og ömmu,
MARGRÉTAR LILJU ÓLAFSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Sveinn Herjólfsson, Ólöf Zóphóníasdóttir,
Margrét Ólöf Sveinsdóttir,
Soffía Björg Sveinsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýj-
ar kveðjur vegna andláts og útfarar
ÓLAFS PÉTURSSONAR
frá Vakursstöðum,
Vopnafirði.
Sérstakar þakkir fær Baldur Friðriksson læknir
og starfsfólk Sundabúðar fyrir umönnun og
alúð.
Sigurður Þór Ólafsson, Stefanía Sigurjónsdóttir,
Elísabet S. Ólafsdóttir,
Eva Hrönn og Stefán Óli.
LEGSTEINAR
Mikið úrval af legsteinum
og fylgihlutum
Sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít