Morgunblaðið - 23.04.2003, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
JT veitingar
Matreiðslumann (vaktstjóra) vantar sem fyrst.
Upplýsingar í síma 897 4778, Reynir, eða á
reynirm@icehotel.is
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur fyrir árið 2002
hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf.
verður haldinn í húsi Akóges við Hilmisgötu
15 í Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 30. apríl
2003 og hefst kl. 16.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
KENNSLA
Vilt þú rifja upp enskukunnáttuna
fyrir
sumarfríið?
4ra vikna hraðnámskeið í talmáli.
Hefst 5. og 6. maí.
Pantaðu tíma í viðtal — frítt.
Hringdu í síma 588 0303
Næstu kyrrðardagar
í Skálholti
Kyrrðardagar við sumarkomu
24.–27. apríl
Áhersla á útivist og lífsgöngur um ríki vorsins.
Leiðsögn: Hjalti Hugason prófessor og Ragn-
heiður Sverrisdóttir djákni.
Kyrrðardagar tengdir tólf spora
starfinu 1.–4. maí
Leiðsögn sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Kyrrðardagar hjóna 15.–18. maí
Leiðsögn: Þorvaldur Halldórsson tónlistar-
maður og Margrét Scheving sálgæsluþjónn.
Sr. Gunnlaugur Garðarson og Sigríður Hall-
dórsdóttir prófessor.
Upplýsingar og skráning í Skálholtsskóla,
sími 486 8870, netfang: rektor@skalholt.is .
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Ýmis verk fyrir varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli
Forval
Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins f.h. varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir hér með
eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna út-
boðs á eftirfarandi verkum á varnarsvæðinu
á Keflavíkurflugvelli:
1. Verk N62470-03-B-1263: Viðgerð á
byggingu 632: Verkið felst í fjarlægingu
tveggja katla og eldsneytistanks ásamt stálpíp-
um þeim tengdum sem liggja um alla bygging-
una. Verktakinn skal einnig lagfæra skemmdir
sem framkvæmd þessa verks veldur á lýsingu,
innveggjum, gólfefnum og lofti.
2. Verk N62470-03-B-1265: Viðgerð innan-
húss í byggingu 771: Verkið felst í endurnýj-
un loftræstikerfis og -rása í lofti fyrir keiluspils-
braut og endurnýjun snyrtiherbergis í keilusal.
Í verkinu gæti falist endurnýjun á salernum,
vöskum, afgreiðsluborðum, básum, speglum
og lýsingu. Verktakinn á að sjá um viðgerðir
á burðarvirki, vélbúnaði og rafmagni sem
þessu verki fylgja.
3. Verk N62470-03-B-1262: Útvegun og
uppsetning á Mylar filmu á gler í bygging-
um 1106-1109 og 1112: Verkið felst í útveg-
un og uppsetningu á glerbrotahindrandi örygg-
isfilmu í ofangreindum byggingum.
4. Verk N62470-03-B-1267: Standsetning
í byggingu 885: Verkið felst í algjörri endur-
nýjun annarrar hæðar byggingar 885, þ.m.t.
fjarlægingu á búnaði og veggjum sem þar eru
og útvegun nýrra úðunar-, hita- og loftræsti-
kerfa auk salerna og veggja.
5. Verk N62470-03-B-1268: Viðgerð á hita-
kerfi og lýsingu í byggingu 781: Verkið felst
í útvegun hitakerfis og viðgerðar á lýsingu í
flugskýli, auk betrumbóta á dyraopnun.
Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra
lögaðila.
Forvalsgögn og upplýsingar um kröfur til um-
sækjenda fást á heimasíðu utanríkisráðuneytis-
ins: www.utanrikisraduneyti.is . Einnig fást
þessi gögn hjá utanríkisráðuneytinu á Rauðar-
árstíg 25, 150 Reykjavík eða hjá ráðningarstofu
varnarmálaskrifstofu á Brekkustíg 39, 260
Njarðvík. Gögnin ber að fylla út af umsækjend-
um og er sérstaklega bent á nauðsyn framlagn-
ingar ítarlegra fjárhagslegra upplýsinga og
ársskýrslna. Forvalsnefnd utanríkisráðuneytis-
ins áskilur sér rétt til að hafna forvalsgögnum
sem ekki eru fullnægjandi.
Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttak-
endum eftir að forvalsfrestur rennur út.
Umsóknum skal skilað til utanríkisráðuneytis-
ins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík eða til ráðn-
ingardeildar varnarmálaskrifstofu á Brekkustíg
39, 260 Njarðvík, fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn
6. maí nk. Ekki er tekið við umsóknum á
rafrænu formi.
Forvalsnefnd vekur einnig athygli á því að ýmis
smærri verk og verkefni fyrir varnarliðið eru
auglýst á eftirfarandi heimasíðu:
http://www.naskef.navy.mil/template5.asp?PageID=239
Forvalsnefnd
utanríkisráðuneytisins.
TILKYNNINGAR
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
Auglýsing um
deiliskipulag í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru
hér með auglýstar til kynningar tillögur að
breytingum á deiliskipulagsáætlunum í
Reykjavík:
Rafstöðvarsvæði í Elliðaárdal.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Elliðaár-
dals, reits sem nær yfir umhverfi Ártúns í
Elliðaárdal.
Markmið með deiliskipulaginu er að byggja
upp á hentugum stað í Elliðaárdal þjónustu og
fræðslu fyrir almenning og notendur dalsins.
Til grundvallar tillögunum eru hugmyndir um
frekari uppbyggingu orkuminjasafns og bygg-
ingu fornbílasafns ásamt fræðslustofu fyrir
Elliðaársvæðið og aðstöðu fyrri Stangaveiði-
félag.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að afmarkaðar
verði lóðir fyrir hinar ýmsu byggingar sem nú
eru á skipulagssvæðinu. Jafnframt er markmið
skipulagsins að tryggja ráðstöfun lands fyrir
almenna útivist, skíðalyftu og lyftuhús, púttvöll
og aðstöðu fyrir kastæfingar stangveiði-
manna. Einnig gerir tillagan ráð fyrir lóðum fyrir
veiðihús og félagsaðstöðu fyrir stangveiði-
menn að Rafstöðvarvegi 1 og lóð fyrir orku-
minjasafn, fræðslustofu, fornbílasafn og skrif-
stofur að Rafstöðvarvegi 5-9. Nánar vísast í
uppdrætti og tillögur.
Spöngin.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Spangar-
innar, sem afmarkast af Borgarvegi, Spöng-
inni, Móavegi og Mosavegi.
Tillagan tekur til allra lóða við Spöngina með
lóðanúmer 1 og 7-47 (nefndar A, B, D, E og F
í staðfestu skipulagi dags. 17.03.1997) með
áorðnum breytingum. Tillagan gerir m.a. ráð
fyrir að lóðarhluti F er sameinaður lóðar-
hlutunum A og B þannig að stök númer frá 7-
41 við Spöngina verði á sameiginlegri lóð.
Heimiluð er er stækkun á verslunarhúsi á lóð
nr. 9 en niður fellur byggingarréttur á lóð nr. 7.
Lóð D (Spöngin 1) er stækkuð úr ca. 1000 í ca.
1850 m2 og nýtingu breytt þannig að að þar
megi byggja allt að 350 m2 veitingastað með
allt að 35 bílastæðum og möguleika á af-
greiðslu á skyndibitum um lúgu. Séð verður
fyrir stæðum fyrir leigubíla á sameiginlegu
bílastæði verslunarmiðstöðvar. Lóð F er skipt
upp þannig að vestur hluti hennar (nr. 47-E1)
verður sjálfstæð lóð með óbreyttri notkun
(bensínafgreiðsla). Engar byggingarverða á
lóðinni.
Einnig gerir tillagan ráð fyrir að lóðir nr. 43 og
45 (F2) verði ætlaðar fyrir útibú Borgar-
bókasafns eða skylda starfsemi. Gert er ráð
fyrir stækkun lóðarinnar til austurs í ca.
3.600m2 og að nýtingarhlutfall geti orðið allt að
0,5. Nánar vísast í uppdrætti og skilmála.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1.
hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 og
fimmtudaga til 18.00, frá 23.04.2003 - til
04.06. 2003. Einnig má sjá tillögur á heimasíðu
sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig
eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna
sér tillögurnar. Ábendingum og athuga-
semdum við þær skal skila skriflega til skipu-
lagsfulltrúa eigi síðar en 4. júní 2003.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 23. apríl 2003.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur