Morgunblaðið - 23.04.2003, Page 48

Morgunblaðið - 23.04.2003, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                        !       "   #           BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MORGUNBLAÐINU 26. mars sl. fjallar Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra um markmið innrás- arinnar í Írak. Þar nefnir hann að þúsundir Íraka hafi láti lífið vegna vannæringar og skorts á lyfjum á meðan Saddam Hussein og fjöl- skylda hans hafi rakað saman auði af því fé sem aflað var með olíusölu Íraka á vegum áætlunar Samein- uðu þjóðanna. Ráðherrann veit bet- ur. Allar tekjur af þessari olíusölu Íraka eru undir stjórn öryggisráðs SÞ og fóru ekki til Saddams Huss- ein og fjölskyldu hans. Tekjurnar hafa meðal annars verið notaðar til kaupa á nauðsynjavörum, farið í stjórnunarkostnað og í stríðskaða- bætur til Kúveit. Með öðrum orð- um, fyrrum forseti Íraks hafði ekki aðgang að þessu fé. Í Morgunblaðinu þennan sama dag skrifar Kristján Jónsson blaða- maður einnig um viðskiptabannið á Írak og segist ekki skilja þanka- gang manna sem taka undir blaðrið um að viðskiptaþvinganir SÞ hafi beinlínis valdið barnadauða. Eftir skrifum hans að dæma virðist hann ekki hafa mikla þekkingu á við- skiptabanninu og áætlun SÞ um ol- íusölu. Kristján segir að slakað hafi verið á viðskiptaþvingunum árið 1996. Það er ekki rétt. Þegar þetta er skrifað eru þvinganirnar enn í fullum gangi. Áætlun SÞ sem leyfir sölu á olíu til kaupa á matvælum og öðrum nauðsynjavörum hófst hins vegar árið 1996 og er sú áætlun ekki í gangi þessa dagana. Þessi áætlun, olía fyrir mat, jafngildir því ekki að slakað hafi verið á við- skiptabanninu. Öll olíuviðskipti Íraka á vegum SÞ hafa farið fram fyrir utan íraska hagkerfið. Blaða- maðurinn heldur því fram að sök- ina á barnadauðanum í Írak eigi Íraksforseti og nefnir máli sínu til stuðnings að lífskjör Kúrda í Írak séu mun betri þar, þar sem þeir hafi ekki eytt sínum tekjum í ger- eyðingarvopn. Ástæðan fyrir betri lífskjörum í Norður-Írak er sú að ekki allir landshlutar Íraks hafa hlotið sömu meðhöndlun hvað áætlun SÞ snert- ir. Kúrdarnir í Norður-Írak fá hluta af olíusölunni í reiðufé og er það eina undantekningin hvað reiðufé af olíusölunni varðar. Kúrd- ar fá einnig hlutfallslega, eða 22% meira, á hvern íbúa af varningi áætlunarinnar en aðrir landsmenn. Ekki eru öll dauðsföll yngstu kynslóðarinnar í Írak síðastliðin 12 ár rakin til sjálfs viðskiptabanns- ins. Þau 90.000 tonn af sprengjum sem varpað var á landið í fyrra Persaflóastríðinu eyðilögðu meðal annars 18 af 20 rafmagnsveitum sem gerði vatnsdælur og hreinlæt- iskerfi óvirk. Óhreinsað skólp rann í ár. Úr ánum var tekið drykkjar- vatn sem leiddi til hraðrar út- breiðslu á smitsjúkdómum. Við- skiptabannið gerði svo erfiðara fyrir að endurreisa þessi kerfi. Með banninu bættist við skortur á nauð- synjavörum, þar á meðal lyfjum. Meðal þeirra sem „taka undir blaðrið að viðskiptaþvinganirnar hafi beinlínis valdið barnadauða“ eru fyrrum starfsmenn SÞ sem sögðu störfum sínum lausum í mót- mælaskyni við viðskiptabannið. Þeir eru Denis Halliday, Hans von Sponeck og Jutta Burghardt. Mikið af áreiðanlegum heimild- um er að finna um viðskiptabannið og áætlun SÞ. Því er ástæðulaust að skrifa greinar í Morgunblaðið um þetta mál sem innihalda rangar upplýsingar. (Byggt aðallega á skrifum dr. Richards Garfield, prófessors við Columbia-háskólann í New York.) ÞÓRDÍS B. SIGURÞÓRSDÓTTIR, Dofrabergi 9, Hafnarfirði. Olíutekjur fóru ekki til Íraksstjórnar Frá Þórdísi B. Sigurþórsdóttur SKILABOÐIN frá kjósendum eru einföld, Þessi ríkisstjórn á að fara frá. Hún er búin að sitja of lengi. Það er kominn tími til að breyta vegna þess að vald spillir og því meir sem menn sitja lengur við völd. Það þýðir ekkert fyrir Davíð að segja að Ingibjörg Sól- rún sé með dylgjur þegar hún nefnir að bæði biskup og forseti séu teknir til bæna af forsætisráðherra. Þetta og margt annað höfum við lesið um t.d. í Morgunblaðinu og það má nefna fleira. Hver man ekki eftir atlögunni að Þjóhagsstofnun, sú stofnun var hreinlega lögð niður vegna þess að hún spáði ekki rétt! Eða þá snupr- urnar sem rithöfundurinn og prest- urinn í Garðabæ, Örn Bárður, fékk á sínum tíma fyrir að dirfast að skrifa smásögu þar sem hann gagnrýndi einhvern forsætisráðherra í smásögu í lesbók Morgunblaðsins. Davíð Odds- son hefur nefnilega einkarétt á því að skrifa skemmtisögur eða hvað? Það er því miður af nógu að taka ef vel er að gáð. Það er hverri þjóð mikil gæfa að eiga hugrakka stjórnmálamenn sem láta ekki kveða sig í kútinn. Það gerir Ingibjörg Sólrún heldur ekki. Það er mikill happafengur að hún gefur kost á sér í það mikilvæga starf að stýra landinu. Ingibjörg Sólrún er góður verkstjóri, hún stýrði borginni með sóma, þess bera vitni stöndug borg- arfyrirtæki sem hafa aldrei blómstrað eins og nú samanber Orkuveitu Reykjavíkur það mikla fyrirtæki. Þegar Ingibjörg Sólrún var kosin borgarstjóri fyrir 9 árum héldu marg- ir að hún myndi taka rækilega til í embættismannakerfinu í borginni og reka þá sem væru með „bláar hend- ur“. Það gerðist ekki vegna þess að það var metið meira hvernig fólk var sem starfsmenn en hvaða stjónmála- skoðanir það hefði. Ef Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir verður næsti forsætis- ráðherra landsins er það álíka mikilvægt fyrir okkur öll og þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin for- seti Íslands. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR, Hvassaleiti 77, Reykjavík. Ingibjörg verður góður forsætisráðherra Frá Margréti Sæmundsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.