Morgunblaðið - 23.04.2003, Page 49

Morgunblaðið - 23.04.2003, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 49 Laugavegi 101, sími 552 8222. Við skrúfum niður verðið Opið kl. 13.00-18.00 Kaupum og seljum Allt á að seljast Lagersala Laugavegi! Tæmum af lager og úr búðPakkhúsið flytur Skipholti 17 Antik-Pakkhúsið HÁÞRÝSTI ÞVOTTATÆKI Verð frá kr. 8.900,- AFMÆLI Sigurbjörg Gísla- dóttir fæddist í Dalbæ í Flóa síðasta vetrar- dag, 23. apríl, 1913. Nú á hún 90 ára af- mæli á síðasta degi vetrar 2003 og gengur beint inn í sumarið næsta dag, ef Guð lof- ar. Foreldrar hennar voru ung hjón í Dalbæ, Margrét Jóns- dóttir frá Sandlækjar- koti í Gnúpverjahreppi og Gísli Hannesson frá Skipalóni á Stokks- eyri. Margrét missti mann sinn frá fjórum ungum börnum, elstur var Jón á fimmta ári, næst Margrét, þriðja barn Bjarni og fjórða Sig- urbjörg yngst, eins árs gömul. Valgerður móðursystir Sigur- bjargar tók hana til fósturs. Val- gerður var þá nýlega gift Krist- birni Hafliðasyni á Birnustöðum á Skeiðum. Margrét fór til foreldra sinna, Jóns og Margrétar í Sand- lækjarkoti. Þar ólust hin þrjú börnin upp. Margrét var lærður skreðari í Reykjavík. Sigurbjörg vinkona mín minnist enn fallegu kápunnar, sem móðir hennar saumaði og gaf henni, þegar hún var tíu eða ellefu ára. Börnin nutu móður sinnar ekki lengi. Hún hjúkraði berkla- sjúklingi, en smitaðist sjálf. Þá var Margrét 15 ára – fór suður í vinnu, til þess að geta heimsótt móður sína. Móðir hennar dó á Vífilsstöðum 1930. Við Sigurbjörg áttum samleið í Barnaskóla Skeiðahrepps. Skólinn var í þinghúsi hreppsins, sem stóð í bæjarröðinni á Húsatóftum. Þang- að var klukkustundar langur gang- ur frá Vörðufellsbæjum. Við Sig- urbjörg, mættumst á Vorsabæjarhlaði og urðum sam- ferða þaðan í skólann sem byrjaði kl. 10 f.h. Við sátum á sama bekk, við sama borð í skólanum. Skólinn var tví- skiptur, 10 og 11 ára börn í yngri deild en 12 og 13 ára börn í eldri deild. Við vorum aðra vikuna í skólanum, en hina lásum við heima. Skólinn stóð frá 1. október til apríl- loka. Kennari okkar var Helga Þorgilsdóttir. Mjög prýðileg. Vinátta okkar Sigurbjargar var djúp og innileg. Við höfðum nóg að masa um á langri leið. Það stytti gönguna. Sigga vinkona var flug- læs, stóð sig vel í öllum fögum, skrifaði fallega hönd, var góð í réttritun. Við lærðum mikið af sálmum og kvæðum. Hún kunni öll skólaljóðin utan að. Ég minnist hennar, sem „litlu stúlkunnar ljúfu með ljósu flétturnar tvær“. Lokkar hrukku við hátt og fallegt enni, augabrúnir voru bogadregnar, löng uppbrett augnahár, blágrá falleg augu, horfðu gegnum þykk gleraugu. Sigurbjörg hafði líka mikla söng- rödd. Syngur enn í eldrisöngvarakór. Sig- urbjörg var elst í stórum hópi fóstur- systkina, sem urðu 15. Ekki sást það samt á námi hennar. Þegar við urðum 19 ára vor- um við báðar síðast í heyvinnu hjá fóstur- foreldrum okkar. Þá hafði hún hjálp- að fóstru sinni líka alla vetur. Hún fór suður að vinna fyrir kaupi. Hún vann við ýmislegt sem til féll. Síðar lengst við fatapressun í Lindinni. Alls staðar var hún vel látin í vinnu. Árið 1948 eignaðist hún yndislega dóttur, Margréti, með Friðbergi Guðmundssyni járnsmið. Hana ól hún upp sem einstæð móð- ir, þar til þau Friðberg gengu í hjónaband árið fyrir fermingu Margrétar. Friðberg átti hús í Hafnarfirði og þar varð heimili þeirra. Sigurbjörg naut sín vel sem ágæt húsmóðir. Hún prýddi heim- ilið sínum listrænu hannyrðum. Skemmtilegt var að heimsækja þau. Dóttirin Margrét, var sett til mennta. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Margrét fór síðan í Myndlistar- skólann í Reykjavík. Hún útskrif- aðist þaðan, sem myndlistarkenn- ari. Margrét hefur nú kennt við Myndlistarskólann í Reykjavík í meira en 20 ár. Hún er afbragðs kennari í myndlist og alveg sér- staklega að kenna unglingum, segir fyrrum skólastjóri Myndlist- arskólans í Reykjavík og sam- starfsmaður Margrétar í fjölda mörg ár. Margrét er gift Bergþóri Halldórssyni símaverkfræðingi. Þau eiga þrjú börn, þau eru, Högni, rafmagnsverkfræðingur sem lengi bjó hjá afa og ömmu við nám. Tvær dætur Sigurbjörg Hlín og Halldóra, þær eru stúdentar. Báðar farnar að búa með mönnum sínum. Þær eiga sína dótturina hvor. Sigurbjörg hefur misst mann sinn og öll systkini. En hvorki ströng vinna né ástvinamissir hafa kælt hið heita hjarta vinkonu minnar. Ég veit að þú hefur verið ástrík móðir. Og býrð nú í eigin íbúð í sama húsi og dóttir þín. Gott er að heimsækja ykkur mæðgur. Við höfum horft yfir 20. öldina frá 1913 og lifað merkustu aldamót, síðan árið 1000 á Þingvöllum og enn eina páskana. Megi geislar páskasólar lýsa upp þitt ævikvöld. Ástarkveðja. Rósa B. Blöndals. SIGURBJÖRG GÍSLADÓTTIR SNORRI Guðjón Bergsson (2.285) vann sannfærandi sigur í áskorenda- flokki Skákþings Íslands sem lauk á páskadag. Snorri fékk 7½ vinning í níu umferðum. Hann fór taplaus í gegnum mótið, en gerði jafntefli í þremur skákum í sjöttu, sjöundu og áttundu umferð. Hann klykkti svo út með sigri í lokaumferðinni. Í 2.-4. sæti á mótinu urðu þeir Davíð Kjartansson (2.275), Róbert Harðarson (2.230) og Ingvar Þór Jó- hannesson (2.190). Þessir fjórir skákmenn unnu sér allir rétt til þess að tefla í landsliðsflokki síðar á árinu. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Snorri Bergsson 7½ v. 2.-4. Davíð Kjartansson, Róbert Harðarson, Ingvar Jóhannesson 6½ v. 5. Kjartan Maack 6 v. 6. Páll Agnar Þórarinsson 5½ v. 7.-15. Guðmundur Kjartansson, Páll Sigurðsson, Jóhann Ragnars- son, Hilmar Þorsteinsson, Sigurður Ingason, Magnús Gunnarsson, Sverrir Sigurðsson, Arnar Ingólfs- son, Aron Ingi Óskarsson 5 v. 16.-19. Dagur Arngrímsson, Hall- dór Pálsson, Atli Freyr Kristjáns- son, Svanberg Már Pálsson 4½ v. Hörð keppni var um sigur í flokki skákmanna undir 2.000 skákstigum. Páll Sigurðsson (1.745) hafði þar nauman sigur, en verðskuldaðan. Páll hlaut 5 vinninga og var jafn Jó- hanni H. Ragnarssyni (1.995), Hilm- ari Þorsteinssyni (1.690), Sigurði Ingasyni (1.775), Sverri Sigurðssyni (1.825), Arnari Ingólfssyni (1.730) og Aroni Inga Óskarssyni (1.505). Páll varð hins vegar efstur í þessari jöfnu keppni eftir stigaútreikning. Aron Ingi Óskarsson er meistari skák- manna með minna en 1.600 skákstig. Ekki fengu úrslit í keppninni um unglingameistara Íslands. Þar verð- ur haldin aukakeppni milli þeirra Arons Inga, Guðmundar Kjartans- sonar (2.040) og Hilmars Þorsteins- sonar. Keppnin fer fram á laugardag. Eftirfarandi skák var tefld í sjöttu umferð áskorendaflokksins. Hinn ungi og efnilegi Hilmar Þorsteins- son, sem stóð sig frábærlega á mótinu, mætir hér ofjarli sínum í skemmtilegri skák. Hvítt: Kjartan Maack Svart: Hilmar Þorsteinsson Pircvörn 1.e4 d6 2.d4 Rf6 3.Rc3 g6 4.Be2 Bg7 5.h4!? Rbd7 Svartur bregst nokkuð rólega við óvenjulegri leið hvíts. Best er að svara af krafti með 5...c5 6.dxc5 Da5, t.d. 7.Bd2 (7.cxd6 Rxe4 8.dxe7 Rxc3 9.bxc3 Bxc3+ 10.Kf1 Bxa1 11.Bg5 Rc6 12.Dxa1 Hg8 13.Rf3 Be6 14.a4 a6 15.g3 Rxe7) 7.-- Dxc5 8.h5 gxh5 9.Rh3 Rc6 10.Rf4 Rg4 11.Rd3 Dd4 12.Rd5 Rce5 13.0–0 Kf8 14.R5f4 Rf6 15.Bxh5 Rxh5 16.Dxh5 Dxe4 17.Bc3 Hg8 18.Bxe5 Bxe5 19.Hfe1 Df5 20.Dxf5 Bxf5 21.Rxe5 dxe5 22.Hxe5 Bxc2 23.Hc1 Hg4 24.Rd5 He4 25.Hxe7 Hxe7 26.Rxe7, með jöfnu tafli (Malaniuk-Azmajparashvili, Kiev/1986). 6.h5 h6 Með þessum leik veikir svartur hvítu reitina í sínum herbúðum. Hann hefði getað drepið á h5, eða leyft hvíti að leika 7.h6, t.d. 6...e5 7.Be3 c6 8.h6 Bf8 9.Rh3 b5 10.Rg5 Be7 11.Dd2 b4 12.Rb1 0–0 o.s.frv. 7.hxg6 fxg6 8.Rf3 e5 9.Rh4 Rf8 10.d5 De7 11.Be3 g5 Betra er að koma í veg fyrir skák- ina á b5 með því að leika 11...a6 o.s.frv. 12.Bb5+! Bd7?! Svartur hefði betur leikið 12...Kd8, t.d. 13.Rf5 Bxf5 14.exf5 R8d7 15.De2 Rb6 16.0–0–0 Df7 o.s.frv. 13.Rf5 Df7 14.Dd3 a6 15.Bxd7+ R6xd7 16.b4 Rg6 17.Dc4 Rf6 18.Kd2 Kd7 Það er erfitt að benda á gott fram- hald fyrir svart í stöðunni. Hann gæti reynt að flækja taflið með 18...Re7!? 19.Rxg7+ Dxg7 20.Dxc7 Hc8 21.Da5 Hxc3 22.Kxc3 Rxe4+ 23.Kb2 0–0 24.f3 Rg3 25.Hhd1, en það virðist ekki duga, þrátt fyrir ýmsa möguleika, sem ekki verður farið nánar út í hér. Sjá stöðumynd 1. 19.b5 axb5 Svartur getur ekki haldið stöðunni lokaðri með 19...a5, vegna 20.b6 Hhc8 21.bxc7 Hxc7 22.Da4+ Kd8 23.Bb6 o.s.frv. 20.Dxb5+ Kc8 21.Hab1 Rxe4+ Svartur getur ekki valdað peðið á b7 með 21...Hb8, vegna 22.Ba7. 22.Rxe4 Dxf5 Sjá stöðumynd 2 23.Rxd6+! cxd6 24.Dxb7+ Kd8 25.Dxa8+ Ke7 26.Hb7+ Kf6 27.Da7 Hf8 28.Hxg7 og svartur gafst upp. Sævar Bjarnason á færeyska meistaramótinu Sævar Bjarnason (2.258) tefldi í landsliðsflokki á færeyska meistara- mótinu, sem fram fór 12.-19. apríl. Sævar hlaut sex vinninga í ellefu um- ferðum og hafnaði í 4.-7. sæti. Danski alþjóðlegi meistarinn Kim Pilgaard (2.440) sigraði á mótinu og hlaut 9 vinninga. Titilinn Skákmeistari Færeyja hlaut Martin Poulsen (2.245). Hann var jafn Ólav Simon- sen og Flóvin Þ. Næs, en var úr- skurðaður meistari eftir stigaút- reikning. Röð efstu manna: 1. Kim Pilgaard (2.440) 9 v. 2. John Shaw (2.440) 8½ v. 3. Eirik T. Gullaksen (2.354) 7 v. 4.-7. Sævar Bjarnason (2.258), Martin Poulsen (2.245), Olavur Sim- onsen (2.250) og Flóvin Þór Næs (2.317) 6 v. Neckar-skákmótið í Þýskalandi Opna Neckar-skákmótinu lauk á sunnudag í Deizisau í Þýskalandi. Þrír Íslendingar voru með á mótinu. Sigurbjörn Björnsson stóð sig best þeirra, hlaut 5½ vinning og hækkar talsvert á stigum. Sigurður Daði Sig- fússon og Jón Garðar Viðarsson fengu 5 vinninga. Klúbbakeppni Hellis og TR Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur halda klúbbakeppni í sameiningu föstudaginn 25. apríl. Keppnin verður haldin í húsnæði TR, Faxafeni 12. Höfðað er sérstak- lega til klúbba í heimahúsum sem eru ekki skipaðir hinum venjulegum mótaskákmönnum. Sérstök verð- laun verða veitt þeirri sveit sem hef- ur minna en 1.800 skákstig (stiga- lausir reiknast með 1.200 stig) að meðaltali. Borðaverðlaun verða veitt fyrir 1.-4. borð bæði fyrir hina stiga- hærri og stigalægri. Keppt verður í fjögurra manna sveitum. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Klúbbakeppnin var haldin í fyrsta sinn fyrir sex árum og fór þátttakan þá fram úr björtustu vonum, en 23 klúbbar með yfir 100 manns innan- borðs tóku þátt í keppninni. Í fyrra voru 19 sveitir með. Tekið er á móti skráningum í mótið í síma 861 9416 (Gunnar). Einnig er hægt að skrá sig með tölvupósti: hellir@hellir.is. Mótshaldarar vilja hvetja klúbba til að skrá sem fyrst en hægt verður að fylgjast með skráningu í mótið á Hellir.is Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir hverja sveit og verða léttar veitingar seldar á skákstað Öruggur sigur Snorra Bergs- sonar í áskorendaflokki SKÁK Skáksamband Íslands SKÁKÞING ÍSLANDS, ÁSKORENDAFLOKKUR 12. – 20. apríl 2003 Daði Örn Jónsson Snorri Guðjón Bergsson Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. dadi@vks.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.