Morgunblaðið - 23.04.2003, Side 50

Morgunblaðið - 23.04.2003, Side 50
DAGBÓK 50 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss Þerney og Brúarfoss koma og fara í dag. Alboran, Skógafoss, Richmond Park, Bremon og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bremon fer til Reykja- víkur í dag. Ludvig Andersen kom í gær, L. Novaspassky kom og fór í gær. Brúarfoss fer til Straumsvíkur í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 10.30 Búnaðarbankinn, kl. 13–16.30 bridge/ vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónsuta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 postulínsmálun, kl. 13– 16.30 módelteikning. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðnum, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, tréútskurður kl. 9, myndlist kl. 10–16, línudans kl. 11, gler- skurður kl. 13, pílukast kl. 13.30, kóræfing kl. 16.30 Dansleikur í kvöld síðasta vetr- ardag kl. 20.30 Cabrí Tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línudanskennsla kl. 19.15. Félag eldri borgara, Suðurnesjum Selið, Vallarbraut 4, Njarð- vík. Í dag kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 helgistund, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur opinn kl. 13.30 kóræfing, 25. apríl kl. 16. opnuð myndlistarsýning Jóns Ólafssonar, m.a. syng- ur Gerðubergskórinn. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.30 boccia og glerlist, kl. 13 glerlist og félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17. bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnustofan op- in. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, búta- saumur, útskurður, kl. 11 banki, kl. 13 bridge, kl. 14 bingó, kaffiveit- ingar. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans, kl. 15 teiknun og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10–11 samverustund, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15-14.30 versl- unarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjall- að, kl. 13–16 tréskurð- ur. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13–16 föndur, kl. 13.30 bókband, kl. 12.30 verslunarferð. Hana-nú Kópavogi Í kvöld kl. 20 spjallkvöld í Gjábakka. Gestur kvöldsins Magnús D. Baldursson heimspek- ingur. Ekkó-kórinn syngur undir stjórn Jóns Hjörleifs Jóns- sonar. Barðstrendinga- félagið félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105. Breiðfirðingafélagið Faxafeni 14. Vorfagn- aður verður síðasta vetrardag miðvikudag- inn 23. apríl frá kl. 22– 03. Söngvinir, Kór aldr- aðra í Kópavogi verður með tónleika í Digra- neskirkju fimmtud. 24. apríl kl. 17. Félag harm- ónikkuunnenda Suð- urnesjum, dansleikur á Ránni 24. apríl, sum- ardaginn fyrsta frá kl. 21. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík. Afmælisfundurinn er 25. apríl kl. 20 í Höllu- búð. Í dag er miðvikudagur 23. apríl, 113. dagur ársins 2003, síðasti vetrardagur. Orð dagsins: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. (I.Kor. 12, 4.)     Í síðustu viku barst fjöl-miðlum minnisblað frá ríkisskattstjóra þar sem lagt var mat á áhrif þeirra skattkerfisbreytinga sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur heitið að framkvæma verði hann í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Höfðu þessar upplýsingar verið teknar saman að beiðni formanns Sjálfstæð- isflokksins. Þar kom m.a. fram að 4% lækkun skatt- hlutfalls kemur betur út fyrir einstaklinga með 104 þúsunda króna mán- aðarlaun en 10 þúsund króna hækkun skattleys- ismarka.     Samfylkingin hefureinnig boðað skatt- kerfisbreytingar í kosn- ingabaráttunni og raunar er tillagan um hækkun skattleysismarka eitt af kosningaloforðum flokks- ins. Í byrjun vikunnar barst fjölmiðlum frétta- tilkynning þar sem fram kom svar ríkisskattstjóra vegna fyrirspurnar frá Samfylkingunni. Þar hafði hins vegar ekki verið beðið um mat á því hver áhrif skattkerf- isbreytinga Samfylking- arinnar yrðu á hag al- mennings. Nei. Í fyrirspurn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, tals- manns Samfylkingarinnar var óskað „eftir því við Ríkisskattsstjóra að skoð- að yrði hvernig mismun- andi leiðir til skattalækk- unar kæmu út ef stærðargráða breyting- anna væri sambærileg.“     Með öðrum orðum:Hver yrðu áhrifin á hag almennings ef Sam- fylkingin myndi lækka skatta jafnmikið og Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar að gera? Þetta hlýtur að telj- ast forvitnileg nýjung. Samfylkingin ætlar nefni- lega ekki að lækka tekju- skatt almennings jafn- mikið og Sjálfstæðis- flokkurinn, raunar munar þar átta milljörðum, að sögn talsmanna Samfylk- ingarinnar sjálfra. Út- reikningar ríkisskatt- stjóra segja því ekkert til um það hver áhrifin verða af skattalækkunartillög- um flokksins heldur ein- ungis hver áhrifin yrðu EF Samfylkingin myndi lækka skatta jafnmikið og Sjálfstæðisflokkurinn hyggst gera. Þar sem Samfylkingin ætlar ekki að lækka skatta jafnmikið – að eigin sögn – er vand- séð hvaða upplýsingagildi þessir útreikningar hafa.     Þessi samanburðarfræðier með ólíkindum. Í kennslubókum í hagfræði er stundum brýnt fyrir nemendum að það þýði ekki að bera saman epli og appelsínur. Þessi að- ferðafræði Samfylking- arinnar virðist hins vegar einmitt ganga út á það. Nú geta væntanlega all- ir flokkar tekið tillögur hinna flokkanna, hvort sem þær varða skatta eða önnur mál og velt því fyrir sér hver áhrifin yrðu ef þeirra loforð yrðu yf- irfærð á stefnu hinna flokkanna. STAKSTEINAR Epli og appelsínur Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur legið meðflensu yfir páskana. Fyrir vikið fylgdist hann með metnaðarfullri dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Það sem stóð upp úr myndarlegri flóru bíómynda var íslenska dag- skrárgerðin, og ber þá helst að nefna vandaðan viðtalsþátt Krist- jáns Kristjánssonar við rithöfund- inn Þórarin Eldjárn, þar sem Þór- arinn talaði um þá óbærilegu raun að missa tvo syni sína. Í þættinum upplýsti Þórarinn að þó sumir segðu hann vera af fyndnu kynslóð- inni, þá hefði Kristján sonur sinn verið af stórfyndnu kynslóðinni. x x x Á MÁNUDAGSKVÖLD voru ein-mitt haldnir minningar- tónleikar um Kristján, sem hafði ekki aðeins skopskynið í lagi, held- ur ótrúlega hæfileika á mörgum sviðum. Bæði í sjónvarpsþættinum og á tónleikunum kom bersýnilega í ljós hve vinmargur Kristján var. Betri vitnisburð um upplag manna er ekki hægt að hugsa sér. Allur ágóði af tónleikunum rann í minningarsjóð Kristjáns Eldjárns. Tekur sjóðurinn við minning- argjöfum og frjálsum framlögum (bankareikningur: 0513-18-430830, kt. 650303-3180). x x x EN jafnvel um páskana er stjórn-málabaráttan í algleymingi. Á Norðurlandi mættust fulltrúar allra flokka á hagyrðingakvöldi, sem íþróttafélagið Þór efndi til á skír- dag, og var margt um manninn. Þar orti Steingrímur Sigfússon um Borgarnesræðu Ingibjargar Sól- rúnar hina síðari: Mæðist Solla í moldarbyl við mannorðsrofabörðin. Hún ætti að fara „en gang til“ og oftar í Borgarfjörðinn. x x x FRÁ þessu segir í ÞankabrotumJóns í Grófinni sem birtast dag- lega á Íslendingur.is. Ennfremur að Halldór Blöndal hafi fengið skotleyfi á Samfylkinguna: Yfir kaldan eyðisand örlagastjörnur skinu Ingibjörg fór út á land með Össur í farteskinu. FLEIRI hafa ort um Borg-arnesræðuna síðari og er Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur þar á meðal: Í Borgarnesi heyrast hróp, hærri en í fyrra sinn Bónusfeðga fylla hóp forsetinn og biskupinn. x x x Á LAUGARDAGSKVÖLD verð-ur hagyrðingakvöld í Valaskjálf á Egilsstöðum haldið af Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi. Þar stjórnar Hákon Aðalsteinsson og hagyrðingar verða Björn Ingólfs- son frá Grenivík, Snorri Aðal- steinsson frá Höfn í Hornafirði, Þorsteinn Bergsson frá Unaósi, Stefán Bragason frá Egilsstöðum og Hjálmar Freysteinsson frá Ak- ureyri, sem orti þessa lýsandi limru um Akureyri: Bærinn minn fegursti og besti býður velkomna gesti; þar er mannfólkið dús, þar er menningarhús reist á fjögurra ára fresti. Ítrekun til fíkniefna- lögreglunnar MORGUNBLAÐIÐ birti laugardaginn 15. mars sl. á bls. 49 „Opið bréf til fíkni- efnalögreglunnar“ frá mér. Ég óskaði eftir svari á sama vettvangi sem ekki hefur enn borist. Ítreka ég því hér með þessa beiðni mína og bið dómsmálaráðherra, frú Sólveigu Pétursdóttur, að fylgja málinu eftir. Gísli Óskarsson. Að láta lokk úr hári sínu HALLÓ stelpur! Ætlar einhver ykkar að klippa hár sitt á næstunni? Ef einhver ykkar vildi vera svo góð og láta af hendi lokk úr hári sínu til öryrkja sem langar að búa til eitthvað fallegt úr því væri það vel þegið. Hár- ið þyrfti að vera allt að 30– 40 sm að lengd. Kannski á einhver eldri kona fléttu niðri í kommóðuskúffu sem liggur undir skemmdum því ekki geymast svona hlutir lengi þar. Þeir sem gætu liðsinnt mér hafi sam- band við Pálínu í síma 587 1714. Frábær grein MIG langar að þakka fyrir frábæra grein sem Páll Sig- urðsson prófessor í lög- fræði við Háskóla Íslands skrifar í Mbl. 3. apríl. Vil ég þakka honum fyrir þessa grein sem var eins og græðandi smyrsl á hjarta- sár móður. Bendi ég fólki á að lesa þessa grein. Móðir. Dýrahald Hver á kisuna? ÞESSI svarta og hvíta kisa hefur verið í Löngumýri í Garðabæ síðustu mánuði og alltaf verið mjög svöng, virðist vera týnd. Kisan er hvorki með ól né eyrna- merkt og er að við höldum fress. Upplýsingar í síma 565 6519 eða 847 6671. Terta er týnd TERTA, sem er ársgömul læða, týndist frá Laufengi í Grafarvogi 9. apríl sl. Hún sást síðast í Gufuneskirkju- garði. Þeir sem vita um ferðir Tertu eru beðnir að hafa samband í síma 587 5609. Fundarlaun. Páfagaukur í óskilum GRÁHVÍTUR páfagaukur með bláum lit í stéli fannst að kvöldi 16. apríl við Litla- gerði 4. Eigandi getur vitj- að hans þar. Síminn er 553 7920. Högni í óskilum SVARTUR högni, frekar lítill, ólarlaus og ómerktur, er í óskilum að Vífilsgötu 11 í Reykjavík. Þeir sem kannast við kisa geta haft samband í síma 849 3006. Hvítur páfagaukur í óskilum HVÍTUR páfagaukur fannst 16. apríl. Þeir sem kannast við fuglinn geta haft samband í síma 557 7958 og 699 2651. Gulur páfagaukur týndist GULUR dísarpáfagaukur týndist í Mosfellsbæ 16. apríl sl. Finnandi hafi sam- band í síma 561 0476 og 698 8965. Fundarlaun. Hvar er Katý? KATÝ er þrílit læða sem hvarf af heimili sínu í Kópa- vogi miðvikudaginn 16. apríl sl. Hún er að mestu leyti hvít en með svarta og gulbrúna bletti um stóran hluta líkamans, hún er með svart nef, svört og gul ofan á höfði, með gulan blett á stærð við tíkall á miðju bakinu og með svart/gul- yrjótt skott. Þegar hún fór að heiman var hún með gult beisli utan um sig og ætti því að vera auðþekkjanleg. Þeir sem vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir að hafa samband við Sóley í síma 867 6331. Tapað/fundið Bíllykill týndist í Hafnarfirði BÍLLYKILL á hring ásamt þremur húslyklum týndist líklega í Hafnarfirði í síðustu viku. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 849 7862. Hálsmen með krossi týndist HÁLSMEN með stórum krossi í þykkri keðju týnd- ist 12. apríl, líklega í Ásbúð eða Lækjarási í Garðabæ. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 557 1714 eða 695 2930. Hvítir markhanskar týndust GUNNAR Valur, sem er 6 ára, týndi týndi hvítum Barthez-markmanns- hönskum við nýja róló við Háaleitisbraut. Hann er mjög svekktur því hann fékk þá daginn áður og ekki hafði gefist tími til að merkja þá. Ef einhver hef- ur fundið þá hafðu endilega samband við pabba Gunn- ars í síma 861 9416. Gleraugu í óskilum KVENGLERAUGU fund- ust í Heiðmörk 18. apríl. Uppl. í s íma 555 3970. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 tónverkið, 8 lífga, 9 fyr- irgefning, 10 gyðja, 11 tákn, 13 samsafn, 15 dæld, 18 sanka saman, 21 rödd, 22 úthluti, 23 útlit yfirborðs, 24 málvenju. LÓÐRÉTT 2 truflun, 3 sorp, 4 lands, 5 vondur, 6 misgáningur, 7 hræðslu, 12 ílát, 14 hita, 15 slæpast, 16 hamingju, 17 ásynja, 18 lítið, 19 smánarblett, 20 nabbi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hlúir, 4 hanki, 7 tafls, 8 gengi, 9 púl, 11 arra, 13 bann, 14 gubba, 15 hífa, 17 klár, 20 fat, 22 nefna, 23 urtum, 24 ilina, 25 trauð. Lóðrétt: 1 hátta, 2 útför, 3 rasp, 4 hagl, 5 nenna, 6 iðinn, 10 útbúa, 12 aga, 13 bak, 15 hendi, 16 fífli, 18 litla, 19 rómuð, 20 fala, 21 tukt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.