Morgunblaðið - 23.04.2003, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 23.04.2003, Qupperneq 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 53 Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldinn í Smáranum miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin samning við Nike sem er ríflega helmingi hærri en sá upphaflegi eða um 7 milljarðar ísl. kr. Sports Illustrated Forsíðumynd af Jordan hefur ávallt gert það að verkum að stærsta íþróttatímarit vestanhafs hefur selst vel. Í 52 tölublöðum hefur forsíðu- mynd af Jordan prýtt blaðið en til samanburðar er hnefaleikakappinn Muhammad Ali þar næstur í röðinni en 15 sinnum hefur hann verið á for- síðu blaðsins. Abe Pollin Eigandi Wizards hefur aðeins greitt Jordan um 156 millj. ísl. í laun fyrir að leika með liðinu s.l. tvö ár. Liðinu hefur ekki gengið eins vel og menn áttu von á en þrátt fyrir það hefur verið uppselt á alla 82 heima- leiki þess í MCI höllinni. Aðeins 3 lið af alls 29 í NBA náðu 20 þúsund áhorfendum að meðaltali á heima- leiki sína s.l. tvö ár og fékk Pollin um 1,8 milljarða í sinn hlut vegna auk- innar miðasölu á leiki Wizards. Jordan Á næstu vikum mun það ráðast hvort Jordan tekur að sér fyrra starf sitt hjá Wizards – að stjórna því hverjir leika með liðinu og hverjir þjálfa liðið. Jordan hefur hvað eftir annað gagnrýnt samherja sína hjá Wizards undanfarin ár þar sem hann hefur m.a. sagt að Kwame Brown hafi ekki rétta hugarfarið, Larry Hughes hafi ekki hugmynd um eitt eða neitt, Brendan Haywood sé eng- inn harðjaxl og að Jerry Stackhouse sé ekki hinn sanni sigurvegari. Spekingar vestanhafs búast hins- vegar við því að Jordan muni starfa áfram hjá Wizards og ætli sér stóra hluti í framtíðinni með liðið. Reuters Michael Jordan kveður áhorfendur í síðasta heimaleik sínum með Washington Wizards. FÓLK  ARNAR Grétarsson skoraði eitt marka Lokeren sem tapaði fyrir Charleroi, 4:3, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Arnar, Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Við- arsson og Marel Baldvinsson voru allir í byrjunarliði Lokeren en Rúnar fór meiddur af velli um miðjan síðari hálfleik en hann fékk þungt högg á höfuðið í fyrri hálfleik og fór alblóð- ugur út af.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, vonar að Dennis Bergkamp ljúki sínum knattspyrnu- ferli hjá Arsenal og mun bjóða hon- um nýjan samning við liðið, þegar sá gamli rennur út í sumar. „Dennis er stórkostlegur leikmaður, sem leggur sig alltaf fram. Það er heiður að hafa hann áfram hjá Arsenal,“ sagði Wenger. Bergkamp kom til Arsenal frá Inter Milanó 1995 og var þá borg- uð metupphæð fyrir hann, 7,5 millj. punda.  BRASILÍSKI leikmaðurinn Edu, miðvallarleikmaður Arsenal, mun að öllum líkindum ekki leika meira með liðinu á keppnistímabilinu. Hann meiddist á æfingu á föstudag langa. Edu hafði það hlutverk að taka stöðu Patrick Vieira, sem er meiddur á hné. Ray Parlour hefur tekið við miðjuhlutverkinu og ber fyrirliða- band Arsenal er þeir Vieira og Dav- id Seaman eru frá vegna meiðsla.  ALAN Smith framherjinn óstýr- láti í liði Leeds hefur verið sektaður um 50.000 pund eða andvirði tveggja vikna launa vegna rauða spjaldsins sem hann fékk að líta á í ósigri Leeds á móti Southampton. Peter Ried, stjóri Leeds, var mjög óhress með framkomu Smiths sem nú yfir höfði sér þriggja leikja bann en þetta var níunda rauða spjaldið sem Smith fær á ferli sínum.  FRAMHERJI enska úrvalsdeildar- liðsins Newcastle, Craig Bellamy, var í gær úrskurðaður í leikbann og gert að greiða 600 þúsund ísl. kr. í sekt vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Middlesbrough hinn 5. mars sl. Bellamy missir hins vegar aðeins af einum leik Newcastle. Bellamy réðst þar harkalega að dómara leiksins, Andy D’Urso, eftir að leiknum lauk og þótti hegðun hans og orðaval ekki vera til fyrirmyndar en Newcastle tapaði leiknum 1:0. ar.) Minnesota átti aldrei mögu- leika í fyrsta leik liðanna í Minnea- polis á páskadag. Lakers hreinlega lék sér að „Úlfunum“ og ætti að eiga greiða leið í 2. umferð. Sacramento Kings virðist einnig á leið í aðra umferð eftir tvo örugga sigra á Utah Jazz. Þeir John Stockton og Karl Malone gætu því verið að leika síðustu leiki sína með Utah. San Antonio vann annan leikinn gegn Phoenix og ætti að komast í aðra umferð, og myndi þá mæta Lakers. Tvö bestu liðin voru þar á ferðinni. Loks getur allt gerst í viðureign Portland og Dallas þrátt fyrir öruggan sigur Dallas, 96:86, í fyrsta leiknum. Í Austurdeildinni kom sigur Or- lando í Detroit á páskadag á óvart. Tracy McGrady setti þar 43 stig fyrir Orlando og saknar Detroit nú miðherjans Ben Wallace, sem ætti að vinna kosninguna um besta Sem dæmi er tap San AntonioSpurs gegn Phoenix Suns á heimavelli á laugardaginn eftir framlengingu, 95:96. Sá sigur hefði gefið Phoenix tækifæri til að klára dæmið á sínum eigin heima- velli samkvæmt styttri útgáfunni en nú dregst fyrsta umferðin á langinn og ekk- ert ræðst í þessari viku. Aðalfjörið verður sem fyrr í Vesturdeildinni en þaðan mun meistaraliðið koma, að venju. Fyr- ir mánuði síðan hefðu fæstir sér- fræðingar gefið Los Angeles Lak- ers möguleika á að vinna titilinn fjórða árið í röð en eftir frábæran endasprett liðsins í deildakeppn- inni er allt opið. Lakers virðist enn á ný komið í meistaraform eftir góða stjórnun Phils Jacksons, eina ferðina enn. (Hann hlýtur að vera besti þjálfarinn í sögu deildarinn- varnarmanninn í deildinni. New Jersey virðist hafa yfirburði gegn Milwaukee og Philadelphia, sem kom inn í úrslitakeppnina á góðum dampi, ætti að ganga frá New Or- leans Hornets. Í viðureign Boston Celtics og Indiana Pacers virðist allt geta gerst eftir að liðin unnu sinn leikinn hvort í Indiana um páskahátíðina. Ef allt fer sem horfir, verður viðureign San Antonio og Lakers í 2. umferðinni æsispennandi. Á meðan verðum við að bíða á meðan fyrsta umferðin dregst á langinn. Allt til þess að eigendur liðanna geti aflað meiri peninga. Meistararnir eru komnir á skrið EIGENDUR NBA-liðanna náðu loks í vetur að lengja fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Nú þarf að vinna fjóra leiki til að komast áfram, ekki þrjá eins og áður. Því miður tókst þeim þetta, því það sem hef- ur gert fyrstu umferðina svo spennandi í gegnum árin er að flest lið- in í hærri sætunum hafa komið skjálfandi af hræðslu í fyrsta leikinn – um að tapa öðrum af tveimur fyrstu heimaleikjunum. Þetta gerði hvern leik í fyrstu umferð mikilvægari en það hefur nú breyst. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum DAMON Johnson, leikmaður Íslands- og bikarmeistaraliðs Keflvíkinga í körfuknattleik, mun leika með spænsku liði á næstu vikum eða þar til keppnistímabilinu lýkur þar í landi. Damon samdi við lið- ið Aracena sem leikur í 3. deild en félagið á ágæta möguleika á því að tryggja sér sæti í 2. deild. Damon lék um tveggja ára skeið með spænskum liðum, Los Barr- ios og Badajoz Caja Rural, áður en hann snéri aftur til Keflavíkur á ný árið 2001. Damon er með tvöfalt rík- isfang þar sem hann fékk ís- lenskan ríkisborgararétt um sl. áramót en hann hefur hug á því að reyna fyrir sér sem atvinnumaður á meginlandi Evrópu á næstu leiktíð. Damon Johnson samdi við Aracena GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla, heldur fyr- irlestur á þjálfararáðstefnu hjá danska handknattleikssambandinu þann 17. maí. Danirnir buðu honum á ráðstefnuna sem er eingöngu ætl- uð dönskum þjálfurum en þeir verða um 50-60 talsins. „Það er mikill heiður að fá svona boð og mjög spennandi. Ég mun ræða um uppbyggingu landsliðsins frá því ég tók við því, fara yfir hugmynda- fræði og aðferðir, og þá mun ég sýna mínar bestu æfingar í verki en til þess fæ ég til umráða leikmenn danska 20 ára landsliðsins,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið. Danir buðu Guðmundi MATS Olsson, fyrrverandi mark- vörður sænska landsliðsins í hand- knattleik, kemur hingað til lands helgina 10.–11. maí. Hann heldur fyrirlestra um markvarðaþjálfun og leiðbeinir þjálfurum og efnileg- um markvörðum. Olsson var um árabil talinn besti markvörður heims en hann er nú aðstoðarþjálf- ari portúgalska landsliðsins. Hand- knattleikssamband Íslands stendur fyrir komu Olssons og nýtir til þess styrk sem það fékk frá Alþýðu- sambandi Íslands vegna frammi- stöðu karlalandsliðsins í Evr- ópukeppninni í Svíþjóð á síðasta ári. Mats kennir markvörðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.