Morgunblaðið - 23.04.2003, Síða 54
ÍÞRÓTTIR
54 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
Deildabikarkeppni kvenna:
Neðri deild:
Ásvellir: FH - Þróttur/Haukar ............19.30
Í KVÖLD
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
8 liða úrslit, seinni leikir:
Barcelona – Juventus ........................... 1:2
Hernandez Xavi 66. – Pavel Nedved 53.,
Marcelo Zalayeta 114. Rautt spjald: Edg-
ar Davids (Juventus) 79. – 98.000.
Eftir framlengingu.
Barcelona: Bonano, Andersson (Mendieta
61.), de Boer, Puyol, Reiziger (Gerard
91.), Luis Enrique, Motta, Overmars
(Riquelme 85.), Xavi, Kluivert, Saviola.
Juventus: Buffon, Ferrara, Montero,
Thuram, Camoranesi (Birindelli 46.),
Davids, Nedved, Tacchinardi, Zambrotta,
Del Piero (Tudor 83.), Di Vaio (Zalayeta
46.)
Juventus vann samtals 3:2 og mætir
Real Madrid eða Manchester United í
undanúrslitum 6./7. og 13./14. maí.
Valencia – Inter Mílanó........................ 2:1
Pablo Aimar 6., Ruben Baraja 51. –
Christian Vieri 4. – 48.000.
Valencia: Canizares, Ayala, Carboni
(Aurelio 79.), Marchena, Reveillere, Aim-
ar (Mista 83.), Baraja, Vicente, Angulo,
Carew (Rufete 72.), Sanchez.
Inter: Toldo, Cordoba, Gamarra, Mater-
azzi, Pasquale (Adani 46.), J. Zanetti,
Dalmat, Di Biagio (Okan 74.), C. Zanetti,
Crespo, Vieri (Recoba 31.)
Jafnt, 2:2, en Inter vann á marki á úti-
velli og mætir AC Milan eða Ajax í undan-
úrslitum.
Vináttuleikur U19 karla
Skotland – Ísland .................................. 1:2
Jamie Winter 71. – Kjartan Finnbogason
75., Ívar Björnsson 90. (víti).
Ísland: Andreas Lúðvíksson – Jón Orri
Ólafsson (Ágúst Örlaugur Magnússon),
Kári Ársælsson, Jón Guðbrandsson,
Gunnar Þór Gunnarsson – Gunnar Örn
Jónsson (Kjartan Finnbogason), Eyjólfur
Héðinsson, Andri Ólafsson (Baldur Sig-
urðsson), Steinþór Þorsteinsson (Ólafur
Páll Johnson) – Hjálmar Þórarinsson, Ív-
ar Björnsson.
England
Úrvalsdeild:
Leeds – Fulham..................................... 2:0
Mark Viduka 4., 49. – 37.220.
Staðan:
Man. Utd 35 22 8 5 66:32 74
Arsenal 34 21 8 5 71:36 71
Chelsea 35 18 9 8 65:35 63
Newcastle 35 19 5 11 59:46 62
Liverpool 35 17 10 8 53:37 61
Everton 35 16 8 11 45:44 56
Blackburn 35 14 11 10 44:40 53
Tottenham 35 14 8 13 50:51 50
Southampton 34 12 12 10 40:38 48
Man. City 35 14 6 15 45:51 48
Middlesbro 35 12 10 13 42:38 46
Charlton 35 13 7 15 42:50 46
Birmingham 35 12 8 15 36:46 44
Aston Villa 35 11 9 15 39:42 42
Leeds 35 12 5 18 50:51 41
Fulham 35 11 8 16 37:49 41
Bolton 35 9 12 14 37:48 39
West Ham 35 8 11 16 38:57 35
WBA 35 6 6 23 26:56 24
Sunderland 35 4 7 24 21:59 19
2. deild:
Bristol City – Cardiff ............................ 2:0
Noregur
Brann – Rosenborg ............................... 1:6
Staða efstu liða:
Rosenborg 2 2 0 0 7:1 6
Sogndal 2 2 0 0 3:1 6
Viking 2 1 1 0 5:2 4
Tromsö 2 1 1 0 5:4 4
Molde 2 1 0 1 4:1 3
Stabæk 2 1 0 1 5:3 3
Svíþjóð
Hammarby – AIK.................................. 1:1
Austurríki
Sturm Graz – Austria Vín ..................... 0:3
Austria er með 19 stiga forystu og þarf
aðeins þrjú stig í síðustu 6 leikjunum til að
verða meistari.
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Úrslitakeppnin, 16 liða úrslit:
Vesturdeild:
San Antonio – Phoenix .......................84:76
Staðan er 1:1.
Sacramento – Utah...........................108:95
Staðan er 2:0
Austurdeild:
Indiana – Boston.................................89:77
Staðan er 1:1.
FIMLEIKAR
Sveit Fimleikafélagsins Bjarkar í Hafn-
arfirði varð í sjöunda sæti af tíu á Norð-
urlandamóti í hópfimleikum sem haldið
var í Hróarskeldu í Danmörku laugardag-
inn 20. apríl. Sveit Stjörnunnar í Garðabæ
varð í áttunda sæti. Dönsk sveit varð sig-
urvegari með þónokkrum yfirburðum.
LOKAHÓF Körfuknattleikssam-
bands Íslands, KKÍ, var haldið fyr-
ir páskahátíðina þar sem leikmenn,
þjálfarar, stjórnarmenn og stuðn-
ingsmenn gerðu sér glaðan dag að
venju í lok keppnistímabilsins.
Veturinn var gerður upp þar
sem leikmenn og þjálfarar kusu
bestu leikmenn deildarinnar, þjálf-
ara ársins, lið ársins, bestu ungu
leikmennina, bestu varnarmennina
og besta dómarann.
Kjör þetta fór fram áður en úr-
slitakeppnin hófst.
Auk þess voru veittar viðurkenn-
ingar fyrir ýmsa þætti leiksins þar
sem tölfræðin var látin ráða auk
þess sem dómarar útnefndu prúð-
ustu leikmenn deildarinnar í karla-
og kvennaflokki.
Í gegnum tíðina hefur valið á
bestu leikmönnum deildarinnar,
liði ársins og þjálfurum ársins ver-
ið umdeilt og á lokahófi KKÍ í
Stapanum var engin breyting þar
á.
Sá sem þetta skrifar efast ekki
um hæfileika eða getu þeirra
Helga Jónasar Guðfinnssonar,
Grindavík, og Hildar Sigurðardótt-
ur úr KR sem voru valin sem leik-
menn ársins. Né um þjálfarahæfi-
leika Reynis Kristjánssonar sem
stýrði liði Hauka í vetur og Einars
Árna Jóhannssonar sem var valinn
þjálfari ársins eftir ágætan árang-
ur með kvennalið Njarðvíkur.
Hins vegar er það ljóst að kosn-
ing þessi er ekki gallalaus þrátt
fyrir að „lýðræðið“ sé haft að leið-
arljósi og aðeins leikmenn sem og
þjálfarar hafi atkvæðisrétt. Læðist
að manni sá grunur að margir
hverjir noti atkvæði sitt til þess að
„kjósa ekki“ vissa leikmenn eða
þjálfara til þess að „þeirra“ leik-
menn og þjálfarar eigi meiri mögu-
leika í kosningunni.
En í reglum þeim sem farið er
eftir mega leikmenn ekki velja
samherja sína í þessu kjöri.
Já, ég tel að margir fari afar illa
með atkvæði sín og gefi þar með
brenglaða mynd af því sem í raun
og veru er flestum ljóst.
Hvernig má það vera að þjálfari
sem skilar öllum titlum nema ein-
um í hús er ekki valinn besti þjálf-
ari ársins?
Í þessu tilviki Sigurður Ingi-
mundarson, þjálfari karlaliðs Kefl-
víkinga. Sömu sögu má segja um
Önnu Maríu Sveinsdóttur, þjálfara
Íslandsmeistaraliðs Keflavíkur í
kvennaflokki?
Sigurður stýrir liði sínu til sigurs
í 44 leikjum af 52, sem gerir 87%
vinningshlutfall, Kjörísbikarmeist-
arar, Doritosbikarmeistarar og
þegar ísinn og snakkið var búið
skilaði hann þeim stóra, Íslands-
meistaratitlinum í hús.
Anna María stýrir liði sínu í 38
leikjum og vinnur 33 þeirra, sem
gerir 85% vinningshlutfall. Þrátt
fyrir að lið þeirra beggja sé vel
skipað er enginn vafi um að þau
eru þeir þjálfarar sem ná besta ár-
angri vetrarins. Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem gengið er framhjá
Sigurði í slíku kjöri en árið 1997
skilaði hann öllum titlum í hús en
var ekki valinn þjálfari ársins.
Að mínu mati ræður öfundin
ríkjum þegar þeir aðilar sem
standa að þessu kjöri setja ekki X
fyrir framan nöfn þeirra sem ná
Þeir bestu úti
í kuldanum?
Það kann því að fara svo að þaðverði Mílanóslagur í undan-
úrslitum keppninnar því Inter
mætir annaðhvort AC Milan eða
Ajax í næstu umferð. Hvort liðið
það verður kemur í ljós í kvöld
þegar Ajax sækir AC Milan heim á
San Síró í kvöld. Juventus mætir
aftur á móti sigurvegaranum í við-
ureign Evrópumeistara Real
Madrid og Manchester United sem
einnig mætast öðru sinni í kvöld í
keppni um sæti í undanúrslitum.
Barcelona var sókndjarfari að-
ilinn gegn Juventus í gærkvöldi,
en Katalóníu-liðinu gekk illa að
brjóta sterka vörn Juventus á bak
aftur. Eftir markalausan fyrri
hálfleik kom Pavel Nedved gest-
unum yfir á 53. mínútu. Aðeins
þrettán mínútum síðar jafnaði
Xavi fyrir heimamenn sem von-
uðust þar með eftir að hafa brotið
ísinn. Sú varð ekki raunin. Ellefu
mínútum fyrir lok venjulegs leik-
tíma var Edgar Davids rekinn af
leikvelli þegar hann fékk annað
gula spjald sitt í leiknum. Einum
leikmanni fleiri tókst liðsmönnum
Barcelona ekki að skora markið
sem þeir þurftu svo sannarlega á
að halda og Zalayeta sá til þess að
strá salti í sár leikmanna og stuðn-
ingsmanna Barcelona þegar hann
skoraði laglegt mark fimm mín-
útum fyrir lok framlengingarinnar.
Nokkrum andartökum áður hafði
Gianluigi Buffon, markvörður Juv-
entus, varið frá Patrick Kluivert í
opnu færi upp við markið hinum
megin vallarins.
Fyrsta og eina tap Barcelona í
Meistaradeildinni á þessari leiktíð
var ekki umflúið. Um leið var
þetta fyrsti sigur Juventus á
spænsku liði á Spáni í 33 ár en þá
vann Juventus einnig liðsmenn
Barcelona.
„Draumi okkar er lokið á ósann-
gjarnan hátt,“ sagði Radomir Ant-
ic, þjálfari Barcelona, vonsvikinn í
leikslok. „Leikmenn mínir lögðu
sig alla fram í leikinn en því miður
nægði það ekki, besta liðið stendur
ekki alltaf uppi sem sigurvegari.
Gæfan var okkur ekki hliðholl,“
sagði Antic ennfremur.
Félagi hans hjá Juventus, Marc-
ello Lippi, var af skiljanlegum
ástæðum í sjöunda himni þegar
flautað var af. „Ítölsk knattspyrna
er að endurheimta sinn stall í evr-
ópskri knattspyrnu, það sannar
niðurstaða kvöldsins.“ Stórsókn
leikmanna Valencia nægði þeim
ekki nema til eins marks sigur á
Inter, 2:1, og það nægði ekki þar
sem Inter vann fyrri leikinn, 1:0.
Alls áttu leikmenn Valencia 27
skot á mark Inter á móti þremur
hjá en eins og í hinum leik gær-
kvöldsins þá voru heilladísirnar
ekki með spænsku leikmönnunum.
Hetja Inter í leiknum var tvímæla-
laust Francesco Toldo markvörður
sem varði hvað eftir annað hreint
meistaralega.
Rafael Benitez, þjálfari Val-
encia, gat ekki leynt vonbrigðum
sínum í leikslok, ekki síst vegna
hins varnarsinnaða leikskipulags
Inter-liðsins. „Ef öll lið lékju eins
og Inter væru áhorfendapallarnir
tómir. Við lékum hins vegar afar
vel og það er í meira lagi ósann-
gjarnt að við skulum ekki vera í
undanúrslitum Meistaradeildar-
innar,“ sagði Benitez.
Reuters
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, fagnaði ákaflega þeg-
ar Marcelo Zalayeta skoraði sigurmarkið gegn Barcelona.
Ítölsku liðin
höfðu betur
ÍTÖLSKU félögin Juventus og Inter Mílanó höfðu ástæðu til að
fagna í gærkvöldi þegar þau tryggðu sér sæti í undanúrslitum
Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö
ítölsk lið komast í undanúrslit keppninnar. Marcelo Zalayeta var
hetja Juventus þegar hann tryggði sigur, 2:1, á Camp Nou í Barce-
lona á 115. mínútu í einu sókn Juventus í framlengingunni. Inter
komst áfram þrátt fyrir tap í Valencia, 2:1, eftir 1:0 sigur í fyrri
leiknum, en mark Christian Vieri í Valenciu í gærkvöldi reyndist dýr-
mætt því mark á útivelli hefur tvöfalt vægi í keppninni.
FRAMARAR hafa ákveðið að semja ekki
við hollenska knattspyrnumanninn Jer-
oen van Wetten. Hann kom til móts við
þá í æfingabúðum í Danmörku fyrir
páskana en meiddist eftir tvo daga og
sýndi lítið. „Þetta er stór sóknarmaður
sem við gætum eflaust notað í okkar
hópi, en ekki af þeim styrkleika að við
förum að leggja í kostnað til að fá hann í
okkar raðir,“ sagði Brynjar Jóhann-
esson, formaður meistaraflokksráðs
Fram, við Morgunblaðið. Hann sagði að
Framarar væru að skoða málin en ekki
lægi ljóst fyrir hvort reynt yrði að fá
annan sóknarmann í staðinn.
Framarar léku einn leik í ferðinni en
þeir gerðu markalaust jafntefli við vara-
lið úrvalsdeildarfélagsins Farum.
Vildu ekki
van Wetten
FIMM spor voru saumuð í hnakka
Rúnars Kristinssonar, landsliðsfyr-
irliða í knattspyrnu, eftir að hann
var skallaður harkalega í leik Lok-
eren gegn Charleroi í belgísku 1.
deildinni í knattspyrnu um helgina.
„Ég stökk upp og var að taka bolt-
ann á brjóstkassann þegar ég var
skallaður aftan frá,“ sagði Rúnar við
Morgunblaðið en kvaðst alls ekki
vera slæmur í höfðinu.
„Ég hef verið með hálsbólgu en
verð vonandi orðinn góður af henni
fyrir næsta leik,“ sagði Rúnar. Lok-
eren mætir Anderlecht á sunnudags-
kvöldið en liðin tvö heyja einvígi um
annað sætið og þátttökurétt í Meist-
aradeild Evrópu næsta vetur.
Fimm spor saumuð
í hnakka Rúnars
Rúnar
Kristinsson
HILMAR Þórlindsson leikur að öllu
óbreyttu með Gróttu/KR í 1. deild
karla í handknattleik næsta vetur.
Hann er kominn heim og byrjaður
að æfa með liðinu eftir að hafa spil-
að með Cangas á Spáni en þar
missti hann af stórum hluta tíma-
bilsins vegna meiðsla. „Hilmar á
eitt ár eftir af samningi sínum og
við reiknum alfarið með því að
hann spili með okkur,“ sagði Krist-
ján Guðlaugsson, formaður Gróttu/
KR, við Morgunblaðið. Hilmar varð
markahæsti leikmaður 1. deildar
fyrir tveimur árum en hefur síðan
spilað sem lánsmaður með Modena
á Ítalíu, þar sem hann varð næst-
markahæstur í 1. deild, og Cangas.
Hilmar með
Gróttu/KR