Morgunblaðið - 23.04.2003, Side 55

Morgunblaðið - 23.04.2003, Side 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 55 bestum árangri. Helgi Jónas Guðfinnsson og Hildur Sigurðardóttir skiluðu sínu fyrir lið sín í vetur en hvorugt þeirra fagnaði titli. Það er í raun illskiljanlegt hvers vegna Damon Johnson, leikmaður Keflvíkinga, var ekki valinn leik- maður ársins. Hann tryggði liði sínu Kjörísbikarinn gegn Grinda- vík og var lykilmaður í bikarmeist- aratitli liðsins sem og Íslands- meistaratitli. Hvað er hægt að biðja um meira – Damon er ís- lenskur ríkisborgari og í mínum huga sá besti í deildinni. Sömu sögu má segja um Birnu Valgarðsdóttur í liði Keflavíkur. Einn slakur leikur varð liðinu að falli í bikarkeppninni en í deild- arkeppninni voru yfirburðir liðsins miklir og þar fór Birna fremst í flokki í annars jöfnu liði sem land- aði Íslandsmeistaratitlinum. Það er því umhugsunarefni hvort ekki eigi að skipa nefnd á vegum KKÍ sem hefur a.m.k. helm- ingsvægi á móts við leikmenn og þjálfara í slíku kjöri – að mínu mati verður að gera breytingar í þá átt til þess að hefja útnefningarnar á hærra stig. Að mínu mati voru þeir bestu hafðir úti í kuldanum að þessu sinni. Sigurður Elvar Þórólfsson Guðni segir að Allardyce hafirætt við sig og spurt sig hvort hann ætlaði virkilega að segja þetta gott í vor. „Ég hef stað- fest það við stjór- ann að ég ætla að hætta eftir tímabil- ið. Ég er fyrir löngu búinn að taka ákvörðun um að koma heim og þeirri ákvörðun verður ekki snúið. Ég lít svo að þetta sé góður tími til að leggja skóna á hilluna, allra hluta vegna. Á bólgueyðandi verkja- stillandi töflum Fjölskyldan hefur verið tvístruð á milli landa og ég finn það líka á sjálfum mér líkamlega og andlega að það sé góður tímapunktur að hætta á meðan maður er enn að standa fyrir sínu og í góðu formi. Það er farið að taka á fyrir mann að standa í þessari baráttu. Ég er búinn að vera á bólgueyð- andi verkjastillandi töflum meira og minna síðustu þrjú árin og í undanförnum leikjum hef ég þurft að fá sprautur. Það er ekkert létt að komast í gegnum svona lagað þegar maður er kominn á þennan aldur og þegar allt er tekið saman þá finnst mér rétti tíminn kominn fyrir mig að segja þetta gott. Ég vona bara innilega að ég geti kvatt liðið í úrvalsdeildinni og takist það get ég hætt mjög sáttur.“ Guðni, sem verður 38 ára gamall í júlí, gekk í raðir Bolton frá Tott- enham árið 1995. Hann hefur leik- ið yfir 300 leiki með Bolton og hef- ur undanfarin ár verið fyrirliði og leiðtogi liðsins og í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Guðni hefur verið útnefndur leik- maður ársins í tvígang og tekið við fjölda annarra viðurkenninga fyrir framúrskarandi leik með liðinu. Bolton á þrjá leiki eftir í deild- inni. Liðið tekur á móti Arsenal og Middlesbrough á heimavelli og í millitíðinni mætir það Southamp- ton á St. Marys. „Við erum ekki búnir að tryggja tilverurétt okkar í deildinni og því megum við alls ekki slaka á þó svo að staðan líti vel út í dag. Við tök- um á móti meisturum Arsenal næsta laugardag og það yrði gam- an að klára dæmið með því að leggja þá að velli á sama tíma og West Ham tapaði sínum leik.“ Markatala getur skorið úr um meistaratitil Spurður út í baráttu Arsenal og Manchester United um meistara- titilinn segir Guðni: „Það er erfitt að segja til um það en ég vona bara að við í Bolton getum sett eitthvert strik í reikninginn með því að stríða Arsenal um næstu helgi. Mér finnst eins og meðbyrinn sé með Manchester United þessa stundina en það má ekki gleyma því að Arsenal á kannski heldur þægilegra leikjaprógramm. Það kæmi mér samt ekkert á óvart þó svo að úrslitin um titilinn réðust á markatölu.“ AP Í loftköstum. Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, og Andy Cole, sóknarleikmaður Blackburn, í viðureign á Ewood Park í Blackburn á annan í páskum sem endaði 0:0. Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, staðráðinn í að leggja skóna á hilluna í vor, þrátt fyrir þrýsting um annað Ætla að kveðja í úrvalsdeildinni „ÞAÐ er ekki laust við að maður sé ansi lúinn eftir helgina enda tveir leikir að baki rúmum tveimur dögum,“ sagði Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, í samtali við Morgunblaðið í gær en uppskera Bolt- on um páskahelgina var fjögur stig og liðið á góða möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Guðni hefur eins og jafnan áður átt góðu gengi að fagna með Bolton á leiktíðinni. Hann hefur verið einn al- besti leikmaður liðsins og það er ekkert skrýtið að Sam Allardyce, knattspyrnustjóri liðsins, er eins og undanfarin ár byrjaður að viðra þá hugmynd að Guðni verði um kyrrt hjá Bolton. Eftir Guðmund Hilmarsson LIÐIN í fallhættu – eitt af þeim fellur, sjá stöðu á bls. 54, eiga eftir þessa leiki: Birmingham: Middlesbrough (H), Newvastle (Ú), West Ham (H). Aston Villa: Everton (Ú), Sunderland (H), Leeds (Ú). Leeds: Blackburn (H), Arsenal (Ú), Aston Villa (H). Fulham: Chelsea (Ú), Everton (H), Charlton (Ú). Bolton: Arsenal (H), Southampton (Ú), Middlesbrough (H). West Ham: Man. City (Ú), Chelsea (H), Birmingham (Ú). Fallbarátta HERMANN Hreiðarsson leikur hugsanlega fyrsta leik sinn í búningi Charlton í kvöld og það á gamla heimavellinum, Port- man Road, heimavelli Ipswich. Varalið félaganna eigast þá við en Hermann hefur ekkert leikið síðan hann meiddist illa á hné í leik með Ipswich á móti Stoke um miðjan síðasta mánuð. Hermann, sem gekk í raðir Charlton í síðasta mánuði, er á góðum batavegi og hóf æfingar á fullu með Charlton í síðustu viku eftir fimm vikna hlé. Her- mann segist ekki finna til neinna eymsla og vonast til að geta spilað á Portman Road. Hann má hins vegar ekki leika með aðalliði Charlton fyrr en á næstu leiktíð. Hermann á Portman Road?  FJÓRIR íslenskir kylfingar taka þátt í opna þýska áhugamanna- mótinu sem hefst þann 25. apríl á velli nálægt Köln en mótinu lýkur þann 27. apríl. Um er að ræða ein- staklings- og sveitakeppni. Ís- lensku sveitina skipa þeir Heiðar Bragason, GKJ, Helgi Birkir Þór- isson, GS, og Örn Ævar Hjart- arson, GS, en auk þeirra tekur Helgi Dan Steinsson, GS, þátt í einstaklingskeppninni.  OLEG Velyky frá Úkraínu, stór- skyttan sem leikur með Patreki Jóhannessyni og Guðjóni Vali Sig- urðssyni hjá þýska liðinu Essen hefur öðlast þýskan ríkisborgara- rétt. Velyky er því gjaldgengur í þýska landsliðið og hafa forráða- menn þess sýnt áhuga á að fá hann í sínar raðir og eins hefur leikmað- urinn lýst því yfir að hann hafi mikinn áhuga á að reyna fyrir sér með þýska landsliðinu og leika með því á Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári.  RÚNAR Sigtryggsson skoraði 2 mörk fyrir Ciudad Real þegar liðið sigrað Cantabria, 26:23, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í fyrra- kvöld. Ciudad Real er í öðru sæti, þremur stigum á eftir Barcelona.  NORÐMENN eru allt annað en hrifnir af því að enski dómarinn Graham Poll hefur verið settur á leik Dana og Norðmanna í und- ankeppni EM í knattspyrnu í Parken 7. júní nk. Þjóðirnar eiga í harðri baráttu um efsta sætið í 2. riðli undankeppninnar. Norðmenn segja að Poll sé ekki þekktur sem einn af betri dómurum Evrópu, en toppdómari sé nauðsynlegur á svo mikilvægan leik.  HAFSTEINN Ægir Geirsson hafnaði í 19. sæti af 130 kepp- endum á Laserbáti á sterku sigl- ingamóti í Frakklandi um páskana. Mótið var hluti af Evr- ópumótaröðinni. Hafsteinn náði best sjötta sæti í þeim sex umferð- um sem sigldar voru á mótinu.  ÁRNI Gautur Arason sat á vara- mannabekknum hjá Rosenborg sem lék Brann grátt á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Rosenborg sigraði, 6:1, frammi fyrir rúmlega 18 þús- und áhorfendum í Bergen og er á toppi deildarinnar eftir tvær um- ferðir með 6 stig.  GUÐMUNDUR Viðar Mete lék allan leikinn með Norrköping sem gerði jafntefli á útivelli, 1:1, við Västerås í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Fyrrum leikmaður KA, Patric Feltendahl, gerði mark Västerås í leiknum.  GRÓTTU hefur verið úrskurð- aður sigur gegn Sindra, 3:0, í deildabikar KSÍ. Sindri vann leik- inn, 4:2, en tefldi fram ólöglegum leikmanni, Sævari Gunnarssyni úr Njarðvík. FÓLK ÁSTRALSKI sóknarmaðurinn Mark Viduka tryggði Leeds dýr- mæt stig í fallbaráttu ensku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld. Viduka skoraði bæði mörkin þegar Leeds lagði Ful- ham, 2:0, á Elland Road og hann hefur nú skorað 11 mörk í síðustu 7 leikjum liðsins og 19 mörk alls á tímabilinu. Með þessum sigri er Leeds með sex stigum meira en West Ham, þriðja neðsta liðið, þegar þremur umferðum er ólok- ið og það bendir því allt til þess að liðið nái að halda sæti sínu í deildinni. Viduka að bjarga Leeds ÍSLAND sigraði Skotland, 2:1, í vin- áttulandsleik unglingalandsliða í knattspyrnu í gærkvöld en leikið var í Stirling. Skotar komust yfir 20 mínútum fyrir leikslok en Kjartan Finnbogason jafnaði rétt á eftir, ný- kominn inn á sem varamaður. Kjartani var vísað af leikvelli skömmu síðar en manni færri knúðu íslensku strákarnir fram sig- ur. Ólafur Páll Johnson var felldur í vítateig Skota á síðustu mínútu leiksins og úr vítaspyrnunni sem dæmd var skoraði Ívar Björnsson sigurmarkið. Liðin mætast aftur á morgun. Strákarnir skelltu Skotum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.