Morgunblaðið - 23.04.2003, Page 59

Morgunblaðið - 23.04.2003, Page 59
Rólegur, alveg rólegur. Nicholson leiðbeinir Sandler í Skapstjórnun. ÞEIR eru orðnir alveg bálreiðir Jack Nicholson og Adam Sandler, eða þannig. Málið er að Skapstjórnun, mynd þeirra félaga, er langvinsæl- asta myndin vestanhafs, aðra vikuna í röð og gengur framar vonum. Myndin var frumsýnd í 19 borgum um helgina og er nú sýnd í 3570 kvik- myndahúsum, um gervöll Bandarík- in. Bendir nú margt til þess að hún haldi líka toppsætinu um næstu helgi en þá verða frumsýndar gaman- myndin Þetta er í blóðinu (It Runs In The Family) og spennumyndin Kennimark (Identity). Almennt jókst bíóaðsóknin frá því um síðustu helgi en þrjár nýjar myndir röðuðu sér í sætin á eftir toppmyndinni Skapstjórnun. Hæst þeirra er fjölskyldumyndin Holur (Holes), sem fjallar um unglinga á heimili fyrir vandræðaunglinga sem finna fjársjóð þegar þeir eru neyddir til að grafa holur í betrunarskyni. Myndin hefur fengið ágætis umsagn- ir hjá gagnrýnendum en leikstjóri hennar var Andrew Davis (Flótta- maðurinn) og þekktustu leikararnir Jon Voigt og Sigourney Weaver. Í þriðja sætinu er gamanmyndin Malibu’s Most Wanted þar sem Jam- ie Kennedy úr Jamie Kennedy Ex- perience leikur vonlausan hvítan rappara. Í fjórða sætinu lenti svo Skotheldi munkurinn, bardagagam- anmynd með Chow Yun-Fat og Sean William Scott (American Pie). Báðar liðu þessar myndir fyrir neikvæðar umsagnir fjölmiðla. Bíóaðsókn í Bandaríkjunum                                                                                                        !   !"           #$% &%' #%& (%) $%) *%$ '%' #%( #%$ #%$ ( % &%' #%& %( '$% #)%# ##%) ##%) )% & %) Reiðin ræð- ur ennþá ríkjum skarpi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 59 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Traust, svik og blekkingar Í heimi leyniþjónustunnar er ekki allt sem sýnist. Frábær spennumynd sem fór beintá toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Sýnd kl. 8. B.i 12 HK DV Kvikmyndir.com SV MBL HJ MBL HK DV Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8. B.i 12. HOURS ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.50 og 8. B.i 12. BESTA HEIMILDARMYNDIN ÓSKARSVERÐLAUN www.regnboginn.is HK DV X-97,7  HJ MBL  Kvikmyndir.com GAMLE MÆND I NYE BILER sýnd kl. 10.10. ísl. texti. EL CRIMEN DEL PADRE AMARO sýnd kl. 6. enskur texti. GOOD GIRL sýnd kl. 6. ísl. texti. COMEDIAN sýnd kl. 10.20. enskt. tal. RABBIT PROOF FENCE sýnd kl. 10.20. enskt tal. BOWLING FOR COLUMBINE sýnd kl. 8 og 10.10. ísl. texti. 400 kr Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Miðaverð 750 kr. Þetta var hin fullkomna brúðkaups- ferð... þangað til hún byrjaði! Þrælfyndin og skemmtileg mynd með Ashton Kutcher úr Dude Where´s My Car og Brittany Murphy úr 8 Mile. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 400 kr.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. www.laugarasbio.is ÞAÐ hefur staðið styr um útgáfu á nýjustu plötu poppdrottningar- innar einu og sönnu, Madonnu. En var við öðru að búast? Frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í upphafi níunda áratugarins hefur hún verið meistari í því að nýta fjöl- miðlana sér í hag, verið snillingur í að koma af stað hvers kyns hneyksli og halda sér þannig stöð- ugt í sviðsljósinu sem persónunni Madonnu. Látum vera með sjálfa tónlistina sem hefur átt það til að vera brokkgeng. Engu að síður hafa tvær síðustu plötur, Music (’00) og Ray of Light (’98) verið afar boðlegar afurðir og sýnt að lista- maðurinn Madonna er býsna lunkin við að bregðast við straumum og stefnum poppsins. Eins og áður segir kom nýjasta breiðskífan, Am- erican Life, út í gær og hefur með- gangan verið í erfiðara lagi og alls kyns vesen verið í kringum hana, m.a. vegna ótímabærs leka út á Netið. Steliþjófar Ekkert virðist geta stöðvað tón- listaráhugamenn með áhuga á tölv- um og stafrænni tækni. American Life er búin að vera á sveimi í net- heimum um nokkra hríð en sum lögin hafa verið gervi – skrárnar hafa verið tómar utan þess að Ma- donna sjálf heyrist segja: „Hvern skrambann ertu að gera?“ Var þetta að undirlagi hennar og War- ner Brothers og gert til að snúa að- eins upp á steliþjófana. Á ferlinum hefur Madonna náð að selja yfir 130 milljónir platna. En eins og vanalega eru nú uppi efa- semdaraddir um að hún eigi mögu- leika í yngri „keppendur“ eins og Pink, Shakira, Christinu Aguilera að ekki sé nú talað um Britney. En strax í fyrsta leik hefur hún þó náð að gera allt vitlaust, eins og hún á vanda til. Hún dró nefnilega mynd- bandið við titillagið til baka þar sem henni þótti það innihalda við- kvæmar tilvísanir í stríðið í Írak. Sko! hún kann þetta enn! Það olli hins vegar vonbrigðum í herbúðum Madonnu að lagið sjálft fór einvörðungu í annað sæti breska listans þegar það kom út, en ekki beint í fyrsta sætið. Það vantar því ekki væntingarnar og pressuna. Sá er sér um takkastjórn á Am- erican Life er hinn sami og stýrði síðustu plötu, Music. Hann er franskur, heitir Mirwais Ahmadzai og er Madonna fyrsti „stóri“ lista- maðurinn sem hann vinnur með. Spennandi verður nú að sjá – og heyra – hvort Madonna nær enn og aftur að sölsa undir sig krúnuna sem hin eina og sanna poppdrottn- ing með þessari nýjustu afurð sinni. Ný plata Madonnu – American Life – kom út í gær Poppdrottning snýr aftur Steven Klein Madonna: Enn drottning? arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.