Morgunblaðið - 25.04.2003, Page 27

Morgunblaðið - 25.04.2003, Page 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 27 Vinnuskólinn býður fjölbreytt útistörf í sumar fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk grunnskólum Reykjavíkur. Upplýsingar og skráning til 30. apríl: www.vinnuskoli.is VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Umhverfis- og heilbrigðisstofa Skúlagata 19 • 101 Reykjavík Upplýsingasími: 563 2750 Ríkisstjórnarflokkarnir sjá sitt óvænna og rámar allt í einu í almenn- ing. Á síðustu stundu er komið að al- menningi að fá bita af kökunni. Hvaða köku? Hefur þú séð hana – ekki ég? Þetta skyldi þó ekki vera loftkaka? Grátbroslegt! Þessi ríkis- stjórn á met í braskbakstri. Auðlind- ir, sameiginlegir sjóðir, láð, lögur og lausafé hafa verið gefin örfáum með tilheyrandi fursta- og forstjóravæð- ingu. Hin þjóðin tekur sér milljónir í laun og tugmilljónir í starfslok. Laun verkafólks eru á sama tíma fyrir neð- an allt velsæmi. Íslenskir og erlendir auðhringar fá glýju í augun. Hér er gott að reisa og reka eimyrjuverk- smiðjur sem enginn vill hafa á sínu hlaði nema við. Almenningur hefur verið afétinn í tíð ríkisstjórnarinnar. Það er engin kaka, hún er löngu uppurin. Milljarð- ar hafa verið fluttir frá almenningi í hendur fárra útvalinna. Forríka stéttin fitnar eins og púkinn á kirkju- bitanum meðan fátækt eykst meðal fullvinnandi kvenna, barnafólks, fótfúinna og farlama. Skattpíning er að kreista líftóruna úr öreigum og al- mennu launafólki sem er að sligast. Á sama tíma og við greiðum um helm- ing alls sem við öflum til hins opin- bera, og kvörtum ekki undan því, bera peningamenn og fyrirtæki sára- litla skatta og ábyrgð á velferð okkar. Auðmenn Íslands hafa sameinast undir þessari ríkisstjórn. Fjárfestar, fína orðið yfir braskara, braska hér heima og heiman – geyma gullið „sitt“ á öruggum stað og bera „vinnu- konuútsvar“. Auðmenn Íslands bera ekki uppi félags-, mennta- og heil- brigðiskerfið en notfæra sér það í eigin þágu ef hentar. Svei því! Rétt- lætiskennd minni er endanlega mis- boðið. Ég hvet því alla til að hrinda þessari ríkisstjórn og styðja kjara- baráttu- og kvenfrelsiskonur eins og Ingibjörgu Sólrúnu og hennar líka til valda. Þjóðarkakan skyldi þó ekki vera loftkaka? Eftir Elínu G. Ólafsdóttur „Milljarðar hafa verið fluttir frá al- menningi í hendur fárra útvalinna.“ Höfundur er fyrrverandi borgar- fulltrúi Kvennalista og í 19. sæti á framboðslista Samfylkingar. MJÖG ánægjulegt er, að umræð- ur um hvort leyfa beri fíkniefni skuli hafa aukist á undanförnum ár- um. Afnám fíkniefnabannsins á Ís- landi er þó trúlega hvergi nærri, að svo stöddu. Engu að síður eru um- ræðurnar hollar. „Lögleiðing lögbrota“ Fyrir nokkru ritaði Egill Ólafs- son, blaðamaður á Morgunblaðinu, grein í blaðið, þar sem hann mælti gegn afnámi bannsins og fjallaði um rök mín í þessum umræðum. Í sem allra stystu máli hef ég bent á að fíkniefnabannið fjölgi glæpum, geri fíkniefnin hættulegri og skapi fé- lagsleg vandamál með útskúfun neytenda þessara efna. Egill kallaði afnám bannsins „lög- leiðingu lögbrota“ og talaði um að t.d. ætti ekki að afnema reglur um hámarkshraða, þótt þær væru brotnar. Alveg eins ætti ekki að af- nema reglur um fíkniefnabann, þrátt fyrir brot. Það er rétt hjá Agli að sú stað- reynd að regla sé brotin er ekki nægjanleg til að rökstyðja afnám hennar. En fleira kemur til í tilviki fíkniefnabannreglunnar. Fíkniefna- bannið veldur gífurlegum hörmung- um. Bann við hraðakstri gerir það ekki. Afnám bannsins mun hafa þýðingu Egill sagði að afnám bannsins hefði litla þýðingu fyrir þá sem mis- nota fíkniefni. Því er ég ósammála. Ef fíkniefnaneytandi þarf ekki að fremja afbrot til að fjármagna neyslu sína beitir hann aðra síður ofbeldi og lendir síður í fangelsi. Það tel ég mjög þýðingarmikið. Einnig hefur það mikla þýðingu að neytendur losni við spillt efni, blönduð með meiri óþverra en þeim sem fyrir var. Það hefur líka þýð- ingu ef neytendur komast hjá því að taka of stóra skammta, vegna nákvæmari upplýsinga um skammtastærð. Þá hefur það þýð- ingu að neytendur losni úr heimi glæpa og ofbeldis, njóti umburð- arlyndis samborgara sinna og fái svigrúm til að vinna sig úr vanda sínum. Frelsi fylgir ábyrgð – og ábyrgðartilfinning Sum lögbrot ber að lögleiða. Þá hætta þau að vera lögbrot. Með því að leyfa fíkniefnaneyslu er ekki ver- ið að leggja blessun sína yfir hana. Margt er heimilt, sem ekki er hollt. Sem betur fer búum við í samfélagi sem leyfir okkur að taka eigin ákvarðanir að mestu leyti, þótt margar séu rangar. Margt bendir meira að segja til þess að slíkt fyr- irkomulag, frelsi, sé til þess fallið að auka ábyrgðartilfinningu fólks. Bönn slæva dómgreind, fólk lítur síður á það sem hlutverk sitt að skapa sér heilbrigt líf ef það fær ekki svigrúm til að taka ákvarðanir um það sjálft. Um fíkni- efnabann Eftir Gunnlaug Jónsson Höfundur er fjármálaráðgjafi. „Fíkniefna- bannið veld- ur gífurleg- um hörm- ungum.“ Nýjar vörur Hallveigarstíg 1 588 4848

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.