Morgunblaðið - 25.04.2003, Page 28

Morgunblaðið - 25.04.2003, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKOÐANAKANNANIR um fylgi stjórn- málaflokka hafa verið gerðar svo ótt og títt að til fádæma heyrir. Fréttablaðið gerir grein fyrir einni fjölmargra kann- ana sinna hinn 7. apríl síðastliðinn. Þar mælast Sjálfstæðisflokkur og Samfylking jafnstór og litlar breytingar sagðar á fylgi annarra flokka. Reyndar er pró- sentufylgis Vinstri-grænna ekki getið en upplýst að fylgið hafi aukist um 1,5%. Össur segir… „Niðurstaðan undirstrikar að Samfylk- ingin er eini valkosturinn fyrir þá sem vilja kjósa þessa ríkisstjórn frá völdum.“ Og síðar í sama tölublaði Fréttablaðsins: „Við höfum ekki útilokað samstarf við neinn – ekki heldur Sjálfstæðisflokkinn.“ Þetta eru þversagnakennd ummæli og með þeim er jafnframt talað niður til þeirra sem styðja málefni Frjálslynda flokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Pólitík er fyrir mér að hafa hugsjónir og það vekur óneitanlega athygli að formaður Samfylkingarinnar virðist ætlast til þess að kjósendur fórni hugsjónum sínum og að tilgangurinn helgi meðalið en ekki málefnin. Ummæli um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ganga auk þess þvert á inntak ræðu sem talsmaður Samfylkingarinnar hélt í Borgarnesi. Það er deginum ljósara að gott gengi Vinstri-grænna, sem hafa mál- efni og úrræði á hreinu, er lykillinn að því að dagar ríkisstjórnarinnar, beggja rík- isstjórnarflokkanna, verði fremur taldir í dögum en mánuðum. Vill Samfylkingin framlengja lífdaga hennar og stjórn- arstefnuna með samstarfi við Sjálf- stæðis- eða Framsóknarflokkinn? Eiga kjósendur að taka þá áhættu? Sé tekið mið af stefnumálum og kosningaloforðum Samfylkingarinnar má efast um að hún sé trúverðugur valkostur til mótvægis við stefnu ríkisstjórnarinnar. Og hver eru málefnin? Sjálfgefin innkoma fyrrverandi borg- arstjóra í landsmálin, sem þó var umdeild vegna öndverðra fyrirheita hennar gagn- vart borgarbúum, varð formanni hennar það tilefni að segja að það væru merk- ustu tíðindi síðari tíma stjórnmálasögu. Það brann því eðlilega á fréttamönnum að hvá eftir þeim málefnum sem hún hugðist veita brautargengi. Þeir upp- skáru það svar að hún hygðist leggjast undir feld til að íhuga þau. Það kom mér á óvart að hún hefði ekki málefnin á tak- teinum eftir meira en 20 ára virka stjórn- málaþátttöku. Eftir stefnuræðu hennar í Borgarnesi var ég litlu nær um málefnin og þar voru ekki orðaðar tillögur í brýn- um velferðarmálum sem brenna á fé- lagshyggjufólki eða í jafnréttismálum svo dæmi séu nefn stutt lagabreyt vændi refsiver Svía af slíku ák voru flokkshag jafnréttishagsm draga konu fyr vændis meðan urnir, eru ekki Samfylkingin frumvarp um þ vegna Kárahnj sendu að tími h gaumgæfa mál tillaga kom fyr verandi borgar hnjúkavirkjun, af manna völdu jafna má við ná sagði nei við vir þegar Skipulag þegar umhverf málinu með pól samfylkingarm ust þess. Þar sk ingin um hest í Skattastefna kapítuli út af fy Að hafa skoðanir og k samkvæmt málefnum „Mér finnst Samfylkingin ver í berjamó skoðanakannana o tína auk þess úr berjafötum annarra sem náð hafa góðri botnfylli.“ Eftir Atla Gíslason UNDANFARIN ár hefur Sjálfstæð- isflokkurinn verið leiðandi afl í stjórn- málum hér á landi. Á þessum árum hefur hagur Íslendinga vænkazt, verðbólga náðst niður, kaupmáttur almennings au- kizt verulega og hjólin snúizt svo um mun- ar í íslenzku atvinnulífi. Margir hafa það við orð nú að skattalækkunum sé lofað rétt fyrir kosningar og spyrja af hverju ekki hafi verið gripið til þeirra fyrr? Það fennir fljótt í sporin og fólk á til að gleyma því sem gert hefur verið. Fjölmargir skattar hafa nú þegar verið lækkaðir, svo sem tekjuskattur fyrirtækja, sem kominn er úr 50% í 18%, matarskattur hefur verið lækk- aður úr 24,5 í 14% og í samanburði við OECD-ríkin er skattbyrði íslenzkra heim- ila nú með því lægsta sem þekkist. En bet- ur má gera og Sjálfstæðisflokknum er um- hugað um að halda áfram á sömu braut. Með því að búa í haginn og greiða niður er- lendar skuldir hafa skapazt forsendur fyr- ir enn frekari skattalækkunum. Að okkar mati mun almenningi í landinu koma einna bezt að matarskattur lækki úr 14% í 7% og tekjuskattur um 4% svo eitthvað sé nefnt. Íslenzkir kjósendur vita að kosningalof- orðum sjálfstæðismanna má treysta. Kosningaloforð eins og þau sem hér hafa verið nefnd væri ógerlegt að efna ef ekki hefði orðið afgangur af rekstri ríkisins á síðustu árum, ef ekki hefði verið búið í haginn. Það er e hvorki í góðæri Með því að gr ríkið hátt í sex m vaxtagreiðslum árum. Þess vegn enn frekar án þ ustuna. Um han hér eftir sem hi Mörg okkar l gulu hænuna se ullega án aðstoð Litla gula hænan fann „Sjálfstæðisflokkurinn hefur haginn á undanförnum árum niður skuldir ríkisins og nú, þ brauðið kemur úr ofninum, h flokkarnir beztu lyst.“ Eftir Katrínu Fjeldsted ALLIR blaðamenn þekkja, að myndir segja meira en mörg orð. Það hefur rifj- ast upp fyrir gömlum ritstjóra síðustu daga við kynningu okkar í Samfylking- unni á forsætisráðherraefni okkar. Hundraðkallamyndin, sem sýndi karl- ana, sem staðið hafa 99 ár í brúnni á þjóðarskútunni, kom blóðinu á hreyf- ingu í mörgum. Þær, sem öndvert hafa brugðist við hér á síðum Morgunblaðs- ins, hafa fárast yfir að Samfylkingin skuli ekki hengja stefnuskrá um hálsinn á forsætisráðherraefninu í leiðinni. Og það er engu líkara en sumum þeirra finnist það fast að því móðgun við kyn sitt að leyfa sér að leggja til að konan Ingibjörg Sólrún verði forsætisráð- herra. Dokum nú ögn við. Eru margir ís- lenskir stjórnmálamenn sem eru jafn vel kunnir af verkum sínum og hugsjónum og einmitt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir? Það held ég ekki. Verk hennar eru lif- andi vitnisburður um hugsjónir sann- kallaðs athafnastjórnmálamanns. Þessi verk þekkja allir. Sum þeirra fela í sér kaflaskil í baráttu kvenna fyrir jöfnum rétti. Þannig held ég minnsta kosti að sagan muni dæma þau. Þessi verk, sem ég er hér að vísa til, speglast í þeirri staðreynd, að í tíð Ingibjargar Sólrúnar minnkaði kynbundinn launamunur hjá borginni úr 14% í 7%. Og konum í stöð- um stjórnenda fjölgaði úr 10% í 50%. Þetta heitir að hrinda hugsjónum í fram- kvæmd. Þetta skiptir máli fyrir mig. Ég er ekki bara stjórnmálamaður. Ég er líka faðir tveggja lítilla dætra. Lukkan olli, að þegar ég eignaðist þær var ég orðinn nokkuð gamall miðað við það sem geng- ur og gerist. Ef l leika við mig ver fyrrverandi form þann mund sem þ Ingveldur Esper ur, og búnar að f Femínismi minn unum, hefur vak heimur minn ma ur litlu stelpum. mig jafn miklu m reiðir af. Ég er k jafnréttissinni. E þeirri viðleitni m sem tryggir þeim drengjunum jafn Er pláss fyrir konu m karlanna í brúnni? „Ég vil dugmikla, sterka konu sem forsætisráðherra, meðal ars af því ég vil sterkar, heil- brigðar fyrirmyndir fyrir allar li stúlkur í íslensku samfélagi.“ Eftir Össur Skarphéðinsson KOSNINGABARÁTTAN Fyrir ári hefði verið auðvelt aðganga út frá því sem vísu, aðkosningabaráttan mundi snúast að verulegu leyti um það, hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Þetta málefni er nánast ekki rætt í kosningabaráttunni. Ýmsar ástæður eru fyrir því. Talsmenn Fram- sóknarflokksins lögðu fyrir ári mikla áherzlu á umræður um þetta mál en hafa ekki gert það undanfarna mánuði. Talsmenn Samfylkingar hafa dregið mjög úr þeirri áherzlu, sem þeir leggja á málið. Þó mátti lesa eftirfarandi setn- ingar í auglýsingu frá Samfylkingunni í Morgunblaðinu í gær: „Íslendingar eiga að skilgreina samningsmarkmið sín gagnvart Evrópusambandinu, sækja um aðild, þar sem full yfirráð yfir Íslandsmiðum eru ófrávíkjanlegt skil- yrði og leggja niðurstöðuna undir þjóð- aratkvæðagreiðslu.“ Fyrir nokkrum mánuðum hefði mátt ætla, að umhverfismálin yrðu eitt af að- almálum þessarar kosningabaráttu í ljósi harðra deilna um Kárahnjúka- virkjun. Sú hefur ekki orðið raunin. Vafalaust á úrskurður setts umhverf- isráðherra varðandi Norðlingaöldulón verulegan þátt í því. Hér er þó á ferð- inni grundvallarmál, sem gera hefði mátt ráð fyrir að vinstrigrænir hefðu lagt meiri áherzlu á í kosningabarátt- unni en þeir hafa gert. Nú eru tvær vikur til kosninga. Þótt ekki sé hægt að fullyrða neitt um það fyrirfram má ætla að skattamálin verði mjög ríkjandi í umræðum í kosninga- baráttunni til kjördags. Í þeim um- ræðum gleymist stundum ákveðinn að- dragandi þeirra tillagna um skatta- lækkanir, sem nú liggja fyrir. Þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp seint á níunda áratugnum var staðgreiðslustigið ákveðið 35,2%. Und- ir lok áratugarins skall á efnahags- kreppa, sem stóð fram á miðjan tíunda áratuginn. Þetta var ein af fjórum mestu efnahagskreppum 20. aldarinn- ar. Stjórnvöld áttu ekki annarra kosta völ en hækka skatta verulega, taka upp hátekjuskatt, ýmiss konar notenda- gjöld bæði í heilbrigðiskerfinu og á öðr- um sviðum og almennt þyngja greiðslu- byrði fólks. Þegar þetta var gert var kreppan í efnahagsmálum forsendan fyrir þeim ákvörðunum og jafnframt voru gefin fyrirheit um að þegar betur áraði mundu skattar lækka á ný. Stjórnvöld hafa staðið við þau fyrirheit því staðgreiðslustig skatta hefur lækk- að smátt og smátt. Þær tillögur um skattalækkanir, sem nú liggja fyrir, eru hins vegar stórt skref í þá átt að tryggja skattgreiðendum svipaða stöðu og jafnvel betri stöðu en þeir nutu fyrst eftir að staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp. Stjórnarflokkarnir eru með sínum tillögum að lýsa því yfir, að þeir vilji standa við gefin fyrirheit og stjórn- arandstöðuflokkarnir, sem líka hafa lofað skattalækkunum, eru með þeim tillögum að lýsa því yfir, að þeir telji efnahagslegar forsendur vera fyrir hendi til þess að rétta hlut skattgreið- enda á nýjan leik. Annað málefni, sem hefur mjög verið rætt í kosningabaráttunni og telja má líklegt að verði rætt fram að kjördegi er staða íslenzka velferðarkerfisins. Í þessu sambandi má heldur ekki gleyma því, að á fyrrnefndum kreppu- árum í upphafi tíunda áratugarins var þrengt mjög að velferðarkerfinu af sömu ástæðum og skattar voru þá hækkaðir mjög. Þá voru tekin upp alls kyns notendagjöld í heilbrigðiskerfinu. Þá var tekin upp tekjutenging á ýmsum sviðum bæði gagnvart öldruðum, ör- yrkjum og barnafólki. Tekjutenging, sem mörgum fannst á þeim tíma fara of langt niður tekjustigann. Efnahagsleg þörf fyrir að þrengja að velferðarkerfinu á þessum árum var svo mikil, að Alþýðuflokkurinn, sem sex áratugum áður hafði haft frumkvæði að almannatryggingakerfinu og alltaf hafnað mismunun innan þess á þeirri forsendu, að þá yrði litið á greiðslur úr kerfinu, sem ölmusu, féllst á þá grund- vallarbreytingu á stefnu sinni að tekju- tengja tryggingakerfið. Þær umræður, sem fram hafa farið um velferðarkerfið síðustu vikur og mánuði, sýna, að enn standa eftir ýmsar leifar af þeim aðgerðum, sem gripið var til fyrir rúmum áratug. Ríkisstjórnin hefur þó augljóslega komið til móts við bæði aldraða og öryrkja í þessum efn- um en spurning er hvort nauðsynlegt sé að skoða betur þær ákvarðanir sem teknar voru á sínum tíma í ljósi gjör- breyttra aðstæðna. Þær miklu umræð- ur, sem fram hafa farið um fátækt á Ís- landi og þær upplýsingar, sem fyrir liggja um afkomu ákveðinna þjóð- félagshópa, gefa ótvírætt til kynna að sérstakar ráðstafanir þurfi að gera í þeim efnum. Engum getur blandazt hugur um að íslenzka þjóðin hefur efni á því. Þriðja málið, sem mjög hefur verið rætt í kosningabaráttunni og þá ekki sízt í sjávarplássunum víðs vegar um land, er fiskveiðistjórnarkerfið. Í því sambandi er ástæða til að rifja upp, að gagnrýnin á það kerfi nú beinist að allt öðrum þáttum en fyrir nokkrum árum, þegar harðar deilur stóðu um auðlinda- gjaldið. Þær deilur eru afstaðnar. Auð- lindagjaldið er orðið að lögum. Útgerð- arfyrirtækin hefja greiðslu þess eftir rúmt ár. Það er svo annað mál, sem snýr ekki að grundvallarþáttum máls- ins, að sumir eru þeirrar skoðunar að gjaldið hafi ekki verið ákveðið nægilega hátt í byrjun og aðrir telja, að fara eigi aðra leið til innheimtu þess en ákveðið var með lögunum. Sá ágreiningur snýst um útfærslu en ekki grundvallaratriði. Deilurnar um fiskveiðistjórnarkerfið nú snúast ekki sízt um stöðu smábát- anna og sjávarplássanna. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá stofnun sinni gert þessa þætti fiskveiðistjórnarkerfisins að sínu aðalmáli og er nú augljóslega að uppskera í kosningabaráttunni vegna þess málflutnings. Það vakti nokkra at- hygli, að landsfundur Sjálfstæðis- flokksins, sem haldinn var í lok marz, samþykkti ályktun um sérstaka ívilnun fyrir dagróðrabáta, sem róa með línu, og Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á kosningafundi á Ísafirði sl. þriðjudagskvöld að hann teldi að þær hugmyndir gætu komið til fram- kvæmda í haust. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra, sem segja má, að hafi borið einna þyngstu byrðar íslenzkra stjórnmála- manna í þessum umræðum síðustu tvo áratugi, hefur staðið fast með afla- markskerfinu en sagði jafnframt á kosningafundi á Akureyri sl. þriðju- dagskvöld að það mætti hins vegar út- færa með ýmsum hætti. Þegar litið er til þessara þriggja höfuðmála kosn- ingabaráttunnar það sem af er, verður því allavega ekki haldið fram, að for- ystumenn núverandi stjórnarflokka hafi ekki hlustað á þjóðina og tekið tillit til sjónarmiða, sem fram hafa komið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.