Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT þeim tillögumsem settar eru fram í veg-vísinum mun nýtt friðar-ferli Ísraela og Palestínu-manna hefjast með því að bundinn verði endir á hryðjuverka- árásir Palestínumanna, herlið Ísr- aela verði kallað frá þeim svæðum sem eiga að vera undir stjórn Palest- ínumanna, samkvæmt Oslóarsam- komulaginu, og að uppbygging land- nemabyggða Ísraela verði stöðvuð. Þá er þar gert ráð fyrir að sjálfstætt ríki Palestínumanna verði stofnað árið 2005 eftir að samið hefur verið um endanleg landamæri þess, yfir- ráð yfir Jerúsalem, stöðu palest- ínskra flóttamanna og ísraelskra landnema. Það þykir undirstrika þá áherslu sem Bandaríkjastjórn leggur á um- ræddar tillögur að Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fara til Ísraels og palestínsku sjálf- stjórnarsvæðanna þann 8. maí til að ræða þær við forsvarsmenn Ísraela og Palestínumanna. Yfirvöld í Ísrael hafa hins vegar þegar lýst því yfir að gera þurfti a.m.k. fimmtán breyting- ar á tillögunum til þess að Ísraelar geti fallist á þær. Þá segja þau ekki koma til greina að hefja nýtt friðar- ferli fyrr en hryðjuverkaárásum Pal- estínumanna gegn Ísraelum hafi ver- ið hætt. Varfærnisleg viðbrögð Mahmoud Abbas, forsætisráð- herra Palestínumanna, lýsti því strax yfir að Palestínumenn féllust á tillög- urnar án nokkurra breytinga og að þeir vonuðust til þess að þeim yrði hrint í framkvæmd sem fyrst. Við- brögð leiðtoga Arabaríkjanna hafa hins vegar einkennst af varkárni. Þá hafa flestir fjölmiðlar í Arabaríkjun- um lýst því yfir að því fari fjarri að vegvísirinn uppfylli kröfur Palestínu- manna, sérstaklega hvað varðar rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til Ísraels og sameiginleg yfir- ráð yfir Jerúsalem. Þeir segja vegvísinn til þess gerð- an að tryggja öryggi og frið Ísraela á sama tíma og honum sé ætlað að halda aftur af Palestínumönnum. Þannig segir Abdel Halem Qandel, ritstjóri egypska stjórnarandstöðu- blaðsins al-Araby, tillögurnar taka mið af hámarkskröfum Ísraela en lágmarkskröfum Palestínumanna. Gagnrýnendur vegvísisins í Arabaheiminum halda því einnig fram að raunverulegur tilgangur hans sé að að reyna að telja Aröbum trú um að ráðamenn á Vesturlöndum hafi áhuga á einhvers konar réttlæti til handa Palestínumönnum en Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússar og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst fullum stuðningi við þær tillögur sem þar eru settar fram. Þá segir Qandel hið nýja friðarferli dæmt til að mistakast þar sem Ísrael- ar muni ekki ganga að þeim skilyrð- um sem þeim séu sett og ráðamenn Palestínumanna séu ófærir um þar sem þeir séu „að missa stjórn á ástandinu“. Aðrir eru bjartsýnni og segja veg- vísinn vera raunhæfan grundvöll friðarviðræðna sem geti nýst bæði Ísraelum og Palestínumönnum til þess að ná fram markmiðum sínum. Hann geti tryggt Ísraelum frið og ör- yggi en Palestínumönnum frelsi og sjálfstæði. Heilindi Bandaríkjanna geti ráðið úrslitum Engum dettur hins vegar í hug að nýtt friðarferli muni ganga snurðu- laust fyrir sig og benda fréttaskýr- endur á að auk þess sem Palestínu- menn verði að hætta ofbeldisverkum og vopnaðri andspyrnu og Ísraelar verði að kalla her sinn frá sjálfstjórn- arsvæðum Palestínumanna og hætta uppbyggingu landnemabyggða verði Bandaríkin að framfylgja vegvísin- um af heilindum og sýna fram á að þau hyggist standa við fyrirheit sín um stofnun sjálfstæðs ríkis Palest- ínumanna til þess að það nái fram að ganga. Þá er ljóst að jafnvel þótt ráða- menn í Ísrael og á palestínsku sjálfs- stjórnarsvæðunum fallist á að ganga að þeim skilmálum sem settir eru fram í vegvísinum, séu harðlínumenn í röðum beggja reiðubúnir til að leggja líf sitt að veði til þess að koma í veg fyrir að nýtt friðarferli nái fram að ganga. Sjálfsmorðsárás í Tel Aviv aðfara- nótt miðvikudags staðfesti þetta og varpaði ásamt hefndaraðgerðum Ísr- aela skugga á birtingu friðarvegvís- isins. Í kjölfarið varaði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við því að sjálfsmorðsárásum Palest- ínumanna og hernaðaraðgerðum Ísr- aela yrði leyft að hindra framgang friðarferlisins. „Við verðum að kom- ast út úr þessu tímabili sjálfsmorðs- árása og hefndaraðgerða, eða annars konar varnaraðgerða, og binda enda á ofbeldið og vernda samfélög okk- ar,“ sagði hann. Nabeel Shaath, utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, tók í sama streng á miðvikudag en sagðist jafnframt bjartsýnn á að vegvísirinn gæti bundið enda á vítahring ofbeld- isins. Þannig sagði hann vegvísinn geta „tendrað ljós við enda þeirra dimmu ganga sem Palestínumenn hafi verið í“ og þannig dregið úr stuðningi þeirra við samtök öfga- manna sem séu andvíg friðarsamn- ingum við Ísraela. Ísraelar hafna því að verðlauna hryðjuverk Eins og áður sagði hafa fulltrúar Ísraela hins vegar lýst því yfir að gera verði fjölmargar breytingar á vegvísinum til þess að þeir geti fallist á hann. Á meðal þess sem þeir gagn- rýna er að gert sé ráð fyrir því að Ísr- aelar gangi að ákveðnum skilyrðum áður en Palestínumenn hafi brotið hryðjuverkasamtök á bak aftur. Ísr- aelar hafa fram að þessu krafist þess að hryðjuverkum verði hætt áður en þeir hefji friðarviðræður við Palest- ínumenn enda segja þeir að annars megi líta svo á að þeir séu að verð- launa Palestínumenn fyrir hryðju- verk og þar með að staðfesta að hryðjuverk beri árangur. Þá hafa þeir gert athugasemdir við það að kveðið sé á um það í vegvís- inum að palestínskir flóttamenn „af- sali sér rétti sínum til að snúa aftur til Ísraels“ eftir að samið hafi verið um stöðu þeirra. Segja þeir að með slík- um yfirlýsingum sé í raun verið að viðurkenna að palestínskir flótta- menn hafi einhvern tíma átt rétt á að snúa aftur til Ísraels en það hafa Ísr- aelar aldrei viljað samþykkja. Einnig er ljóst að það mun reynast ísraelskum yfirvöldum erfitt að ná sátt um stöðu ísraelskra landnema, en talið er að um 200.000 landnemar búi nú handan „grænu línunnar“ sem skilur á milli Ísraels og Vesturbakk- ans. Flestir landnemanna búa nálægt „grænu línunni“ en um fjórðungur þeirra býr í landnemabyggðum langt inni á Vesturbakkanum. Það er þetta fólk sem gerir Ísrael- um hvað erfiðast um vik að fallast á fullt sjálfstæði Palestínumanna, jafn- vel á svæðum sem þeir gera ekkert opinbert tilkall til. Hér er fyrst og fremst um harðlínumenn að ræða sem hafa heitið því að gera allt til að koma í veg fyrir að Ísraelar afsali sér hluta af „landinu helga“ og því er út- lit fyrir að yfirvöld muni annað hvort þurfa að flytja þá nauðuga burt úr landnemabyggðunum, líkt og gert var í Sínaí-eyðimörkinni, eða skilja þá eftir en það mun almenningur í Ísrael seint geta fallist á. Í hinum nýja vegvísi er ekki gert ráð fyrir því að samið verði um end- anleg landamæri Ísraels og Palestínu fyrr en í þriðja áfanga friðarferlisins en landamæri framtíðarríkis Palest- ínumanna munu þó óhjákvæmilega verða eitt helsta samningsatriði ferl- isins. Þetta kom skýrt fram er Mahmoud Abbas, nýr forsætisráð- herra Palestínumanna, lýsti kröfum Palestínumanna í stefnuræðu sinni á miðvikudag. „Palestínska þjóðin mun ekki sætta sig við neitt minna en rétt- mæta kröfu sína til sjálfstæðis og stofnunar sjálfstæðs ríkis sem hefur Jerúsalem sem höfuðborg,“ sagði hann. „Þ.e. raunverulegt, samliggj- andi ríki án landnemabyggða á öllu því landi sem hernumið var árið 1967.“ Í ræðu sinni vísaði Abbas til „grænu línunnar“ þ.e. þeirra landa- mæra sem dregin voru upp á milli svæða Ísraela og Palestínumanna í vopnahléssamningi Ísraela og Jórd- ana frá árinu 1948, en Palestínumenn gera kröfu um að „græna línan“ verði lögð til grundvallar framtíðarlanda- mærum ríkis þeirra. Ísraelar, sem hernámu Vesturbakkann í sex daga stríðinu árið 1967, halda því hins veg- ar fram að „græna línan“ hafi aldrei verið samþykkt landamæri heldur vopnahléslandamæri sem jafngildi ekki viðurkenndum landamærum. Þeir hafa fram til þessa hafnað því að „græna línan“ verði lögð til grund- vallar framtíðarlandamærum ríkjanna og reynt að afmá hana t.d. með byggingu landnemabyggða gyð- inga handan hennar og með því að afmá hana af opinberum kortum. Á síðasta ári hófu Ísraelar hins vegar að reisa girðingu á milli Ísraels og Vesturbakkans sem þeir segja að liggi að mestu innan fimm km frá „grænu línunni“. Bygging girðingar- innar er mjög umdeild í Ísrael þar sem margir óttast að litið verði á hana sem viðurkenningu þess að Ísr- aelar séu í raun reiðubúnir til að hverfa aftur til landamæranna frá árinu 1946 og að með byggingu henn- ar séu þeir því í raun að falla frá kröfu sinni um að allar ákvarðanir um framtíðarlandamæri svæða Ísraela og Palestínumanna verði teknar með samningaviðræðum. Ísraelsk stjórnvöld segja hins veg- ar að eini tilgangur girðingarinnar sé að hefta ferðir hryðjuverkamanna yf- ir landamærin og að hún hafi því hvorki táknræna né pólitíska merk- ingu. Stjórnmálaskýrendur eru þó flestir sammála um að þetta sé í raun fyrsta tilraun Ísraela til að loka „landamærum“ sínum og að algert úrræðaleysi Ísraela, vegna áfram- haldandi hryðjuverka, hafi orðið til þess að harðlínumenn jafnt sem frið- arsinnar hafi fallist á það að girðingin yrði reist. Erfiðustu málunum frestað Þrátt fyrir að margir Ísraelar ótt- ist að girðingin muni þjóna hagsmun- um Palestínumanna til lengri tíma litið, hafa palestínskir ráðamenn ítrekað mótmælt byggingu hennar sem þeir segja hóprefsingu og tilraun til að loka Palestínumenn inni. Þá saka þeir Ísraela um að nota girð- inguna til að gera lönd Palestínu- manna upptæk. Viðhorf Ísraela og Palestínu- manna til girðingarinnar endur- spegla því á margan hátt þá tor- tryggni sem ríkir á milli þjóðanna og þá miklu vinnu sem framundan er eigi þær að geta samið um varanleg landamæri og önnur deilumál sem m.a. urðu til þess að Oslóarsam- komulagið fór út um þúfur. Hinn nýi vegvísir gerir því ekki ráð fyrir því að gengið verði frá samn- ingum um erfiðustu deilumálin fyrr en í þriðja áfanga hins nýja friðar- ferlis. Engar tryggingar eru þó fyrir því að samkomulag um þessi atriði muni nást á alþjóðlegri ráðstefnu, sem hefur friðarvegvísinn að leiðar- ljósi, fremur en á Camp David fund- inum, sem hafði Oslóarsamkomulag- ið að leiðarljósi, og markaði endalok fyrra friðarferlis Ísraela og Palest- ínumanna. Heimildir: AFP, AP, BBC, Ha’aretz og Washington Post. Tálsýn eða friður í raun? Reuters Palestínsk kona fer með barn sitt í fanginu yfir gaddavírsflækju til að sneiða hjá varðstöð Ísraelshers skammt frá borg- inni Ramallah á Vesturbakkanum. Aðgerðir ísraelskra yfirvalda til að stöðva hryðjuverk hafa sett Palestínumönnum miklar skorður á sjálfstjórnarsvæðum þeirra og meðal annars takmarkað mjög ferðafrelsi. Margir telja að þáttaskil hafi orðið í friðarferlinu í Miðausturlöndum er fulltrúar Evrópusambandsins, Rússlands og Sameinuðu þjóðanna afhentu Mahmoud Abbas, nýjum forsætisráðherra Palestínumanna, hinn svokallaða „friðarvegvísi“ á miðvikudag en sama dag afhenti sendiherra Bandaríkjanna Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vegvísinn. Sigrún Birna Birnisdóttir gerir hér grein fyrir grundvallarhugmyndum vegvísisins og fyrstu viðbrögðum Ísraela og Palestínumanna við þeim. Vegvísirinn Hinn nýi vegvísir til friðar í Miðausturlöndum kveður á um friðarferli sem skiptist í þrjá áfanga. Fyrsti áfangi Ísraelar: Lýsa yfir staðföstum vilja sínum til stofnunar sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna. Hætta útþenslu landnemabyggða á herteknu svæðunum og yfirgefa ólöglegar landnemabyggðir sem byggðar hafa verið frá því í mars árið 2001. Draga herlið sitt frá þeim svæðum sem hernumin hafa verið frá því upp- reisn Palestínumanna hófst. Yfirvöld á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum: Lýsa því yfir að þau við- urkenni tilvistarrétt Ísraelsríkis og rétt Ísraela til að lifa við frið og öryggi. Leysa upp hryðjuverkasamtök og hætta með öllu að hvetja til árása gegn Ísrael. Halda frjálsar og óháðar kosningar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu- manna. Annar áfangi Palestínumenn fá fullveldi og stjórnarskrá. Haldin verður alþjóðleg ráðstefna um stofnun bráðabirgðaríkis Palestínu- manna þar sem m.a. verður gengið frá samkomulagi um bráðabirgða- landamæri þess. Þriðji áfangi Haldin verður önnur alþjóðleg ráðstefna þar sem gengið verð- ur frá endanlegu samkomulagi um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna og samningum um endanleg landamæri þess, yfirráð yfir Jerúsalem, stöðu palestínskra flóttamanna og ísraelskra landnema. Gengið verður frá friðarsamningum Ísraela og Arabaríkjanna. Vegvísir að nýju friðarferli í Miðausturlöndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.