Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 43 Rósa Huld Óskarsdóttir - sími 897 9304 rosa@remax.is Ragnar Thorarensen lögg. fastsali Heimilisfang: Ofanleiti 15, 3. hæð Stærð eignar: 105,6 fm Bílskúr: 21,4 fm Brunabótamat: 14,8 millj. Byggingarár: 1984 Áhvílandi: 3,8 millj. Verð: 17,4 millj. Um er að ræða 4 herb. íbúð á þriðju hæð í fjölbýli með sameiginl inngangi. Stofur og herbergi eru parketlögð, en mögulegt er að breyta setustofu í aukaherb. Baðherb. er flísalagt og með fallegri innréttingu, baðkari og sturtu. Virkilega björt og falleg eign sem vert er að skoða. Rósa Huld, sölufulltrúi Re/max, tekur á móti gestum frá kl. 16-17 OPIÐ HÚS - Ofanleiti 15 OPIÐ HÚS – Síðumúli 1 Heimilisfang: Síðumúli 1 Stærð eignar: 924 fm Byggingarár: 1983 Brunabótamat: 97 millj. Verð: 113 millj. Gott skrifstofuhúsnæði á þremur hæðum ásamt kjallara. Kjallarinn er hentugur sem tækja- og skjala- geymsla. Á 1. hæð er móttaka, skrifstofur og opin rými. Á 2. hæð eru skrifstofur og opin rými. Á 3. hæð fundarherbergi og mötuneyti. Andri og Skúli, ráðgjafar Remax taka á móti gestum frá kl. 14.30-16. Andri Björgvin Arnþórsson, símar 846 0991/590 9509, andri@remax.is Skúli Sigurðarson, símar 820 9511/590 9511, skuli@remax.is Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fasteignasali Elísabet Agnarsdóttir - gsm 861 3361 Elisabet@remax.is Heimilisfang: Viðarás 26 Stærð eignar: 172,5 fm Bílskúr: 50,2 fm Byggingarár: 1991 Brunabótamat: 29,2 millj. Verð: 30 millj. GLÆSILEGT EINBÝLI Á EINNI HÆÐ Í SELÁS- HVERFI. Sérsmíðaðar innréttingar. Fjögur svefnher- bergi. Parket og náttúruflísar á gólfi. Stórt þvotta- hús með innréttingu. Hátt til lofts. Tvöfaldur bílskúr. EIGANDI ER AÐ LEITA AÐ 4-5 HERB. ÍBÚÐ/HÚSI Í SAMA HVERFI. Elísabet, fasteignamiðlari RE/MAX, tekur á móti gestum frá kl. 15 og 17. OPIÐ HÚS Í DAG - Viðarás 26 Viggó Sigursteinsson - sími 863 2822 viggo@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fast.sali Heimilisfang: Ásvallagata 67 Stærð eignar: 191 fm Bílskúr: Bílskúrsréttur Byggingarár: 1934 Brunabótamat: 18,9 millj. Áhvílandi: 15 millj. Verð: 26,5 millj. HÚS MEÐ SÁL. Fallegt 3ja hæða einbýli í funkisma með séríbúð í kjallara. Gengið er upp tröppur og þá er komið inn í forstofu, innangengt í kjallara þar sem er stór geymsla/herb., sameiginlegt þvhús og 2 herb. íbúð. Á mið- hæð er vandað nýlegt eldhús, stofa, borðstofa og vinnu- herb. Á efstu hæð er baðh. með sturtu, 3 svefnh. og utan- gengt á suðvestursvalir. Gegnheilt parket er á mið- og efri hæð auk stiga. Viggó og Elís sölufulltrúar RE/MAX taka á móti gestum milli kl. 17 og 18 OPIÐ HÚS - Ásvallagata 67 Páll Höskuldsson - sími 864 0500 pall@remax.is Viggó Jörgensson lögg. fastsali Heimilisfang: Laufengi 1 Stærð eignar: 112,2 fm Brunabótamat: 13,8 millj. Byggingarár: 1996 Áhvílandi: 6,4 millj. Verð: 14,4 millj. 4ra herbergja 112 fm falleg íbúð á efstu hæð í litlu fjölbýli, massíft eik- arparket á stofu, eldhúsi og gangi. Eldhúsið er með mahóní-innréttingu. Baðherbergi er með góðum innrétt- ingum, kari og sturtuklefa. Aðeins tvær íbúðir eru á hæð. Bílastæði undir húsi fylgir íbúðinni. Páll Höskuldsson, sölufulltrúi Re/max, tekur á móti gestum frá kl. 14-16 OPIÐ HÚS - Laufengi 1 Páll Kolka - s. 820 9517 - pallkolka@remax.is Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fastsali Heimilisfang: Tómasarhagi 51 Stærð eignar: 97 fm Byggingarár: 1958 Brunabótamat: 10,3 millj. Áhvílandi: 7,4 millj. Verð: 16,5 millj. Frábær útsýnisíbúð við Tómasar- haga. Björt og falleg 3-4 herb. 97,5 fm risíbúð með suðursvölum og stórkostlegu sjávarútsýni. Páll Kolka, fasteignamiðlari RE/MAX, tekur á móti gestum milli kl. 14 og 16 OPIÐ HÚS - Tómasarhagi 51 MÉR verður stundum hugsað til þeirra 6 milljarða sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar setti í vegafram- kvæmdir, ganga- gerð og brúarsmíði nú í byrjun þessa árs og hvernig ég hefði viljað verja þeim. Ekki má les- andi skilja þessi orð mín svo að ég sé á móti þessum framkvæmdum, síður en svo. Ég veit bara um svo brenn- andi þörf fyrir þessa fjármuni hjá afskiptum hópum í þjóðfélagi okk- ar. Það hefði til dæmis verið brýnt að setja fé í að byggja upp þjón- ustu fyrir börn og unglinga með geðraskanir og jafnframt að setja fé í að berjast við vímuefnavanda sem svo margt ungt fólk á við að stríða. Það hefði til dæmis verið hægt að huga að endurhæfingu sjúklinga sem liggja á geðdeildum og fá ekki þá endurhæfingu sem þeim er lífsnauðsynleg og það hefði verið hægt að leysa vanda margra sem haldnir eru Alzheimer sjúk- dómnum með því að byggja sjúkra- og þjónustustofnanir. Það hefði einnig verið hægt að rétta hlut margra þeirra sem lifa við fátækt og undrast þau gylliboð um skatta- lækkanir og fleira sem nú berast frá stjórnarflokkunum. Þetta eru örfá dæmi um mörg tækifæri sem runnu úr greipum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar til þess að gera íslenskt samfélag réttlátara og betra. Í mín eyru hefur verið sagt að ákvarðanir sem teknar eru á þingi séu í beinu samhengi við þann veruleika sem þingmenn þekkja. Í stjórnarflokkunum, Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki, er samkvæmt því enginn þingmað- ur sem þekkir til fjölskyldu sem á í vanda vegna veikinda eða fátæktar. Enginn í stjórnarflokkunum þekkir til aldraðra og enginn til öryrkja. Stórkostlegt tækifæri – nýtum það Hugsið ykkur bara allar þær dyr sem hefðu opnast ef við hefðum fengið 6 milljarða til þess að hlúa að þeim sem hafa gjörsamlega gleymst í öllu góðærinu. Með at- vinnuskapandi tækifærum hefðum við getað minnkað biðlista sjúk- linga, við hefðum getað gefið fleiri geðsjúkum ungmennum raunhæfa von um betra líf og við hefðum get- að búið mörgum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Úti í hinum stóra heimi hafa menn dundað sér við að bera sam- an lífsgæði þjóða, fjölda bifreiða á mann, fjölda gsm-síma á mann, ungbarnadauða og ýmislegt fleira. Ávallt eru Íslendingar meðal þeirra sem þjóða sem eiga mest og hafa það best. Vissulega er þetta rétt. Við Íslendingar erum heppnir og megum því um margt vera ánægðir með það sem við eigum. En ég vil benda ríkisstjórnarflokk- unum á það voru ekki þeir sem gerðu íslenskt samfélag að því sem það nú er. Síður en svo, það var miklu fremur fólkið sem nú ætti að sjá fram á rólegt og áhyggjulaust ævikvöld en þarf margt að lifa í sárri fátækt, einsemd og veik- indum. Á meðan svo er ástatt í þjóðfélagi okkar eiga þjóðþrifamál eins og göng, vegir og brýr að vera neðar á forgangslista. Þessu fólki á að sýna virðingu og tryggja eðlileg lífskjör án tillits til þess hvort það er sjálfbjarga og við góða heilsu eða veikt og lasburða. Þá megum við ekki heldur gleyma kynslóðinni sem nú er að vaxa úr grasi. Hún á að mörgu leyti mjög erfitt uppdráttar því hún er að lifa mestu umbrotatíma sem yfir íslenskt samfélag hafa gengið og við sem erum að ala hana upp erum ekki að standa okk- ur nægilega vel meðal annars vegna þess að okkur er ekki gert kleift að gera það svo vel sé. Unga fólkinu standa ótal tækifæri til boða en það er umkringt freist- ingum sem auðvelt er að falla fyrir. Við þurfum fé í forvarnir og fræðslu til þess að hjálpa því að velja og hafna. Það er fjárfesting í mannauði. Þetta hljóta þingmenn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks að skilja ... eða hvað? Góðir Íslendingar? Er þetta fólk ekki búið að fyrirgera rétti sínum til að fá að stjórna? Hugsið um það! Hugsið um það! Eftir Guðna Kjartansson Höfundur er aðstoðarskólastjóri í Rimaskóla í Reykjavík og vara- formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. FYRIR síðustu alþingiskosningar var það Framsóknarflokkurinn sem ruddi brautina og setti forvarnar- og fíkniefnamál á odd- inn sem eitt af sínum helstu baráttu- málum. Flokkurinn lofaði kjósendum að einum milljarði króna yrði varið sér- staklega til barátt- unnar gegn fíkniefnum. Með þessu kom Framsóknarflokkurinn þessu erfiða máli á dagskrá sem málaflokki sem taka á alvarlega ef bera á hag barna, ungs fólks, fjölskyldunnar og framtíð þessa samfélags fyrir brjósti. Eins og framsóknarfólki er tamt var unnið að þessu kosningaloforði samviskusamlega en án þess að slá sér á brjóst við hverja krónu sem lagði leið sína í átt að milljarðinum lofaða. Kannski þess vegna heyri ég ósjaldan spurninguna: „Hvar er milljarðurinn?“ Milljarðurinn varð að 1,7 milljörðum Staðreyndin er sú að við þetta lof- orð hefur verið staðið og gott betur. Hátt í tveimur milljörðum króna hef- ur verið ráðstafað í þessu skyni. Lúta þær aðgerðir að forvörnum, með- ferðarmálum og aukinni löggæslu og tolleftirliti. Í stórum dráttum var alls úthlutað í málaflokkinn viðbótarfjárveitingar til þriggja ráðuneyta sem nema rúm- um 1,7 milljarði króna umfram hinar reglubundnu fjárveitingar: Heilbrigðisráðuneytið fékk 820 m.kr – fór í forvarnir, meðferð og vímuefnatengd geðheilbrigðismál. Félagsmálaráðuneytið fékk 550 m.kr – fór í vímuefnatengd úrræði fyrir börn og unglinga Dómsmálaráðuneytið fékk 350 m.kr – fór í fíkniefnalöggæslu og tollaeftirlit. Eins og hér hefur verið rakið hef- ur Framsóknarflokkurinn staðið við sitt í baráttunni gegn fíkniefnum á liðnu kjörtímabili. Milljarðurinn sem hann lofaði er nærri tveimur. Því miður er það nú enn svo, þrátt fyrir allar þær aðgerðir sem gripið er til í því skyni að sporna við því að ungt fólk ánetjist fíkniefnum, að alltof, alltof margir leiðast út í vímuefni með skelfilegum afleiðingum fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans. Úrræðin sem hægt er að leita til eru hins vegar fleiri og fjölbreyttari en áður, sem betur fer. Enga eftirgjöf í fíkniefnamálum Í starfi mínu hef ég kynnst mörgu ungu fólki sem hefur villst inn á braut fíkniefna. Þar hefur mér verið gefið tækifæri til að geta verið til staðar fyrir sum þessara ungmenna og er ég mjög þakklát fyrir það en ég vil gera enn betur. Framsóknarflokkurinn hefur lagt sig fram um að berjast gegn inn- flutningi og neyslu fíkniefna og mun hér eftir sem hingað til leggja metn- að sinn í auknar forvarnir og virk og öflug meðferðarúrræði til handa þeim sem villst hafa af leið. Fram- sókn setur nú eins og áður fíkniefna- málin á oddinn og í stefnuskrá flokksins ber stefna hans í mála- flokknum yfirskriftina „Enga eft- irgjöf í fíkniefnamálum!“ Framsókn- arflokkurinn viðurkenndi málaflokkinn, tók við ábyrgðinni og vill þitt traust til að halda áfram að axla þá ábyrgð án eftirgjafar. Hvert fór milljarðurinn? Eftir Marsibil J. Sæmundsdóttur Höfundur er framkvæmdastjóri Götusmiðjunnar og skipar 13. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Alltaf á þriðjudögum Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.