Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku afi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Takk fyrir allt. Brynja og Karen. Sorg og gleði – systur tvær, ná sín-hvor okkar fundum. Báðar telja tárin þær á tilfinninga stundum. Ný er dögun, náð Guðs – sjá á niðamyrkri vinnur. Eins andinn huggar himni’ er frá og hjartað samúð finnur. Sérhver mannsævi er samtvinnuð gleði og sorg og öllum litbrigðum ljóss og skugga. Við skiljum ekki hvernig svo má vera, en við mynd- um ekki vilja vera tilfinningalaus, svo erfitt sem það þó er oft og tíðum að glíma við tilfinningar sínar, ekki síst andspænis dauðanum. En þá höfum við ei neitt annað ráð en að fela þann sem við syrgjum Guði í trú og trausti – honum er skóp oss lífið og dauðann. Og það skulum við gera nú þegar við kveðjum Ásgeir Kristinn Ásgeirsson. Þegar kær bróðir og mágur er kvaddur í hinsta sinn hrannast minningarnar saman og þær eru líkt og ljósið sem brýst fram úr skýjum sorgar. Ásgeir var í orðsins fyllstu merkingu góður drengur. Fæðing hans markaði djúpt spor í lífi fjöl- skyldunnar, því stuttu eftir fæð- inguna andaðist Kristín móður hans frá eiginmanni og fimm börnum. Í þeirri sorg var hann sólargeislinn og föður sínum og systkinum gleðigjafi. Hann var skírður við kistu móður sinnar Ásgeir Kristinn, nöfnum beggja foreldranna. Frú Kristín var mikil og góð móð- ir og eiginkona. Blessuð er minning foreldranna, hjónanna Ásgeirs og Kristínar og þeirra sem burtkallaðir eru úr þeirra fjölskylduhring. Hinn látni vinur var um margt líkur föður sínum. Hann átti mikið en gott skap. Hann var ljúfur og jafnaðar- geðið var prýði hans. Hann var at- hafnasamur og ósérhlífinn. „Sælir eru hóværir,“ sagði meistarinn forð- um í Fjallræðunni. Ásgeir var hóg- vær og jafnvel hlédrægur. Náunga- kærleikurinn var ríkur eiginleiki í fari hans og hann var alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd og gleðja aðra og vildi reynast öllum sem best. Ásgeir hafði yndi af hljómlist. Sú gáfa að stilla saman strengina var honum ásköpuð og í góðra vina hópi var hann hrókur alls fagnaðar. Hann átti létt með að leika á hljóðfæri og var að mestu sjálfmenntaður í þeirri list. Gest- risnin einkenndi hann og heimili þeirra hjóna alla tíð. Eftirlifandi eiginkona hans, frú Aðalbjörg, er dugmikil fyrirmyndar húsmóðir og þau áttu miklu barna- láni að fagna og voru mjög samhent við mótun heimilislífsins og í starfi utan þess. Kom það ekki síst í ljós er þau stunduðu saman verslunar- rekstur á Akranesi. Banvænn sjúkdómur Ásgeirs olli því að lokaskeiðið varð honum mikill reynslutími. En bæði var það að hann bar sinn kross af miklum hetjuskap og svo hitt að Aðalbjörg, börnin og fjölskyldan voru samhent í því að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að létta honum þung sporin. Og svo kom stundin – hinsta stundin – í svefni, en til að fagna í nýrri dög- un bak við gröf og dauða. ÁSGEIR KRISTINN ÁSGEIRSSON ✝ Ásgeir KristinnÁsgeirsson fædd- ist 6. maí 1931 í Reykjavík. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 26. apríl síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Akra- neskirkju 2. maí. Þar er hann, Ásgeir Kristinn, Guði falinn um eilífð – í minning- unni og við brosum gegnum saknaðartárin. Við hjónin og börnin okkar sendum frú Að- albjörgu og allri fjöl- skyldunni alúðarfyllstu samúðarkveðjur og þökkum allar samveru- stundirnar. Drottinn minn gef þú dánum ró. Hinum líkn sem lifa. Sólveig Ás- geirsdóttir, Pétur Sigur- geirsson og fjölskylda. Í dag verður jarðsunginn frá Akraneskirkju Ásgeir Kristinn Ás- geirsson móðurbróðir okkar, litli bróðir hennar mömmu. Ásgeir bar nöfn foreldra sinna Ásgeirs Ásgeirs- sonar kaupmanns og Kristínar Matthíasdóttur, en hún lést á fæð- ingardegi hans 6. maí 1931, harm- dauði allrar fjölskyldunnar. Nú trú- um við því að hann hvíli í móðurfaðminum sem hann fékk ekki notið hér í jarðvistinni. Það þarf ekki að tíunda hvílíkur harmur það hefur verið að ung móð- ir hafi verið burt kölluð frá eig- inmanni og fimm börnum en í allri sorginni var þó lítill drengur fæddur sem eflaust sefaði sárustu sorgina, allavega hjá systkinunum ungu sem elskuðu þennan litla bróður sinn sem var alla tíð þeirra „Lillibó“. Þannig kynntumst við systurnar honum, dætur Dídíar systur hans. Geiri var litli bróðir hennar mömmu, sem henni þótti svo vænt um og hafði borið svo mikla um- hyggju fyrir frá fyrstu tíð. Það er kannski lýsandi dæmi fyrir það þeg- ar hún mamma var ung stúlka á húsmæðraskóla í Danmörku þá fór pabbi okkar í sumarfríinu sínu til að hitta hana og sigldi eins og var ferðamáti þess tíma, þá vildi svo til að Geiri var messagutti á skipinu og fylgdi tilvonandi mági sínum að sjálfsögðu á fund kærustunnar. Er sú frásögn enn í minnum höfð þegar þeir mágarnir komu til baka úr ferðalaginu og voru að segja ferða- söguna þá skaut Geiri allt í einu inn í svo spenntur: „En Haddi manstu þegar við settum á hana hringinn?“. Já hann var einmitt vitni að því þegar pabbi dró trúlofunarhringinn á hana mömmu undir fallegu tré í Tívolí í Kaupmannahöfn og var það að sjálfsögðu mikil upplifun fyrir unglinginn og ekki fannst stóru systur neitt að því að hafa hann með á þessari stundu, bara alveg sjálf- sagt. En árin liðu og allt í einu var Geiri búinn að finna stóru ástina í lífi sínu, hana Löllu, eða Aðalbjörgu Jónu Guðmundsdóttur. Við vitum það öll að hann frændi okkar gat ekki fengið betri konu en hana, svo samhent voru þau í öllum verkum að maður nefndi aldrei nafn annars þeirra þannig að hitt fylgdi ekki með. Lalla og Geiri eru eitt í okkar hugum. En nú hefur dregið ský fyrir sólu, Geiri hefur kvatt þennan heim og viljum við á þessari stundu senda Löllu og stóra myndarlega hópnum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við vitum einnig að hún Dídí systir hans hefði viljað senda honum þúsund kveðjukossa ef hún hefði bara getu til. Guð geymi frænda okkar. Systurnar, Kolbrún, Auður, Nanna og Hulda. Ágætur vinur og nágranni okkar fjölskyldunnar að Esjubraut 27 Akranesi um 30 ára skeið, Ásgeir Ásgeirsson, er fallinn frá. Andlát er þungbært hvenær sem það ber að höndum. Ásgeir átti í erfiðum veik- indum og stríði við illvígan sjúkdóm síðustu ár. Aðalbjörg (Lalla) kona Hjartans þakkir fyrir þá vináttu og hlýhug sem okkur hefur verið sýndur við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, fóstra, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR YNGVA KRISTINSSONAR frá Löndum í Vestmannaeyjum, Breiðvangi 8, Hafnarfirði. Guðbjörg Bergmundsdóttir, Kristinn Þórir Sigurðsson, Ásta Úlfarsdóttir, Bergmundur Helgi Sigurðsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Bergmundur Elli Sigurðsson, Ólöf Helga Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, HAUKS SÆVALDSSONAR verkfræðings, Núpalind 2 Kópavogi. Hrafn Hauksson, Ásdís Ósk Bjarnadóttir, Hulda Hauksdóttir, Jörgen Heiðdal, Lilja Hrönn Hauksdóttir, Jakob Freyr Jakobsson, Haukur Örn Hauksson, Loraine Mata og barnabörn. Fyrir þá alla, er fá nú hvíld hjá þér, en forðum trúarstyrkir börðust hér, þér vegsemd Jesús, þökk og heiður ber. Hallelúja, hallelúja. (Þýð. Valdem. V. Snævarr.) Mér komu þessar línur í hug er ég fregnaði lát Margrétar Eggerts- dóttur söngkonu. En Magga, eins og hún var kölluð, var ein þeirra MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR ✝ Margrét Egg-ertsdóttir söng- kona fæddist í Reykjavík 26. júlí 1925. Hún lést á Landspítala á Landa- koti 1. apríl síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 14. apríl. manneskja sem stóðu mér afar nærri og ég mat hana afar mikils alla tíð. Okkar kynni hófust þá ég var unglingur og var við nám í Söng- skólanum í Reykjavík, og í framhaldi af því hóf ég að syngja með Ljóðakórnum, aðallega við útfarir, og söng ég þar mestanpartinn allt þar til að kórinn hætti störfum árið 1993. Það má segja að Magga hafi fóstrað mig, Skagastrákinn, ásamt því góða fólki sem starfaði með Ljóðakórn- um þessi síðustu tólf ár sem hann starfaði. Af öllu því góða fólki vil ég einnig minnast Eyglóar Viktors- dóttur, sem var hægri hönd Möggu við að halda hópnum saman allt þar til hún lést fyrir aldur fram árið 1990. Magga hafði afar sterkan per- sónuleika, afbragðs greind með ríka kímnigáfu. Hún kunni að sjá skop- legu hliðarnar á mannlífinu og oft var glatt á hjalla og stutt í hlát- urinn, í öllum okkar samskiptum. Gestrisnin, og kökurnar bakaðar með vinstri hendinni eins og hún sagði oft, kemur í hugann. Hún var heil, hrein og bein. Hún hafði góðan aga á hópnum og stýrði honum af röggsemi. Þær telja þús- undir þær útfarir sem við komum að sameiginlega á tólf árum. Hún sá til þess að fagmennskan væri í fyr- irrúmi og næmi hennar bæði fyrir tónlistinni sem og tungunni gerði það að verkum að hún sá til þess að ávallt væri vandað til verks. Mátti þar einu gilda hvort sungið var við útfarir fyrirmenna eða utangarðs- fólks. Ég minnist nokkurra athafna sem við sungum við, eftir að Magga hafði boðið fram krafta okkar, í þeim tilvikum, sem enginn aðstand- andi gaf sig fram, og sá hún til þess að útför var gerð af reisn og virð- ingu. Þetta segir margt um hug- arþel þessarar örlátu manneskju sem hún var. Hún var kölluð oft á tíðum konan með silkiröddina. Með sína fögru, djúpu altrödd buðust henni tæki- færi, í hinum stóra heimi, sem hún þáði ekki. Hún lagði ekki upp úr frama og frægð. Hennar köllun var fjölskyldan og kirkjusöngurinn, sem hún helgaði sína starfsævi. Hún var kölluð til þess að líkna og græða með söng, á lífsins sárustu stund- um. Við vorum sammála um að há- timbraðar hallir, ásamt umgjörð metorðanna og skrumsins, segðu ekkert um besta flutninginn og túlkunina. Kannski eru fegurstu lögin túlkuð dýpst og best, þá fáir til heyra, en af hreinu og einlægu hjarta. Smekkvísi hennar og næmi gerðu það að verkum að prestar treystu henni fyrir því að setja upp útfararathafnir, sem leiddi aftur til þess að hún var ráðin tónlistarráðu- nautur Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma á níunda áratugn- um. Til hennar má rekja, að hluta, breytt viðhorf til tónlistarflutnings við útfarir. Djúp virðing hennar fyr- ir listinni og trúnni, ásamt innsæi og smekkvísi, gerði það að verkum að sárustu stundir fólks breyttust í fagrar helgistundir þar sem boð- skapur trúarinnar var ofinn perlum tónlistarinnar, sem gat líknað og gefið von um bjarma sólar við dimma hafsbrún sorgarinnar. Í vestri kvöldsins bjarmi boðar frið, og brátt fær hvíld hið þreytta, trúa lið, og Paradísar heilagt opnast hlið. Hallelúja, hallelúja. (Þýð. Valdem. V. Snævarr.) Síðustu misserin átti Magga við vanheilsu að stríða og víst er að dauðinn kom líknandi til hennar. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast henni og víst er að það veganesti, sem hún gaf mér, er mér ómetanlegt og nýttist mér afar vel þau tólf ár sem ég starfaði sem org- anisti í Keflavík og eins í því sem ég hef fengist við síðan. Ég verð ekki viðstaddur útför Margrétar, verð við störf á sjó. Víst er að hugur minn verður með fjöl- skyldunni, Páli, Einari, Eggerti og Val, sem og þeirra fjölskyldum. Megi góður Guð blessa minningu Margrétar Eggertsdóttur. Og hon- um þakka ég að hafa fengið að eiga samfélag við hana. Vil ég enda kveðju mína á lokaerindi sálmsins sem er helgaður Allraheilagamessu. Í þeirri trú vil ég kveðja hana. Og sjá, – þá aftur dýrri dagur skín, er Drottinn kallar trúu börnin sín til lífs í sælu, sem ei framar dvín. Hallelúja, hallelúja. (Þýð. Valdem. V. Snævarr.) Einar Örn Einarsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA HÓLMFRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, andaðist á Landspítala Landakoti föstudaginn 2. maí. Una Magnúsdóttir, Ómar Sigurðsson, Magnús Magnússon, Bolli G. Magnússon, Elsa Stefánsdóttir, Árni Magnússon, Guðlaugur Magnússon, Jóhanna M. Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllu því góða fólki er veitti okkur samúð og styrk vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður og afa, GUÐMUNDAR STEINSSONAR læknis, Kjalarlandi 4, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Þorbjörg I. Ingólfsdóttir, Snorri Hrafn Guðmundsson, Þorbjörg Erna Snorradóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.