Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ É G ER Austfirðingur, fædd- ur á Selstöðum við Seyð- isfjörð, sem er 10 kíló- metra út með firðinum, en flutti snemma í kaupstað- inn. Þar liggur uppvöxt- urinn. Foreldrar mínir voru Hallgrímur Helga- son og Málfríður Þór- arinsdóttir, bændafólk of- an af Héraði. Faðir minn missti snemma heilsuna, þess vegna var búskapurinn lagður til hliðar og flutt í kaupstaðinn. Hann dó þegar ég var sjö ára. Móðir mín var þá orðin ein með okkur bræðurna þrjá en ég var yngstur þeirra. Hún var dugleg kona og vann öll störf sem til féllu á þessum tíma. Meðan við bjuggum á Seyðisfirði höfðum við skepnur en skepnuhald var þá gjarnan tíðkað í minni bæjarfélögum. Á þessum árum höfðum við stuðning af afa mín- um, ömmu og móðurbróður mínum við búskap- inn en þau bjuggu á Seyðisfirði. Fjölskyldan stundaði þarna eins konar félagsbúskap. Móðir mín átti líka prjónavél og prjónaði mikið á fólk. Auðvitað var lífsbaráttan erfið en hún var víða hörð á þessum árum. Uppeldi móður minnar á okkur bræðrum var frjálslegt en hún hafði þá kenningu að fólk ætti að læra, hvort sem það væri til munns eða handa. Við bræðurnir fórum því allir í eitthvert nám, annar bróðir minn fór í iðnnám en hinn í Samvinnuskólann og síðar í iðnnám. Við byrjuðum snemma að vinna fyrir okkur. Ég fór í sveit á Héraði þegar ég var ellefu ára og var þar þrjú sumur og vann þar öll sveita- störf á þeirra tíma mælikvarða. Ég fór í sveit- ina í byrjun maí og kom heim í lok september. Reynt var að gera út frá Seyðisfirði á þess- um árum þótt það væri erfitt því þá var stríðið í algleymingi. Fjöldi hermanna dvaldi í kaup- staðnum og fjörðurinn meira eða minna lok- aður umferð bæði á sjó og landi eða hún háð mjög ströngum skilyrðum. Þegar farið var á sjó unnum við að því að beita og við salt- fiskverkun. Loftárásir á Seyðisfirði Uppeldisár mín á Seyðisfirði voru við- burðarík að því leyti að þá var stríðið í fullum gangi og krökkt af hermönnum í bænum og mikið um atvinnu í kringum herinn. Fylgdu hernum loftárásir á Seyðisfjörð. Annað slagið var ég því lokaður niðri í kjöllurum eins og aðr- ir á meðan hættuástand varði. Tvær árásanna leiddu til tjóns. Í annað skiptið var olíuskipinu El Grilló sökkt í höfninni og var ég þá niðri í kjallara skólans eins og aðrir nemendur. Í hitt skiptið slösuðust tveir drengir og annar þeirra missti fótinn. Þá var ég úti í sendiferð og sá þegar sprengjurnar féllu 200–300 metrum frá mér. Það sem mér fannst furðulegast var hve hermennirnir voru afslappaðir og horfðu á þetta með okkur án þess að hleypa af einu ein- asta skoti úr loftvarnarbyssum, eins og venja var til í slíkum tilvikum. Ástæðan fyrir aðgerð- arleysinu var líklega sú að Bretarnir voru að yfirgefa landið og Bandaríkjamenn að taka við. Voru þeir komnir með skip sín inn á fjörðinn. Báðir aðilar töldu sig líklega lausa undan skyldum sínum. – Þetta var haustið 1942 og ég var níu ára. Ég get ekki sagt að þessir atburðir hafi skelft mig og ég hélt áfram sendiferðinni. Haustið 1947 fluttum við til Reykjavíkur, meðal annars til að létta skólagönguna, og bjuggum í Vogahverfinu eins og við gerum nú. Þá fór móðir mín að vinna við að búa til mat fyrir verslun í hverfinu. Fimmtán ára fór ég svo í Menntaskólann í Reykjavík og tók þaðan stúdentspróf 1952. Ég var lengi að velta fyrir mér í hvaða framhaldsnám ég ætti að fara. Það endaði með að ég valdi verkfræðina. Ástæðan fyrir því var sú að mér hafði alltaf gengið vel í stærðfræði, sem var drjúgur hluti af náminu. Ég var um tíma að hugsa um að leggja fyrir mig stærðfræðina en snerist hugur. Það hefur eflaust líka haft áhrif á ákvörðun mína að sum- arið sem ég varð stúdent var ég svo heppinn að komast í brúarvinnuflokk hjá Vegagerðinni. Voru í kringum tuttugu menn í þessum flokki sem fór nokkuð víða þetta sumar. Þetta voru ungir og hraustir menn sem unnu rösklega meðan þeir voru í vinnunni og skemmtu sér um helgar. Þarna kynntist ég mönnum sem ég hef unnið með meira en fjörutíu ár. Þegar ég byrjaði í verkfræðináminu hagaði þannig til að við tókum helming námsins hérna heima eða þrjá vetur en seinni hlutann erlend- is. Á þessum árum fóru flestir í Tækniháskól- ann í Danmörku, var ég þar á meðal. Þegar þangað var komið þurfti að velja sér sérgrein og ég valdi það sem mætti kalla burðarvirki á íslensku. Í náminu var mikið fjallað um brúar- gerð og fékk ég áhuga á henni. Ekki hrifinn af tæknistúdentunum Námsárin eru einn skemmtilegasti tími lífs míns, maður var tiltölulega áhyggjulaus, óbundinn og allt lífið framundan. Í Kaup- mannahöfn voru einhverjir tugir íslenskra stúdenta og töluvert félagslíf var hjá þeim. Ég tók þátt í starfsemi Stúdentafélagsins og var um tími ritari þess. Félagsstarfsemin gekk út á að halda málfundi og skemmtanir og sum- ar af skemmtununum voru fastir liðir eins og Þorláksblótið sem var haldið daginn fyrir Þor- láksmessu. Þorlákur helgi biskup var dýr- lingur félagsins. Á þessum samkomum voru haldnar ræður og mikið sungið og dansað. Ég kom til Kaupmannahafnar 1955 en þá bjó félagið að því að þarna átti ennþá heima töluvert af íslenskum háskólaborgurum sem héldu tryggð við félagið. Í þeirra hópi voru margir atkvæðamikilir menn eins og Jón Helgason, forstöðumaður Árnastofnunar, sem enn var í fullu fjöri. Þegar hann kom á sam- komurnar setti hann mikinn svip á þær en hann var mjög skemmtilegur ræðumaður. Jón gaf það stundum í skyn að hann bæri nú ekki mikla virðingu fyrir þessum tæknistúdentum sem voru orðnir stór hluti íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn. Ég veit svo sem ekkert hvað hann meinti með því en líklega var þetta bara stríðni. Jú, ég kunni ágætlega við Danina. Þessi kynslóð mín sem var að fá eitthvert vit í lok sjálfstæðisbaráttunnar bar þó svo sem ekki mikla virðingu fyrir þeim, það þótti tilheyra. Þó vildum við læra í Danmörku. Danir eru ágætis fólk og hefur mér ekki líkað betur við aðrar þjóðir. Á þessum árum voru handrita- málin oft til umræðu. Ég man eftir verslun á Strikinu sem setti skilti út í glugga hjá sér en á því stóð: „Látið ekki Íslendinga hafa handritin, þeir nota þau bara í skó.“ Um haustið 1957, veturinn sem ég lauk nám- inu, átti Sigurður Jóhannsson, þáverandi vega- málastjóri, leið um Danmörku. Hann hafði kennt mér og fleirum stærðfræði í MR. Hann hafði samband við tvo okkar sem stunduðum nám í verkfræði og bauð okkur vinnu, þegar við lykjum námi. Ég fór því beint úr náminu til að vinna hjá Vegagerðinni og hef verið þar síð- an að undanskildu einu ári sem ég vann á verk- fræðiskrifstofu í Kaupmannahöfn, 3–4 árum síðar. Þegar ég byrjaði að vinna hjá Vegagerðinni var ekki mikil sérhæfing og maður þurfti að vinna við allt mögulegt. Þá var landinu skipt upp í svæði og ég fékk Austurland í minn hlut og hafði umsjón með vega- og brúargerð þar. Fyrstu árin hannaði ég brýr að vetrinum en var úti á mörkinni á sumrin. Á þessum árum byggði Vegagerðin langmest sjálf bæði vegi og brýr. Verkefnin voru ekki boðin út eins og nú tíðkast. Það voru auðvitað til verktakar í land- inu en það tíðkaðist bara að Vegagerðin væri með sína flokka en leigði til sín vélar. Á þessum tíma var vegakerfið á Austurlandi og víðar ákaflega frumstætt og bágborið. Þarna var mjög mikið af óbrúuðum lækjum og ám. Þurfti að fara yfir þessi vatnsföll á vöðum eða jafnvel sæta sjávarföllum. Vegirnir voru þá lokaðir á meðan flóð var og svo var fært aftur þegar fjaraði. Seinni árin sem ég var þarna umdæm- isverkfræðingur voru byggðar stórar brýr eins og yfir Hornafjarðarfljót og yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Bændur fegnir að fá vegina Ég hafði mjög mikil samskipti við bænd- urna. Það þurfti að semja við þá um hvar veg- urinn mátti fara. Síðan voru mikil samskipti við vegagerðarmennina og vinnuvélaeigendur. Þriðji hópurinn var þingmennirnir. Í þessum samskiptum skiptust á skin og skúrir en lang- oftast voru þau í góðu lagi. Bændurnir voru fegnir að fá vegi og flestir voru því fúsir að láta land undir þá. Þó kom það fyrir á einstaka stað að það þurfti að fara annars staðar en bóndinn vildi að væri farið. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar verið var að leggja veginn milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Þar hafði bóndinn kosið að vegurinn færi neðan við bæinn en aðstæður leyfðu það ekki. Þetta var rætt lengi dags. Bóndinn var greindur maður og þegar hann sá að það var ekki gott að hnika okkur sagði hann: „Jæja piltar, við skulum sofa á þessu til morguns. Ég ætla að ræða þetta við konuna mína.“ Svo fóru allir að sofa, en við gistum á bænum. Í morgunmatnum daginn eftir hafði hann tekið ákvörðun og sagði: „Við höfum rætt þetta og ætlum að leyfa ykkur að ráða þessu.“ „Ætli þú eigir nokkuð að ráða því“ Samskiptin við þingmennina fóru fyrst og fremst fram þegar verið var að ákveða fram- kvæmdirnar. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég var nýkominn austur fyrsta sumarið og fór til Mjóafjarðar. Þá stóð til að velja veg- arstæði úr botni Mjóafjarðar upp á heiðina, en það var ekki bílfært niður í fjörðinn. Við kom- um því siglandi að Brekku og hittum þar Vil- hjálm Hjálmarsson sem lengi var þingmaður og síðar ráðherra. Mikill höfðingsskapur og gestrisni var á heimilinu. Fyrst var sest að snæðingi og svo ók Vilhjálmur okkur inn í botn Mjóafjarðar eftir slóðum sem varla var hægt að kalla vegi og fóru stöðugt versnandi eftir því sem innar kom í botninn. Svo endaði vegurinn og Vilhjálmur stöðvaði bílinn. Fyrir framan okkur var gríðarlega há brekka. Verkefnið var að velja stað fyrir veginn upp þessa brekku og upp klettaklif sem þarna er. Þótt ég væri alinn upp í brattlendinu á Seyðisfirði fannst mér þetta mun brattara og miklu þrengra. Nema að ég var eitthvað að vandræðast þarna og fannst satt að segja þetta óbjörgulegt verkefni. Þá segir Vilhjálmur: „Jæja Helgi, hvaða leið sýnist þér skynsamlegast að fara?“ Ég svaraði í hálfkæringi. „Mér finnst nú skynsamlegast að fara hvergi.“ Þá sagði Vilhjálmur vingjarnlega: „Ætli þú eigir nokkuð að ráða því.“ Þetta var auðvitað hárrétt hjá Vilhjálmi, ég átti ekkert að ráða þessu. Mér var bara ætlað að koma veginum á sem bestan stað. Ég fór þá að finna greiðustu leiðina og byrjaði að mæla hana. Þetta var góð kennslustund í því hvar mörkin liggja á milli stjórnmálamanna og embættis- manna. Þú spyrð hvort mér hafi fundist ákvarðanir stjórnmálamanna allaf skynsamlegar. Það eru engir menn til sem taka alltaf skynsamlegar ákvarðanir. Embættismenn reyna að hafa áhrif á stjórnmálamennina meðan ákvarðanir þeirra eru á undirbúningsstigi en svo þegar ákvarðanirnar eru teknar reynum við að gera það besta úr því sem fyrir liggur. Ég hef aldrei lent í því að mér þættu ákvarðanir þeirra það óskynsamlegar að ég ætti erfitt með að standa í framkvæmdunum á eftir. Eins og okkar vega- málum hefur verið háttað allan þann tíma sem ég hef starfað hjá Vegagerðinni eru þarfirnar svo gríðarlegar. Það sem ég hef kannski verið ósammála er fyrst og fremst forgangsröðun verkefna og leiðaval. Ég sá fljótt að þótt ég væri ekki alltaf samþykkur forgangsröðuninni voru þetta allt brýn verkefni. Eins er með leiðavalið. Það hefur komið fyrir að maður hef- ur ekki verið sammála því. En það er einu Heppinn að lifa þessa tíma Morgunblaðið/Jim Smart Helgi Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóri. Helgi Hallgrímsson á 45 ára farsælan feril að baki innan Vega- gerðarinnar. Framan af sem einn helsti brúarhönnuður stofn- unarinnar og hin síðari ár sem vegamálastjóri en hann lét ný- lega af því embætti vegna aldurs. Hildur Einarsdóttir heimsótti hann á heimili hans og litið var yfir farinn veg þessa marg- reynda embættismanns. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.