Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 4. maí 1993: „Upplýsingar um fjárfestingu erlendra að- ila á Íslandi komu fram í fyr- irspurnatíma á Alþingi í síð- ustu viku. Nýjar fjárfest- ingar erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi námu samtals 814 milljónum, þar af var langstærstur hluti, rúmlega 500 milljónir, framlag Alusuisse til Ís- lenzka álfélagsins. Að auki fjárfestu útlendingar fyrir 194 milljónir í verzlun og þjónustu og fyrir rétt rúmar 100 milljónir í iðnaði.“ . . . . . . . . . . 8. maí 1983: „Einn þeirra sagnfræðinga sem var á báð- um áttum um gildi svokall- aðra dagbóka Hitlers þegar þýska vikuritið Stern hóf birtingu á köflum úr þeim var Bretinn H.R. Trevor- Roper, prófessor. Lýsti hann þeirri skoðun fyrst að hann áliti þær líklega ófalsaðar en á blaðamannafundi á vegum Stern dró hann í land og taldi rétt að fella ekki neina dóma fyrr en að lokinni ít- arlegri rannsókn. Vestur- þýska innanríkisráðuneytið hefur látið framkvæma þessa rannsókn og niðurstaðan er sú, að um fölsun sé að ræða. Hitler hafi ekki getað ritað þessar dagbækur. Stern mun ekki birta meira upp úr þeim og ritstjórinn hefur gefið til kynna, að blaðið ætli að skýra frá því hver lét því hin fölsuðu skjöl í hendur.“ . . . . . . . . . . 6. maí 1973: „Í kvöld hefst 20. landsfundur Sjálfstæð- isflokksins. Þetta er fyrsti landsfundur, sem haldinn er eftir þingkosningarnar, sem fram fóru í júní 1971 og eftir að vinstri stjórnin var mynd- uð. Þess vegna er hér um mjög þýðingarmikinn fund að ræða. Milli 750 og 800 trúnaðarmenn Sjálfstæð- isflokksins hvaðanæva að af landinu koma saman til fund- ar til þess að ræða um þau miklu umskipti, sem orðið hafa á stjórnmálasviðinu, frá því, að þeir síðast komu til landsfundar, meta hin nýju viðhorf og marka framtíð- arstefnu Sjálfstæðisflokksins og stöðu í stjórnarandstöðu.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÖGULEGAR STAÐREYNDIR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tals-maður Samfylkingarinnar,skrifaði grein hér í Morgunblað- ið í gær, þar sem hún fjallar um þær umræður, sem fram hafa farið m.a. hér í Morgunblaðinu um vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem sat að völdum 1971–1974. Í grein sinni segir talsmaður Samfylkingarinnar m.a.: „Það væri kannski réttlætanlegt að vísa alla leið aftur til 1971 ef þá hefði verið mynduð síðasta þriggja flokka vinstri- eða miðjustjórn á Ís- landi. Því fer víðs fjarri. Hér sat t.d. við völd slík stjórn þriggja og síðan fjögurra flokka á árunum 1988–1991. Hún tók við eftir að stjórn undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins hafði hrökklast frá, þar sem hún réð ekki við stjórn efnahagsmála. Nýrri stjórn tókst aftur á móti í ábyrgri samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að leggja grunn að lágri verðbólgu og þeim efnahagslega stöðugleika, sem við búum enn að.“ Í þessum orðum felst grundvallar misskilningur, sem hlýtur að byggj- ast á þekkingarleysi, því ekki dettur Morgunblaðinu í hug að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fari vísvitandi rangt með staðreyndir. Haustið 1989 tóku þrír forystu- menn vinnuveitenda og verkalýðs- hreyfingar höndum saman um að reyna að brjótast út úr þeim farvegi, sem kjarasamningar höfðu verið í áratugum saman og áttu m.a. mikinn þátt í að ekki hafði tekizt að brjóta verðbólguna á bak aftur. Þetta voru þeir Einar Oddur Kristjánsson, sem þá var formaður Vinnuveitendasam- bands Íslands, Ásmundur Stefáns- son, sem þá var forseti Alþýðusam- bands Íslands, og Guðmundur J. Guðmundsson, sem nú er látinn en var um langt skeið formaður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. Þessir þrír menn stóðu að þeim kjarasamn- ingum, sem gerðir voru snemma vetrar 1990. Þeir þrír eiga allan heið- ur að því að leggja grundvöll að þeirri lágu verðbólgu, sem við búum nú við. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar, sem þá var við völd, studdi við bakið á þessum mönnum en hún hafði hvorki frumkvæði að málinu né lék hún nokkurt aðalhlut- verk í að koma þeim kjarasamning- um á. Heiður þeim sem heiður ber og stjórnmálamenn eiga ekki að eigna sér eða sínum annarra verk. Ástæða er til að leiðrétta annað atriði í grein talsmanns Samfylking- arinnar í Morgunblaðinu í gær. Ingi- björg Sólrún sagði: „Árið 1974 var mynduð samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, sem ríkti yfir meiri verðbólgu og efnahagslegum óstöðugleika en stjórnin á undan.“ Þetta er rangt en byggist áreiðan- lega á því að talsmaður Samfylking- arinnar hefur fengið rangar upplýs- ingar í hendur en lýsir ekki vilja til að fara vísvitandi rangt með. Verðbólgan fór úr böndum í tíð vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar 1971–1974. Ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar hafði tekizt að koma verðbólgunni niður í 35% vorið 1977. Í júní það ár voru knúðir fram kjara- samningar í krafti þeirrar sterku stöðu, sem verkalýðshreyfingin hafði á þeim árum, sem augljóslega gátu ekki haldið. Um haustið voru gerðir dýrir samningar við opinbera starfs- menn. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar greip til harðra aðgerða í febrúar- mánuði 1978 til þess að rétta þjóðar- búskapinn við. Vegna þeirra ábyrgu aðgerða hóf verkalýðshreyfingin ásamt Alþýðubandalagi og Alþýðu- flokki herför gegn ríkisstjórninni. Það var hatrammasta pólitíska her- för, sem lagt hafði verið í á lýðveldis- tímanum. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að rætur hennar var að finna í falli vinstri stjórnarinnar vor- ið 1974 og þeirri ákvörðun Ólafs Jó- hannessonar að reka forseta Alþýðu- sambandsins úr ríkisstjórninni, á sama tíma og hann lá á sjúkrahúsi. Nauðsynlegt er að halda þessum sögulegu staðreyndum til haga, þar sem augljóst er að talsmaður Sam- fylkingarinnar hefur ekki réttar upp- lýsingar um þennan þátt í pólitískri sögu okkar síðustu áratugi. U mræður um fiskveiði- stjórnarkerfið hafa bloss- að upp í kosningabarátt- unni fyrir alþingiskosn- ingarnar, sem fram fara á laugardaginn kemur. Segja má, að þær hafi snúizt um tvennt: annars vegar um hagsmuni smábátanna og sjávarpláss- anna en hins vegar um fyrningarleiðina svo- nefndu. Ljóst er að ein af ástæðunum fyrir vax- andi fylgi Frjálslynda flokksins í skoðana- könnunum er sú, að talsmenn flokksins hafa lagt mikla áherzlu á hagsmuni sjávarplássanna síð- ustu fjögur árin í málflutningi sínum. Raddir hafa komið fram um, að þessar miklu umræður nú sýni, að mistekizt hafi að ná nokk- urri sátt á grundvelli löggjafar um auðlinda- gjald, sem Alþingi samþykkti vorið 2002 og taka á gildi haustið 2004. Það er of mikil einföldun að halda slíku fram. Með löggjöf um auðlindagjald var stórt skref stigið til þess að skapa slíka sátt. En það hefur alltaf legið fyrir, að hún yrði ekki nægilega víð- tæk nema samkomulag næðist um málefni smá- bátanna og hagsmuni sjávarplássanna. Þetta sjónarmið kom skýrt fram í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins hinn 13. október árið 2001 en þar sagði m.a.: „Þegar á allt þetta er litið er full ástæða til að þingflokkar og Alþingi leggi mikla vinnu í það á þessu þingi að leysa þessi álitamál öll og fella saman í heildstæða stefnu og löggjöf, sem við- unandi sátt getur tekizt um. Það dugar ekki að leysa einungis ágreininginn, sem enn er til stað- ar um hvernig haga skuli innheimtu auðlinda- gjalds og hversu hátt það skuli vera. Það verður líka að finna lausn, sem íbúar sjávarplássanna sætta sig við vegna smábátanna.“ Nú er ýmislegt sem bendir til að í þeim miklu umræðum, sem fram hafa farið um málefni smá- bátanna og sjávarplássanna í kosningabarátt- unni, séu að koma fram hugmyndir, sem gætu orðið grundvöllur að samkomulagi um að tryggja hagsmuni sjávarplássanna sérstaklega. Sé svo væri það mikið fagnaðarefni. Á fundi í Vestmannaeyjum sl. fimmtudag, á 1. maí, hátíðisdegi verkalýðsins, var Davíð Odds- son, forsætisráðherra spurður, hvort hægt væri að gera ákvæði laga um framsal á kvóta milli byggðarlaga virkara þannig að sveitarfélögum eða lögaðilum yrði gert kleift að nýta forkaups- réttarákvæði, sem fyrir hendi eru í lögunum. Þessari spurningu svaraði Davíð Oddsson á eftirfarandi veg: „Við megum ekki vera klosslokuð fyrir gagn- rýni á kvótakerfið. Það kemur til álita að velta því fyrir sér, hvort ekki megi gera ákvæðið um forkaupsrétt virkara. Framsalið er fyrir hendi en það er nauðsynlegt að varnagli sé fyrir byggðirnar. Við hljótum því að skoða gaumgæfi- lega hvaða kostir eru fyrir hendi.“ Þegar Morgunblaðið bar þessi ummæli for- sætisráðherra undir Halldór Halldórsson, bæjarstjóra á Ísafirði – en Vestfirðingar hafa lengi verið í forystu þeirra, sem krafizt hafa betri trygginga fyrir sjávarplássin gegn því að kvótinn yrði seldur burt úr viðkomandi byggðar- lagi – sagði bæjarstjórinn að hann teldi slíkar breytingar mjög skynsamlega leið til að taka á framsali kvóta og bætti við: „Við gætum þá leitað okkur að kaupendum innan svæðisins og haldið veiðiheimildum á svæðinu ... Það er ekkert, sem bannar að flytja fyrirtæki. Það er gallinn við lögin. Þú getur ekki selt einstakt skip nema til sveitarfélagsins. Menn hafa um allt land verið að fara fram hjá þessu.“ Löggjöfin um auðlindagjald, sem tekur gildi eftir rúmt ár hefur orðið til þess að viðunandi friður hefur orðið um kvótakerfið í þéttbýli. Ef virkari ákvæði um forkaupsrétt byggðarlaga yrðu til þess að auka öryggi sjávarplássanna og möguleika þeirra á að halda kvótanum í sínu byggðarlagi er ljóst að stórt skref væri stigið í átt til mun breiðari sáttar um sjávarútvegsstefn- una. Stiklað á stóru Í ljósi umræðnanna nú um fiskveiðistjórn- arkerfið er ástæða til að stikla á stóru um framvindu mála á þessu sviði frá því Auðlindanefndin svonefnda skilaði álitsgerð sinni haustið 2000. Í forystugrein Morgunblaðsins hinn 30. sept- ember það ár sagði m.a.: „Kjarninn í tillögum nefndarinnar er þessi: eignarréttur þjóðarinnar á náttúruauðlindum og landsréttindum, sem ekki eru í einkaeign er undirstrikaður með afdráttarlausum hætti með tillögu um nýtt ákvæði í stjórnarskrá lýðveld- isins um þjóðareign, sem ekki megi selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Veita má heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum þjóðareignum gegn gjaldi að því til- skildu, að sú heimild sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara. Þessi ákvæði ná til allra auðlinda í þjóðareign en ekki einungis til fiskimiðanna, sem er grund- vallaratriði í því að sætta sjávarútveginn við þessa niðurstöðu um leið og það er efnislega rétt. Auðlindanefnd gerir ekki ákveðnar tillögur um hvernig gjaldtöku skuli háttað en bendir á tvær leiðir í sambandi við sjávarútveginn. Ein af röksemdunum fyrir því að hafa þennan hátt á er sú, að tillögur nefndarinnar ganga til Alþingis og ríkisstjórnar, sem taka hinar endanlegu ákvarð- anir. Eðlilegt er að þessir aðilar geti valið á milli a.m.k. tveggja kosta til þess að ná þessum mark- miðum. Ætla má að mjög víðtæk samstaða geti orðið um tillögur nefndarinnar um að efla og styrkja eignarrétt þjóðarinnar á auðlindum sínum með því að taka ákvæði þess efnis upp í stjórnarskrá. Hins vegar má gera ráð fyrir, að skoðanir verði skiptari um hvaða leið beri að fara við gjaldtöku í sjávarútvegi. Athyglisvert er að út- gerðarmenn útiloka algerlega hina svonefndu fyrningarleið. Hún er þó að því leyti til hagstæð- ari fyrir þá, að með henni ákveða þeir nánast sjálfir hvert gjaldið verði, þar sem telja verður ólíklegt að þeir byðu hærra verð fyrir veiðiheim- ildir en rekstur þeirra gæti staðið undir. En það er ljóst að þeir telja að ákveðið öryggisleysi fylgi þeirri leið og þeir viti betur hvar þeir standi ef um veiðigjald er að ræða. Það er hins vegar mikilvægt að menn átti sig á því, að tillögur Auðlindanefndar snúa ekki ein- vörðungu að sjávarútveginum. Þær snúast um allar auðlindir í þjóðareign og þ.á m. orku fall- vatnanna. Auðlindanefnd gerir ákveðna tillögu um innheimtu auðlindaarðs af vatnsafli í þjóð- lendum og leggur þar með drög að nýrri stefnu- mörkun á því sviði.“ Ári síðar urðu merkileg þáttaskil á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þegar Sjálfstæðisflokkur- inn lýsti stuðningi við þá grundvallarhugmynd að greitt yrði gjald fyrir afnot af veiðiheimildum, „hóflegt gjald...sem annars vegar taki mið af kostnaði hins opinbera vegna stjórnunar fisk- veiða og hins vegar afkomu sjávarútvegsins á hverjum tíma.“ Um þessa samþykkt landsfundar Sjálfstæðis- flokksins sagði í forystugrein Morgunblaðsins hinn 16. október árið 2001: „Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem lauk í fyrradag urðu mikilvæg þáttaskil í afstöðu flokksins til fiskveiðistjórnarkerfisins. Þar var samþykkt ályktun með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, sem felur í sér að það er nú opinber stefna Sjálfstæðisflokksins að taka skuli gjald fyrir nýtingu fiskimiðanna. Þessi samþykkt er einn mikilvægasti áfanginn til þessa í baráttunni fyrir því, að þeir sem nýta auðlindir, sem eru sameign þjóðarinnar, greiði gjald fyrir þau af- not. Hún leggur grundvöll að því að þessi stefna nái til allra auðlinda, sem eru í þjóðareign, því að ekki er hægt að gera kröfu til þess að sjávar- útvegurinn einn greiði slíkt gjald… …Það var ekki hægt að ganga út frá því sem vísu, að slík samþykkt yrði gerð á landsfund- inum. Umræður í sjávarútvegsnefnd landsfund- arins sýndu glögglega hve skiptar skoðanir voru meðal landsfundarfulltrúa um málið. Tillagan, sem að lokum varð opinbera stefna Sjálfstæðis- flokksins var samþykkt í sjávarútvegsnefndinni með aðeins 10 atkvæða mun…“ Vorið 2002 var grundvallaratriðið um auð- lindagjald orðið að lögum. Í forystugrein Morgunblaðsins hinn 4. maí 2002 sagði m.a.: „Auðlindagjald í sjávarútvegi er orðið að lög- um. Samþykkt Alþingis í gær markar mikilvæg þáttaskil í baráttu fyrir því, að íslenzka þjóðin njóti sanngjarns afraksturs af auðlindum, sem lögum samkvæmt eru sameign þjóðarinnar. Sl. haust var orðið ljóst, að flestir stjórnmálaflokk- anna höfðu gert þetta grundvallaratriði að stefnumáli sínu. Það hefur nú verið staðfest með löggjöf ... Margir talsmenn gjaldtöku í sjávar- útvegi eru óánægðir með að ekki skyldu tekin stærri skref að þessu sinni. Um það má enda- laust deila. Höfuðmáli skiptir að grundvallar- atriðið um auðlindagjald í sjávarútvegi hefur náð fram að ganga. Ísinn hefur verið brotinn. Eftir- leikurinn verður auðveldari. Þær lagabreyting- ar, sem samþykktar voru á Alþingi í gær munu ekki skapa allsherjarsátt um sjávarútvegsmál en þær munu tryggja mun meiri sátt en verið hef- ur. Auðlindagjaldið mun ekki skila háum fjár- hæðum til eigenda auðlindarinnar fyrst í stað en þær upphæðir eiga eftir að hækka, þegar fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.