Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FLUGFÉLAGIÐ Atlantarekur dótturfyrirtækiðAviaservices í Bretlandisem annast margs konarþjónustu við flugvélar fé-
lagsins sem nú eru 27 talsins. Eru
vélarnar í verkefnum víða um heim
ýmist fyrir móðurfélagið eða Air Atl-
anta Europe sem nýlega hefur verið
sett á fót. Einnig selur fyrirtækið
þjónustu við önnur flugfélög. Fyrir-
tækið hefur aðsetur við London-
Manston-flugvöll, einn fimm flug-
valla sem þjóna London og ná-
grannabyggðum en þessi er rétt við
Dover, syðst og austast á Englandi.
Þórir Kristinsson veitir fyrirtækinu
forstöðu og segir hann starfsmenn
yfirleitt kringum 70 en á álagstímum
getur þeim fjölgað í um 120.
„Starfsemi okkar fer fram á
nokkrum verkstæðum og síðan er
hér aðalbirgðastöð fyrir Atlanta,“
segir Þórir og lýsir síðan nánar
helstu þáttum starfsins.
Aðalbirgðastöð fyrir allt flugið
„Á einu verkstæðinu fara fram
viðgerðir og viðhald á öllum neyð-
arbúnaði vélanna. Það eru súrefnis-
flöskurnar sem eru fyrir ofan sætin,
björgunarvestin, neyðarrennurnar
og björgunarbátarnir. Annað verk-
stæðið sér um að fara yfir hjólabún-
að og bremsur, á því þriðja er gert
við sæti og við höfum rafmagnsverk-
stæði þar sem gert er við kaffikönn-
ur og ofna. Síðan er hér stór birgða-
stöð þar sem geymdir eru stórir sem
smáir varahlutir og í öðru og minna
vöruhúsi erum við með mikinn lager
af sætum og vögnum og aðstöðu til
að smíða og erum núna til dæmis að
hefja samsetningu á gámum sem
notaðir eru fyrir farangur í B747-
þotunum.“
Eins og fyrr segir snýst starf
Aviaservices mest um að þjóna flug-
flota Atlanta. Fara þarf reglulega yf-
ir ýmsan búnað sem fylgir vélunum,
rétt eins og vélarnar sjálfar eru í
ákveðnu viðhaldskerfi, og þannig
þarf árlega að fara yfir allan björg-
unarbúnaðinn, blása upp björgunar-
vestin til að vita hvort þau eru í lagi
og ganga frá þeim aftur, taka fram
björgunarbáta og neyðarrennur og
pakka saman á ný og þar fram eftir
götunum. Skipta þarf reglulega um
hjól sem venjulega er gert eftir 200
til 250 lendingar og um leið er farið
yfir felgurnar, leitað að sprungum og
komi minnsta sprunga í ljós er felg-
an dæmd ónýt. Þá er hemlabúnaður
tekinn í sundur lið fyrir lið og settur
saman á ný eftir að búið er að fara yf-
ir hann. Allt þetta kallar á ótrúlega
mörg handtök og mikla vinnu. Sama
er að segja um flugvélasætin og yf-
irleitt allan innri búnað flugvéla, allt
þarfnast reglulegs viðhalds og skoð-
unar.
Starf á sex stöðum við völlinn
Starfsemi Aviaservices er nú á sex
stöðum við flugvöllinn og segir Þórir
þessa dreifingu nokkuð snúið fyrir
daglega starfsemi. „Við höfum síð-
ustu mánuði kannað hvernig má
sameina starfið undir einu þaki og
höfum þreifað fyrir okkur með lóð
hér til að byggja á flugskýli og hús-
næði fyrir verkstæðin og skrif-
stofur,“ segir Þórir og Arngrímur
Jóhannsson, stjórnarformaður Atl-
anta, bætir því við að til greina komi
að færa starfsemi Aviaservices til
Prestwick í Skotlandi þar sem hag-
stæð kjör hafa boðist þar til að
byggja upp aðstöðu. Þeir segja að
brýnt sé að taka ákvörðun um fram-
tíðarstað á næstu vikum og gera ráð
fyrir að það taki kringum ár að
byggja upp aðstöðu til framtíðar.
Áætlun um byggingarkostnað flug-
skýlis og verkstæða liggur ekki al-
veg fyrir en hann er talinn geta orðið
nokkur hundruð milljónir króna.
Með byggingu flugskýlis sem tæki
eina B747-þotu segir Þórir hug-
myndina að færa viðhaldsverkefni á
vélunum sjálfum til Manston, minni
háttar skoðanirnar sem í dag eru að
nokkru leyti unnar hjá Cargolux.
Stærstu skoðanirnar fara hins vegar
fram í Kína þar sem góð kjör eru í
boði sem Þórir segir aðra eiga erfitt
með að keppa við.
Störf hugsanlega flutt til
Þessum umræðum tengjast síðan
hugmyndir um að færa stjórnun við-
haldsdeildar Atlanta frá Mosfellsbæ
til Englands og verði af því myndu
30 til 40 störf færast milli staða.
Þetta segir Arngrímur þó enn meiri
framtíðarmúsík og allt á umræðu-
stigi ennþá.
Manston-flugvöllur er að mestu
leyti fraktflugvöllur og hefur að sögn
Þóris eina mjög langa flugbraut sem
gerir völlinn hentugan fyrir slíkt.
Staðsetningin fyrir birgðastöð Atl-
anta er því líka hentug því hægt er
að senda varahluti nánast hvert sem
er um heiminn með litlum fyrirvara.
Skoða þarf hjólbarða og felgur hverrar þotu eftir 200 til 250 lendingar.
Sérhæft dótturfyrirtæki Atlanta í Bretlandi þjónar flugflotanum
Bygging flugskýlis og
verkstæða í athugun
Björgunarvestin yfirfarin. Nauðsynlegt er að blása þau upp og kanna hvort þau
eru í lagi og meðan það stendur yfir er nauðsynlegt að eiga annan gang.
Fara þarf einnig yfir neyðarrennurnar, blása þær upp og sjá hvort allt er í lagi.
Margir koma við sögu í
rekstri og umsjón 27 flug-
véla Atlanta sem sinna
verkefnum víða um heim.
Dótturfyrirtækið Avia-
services sér um sérhæfð
verkefni á sviði viðhalds á
ýmsum búnaði vélanna.
Jóhannes Tómasson kynnti
sér fyrirtækið á dögunum
þar sem starfa 70 til 120
manns eftir verkefnum
hverju sinni.
Morgunblaðið/jt
Þórir Kristinsson er hér með tveimur samstarfsmönnum sínum, þeim Sveini
Hrafnssyni vörubirgðastjóra og Svani Þorsteinssyni verkstjóra.
joto@mbl.is
ATLANTA rekur um þessar
mundir 27 þotur. Sextán eru af
gerðinni B747, þrjár B757 og
átta B767 þotur. Í sumar verða
stöðvar félagsins í sjö löndum
víðs vegar um heiminn: Argent-
ínu, Dóminíska lýðveldinu, Eng-
landi, Íslandi, Írlandi, Malasíu og
Nígeríu. Starfsmenn eru kringum
1.100.
Með 27 þotur
í rekstri