Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 29 SÚ var tíð að latínunemendur lásu De senectude – Um ellina – eftir Cic- ero og undu vel við. Ekki nauðsyn- lega vegna þess að efnið höfðaði öðru fremur til þeirra heldur sakir hins að textinn var auðskilinn og aðgengi- legur. En einmitt af þeim sökum festist efnið líka vel í minni. Sigurbjörn Þorkelsson gegnir kristilegu æskulýðsstarfi en skrifar nú um ellina. Trú sinni samkvæmt nálgast hann efnið út frá því sjón- arhorninu. Það er sem sé kærleiks- boðskapur kristninnar sem hann hefur að leiðarljósi. Þar byggir hann á fornum grunni. Samhjálpin hófst með frumkristninni og hefur fylgt henni síðan, slitrótt að vísu þær ald- irnar sem kirkjan var fyrst og fremst valdastofnun. En nú er pólitískt vald kirkjunnar úr sögunni þannig að þessi rótgróna stofnun verður að standa og falla með boðskap sínum og verkum. En kirkjan sem slík er ekki svo mjög á dagskrá í hugleiðingum þess- um heldur trúin, ein sér og ómenguð. Ennfremur þjóðfélagsmálin að því leyti sem snýr að öldruðum. Ljóst er að höfundi hugnast lítt sá háttur sem hafður er á, að skipta þjóðfélags- þegnunum niður í hólf eftir aldri, börnum sér, fullorðnum sér, öldruð- um sér og svo framvegis. Þar með rofni samhengið í lífinu. Öldruðum, sem safnað hafi reynslu, oftar en ekki dýrkeyptri, sé þar með meinað að koma henni til yngri kynslóða. Til þess skorti einfaldlega samgang og eðlileg fjölskyldutengsl. Gamla fólk- ið sé hvatt til að taka upp heimili sitt og flytjast í blokkir aldraðra. Þann veg teljist vel fyrir öllu séð. Ekki sé þó allt sem sýnist. Því fylgi að hinum eldri sé um leið stjak- að út úr hinu starfandi þjóðfélagi. Upp frá því sé litið til þeirra sem óvirkra þegna við út- jaðar samfélagsins. Þegar sú stund nálgist að hinn aldraði hverfi frá heimili sínu og flytjist í einhvers konar ellihús hljóti hann að spyrja sig hvað taki við. Og hvað er það svo sem við tek- ur? »Enn dýrari kost- ur!« segir höfundur. Í fjölbýli aldraðra standi honum til boða að hafa dagleg samskipti við sína líka. Það er að segja ef hugur hans stendur til þess. Að öðru leyti sé ein- angrun hans endanlega staðfest. Sigurbjörn er ekki fyrstur manna til að sjá annmarkana á þessu kerfi. Í orði kveðnu viðurkenna flestir, ef ekki allir, að þetta sé ekki óska- draumurinn, síður en svo. En þessi er nú einu sinni þróunin. Og hver kærir sig í raun um að snúa henni við? Trú sinni samkvæmt er Sigur- björn hógvær í gagnrýni sinni. Allt um það veit hann hvað hann vill. Leiðin út úr þessu sé einungis ein: Frelsun trúarinnar. Þar með leitar Sigurbjörn hvorki dýpri orsaka né bendir á aðrar leiðir. Allra síst færi hann að lesa yfir samtímanum með anda og orðfæri meistara Vídalíns sem vafalaust mundi þó heyrast bet- ur í háreysti líðandi stundar. Svo lofsverð sem hógværðin er mætti Sigurbjörn festa í minni orð Tóm- asar Sæmundssonar sem var bæði guðfræðingur og prestur. En Tómas sagði í inngangi Fjölnis að menn skyldu varast »að taka mjög dauf- lega til orða, annars væri hætt við að nytsamasta efni verði vanrækt og fyrirlitið af góðfúsum lesara.« Ekki er verið að biðja um stóryrði. Máttur þeirra stendur oftast í öfugu hlutfalli við orðgífnina. Hitt mun sönnu nær að boðskapur Sigur- björns, sem vissulega er hinn nytsamasti, næði til fleiri ef hann flytti mál sitt með þyngri áherslu og beinskeytt- ari skírskotun. Og skoð- aði málið í víðtækara samhengi. Stjórnmálamenn lof- syngja fjölskyldulífið á tyllidögum og í fram- boðsræðum, benda á einfaldar lausnir en láta þar við sitja. Fjölmiðla- valdið, sem stjórnar tíð- arandanum, nærist á æsifréttum. Og þeirra mun sjaldnast að leita á heimilum aldraðra. Fréttamenn gætu tekið undir hið fornkveðna: Ekki er gam- an að guðspjöllunum fyrst enginn er í þeim bardaginn. Sigurbjörn átelur rangsnúinn aldaranda, leitast ekki við að grafast fyrir rætur hans – hvað þá að fordæma hann – en bend- ir fyrir sína parta á einfaldari og að hans dómi mannlegri og þar með varanlegri lausnir. Bókinni lýkur svo með fáeinum ljóðum. Aðeins eitt líf heitir hið síð- asta. Og það endar á þessu erindi: Ég á aðeins eitt líf, en það gerir ekkert til, ég sætti mig við það. Því líf mitt er í Jesú og það varir að eilífu. Þessi er í sem stystu máli boð- skapur bókarinnar, boðskapur trúarvissu og farsældarhyggju. Höf- undurinn talar lágri röddu og lætur lítið yfir sér. Hversu margir kynna sér boðskap hans og haga lífi sínu eftir honum? Því er ekki auðvelt að svara. Alltént má þó fullyrða að eng- inn verði verri maður af að renna augum yfir þessar jákvæðu hugleið- ingar Sigurbjörns Þorkelssonar. Þær eru sannarlega þess virði. Einfaldar lausnir BÆKUR Hugleiðingar Eftir Sigurbjörn Þorkelsson. 48 bls. Útg. höfundur. Prentun: Litróf ehf. 2003. LÁT ENGAN LÍTA SMÁUM AUGUM Á ELLI ÞÍNA Sigurbjörn Þorkelsson Erlendur Jónsson Ólafsgeisli 53, einbýli Á besta útsýnisstað í Grafarholti Hýbýli og skip ehf. s. 551 7282 og 893 3985. Þuríður Halldórsdóttir hdl. lögg. fasteignasali. Mjög glæsilegt einbýli 204 fm til afhendingar fljótlega. Húsið verður af- hent fulleinangrað, veggir og loft. Fullbúið að utan, klætt múrklæðningu. Veggir inni tilbúnir til spörtlunar og gólf slípuð. Teikningar á skrifstofu. Ís- lenska byggingasam- steypan ehf. byggir húsið. Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 27. maí 2003, kl. 16.00, að Hvammi Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál löglega upp borin. Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar sjóðsins og rétthafar rétt til setu á fundinum. Þeim sjóðfélögum sem hafa áhuga á að kynna sér tillögur til breytinga á samþykktum eða ársreikning sjóðsins fyrir fundinn er bent á að hægt er að nálgast þær á eftirfarandi hátt: • Á skrifstofu sjóðsins í Borgartúni 30, Reykjavík • Fá þær sendar með því að hafa samband í síma 510 5000 • Fletta þeim upp á vefsíðu sjóðsins, www.lifeyrir.is Reykjavík, 2. maí 2003. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 9 3 9 2 / S ÍA .I S DAGSKRÁ Borgartún 30 • 105 Reykjavík • sími 510 5000 • fax 510 5010 • mottaka@lifeyrir.is • lifeyrir.is ÁRSFUNDUR 2003 – 27. maí á Grand Hótel Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.