Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 49
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 49 SÍÐUSTU daga hef égverið að rýna í gamlarbækur og nýrri, sem all-ar eiga það sameiginlegtað geyma fleyg ummæli af ýmsum toga. Þetta hefur um margt verið áhugaverður lestur, en þó helst til sláandi, einkum þegar talið hefur borist að stjórn- málum. Og manni verður á að spyrja, hvort þetta sé reyndin, eða er það kannski svo í þessu, líkt og með alkóhólið, að fáeinir ein- staklingar hafi í gegnum tíðina komið óorði á pólitíkina, með ósæmilegri hegðun, og aðrir gold- ið þess ótæpilega? Áður en því er svarað er rétt að líta á nokkur dæmi: Félagsskapur við ráðamenn er aldrei öruggur. Phaedrus (um 20 e. Kr.), róm- verskur dæmisagnahöfundur. Eru stjórnmál annað en sú list, að kunna að ljúga á réttum tíma? Voltaire (1694– 1778), franskur heimspekingur og rithöf- undur. Í stjórnmálum er heimskan ekki talin nein fyrirstaða. Napoleon Bonaparte (1769– 1821), herforingi og Frakklandskeisari. Kjóstu þann sem fæstu lofar; hann svík- ur minnst. Ralph Waldo Emerson (1803– 1882), bandarískur heimspekingur. Ég er ekki stjórnmálamaður, og hegðun mín að öðru leyti er einnig til fyrirmyndar. Artemus Ward (1834–1867), bandarískur skopsagnahöfundur. Stjórnmál eru líklega eini starfsvett- vangurinn, þar sem einskis undirbúnings virðist þörf. Robert Louis Stevenson (1850– 1894), skoskur rithöfundur. Hann veit ekkert; hann telur sig vita allt – það bendir greinilega til frama í stjórn- málum. George Bernard Shaw (1856–1950), írskt leikskáld. Enginn getur unnið við stjórnmál og haldið samt áfram að vera heiðarlegur. Louis McHenry Howe (1871–1936), banda- rískur blaðamaður. Pólitískur hæfileiki er hæfileikinn til að segja fyrir um, hvað muni gerast á morgun, næsta mánuð og næsta ár. Og að hafa síðan hæfileikann til að útskýra eftir á hvers vegna það gerðist ekki. Winston Churchill (1874–1965), breskur stjórnmálamaður. Stutt minni kjósenda er sennilega ástæð- an fyrir því hversu margir stjórn- málamennn halda velli. Will Rogers (1879– 1935), bandarískur skemmtikraftur. Stjórnmálamenn eru allir eins. Þeir lofa að reisa brú jafnvel þar sem engin er áin. Nikita Khrústsjov (1894–1971), fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna. Gömul bæn fyrir stjórnmálamenn: Kenndu okkur að nota orð sem eru hlýleg og vinsamleg. Á morgun þurfum við kannski að éta þau ofan í okkur. Morris King Udall (1922-1998), bandarískur þingmaður og lög- fræðingur. Maður sem er á báðum áttum um hvaða flokk skuli kjósa er eins og sauðkind, íhug- andi hvort betra sé að vera etin af ref eða hrafni. Ókunnur höfundur. Annmarki pólitískra brandara er sá, að sumir þeirra ná kosningu. Ókunnur höf- undur. Varastu framenda villisvínsins, aftur- enda asnans og allar hliðar stjórnmála- mannsins. Ókunnnur höfundur. Ekki er þetta nú beint fallegt. En eins og sjá má eru djúpþenkj- andi heimspekingar og aðrir þungavigtarmenn m.a. hér á blaði. Ef þetta er reglan, fremur en und- antekningin, sem ég veit að æði margir telja, er ljóst að pólitík- usar nútímans ættu að taka þetta til alvarlegrar athugunar, og reyna að skilja, að þeir eru ekki guðir, og hafa enga burði til að verða slíkir. Allra síst í landi, sem hefur kristni að ríkistrú. Fátt er meira óþolandi en hrokafullir stjórnmálamenn. Og ekki er það allsendis óþekkt fyrirbæri hér, því miður. Síðustu áratugi hefur áhrifa- máttur þeirra reyndar dvínað ört, jafnhliða, eða kannski vegna, sí- fellt þverrandi virðingar almenn- ings fyrir þeim, e.t.v. fyrst og helst með tilkomu ágengari blaða- og fréttamanna, og – hvað Ísland varðar – aukinheldur í kjölfar beinnar útsendingar sjónvarps frá Alþingi, óritskoðaðrar, þar sem margt kyndugt úr þingheimi hef- ur borið fyrir augu landsmanna. Prestar eru hver af öðrum farn- ir að tjá sig opinberlega um vax- andi óréttlætið í þjóðfélaginu, og láta pólitíkusa hafa það óþvegið, ef ástæða þykir til. Það er enda ritað á vígslubréfið, að þeir eigi að vera málsvarar fátækra og boð- berar réttlætis. Það er líka ástæð- an fyrir því, að biskup Íslands lét hafa þetta eftir sér á dögunum, í kjölfar drembilegra og afspyrnu heimskulegra orða fyrrverandi menntamálaráðherra landsins í hans garð: Ég hef aldrei og mun ekki láta draga mig í pólitískan dilk. Ég hef hingað til ekki kveinkað mér undan ummælum stjórnmála- manna í minn garð. Þjónum kirkjunnar ber að fylgja fagnaðarerindi Krists og við tökum til máls eins og samviskan býður í ljósi þess, hvort sem stjórnmálamönnum líkar betur eða verr. Vel mælt, það. Ég lýk þessu svo í dag með eft- irfarandi ummælum úr bókunum sem ég gat um hér í upphafi: Góður konungur er þjónn fólksins. Ben Jonson (1573–1637), enskt ljóðskáld. Ekkert er pólitískt rétt, ef það er sið- ferðilega rangt. Daniel O’Connell (1775– 1847), írskur stjórnmálamaður og lögfræð- ingur. Raunveruleg stjórnmál byggjast á kær- leika til náungans. Fridtjof Nansen (1861– 1930), norskur landkönnuður og nátt- úrufræðingur. Með kveðju til þeirra, sem mál- ið varðar. Og í von um hugarfars- breytingu í upphafi nýrrar aldar. Pólitíkin og kirkjan Það styttist í kosningar, ekki nema sex dagar þar til gengið verður að kjörborðinu. Af því tilefni lítur Sigurður Ægisson á pólitík og kristna trú, og leitar m.a. fanga í ummælum óþekktra sem og frægari kjarnyrðinga mannkynssögunnar. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson löggiltur fasteignasali Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sérlega glæsileg og stílhrein ca 136 fm sérhæð auk bílskúrs í þríbýlishúsi í Graf- arvogi. Stór og góð stofa og borðstofa og þrjú góð svefnherbergi. Öll gólfefni og innréttingar fyrsta flokks. Bílskúr með skriðlofti fylgir. Áhv. ca 9,5 millj. Verð 19,5 millj. Matthías og Linda taka vel á móti ykkur milli kl. 14 og 17 í dag. GAUTAVÍK 9 - OPIÐ HÚS Í DAG SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Skerjafjörður - einbýli Vorum að fá í sölu þetta glæsilega 174 fm einbýlishús ásamt 35 fm bílskúr. Húsið skiptist í stórar samliggjandi stofur, sjónvarpshol með arni, 3-4 svefnherbergi, rúm- gott eldhús, baðherbergi. gesta- snyrtinu, og þvottahús. Parket og flísar á gólfum. Fallegur gróinn garður. Frábær staðsetning. Einstök eign á kyrrlátum stað. Dæmi um greiðslukjör: 3ja herb. frá 14,2 millj. 4ra herb. íb. frá 17,5 millj. Naustabryggja 4 - nýjar glæsiíbúðir Um er að ræða 3ja herbergja 93- 110 fm og 4ra herb. 136 fm endaíbúðir. 9 af 16 íbúðum eftir. Vandaðar eikarinnrétt. frá HTH. Flísal. baðherb. Sérþvottah. í hverri íb. Sérinngangur af innbyggðum svalagangi í helmingi íbúða. Lyfta. Stæði í bílskýli fylgir öllum íb. Innangengt í sameign. Afhending fyrstu íbúða svo til strax. Hús og gluggar álklætt og því viðhaldslétt. V. kaupsamn. m. pen. 800.000 V. afh. íb. m. pen. 1.000.000 4-6 mán. e. afh. m. pen. 800.000 8-10 mán. e. afh. m. pen. 800.000 *Lán. v. afh. Nb. ca 1.800.000 húsbréf 9.000.000 Samtals ca kr. 14.200.000 V. kaupsamn. m. pen. 1.200.000 V. afh. íb. m. pen. 1.400.000 4-6 mán. e. afh. m. pen. 1.400.000 8-10 mán. e. afh. m. pen. 1.000.000 *Lán. v. afh. Nb. ca 3.500.000 húsbréf 9.000.000 Samtals ca kr. 17.500.000 *lán til allt að 25 ára frá Nb (Netbankanum) með veði í íbúðinni. Frábær kostur rétt við höfnina og torgið í Bryggjuhverfi! Allar upplýsingar á Valhöll, sími 588 4477 Glæsilegt 16 íbúða lyftuhús - til afhendingar svo til strax FRÉTTIR Lífsgildi: Fræðslukerfi Símennt- unarstofnunar Kennaraháskóla Ís- lands heldur málstofu þriðjudag- inn 6. maí kl. 14-15.30, í stofu A 201 Hamri. Lífgildi: Fræðslukerfi er kerfi sem býður upp á fjöl- breytileg viðfangsefni og hagnýta aðferðarfræði fyrir kennara og að- stoðarfólk til að hjálpa börnum og ungu fólki að uppgötva og þroska með sér tólf persónuleg og fé- lagsleg lykilgildi: frið, virðingu, kærleika, ábyrgð, hamingju, sam- vinnu, heiðarleika, auðmýkt, um- burðarlyndi, einfaldleika og ein- ingu. Vinnusálfræðinámskeið. Nám- skeið í vinnusálfræði er nú að hefjast á vegum Sálfræðistöðv- arinnar, Þórsgötu 24. Kenndar verða aðferðir sem byggja upp samskiptahæfni og fyrirbyggja óæskilegt andrúmsloft á vinnustað. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja auka sjálfsstyrk í starfi og þurfa að takast á við flókin samskipti sem oft koma upp á vinnustöðum. Kennt er samkvæmt samskiptalík- ani til að auka samstarfshæfni þátttakenda og þjálfun við að leysa ágreining og auka vinnu- gleði. Gert er ráð fyrir að þátttak- endur geti notað samskiptalíkanið og aðferðir jafnt í starfi sem einkalífi. Námskeiðið er í formi erinda, verkefna og umræðna. Höfundar og leiðbeinendur eru sálfræðing- arnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Næsta námskeið er fyrirhugað 6., 7. og 13. maí nk. frá kl. 9-12 og verður haldið á Hótel Loftleiðum. Fyrirlestur á vegum Rannsókn- arstofnunar KHÍ. Gyða Jóhanns- dóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, heldur fyrirlestur næst- komandi miðvikudag, 7. maí, kl. 16.15 í salnum Skriðu í Kenn- araháskóla Íslands v/Stakkahlíð. Í fyrirlestrinum verður fjallað um doktorsritgerð Gyðu þar sem leit- ast er við að varpa ljósi á það ferli sem á sér stað þegar starfs- menntun er færð á háskólastig. Slíkur flutningur, stundum nefnd- ur „the academic drift“ eða há- skólatilhneigingin, hefur verið og er mjög algengur á Vesturlöndum. Flutningur menntunar íslenskra barnakennara á háskólastig 1971 var rannsakaður með tilliti til þessa. Allir velkomnir. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.