Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÚ HEFUR fengið ný skila-boð! Lengi vel glöddustflestir tölvupóstnotendurvið að sjá þessi skilaboðbirtast á skjánum. Ný skilaboð þýddu fréttir af vini í fjar- lægu landi, umbeðnar upplýsingar vegna viðfangsefnis í vinnunni eða gamansögu frá vinnufélaga í annarri deild í fyrirtækinu. Nú er öldin önn- ur því að sífellt hærra hlutfall al- menns tölvupósts er óumbeðin skila- boð – svokallaður ruslpóstur. Tölvu- póstnotendur þurfa því að eyða sífellt meiri tíma til að fara í gegnum tölvupóstinn til að losa sig við óvel- komin og jafnvel ósiðleg skilaboð í ruslakörfu tölvupóstskerfisins. Skilaboð með tilboðum um brjósta- stækkanir, typpalengingar, skjótan gróða í skiptum fyrir afnot af banka- reikningi (og áfram væri hægt að telja) eru farin að kaffæra persónu- leg skilaboð og gagnlegar upplýsing- ar til tölvunotandans. Upphafið að endalokunum Ekkert lát virðist heldur vera á þróuninni eins og fram kemur í orð- um Charles E. Schumer, þingmanns New York-fylkis, í New York Times á miðvikudag. „Ruslpóstur var þreytandi á síðasta ári. Hann er orð- inn alvarlegt vandamál í ár – og gæti markað upphafið að endalokum tölvupóstsamskipta á næsta ári,“ segir þingmaðurinn alvarlegur í bragði og hefur lagt fram frumvarp um að ítrekaðar ruslpóstsendingar verði gerðar refsiverðar. Á Netinu er sjaldan notað annað orð um ruslpóst en „spam“. Nafnið er dregið af bandarískri kæfutegund og vísar til heldur einhæfs innihalds ruslpóstsins. Spam-kæfan öðlaðist reyndar heimsfrægð þegar gantast var með hana í einum þætti af Monty Python sjónvarpsþáttaseríunni Flying Circ- us á sínum tíma. Virðuleg hjón koma inn á veitingastað og grennlast fyrir um matseðilinn. Þjónustustúlkan svarar þeim samviskusamlega og brátt kemur í ljós að Spam-kæfan er hluti af öllum réttum á veitingahús- inu konunni til sárrar gremju. Eins og Monty Python-genginu er einu lagið endar senan svo í miklu fári á veitingahúsinu. Allt upp í 70% Enda þótt fáir efist um að rusl- póstur sé að aukast ber netfyrirtækj- um ekki saman um hvað hlutfallið sé orðið hátt í samanburði við allan al- mennan tölvupóst. Í nýjasta hefti tímaritsins Economist er vitnað í upplýsingar frá Brightmail (sérhæft hugbúnaðarfyrirtæki á sviði rusl- póstvarna) um að hlutfall ruslpósts af almennum tölvupóstsendingum hafi hækkað úr 8% í september árið 2001 upp í 45% í þessum mánuði. Stjórnendur netfyrirtækisins Amer- ican Online hafa orðið vitni að enn hraðari þróun. Að því er fram kemur í greininni í New York Times hefur ruslpóstur til notenda fyrirtækisins tvöfaldast frá því í ársbyrjun. Hlut- fallið er komið upp í 70% af öllum al- mennum tölvupósti til notenda fyrir- tækisins. Eins og kemur fram til hliðar hef- ur ruslpóstur sem netþjónustan Snerpa ehf. hefur hafnað fyrir hönd viðskiptavina sinna aukist úr 7,63% í september árið 2001 í 49,7% í liðnum mánuði. Stóra spurningin hlýtur að vera þessi: Hvernig stendur á því að rusl- póstur er sendur út til almennra tölvupóstnotenda í jafn miklu magni og raun ber vitni? Ástæðan er einföld – sendandinn ber nær engan kostnað af markaðssetningu með tölvupósti. Sendandinn tekur því nánast enga áhættu með því að senda út svokall- aðan ruslpóst með kynningu á vöru eða þjónustu, þ.e. ef armur laganna nær ekki til hans. Forsendan fyrir ruslpóstsending- um er að sendandinn hafi undir höndum gífurlegan fjölda póstfanga. Economist greinir frá því að auðvelt sé að nálgast langa lista af netföng- um á Netinu. Verðið er ekki ýkja hátt því að algengt er að greiddir séu um 5 dollarar (tæpar 400 kr.) fyrir hver milljón póstföng. Kostnaðurinn er svo lágur að sendanda ruslpósts með „gömlu“ aðferðinni nægir yfirleitt eitt árangursríkt svar af 100 skila- boðum til að heildarsendingin svari kostnaði. Ef hann sækir sér sérstakt forrit af Netinu frítt eða gegn lágu gjaldi til að senda svokallaðan magn- póst þarf aðeins eitt árangursríkt svar af 100.000 skilaboðum til að sendingin svari kostnaði. Sendendur ruslpóstsins eru yfir- leitt ekki lengi að átta sig á því að ýmsir vankantar fylgja því að senda óumbeðinn póst í gegnum sínar eigin netþjónustur, t.d. eru metnaðarfullar netþjónustur fljótar að útiloka við- komandi frá allri þjónustu sinni. Margir hafa því gripið til þess ráðs að senda ruslpóst með fölsuðum haus í gegnum svokallaðar „opnar“ póst- þjónustur, þ.e. sem hleypa öllum sendingum í gegnum sig. Með því móti minnkar sendandinn áhættuna á því að hans eigin netþjónusta verði vör við uppátækið og sleppur við að taka á móti endursendum skila- boðum í tengslum við ógild eða röng póstföng. Svarthol Mótleikur annarra netþjónusta hefur verið að safna „opnum“ póst- þjónustum saman á svartan lista eða svokallað svarthol (Realtime Black- hole List). Eftir að póstþjónustan hefur verið færð inn á slíkan lista fyr- ir að hleypa í gegnum sig ruslpósti rennur öll netumferð hennar beint inn í svartholið eða þar til sannað þykir að hún hafi bætt sig. Af slíkum svörtum listum er hægt að nefna http://spamcop.net og http:// njabl.org. Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu ehf., segir að fyrirtækið hafi notað bæði spamcop- og njabl-listana með góðum árangri síðustu árin. „Við getum hugsað okkur dæmi um að tölvunotandi í Nígeríu vilji senda ruslpóst. Hann veit að netþjónustan hans leyfir ekki ruslpóst og ákveður því að notfæra sér lítið þekkta póst- þjónustu í grunnskóla í Kóreu. Ekki er heldur ólíklegt að hún sé galopin því að mikill skortur er á sérfræð- ingum í netþjónustu í Kóreu. Þegar skilaboðin berast til netþjónustu með ruslpóstvarnir eins og Snerpu er byrjað á því að fletta viðkomandi póstþjónustu í Kóreu upp á svarta listunum. Ef viðkomandi póstþjón- usta er á skrá er skilaboðunum ein- faldlega hafnað og fara því aldrei alla leið til notandans. Ef á hinn bóginn viðkomandi póstþjónusta er ekki á listanum er skilaboðunum komið áleiðis til notendans. Við látum þó ekki þar við sitja heldur sendum prufuskeyti á þessa netþjónustu í Kóreu og könnum hvort að hún hleypir öllum skilaboðum í gegnum sig. Ef svo er þá er henni bætt á svarta listann. Þessi netþjónusta er þá komin inn á slíkan lista 5 eða 10 mínútum eftir að hún sendi ruslpóst- inn.“ Krókur á móti bragði Þrátt fyrir að svörtu listarnir skili ágætum árangri hefur ekki tekist að fyrirbyggja vandann algjörlega. Ým- is vandamál koma upp, t.d. eru send- endur yfirleitt ekki lengi að skipta um netþjónustu eftir að aðrar net- þjónustur hafa flett ofan af þeim og fyrir kemur að notendur kvarti yfir því að persónulegur póstur lendi að ósekju í pósthólfinu. Sérfræðingar halda því áfram að þróa varnir gegn ruslpósti og send- endur ruslpósts að brjóta varnirnar á bak aftur. Gott dæmi er um að send- endur hafa skotið sér fram hjá hvers konar orðasíum til að flokka allan al- mennan ruslpóst eða ruslpóst af ein- hverju sérstöku tagi með því að stafa orð eins og „pornograpy“ og „viagra“ vitlaust. Önnur baráttuaðferð sér- fræðinga hefur verið að hanna hug- búnað til að senda ruslpóstinn til baka til staðfestingar áður en hann er móttekinn og hefur þeirri aðferð þegar verið svarað með sjálfvirkum staðfestingarbúnaði. Þá má nefna að í frumvarpi áðurnefnds Charles E. Schumer, þingmanns í New York, er gert ráð fyrir að fólk geti skráð sig á „ekki-ruslpósts“-lista rétt eins og í raunheimi. Strangari viðurlög Eitt er víst að í baráttunni við rusl- póst duga ekki aðeins tæknilegar leiðir. Æ fleiri ríki hafa samþykkt löggjöf til að stemma stigu við rusl- pósti og lögsækja jafnvel sendendur ruslpósts út fyrir landamæri sín. Gleymum því heldur ekki að kostn- aðurinn lendir á saklausum almenn- ingi svo ekki sé minnst á atvinnulífið og samfélagið í heild, t.d. er talið að starfsmenn bandarískra stofnana eyði vinnustundum að verðmæti 750 milljarða íslenskra króna árlega í flokkun ruslpósts. Miðað við að 2/3 af öllum ruslpósti er upprunninn í Bandaríkjunum kemur því heldur ekki á óvart að í um 50% ríkja innan Bandaríkjanna eru í gildi lög um ruslpóst. Löggjöfin er afar mismun- andi og má þar nefna að í sumum ríkjunum er refsivert að senda dreifipóst án „unsubscribe“ mögu- leikans í hausnum – til að senda skilaboðin til baka til sendandans. Nú hefur reyndar komið í ljós að ákvæðið er meingallað því að með því að senda ruslpóst til baka um Netið er aðeins verið að gera „póstföngur- um“ auðveldara um vik að fanga póstfang viðkomandi og koma því á póstfangamarkað – þar sem slík póstföng eru álitin sérstaklega verð- mæt enda sendingin vísbending um að póstfangið sé í notkun. Eitt er víst að löggjöf gegn rusl- pósti er í sífelldri þróun og viðurlögin verða sífellt harðari eins og viðurlög- in í nýsamþykktum lögum í Virginíu bera með sér. Lögin gera ráð fyrir að sendendur 10.000 ruslpóstskilaboða á dag með leynilegum sendanda geti átt yfir höfði sér 1 til 5 ára fangelsi og ævilangt bann við að eiga búnað til að senda frá sér rafræn skilaboð. Ekki er heldur talið ólíklegt að áður en langt um líður verði samþykkt alrík- islög til að stemma stigu við ruslpósti í Bandaríkjunum. Ruslpóstur bannaður Hér á landi hefur samkvæmt lög- um um húsgöngu- og fjarsölusamn- inga aðeins verið leyfilegt að senda almennum töluvunotendum ein óum- beðin skilaboð með tölvupósti í markaðsskyni. Ef notandinn veitir ekki samþykki sitt fyrir fleiri skila- boðum úr sömu átt eru áframhald- andi sendingar óheimilar samkvæmt lögunum. Á þessu verður breyting þegar ný lög um fjarskipti taka gildi í júlí í sumar. Lögin segja nefnilega fyrir um að notkun sjálfvirkra upp- kallskerfa, símbréfa eða tölvupósts fyrir beina markaðssetningu sé að- eins heimil þegar áskrifandi hafi veitt samþykki sitt fyrirfram. Björn Davíðsson hjá Snerpu segir bannið fyrst og fremst fyrirbyggj- andi. „Þó að ruslpóstur af íslenskum uppruna sé afar sjaldgæfur er ekkert óeðlilegt miðað við þróunina að setja inn í íslensk lög fyrirbyggjandi bann um ruslpóstsendingar,“ segir hann og tekur fram að nýverið hefði orðið vart við ruslpóstsendingu frá Íslend- ingi í Þýskalandi á Íslandi. „Íslend- ingur hjá netfyrirtæki í Þýskalandi reyndi með ruslpósti að krækja sér í viðskiptavini frá íslenskum netþjón- ustum. Eins og nærri má geta mælt- ist tiltækið afar illa fyrir hér á landi.“ Björn mælir með að þeir sem verði fyrir barðinu á ruslpósti fari inn á síðuna spamcop.net og leggi fram kvörtun undir dulnefni. Með því móti sér sendandinn ekki hver sendi kvörtunina og tæknibúnaður síðunn- ar valdi því að kvörtunin komist til skila til allra lykilpóstfanga á leið ruslpóstsins. Gróði netfyrirtækjanna Eins og fram kemur í Economist er mikil umræða um ruslpóst í Bandaríkjunum um þessar mundir. Nú stendur yfir ráðstefna banda- ríska viðskiptaráðsins um ruslpóst og í vikunni gáfu þrjú stærstu net- fyrirtækin í Bandaríkjunum, Amer- ican Oneline, Microsoft Corp. og Yahoo! út tilkynningu um sameigin- legt átak gegn ruslpósti. Björn Davíðsson gefur lítið út á einlægni risanna þriggja í baráttunni gegn ruslpósti. „Ruslpóstur hefur í för með sér aukna umferð á Netinu. Hverjir hafa hag af því? Stærstu net- fyrirtækin að sjálfsögðu, þ.e. þau sem selja bandvíddina. Þess vegna finnst mér heldur hæpið að þau séu einlæg í þeirri yfirlýsingu sinni að ætla að berjast gegn ruslpósti.“ Kæfa eða kræsingar Því fleiri sem nýta sér Netið þeim mun líkari verða netheimar hinum raunverulega heimi. Tölvunotendur sleppa við fátt – ekki einu sinni ruslið. Anna G. Ólafsdóttir velti fyrir sér rusl- rafpósti og til hvaða ráða væri gripið til að stemma stigu við honum hérlendis og erlendis. ago@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Í nýjum fjarskiptalögum er notkun tölvupósts í beinni markaðssetningu aðeins heimil er áskrifandi hefur veitt samþykki fyrir fram. Áður var leyfilegt að senda almennum notendum ein óumbeðin skilaboð með tölvupósti í markaðsskyni.                                              
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.