Morgunblaðið - 04.05.2003, Page 12
12 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÚ HEFUR fengið ný skila-boð! Lengi vel glöddustflestir tölvupóstnotendurvið að sjá þessi skilaboðbirtast á skjánum. Ný
skilaboð þýddu fréttir af vini í fjar-
lægu landi, umbeðnar upplýsingar
vegna viðfangsefnis í vinnunni eða
gamansögu frá vinnufélaga í annarri
deild í fyrirtækinu. Nú er öldin önn-
ur því að sífellt hærra hlutfall al-
menns tölvupósts er óumbeðin skila-
boð – svokallaður ruslpóstur. Tölvu-
póstnotendur þurfa því að eyða
sífellt meiri tíma til að fara í gegnum
tölvupóstinn til að losa sig við óvel-
komin og jafnvel ósiðleg skilaboð í
ruslakörfu tölvupóstskerfisins.
Skilaboð með tilboðum um brjósta-
stækkanir, typpalengingar, skjótan
gróða í skiptum fyrir afnot af banka-
reikningi (og áfram væri hægt að
telja) eru farin að kaffæra persónu-
leg skilaboð og gagnlegar upplýsing-
ar til tölvunotandans.
Upphafið að endalokunum
Ekkert lát virðist heldur vera á
þróuninni eins og fram kemur í orð-
um Charles E. Schumer, þingmanns
New York-fylkis, í New York Times
á miðvikudag. „Ruslpóstur var
þreytandi á síðasta ári. Hann er orð-
inn alvarlegt vandamál í ár – og gæti
markað upphafið að endalokum
tölvupóstsamskipta á næsta ári,“
segir þingmaðurinn alvarlegur í
bragði og hefur lagt fram frumvarp
um að ítrekaðar ruslpóstsendingar
verði gerðar refsiverðar.
Á Netinu er sjaldan notað annað
orð um ruslpóst en „spam“. Nafnið
er dregið af bandarískri kæfutegund
og vísar til heldur einhæfs innihalds
ruslpóstsins.
Spam-kæfan öðlaðist reyndar
heimsfrægð þegar gantast var með
hana í einum þætti af Monty Python
sjónvarpsþáttaseríunni Flying Circ-
us á sínum tíma. Virðuleg hjón koma
inn á veitingastað og grennlast fyrir
um matseðilinn. Þjónustustúlkan
svarar þeim samviskusamlega og
brátt kemur í ljós að Spam-kæfan er
hluti af öllum réttum á veitingahús-
inu konunni til sárrar gremju. Eins
og Monty Python-genginu er einu
lagið endar senan svo í miklu fári á
veitingahúsinu.
Allt upp í 70%
Enda þótt fáir efist um að rusl-
póstur sé að aukast ber netfyrirtækj-
um ekki saman um hvað hlutfallið sé
orðið hátt í samanburði við allan al-
mennan tölvupóst. Í nýjasta hefti
tímaritsins Economist er vitnað í
upplýsingar frá Brightmail (sérhæft
hugbúnaðarfyrirtæki á sviði rusl-
póstvarna) um að hlutfall ruslpósts
af almennum tölvupóstsendingum
hafi hækkað úr 8% í september árið
2001 upp í 45% í þessum mánuði.
Stjórnendur netfyrirtækisins Amer-
ican Online hafa orðið vitni að enn
hraðari þróun. Að því er fram kemur
í greininni í New York Times hefur
ruslpóstur til notenda fyrirtækisins
tvöfaldast frá því í ársbyrjun. Hlut-
fallið er komið upp í 70% af öllum al-
mennum tölvupósti til notenda fyrir-
tækisins.
Eins og kemur fram til hliðar hef-
ur ruslpóstur sem netþjónustan
Snerpa ehf. hefur hafnað fyrir hönd
viðskiptavina sinna aukist úr 7,63% í
september árið 2001 í 49,7% í liðnum
mánuði.
Stóra spurningin hlýtur að vera
þessi: Hvernig stendur á því að rusl-
póstur er sendur út til almennra
tölvupóstnotenda í jafn miklu magni
og raun ber vitni? Ástæðan er einföld
– sendandinn ber nær engan kostnað
af markaðssetningu með tölvupósti.
Sendandinn tekur því nánast enga
áhættu með því að senda út svokall-
aðan ruslpóst með kynningu á vöru
eða þjónustu, þ.e. ef armur laganna
nær ekki til hans.
Forsendan fyrir ruslpóstsending-
um er að sendandinn hafi undir
höndum gífurlegan fjölda póstfanga.
Economist greinir frá því að auðvelt
sé að nálgast langa lista af netföng-
um á Netinu. Verðið er ekki ýkja hátt
því að algengt er að greiddir séu um
5 dollarar (tæpar 400 kr.) fyrir hver
milljón póstföng. Kostnaðurinn er
svo lágur að sendanda ruslpósts með
„gömlu“ aðferðinni nægir yfirleitt
eitt árangursríkt svar af 100 skila-
boðum til að heildarsendingin svari
kostnaði. Ef hann sækir sér sérstakt
forrit af Netinu frítt eða gegn lágu
gjaldi til að senda svokallaðan magn-
póst þarf aðeins eitt árangursríkt
svar af 100.000 skilaboðum til að
sendingin svari kostnaði.
Sendendur ruslpóstsins eru yfir-
leitt ekki lengi að átta sig á því að
ýmsir vankantar fylgja því að senda
óumbeðinn póst í gegnum sínar eigin
netþjónustur, t.d. eru metnaðarfullar
netþjónustur fljótar að útiloka við-
komandi frá allri þjónustu sinni.
Margir hafa því gripið til þess ráðs
að senda ruslpóst með fölsuðum haus
í gegnum svokallaðar „opnar“ póst-
þjónustur, þ.e. sem hleypa öllum
sendingum í gegnum sig. Með því
móti minnkar sendandinn áhættuna
á því að hans eigin netþjónusta verði
vör við uppátækið og sleppur við að
taka á móti endursendum skila-
boðum í tengslum við ógild eða röng
póstföng.
Svarthol
Mótleikur annarra netþjónusta
hefur verið að safna „opnum“ póst-
þjónustum saman á svartan lista eða
svokallað svarthol (Realtime Black-
hole List). Eftir að póstþjónustan
hefur verið færð inn á slíkan lista fyr-
ir að hleypa í gegnum sig ruslpósti
rennur öll netumferð hennar beint
inn í svartholið eða þar til sannað
þykir að hún hafi bætt sig. Af slíkum
svörtum listum er hægt að nefna
http://spamcop.net og http://
njabl.org.
Björn Davíðsson, þróunarstjóri
Snerpu ehf., segir að fyrirtækið hafi
notað bæði spamcop- og njabl-listana
með góðum árangri síðustu árin.
„Við getum hugsað okkur dæmi um
að tölvunotandi í Nígeríu vilji senda
ruslpóst. Hann veit að netþjónustan
hans leyfir ekki ruslpóst og ákveður
því að notfæra sér lítið þekkta póst-
þjónustu í grunnskóla í Kóreu. Ekki
er heldur ólíklegt að hún sé galopin
því að mikill skortur er á sérfræð-
ingum í netþjónustu í Kóreu. Þegar
skilaboðin berast til netþjónustu með
ruslpóstvarnir eins og Snerpu er
byrjað á því að fletta viðkomandi
póstþjónustu í Kóreu upp á svarta
listunum. Ef viðkomandi póstþjón-
usta er á skrá er skilaboðunum ein-
faldlega hafnað og fara því aldrei alla
leið til notandans. Ef á hinn bóginn
viðkomandi póstþjónusta er ekki á
listanum er skilaboðunum komið
áleiðis til notendans. Við látum þó
ekki þar við sitja heldur sendum
prufuskeyti á þessa netþjónustu í
Kóreu og könnum hvort að hún
hleypir öllum skilaboðum í gegnum
sig. Ef svo er þá er henni bætt á
svarta listann. Þessi netþjónusta er
þá komin inn á slíkan lista 5 eða 10
mínútum eftir að hún sendi ruslpóst-
inn.“
Krókur á móti bragði
Þrátt fyrir að svörtu listarnir skili
ágætum árangri hefur ekki tekist að
fyrirbyggja vandann algjörlega. Ým-
is vandamál koma upp, t.d. eru send-
endur yfirleitt ekki lengi að skipta
um netþjónustu eftir að aðrar net-
þjónustur hafa flett ofan af þeim og
fyrir kemur að notendur kvarti yfir
því að persónulegur póstur lendi að
ósekju í pósthólfinu.
Sérfræðingar halda því áfram að
þróa varnir gegn ruslpósti og send-
endur ruslpósts að brjóta varnirnar á
bak aftur. Gott dæmi er um að send-
endur hafa skotið sér fram hjá hvers
konar orðasíum til að flokka allan al-
mennan ruslpóst eða ruslpóst af ein-
hverju sérstöku tagi með því að stafa
orð eins og „pornograpy“ og „viagra“
vitlaust. Önnur baráttuaðferð sér-
fræðinga hefur verið að hanna hug-
búnað til að senda ruslpóstinn til
baka til staðfestingar áður en hann
er móttekinn og hefur þeirri aðferð
þegar verið svarað með sjálfvirkum
staðfestingarbúnaði. Þá má nefna að
í frumvarpi áðurnefnds Charles E.
Schumer, þingmanns í New York, er
gert ráð fyrir að fólk geti skráð sig á
„ekki-ruslpósts“-lista rétt eins og í
raunheimi.
Strangari viðurlög
Eitt er víst að í baráttunni við rusl-
póst duga ekki aðeins tæknilegar
leiðir. Æ fleiri ríki hafa samþykkt
löggjöf til að stemma stigu við rusl-
pósti og lögsækja jafnvel sendendur
ruslpósts út fyrir landamæri sín.
Gleymum því heldur ekki að kostn-
aðurinn lendir á saklausum almenn-
ingi svo ekki sé minnst á atvinnulífið
og samfélagið í heild, t.d. er talið að
starfsmenn bandarískra stofnana
eyði vinnustundum að verðmæti 750
milljarða íslenskra króna árlega í
flokkun ruslpósts. Miðað við að 2/3 af
öllum ruslpósti er upprunninn í
Bandaríkjunum kemur því heldur
ekki á óvart að í um 50% ríkja innan
Bandaríkjanna eru í gildi lög um
ruslpóst. Löggjöfin er afar mismun-
andi og má þar nefna að í sumum
ríkjunum er refsivert að senda
dreifipóst án „unsubscribe“ mögu-
leikans í hausnum – til að senda
skilaboðin til baka til sendandans.
Nú hefur reyndar komið í ljós að
ákvæðið er meingallað því að með því
að senda ruslpóst til baka um Netið
er aðeins verið að gera „póstföngur-
um“ auðveldara um vik að fanga
póstfang viðkomandi og koma því á
póstfangamarkað – þar sem slík
póstföng eru álitin sérstaklega verð-
mæt enda sendingin vísbending um
að póstfangið sé í notkun.
Eitt er víst að löggjöf gegn rusl-
pósti er í sífelldri þróun og viðurlögin
verða sífellt harðari eins og viðurlög-
in í nýsamþykktum lögum í Virginíu
bera með sér. Lögin gera ráð fyrir að
sendendur 10.000 ruslpóstskilaboða
á dag með leynilegum sendanda geti
átt yfir höfði sér 1 til 5 ára fangelsi og
ævilangt bann við að eiga búnað til að
senda frá sér rafræn skilaboð. Ekki
er heldur talið ólíklegt að áður en
langt um líður verði samþykkt alrík-
islög til að stemma stigu við ruslpósti
í Bandaríkjunum.
Ruslpóstur bannaður
Hér á landi hefur samkvæmt lög-
um um húsgöngu- og fjarsölusamn-
inga aðeins verið leyfilegt að senda
almennum töluvunotendum ein óum-
beðin skilaboð með tölvupósti í
markaðsskyni. Ef notandinn veitir
ekki samþykki sitt fyrir fleiri skila-
boðum úr sömu átt eru áframhald-
andi sendingar óheimilar samkvæmt
lögunum. Á þessu verður breyting
þegar ný lög um fjarskipti taka gildi í
júlí í sumar. Lögin segja nefnilega
fyrir um að notkun sjálfvirkra upp-
kallskerfa, símbréfa eða tölvupósts
fyrir beina markaðssetningu sé að-
eins heimil þegar áskrifandi hafi
veitt samþykki sitt fyrirfram.
Björn Davíðsson hjá Snerpu segir
bannið fyrst og fremst fyrirbyggj-
andi. „Þó að ruslpóstur af íslenskum
uppruna sé afar sjaldgæfur er ekkert
óeðlilegt miðað við þróunina að setja
inn í íslensk lög fyrirbyggjandi bann
um ruslpóstsendingar,“ segir hann
og tekur fram að nýverið hefði orðið
vart við ruslpóstsendingu frá Íslend-
ingi í Þýskalandi á Íslandi. „Íslend-
ingur hjá netfyrirtæki í Þýskalandi
reyndi með ruslpósti að krækja sér í
viðskiptavini frá íslenskum netþjón-
ustum. Eins og nærri má geta mælt-
ist tiltækið afar illa fyrir hér á landi.“
Björn mælir með að þeir sem verði
fyrir barðinu á ruslpósti fari inn á
síðuna spamcop.net og leggi fram
kvörtun undir dulnefni. Með því móti
sér sendandinn ekki hver sendi
kvörtunina og tæknibúnaður síðunn-
ar valdi því að kvörtunin komist til
skila til allra lykilpóstfanga á leið
ruslpóstsins.
Gróði netfyrirtækjanna
Eins og fram kemur í Economist
er mikil umræða um ruslpóst í
Bandaríkjunum um þessar mundir.
Nú stendur yfir ráðstefna banda-
ríska viðskiptaráðsins um ruslpóst
og í vikunni gáfu þrjú stærstu net-
fyrirtækin í Bandaríkjunum, Amer-
ican Oneline, Microsoft Corp. og
Yahoo! út tilkynningu um sameigin-
legt átak gegn ruslpósti.
Björn Davíðsson gefur lítið út á
einlægni risanna þriggja í baráttunni
gegn ruslpósti. „Ruslpóstur hefur í
för með sér aukna umferð á Netinu.
Hverjir hafa hag af því? Stærstu net-
fyrirtækin að sjálfsögðu, þ.e. þau
sem selja bandvíddina. Þess vegna
finnst mér heldur hæpið að þau séu
einlæg í þeirri yfirlýsingu sinni að
ætla að berjast gegn ruslpósti.“
Kæfa eða kræsingar
Því fleiri sem nýta sér Netið þeim mun líkari
verða netheimar hinum raunverulega heimi.
Tölvunotendur sleppa við fátt – ekki einu sinni
ruslið. Anna G. Ólafsdóttir velti fyrir sér rusl-
rafpósti og til hvaða ráða væri gripið til að
stemma stigu við honum hérlendis og erlendis.
ago@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Í nýjum fjarskiptalögum er notkun tölvupósts í beinni markaðssetningu aðeins heimil er áskrifandi hefur veitt samþykki
fyrir fram. Áður var leyfilegt að senda almennum notendum ein óumbeðin skilaboð með tölvupósti í markaðsskyni.