Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 33 líða stundir og fleiri þjóðareignir en fiskimiðin koma inn í þetta kerfi. Hér er um að ræða nýjan grundvallarþátt í þjóðfélagsbyggingu okkar, sem ekki er ólíklegt að eigi eftir að vekja athygli annarra þjóða og verða fyrirmynd að sambæri- legri löggjöf í öðrum löndum.“ Umræðurnar nú Það er mikilvægt að kjósendur átti sig á því, að víðtæk sam- staða hefur náðst um það grundvallaratriði að taka skuli gjald fyrir af- not af fiskimiðunum. Um það sagði Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður Samfylkingar, í yfirlýsingu, sem birtist hér í blaðinu sl. fimmtu- dag: „Ég vil svo í lokin halda því til haga að stóri ávinningurinn af starfi auðlindanefndar var auð- vitað sá, að það náðist samkomulag um, að rétt væri að þeir, sem fá að nýta sameiginlegar auð- lindir greiddu fyrir það. Þar með var lokið langri deilu um það mál.“ Þetta er hárrétt og þetta er grundvallarmál. Það hefur hins vegar ekki náðst jafn víðtæk samstaða um það, hvaða leiðir ætti að fara til þess að innheimta þetta gjald. Þegar umræður hófust að ráði um þessi mál fyrir rúmum áratug vildi Alþýðuflokkurinn fara svonefnda uppboðsleið, sem í megindráttum er efnislega sama leið og nú er kölluð fyrningarleið. Morgunblaðið, sem tók mikinn þátt í þeim um- ræðum á sínum tíma mælti aldrei með þeirri leið heldur vildi taka upp svonefnt veiðileyfagjald, sem nú er kallað veiðigjald. Í forystugrein Morgunblaðsins hinn 16. októ- ber 2001 sagði um þetta tiltekna ágreiningsefni: „Morgunblaðið hefur frá upphafi þessara um- ræðna fyrir rúmum áratug mælt með veiði- gjaldsleiðinni m.a. vegna þess, að blaðið hefur talið, að forsendur væru fyrir sátt á þeim grund- velli.“ Með löggjöfinni, sem Alþingi setti vorið 2002 er höggvið á þennan hnút og ákveðið að fara veiðigjaldsleiðina. Það var sú leið, sem útgerðar- menn gátu fallizt á og treglega þó. Um afstöðu þeirra til málsins sagði í forystugrein Morgun- blaðsins hinn 4. maí 2002: „Útgerðarmenn hafa tekið þátt í að finna lausn, sem þeir gætu sætt sig við. Morgunblaðið hefur alltaf lýst þeirri skoðun, að útgerðarmenn yrðu að vera aðilar að samkomulagi um þetta mál.“ Þessi löggjöf tekur gildi seinni hluta næsta árs. Verði annar meirihluti til á Alþingi eftir kosningarnar á laugardaginn kemur getur auð- vitað vel verið að sá meirihluti taki ákvörðun um að taka þessa löggjöf upp, breyta henni og taka upp fyrningarleið í stað veiðigjalds. Í ljósi þeirra harkalegu þjóðfélagsátaka, sem orðið hafa um þetta mál í rúman áratug er hins vegar mikil spurning, hvort nýr meirihluti á Alþingi mundi treysta sér í slíkar aðgerðir og neyða grund- vallaratvinnuveg þjóðarinnar til þess að fallast á aðra leið við gjaldtöku en niðurstaða varð um á Alþingi fyrir ári. Nógu erfitt var að fá útgerðar- mennina til að fallast á veiðigjaldsleiðina. Það hlýtur að vera skynsamlegt að láta reyna á þá leið, sem löggjöfin gerir ráð fyrir, þ.e. veiði- gjaldsleiðina. Umræður um fyrningarleiðina hafa hins vegar ekki orðið aðalmál í kosningabaráttunni. Það er staða smábátanna og sjávarplássanna, sem hef- ur fyrst og fremst einkennt umræður um fisk- veiðistjórnarkerfið og það er vegna þeirra um- ræðna, sem Frjálslyndi flokkurinn hefur náð sér á strik. Þótt hagsmunir smábátaútgerðarmanna og sjávarplássanna fari að mörgu leyti saman er þó nauðsynlegt að líta á þessi mál eins og þau horfa við sjávarplássunum sérstaklega. Íbúar þeirra hafa lengi haft þungar áhyggjur af þeirri þróun mála, að veiðiheimildirnar hafa færzt á stöðugt færri hendur. Það hefur leitt til þess að veiðiheimildir hafa verið færðar frá smærri byggðarlögum og atvinnumöguleikar fólks í þeim minnkað að sama skapi. Á meðan þessi þróun heldur áfram er ljóst að ekki verður nægilega víðtæk sátt um sjávar- útvegsstefnuna. Í núverandi lögum er gert ráð fyrir, að sveitarfélögin hafi forkaupsrétt og hafi þar með möguleika á að koma í veg fyrir brottflutning veiðiheimilda úr byggðarlagi. Það er hins vegar ljóst að farið hefur verið í kringum þetta laga- ákvæði. Ef hægt er með lagabreytingum að gera þetta ákvæði laganna virkara, þannig að ekki verði hægt að fara í kringum það er ljóst að sjávar- plássin hafa miklu meiri möguleika á að verja stöðu sína og þar með atvinnu fólks í byggðar- lögunum. Og jafnframt er ljóst að þá er komin mun víðtækari sátt um sjávarútvegsstefnuna en nú er til staðar. Í þeim umræðum, sem fram hafa farið í kosn- ingabaráttunni um stöðu sjávarplássanna felst því nýtt og mikið tækifæri til að reka endahnút- inn á þá sáttargjörð, sem unnið hefur verið að í nokkur ár um stöðu sjávarútvegsins. Þetta tæki- færi eiga menn að grípa á lofti. Hvort sem mönnum líkar betur eða ver hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf verið lykillinn að lausn þessara mála. Það byggist einfaldlega á því, að áhrif flokksins hafa áratugum saman ver- ið svo mikil og náð til svo margra þátta sam- félagsins. Nú þegar fyrir liggur sú yfirlýsing frá for- manni Sjálfstæðisflokksins, sem fram kom í Vestmannaeyjum sl. fimmtudag og vikið er að hér að framan og Árni M. Mathiesen, sjávar- útvegsráðherra, herðir á í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er ástæða til að fylgja þeim eftir. Sjávarútvegsráðherra telur hugsanlegt að koma þurfi til lagabreytinga í þessu skyni, sem telja verður líklegt. Ef tekið er mið af málflutningi annarra stjórn- málaflokka nú í kosningabaráttunni verður ekki betur séð en víðtæk pólitísk samstaða gæti verið fyrir hendi um slíkar aðgerðir til þess að verja stöðu og hagsmuni sjávarplássanna með sama hætti og smátt og smátt varð til um gjaldtökuna. Viðbrögð Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði, við ummælum Davíðs Oddssonar í Vest- mannaeyjum, benda og til þess að forystumenn þeirra sveitarfélaga, sem hér eiga mestra hags- muna að gæta mundu standa að slíku samkomu- lagi. Að öðru leyti er ljóst að tímabært verður á næsta kjörtímabili, að Alþingi hugi að öðrum þáttum í tillögum Auðlindanefndar, sem lítið hafa verið til umræðu. Það var fagnaðarefni, að á flokksþingi Framsóknarflokksins í vetur var lýst yfir stuðningi við þá tillögu Auðlindanefndar að ákvæði um þjóðareign á auðlindum yrði tekið upp í stjórnarskrá lýðveldisins. Þá má ekki gleyma því, að auðlindanefndin gerði tillögu um sambærilega gjaldtöku í öðrum atvinnugreinum, þar sem það á við. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, lýsti svartsýni á að slíkar hugmyndir yrðu að veruleika á aðalfundi samtakanna sl. haust og sagði: „Í tillögum svonefndrar auðlindanefndar var gert ráð fyrir að leggja gjald á allar auðlindir, auk fiskimiðanna, eins og orku, ljósvakarásir og aðgang að sérstæðum náttúrusvæðum. Þessu var öllu gleymt og sjávarútvegurinn situr einn uppi með þessa miklu gjaldtöku.“ Af þessu tilefni sagði Morgunblaðið í forystu- grein hinn 2. nóvember 2002: „…ummæli Kristjáns Ragnarssonar (ættu) nú að verða til þess að þráðurinn verði tekinn upp á ný og að umræður hefjist um gjaldtöku vegna nýtingar annarra auðlinda. Það var að sjálfsögðu meginatriði í þeirri ákvörðun sjávarútvegsins að fallast á gjaldtöku, að hið sama ætti við um aðrar atvinnugreinar, sem á einn eða annan veg nýta auðlindir í þjóðareign. Það er eðlileg krafa þeirra, sem starfa í útgerð.“ Þótt deilt sé hart í kosningum er öllum aðilum væntanlega ljóst hversu mikilvægt er fyrir fram- tíðarhagsmuni íslenzku þjóðarinnar að ná víð- tækara samkomulagi en nú liggur fyrir um sjávarútvegsmál. Í kosningabaráttunni nú hafa opnast tækifæri til þess og þau á að nýta. Morgunblaðið/Golli Nú er ýmislegt sem bendir til að í þeim miklu umræðum, sem fram hafa farið um málefni smábát- anna og sjávarpláss- anna í kosningabar- áttunni, séu að koma fram hug- myndir, sem gætu orðið grundvöllur að samkomulagi um að tryggja hags- muni sjávarpláss- anna sérstaklega. Sé svo væri það mik- ið fagnaðarefni. Laugardagur 3. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.