Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 35 Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR ÁRNASON, Neðstaleiti 6, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Landakoti sunnu- daginn 27. apríl, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 5. maí kl. 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnst hans, er bent á Félag aðstandenda alzheimers- sjúklinga, s. 533 1088 og 898 5819. Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Viggó Grétarsson, Erna Björnsdóttir, Árni Grétarsson, Lene Salling Jenssen, Bjarni Grétarsson, Gróa Ingibjörg Grétarsdóttir, Kristján Egill Halldórsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir, amma og systir, SIGURBORG INGIMUNDARDÓTTIR, Brekku, Aðaldal, verður jarðsungin frá Grenjaðarstaðakirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Reynir Baldur Ingvason, Stella Rut Axelsdóttir, Ívar Sæmundsson, Sandra Björg Axelsdóttir, Halldór Kristinsson, Ágúst Ingi Axelsson, Halla Hrund Skúladóttir, Sigurður Eyvald Reynisson, Stella Eymundsdóttir, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, síðast til heimilis á Óðinsgötu 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ fyrir góða umönnun. Helga Berglind Atladóttir, Bjarni Már Bjarnason, Sigurður Atli Atlason, Ívar Ómar Atlason, Ingimundur Guðmundsson, Elsa Drageide, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Halldór Sverris-son fæddist 26. 9. 1925. Hann lést á Hjúkrunardeild Heilsustofnunar Suð- austurlands 28. mars síðastliðinn. Halldór var næstelstur barna þeirra hjóna Sigur- bjargar Gísladóttur og Sverris Halldórs- sonar. Eldri var Gísli sem dó af slysförum átján ára og yngri eru Ingibjörg, Ólöf, Sveinbjörn og Svava. Halldór kvæntist 1956, Sigrúnu Steinlaugu Ólafs- dóttur. Börn þeirra eru Ólöf Gerð- ur Helgadóttir, Guðrún Halldórs- dóttir, Hannes Halldórsson, Valgerður Halldórs- dóttir og Gunnar Páll Halldórsson. Einnig ólu þau upp Rúnar Þór Gunnarsson. Barnabörnin eru 14 og eitt barnabarna- barn. Halldór starfaði bæði til sjós og lands. Lengst var hann hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga, sem sláturhússtjóri, verk- stjóri í saltfiskverkun og við afgreiðslu í járnvörudeild. Síðast vann hann sem matsmaður við salt- fiskverkun hjá KASK og Borgey. Útför Halldórs var gerð frá Hafnarkirkju 3. apríl. Halldór Sverrisson, frændi minn á Höfn, hefur nýlega kvatt þennan heim. Eftir lifir minning um traustan mann og mætan. Hann var einn af hollustu vinum míns heimilis þegar ég var að alast upp og þegar hann kom í heimsókn þá var gaman. Barn- góður var hann, hispurslaus í fasi, gæddur ríkri frásagnargáfu og kvað oft fast að. Halldór hafði alist að nokkru leyti upp hjá ömmu minni, Guðrúnu Þor- láksdóttur á Hnappavöllum og son- um hennar tveimur, Páli og Gunnari og vináttuböndin sem þá bundust trosnuðu aldrei. Þegar hann var orð- inn faðir kom hann upp nöfnum þeirra allra og er það gott dæmi um þá virðingu og ræktarsemi sem hann sýndi þeim. Hann batt mikla tryggð við Öræfin sem entist til hinsta dags. Halldór átti trausta foreldra á Höfn en varð fyrir þeirri raun sjö ára gamall að missa föður sinn. Þá var móðir hans þunguð að sjötta barninu en það elsta var níu ára. Upphaflega kom Halldór að Hnappavöllum sem snúningadrengur nokkrar sumar- vikur er hann var á tíunda ári. Eftir annað sumarið dvaldi hann þar svo árum skipti og undi sér vel í amstri og gleði daganna. Þegar hann var táningur á Hnappavöllum bjuggu þar um fjörutíu manns á sex bæjum, þar af var helmingur íbúanna undir þrítugu. Félagslíf var blómlegt í sveitinni og ungmennafélagskapur- inn hafði skotið þar traustum rótum. Atvinnuhættir voru enn frumstæðir, vélaöldin ekki gengin í garð en hand- tökin mörg við hin daglegu störf sem Halldór tók virkan þátt í. Meðal ann- ars gekk hann að engjaslætti eins og títt var á þeirri tíð. Hnappavalla- engjarnar skipast í ein tíu svæði sem liggja saman en heita hvert sínu nafni. Hvert svæði skiptist svo í nokkra parta og sumum þeirra voru höfð áraskipti á milli bæjanna. Þessu öllu gat Halldór lýst fram á síðustu ár eins og hann hefði gengið þar um í gær. Hann var stálminnugur og fróður. Einn vetur var Halldór í Héraðs- skólanum á Laugum og á Höfn starf- aði hann bæði til lands og sjós, heið- arlegur og trúr, hverju sem hann sinnti. Verkalýðsfélagið Jökull naut krafta hans og á árunum 1948-1962 sat hann í stjórn þess, meðal annars sem varaformaður. Hann hafði yndi af hestum og eins og margir Horn- firðingar stundaði hann smábúskap um tíma, bæði með hesta og kindur. Ég man alltaf hvað Halldór var stoltur þegar hann kom að sýna okk- ur Hnappvellingum hana Sigrúnu sína og eflaust hefur henni þótt nóg um dálæti hans á staðnum. Hún reyndist mannkostakona. Þegar þau höfðu stofnað sitt heimili átti ég og mitt fólk þar fastan samastað þegar komið var til Hafnar. Það var ruðst inn til Halldórs og Sigrúnar í hverri ferð, alltaf var maður velkominn og alltaf leið manni vel í þeirra húsi hvort sem viðstaðan var stutt eða löng. Þau bjuggu fyrst á Sverrisstöð- um og síðan að Miðtúni 5 en eftir að börnin voru vaxin úr grasi minnkuðu þau smám saman við sig. Síðustu misserin dvaldi Halldór á hjúkrunar- heimilinu, illa haldinn af Alzheim- ersjúkdómnum sem heltók hann skyndilega. Hann hefur nú verið leystur frá þrautum og að endingu vil ég þakka honum samfylgdina og tryggðina við mig og mína. Sigrúnu og öðrum ástvinum sendi ég samúð- arkveðjur. Gunnþóra Gunnarsdóttir. HALLDÓR SVERRISSON ✝ Sigrún Stefáns-dóttir fæddist í Landbrotum í Kol- beinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu 13. ágúst 1940. Hún and- aðist 18. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sesselja Sigurðardóttir og Stefán Sigurðsson sem þá bjuggu í Landbrotum en síðar í Akurholti í Eyja- hreppi. Þau eru bæði látin. Sigrún var næstyngst sjö systk- ina. Á lífi eru: Anna, f. 1933, Frið- geir, f. 1935, Guðrún, f. 1936, og Borghildur, f. 1942. Látnir eru Sigurður, f. 1932, og Hinrik, f. 1938. Sigrún giftist 1964 Jóni Borgþóri Sigur- jónssyni frá Reykja- vík. Þau bjuggu í Ak- urholti og síðar í Hafnarfirði. Þau slitu samvistir. Dæt- ur þeirra eru Kristín Björg, f. 1964, Rósa Karen, f. 1966, og Sylvía Marta, f. 1968. Dóttir Sigrún- ar og Ævars Sveins- sonar er Sesselja Sigríður, f. 1960. Sambýlismaður Sig- rúnar til 13 ára var Gunnar Guðmundsson frá Rafn- kelsstöðum í Garði. Þau slitu sam- vistir. Útför Sigrúnar fór fram frá Garðakirkju í kyrrþey 25. apríl. Það er svo stutt síðan ég átti sím- tal við Rúnu, eins og hún var ávallt kölluð. Hún var hress í tali og byrjaði iðulega á samtali við mig á þessa leið: „Mikið er gott að heyra í þér“, síðan komu hlýleg og falleg orð í minn garð. Þá fékk ég samviskubit því mér fannst ég ekki eiga skilið öll þessi fallegu orð. Það er nefnilega svo að við berumst svo hratt með straumnum og erum alltaf að flýta okkur að við gleymum því að það eru aðrir sem hafa ekki tök á því að vera með í þessu kapphlaupi við að skapa betri „lífsgæði“ og eigum til að gleyma þeim sem hafa þurft að hægja á ferðinni. Rúna hefði örugg- lega viljað halda áfram með okkur í þessu kapphlaupi en veikindi hennar gripu þar í taumana sem gerðu henni ekki kleift að vinna að betri lífsaf- komu. Fyrst þegar ég hitti Rúnu þá bjó hún í sveit ásamt manni sínum, for- eldrum og systkinum. Þetta var erf- iður búskapur og þar þurfti fólk virkilega að taka til hendinni. Þarna bjó gott og vandað fólk sem tók á móti gestum með slíkum hlýhug að leitun er að slíku. Búskapurinn var lagður niður á þessum bæ. Rúna flutti til Hafnar- fjarðar ásamt manni sínum og börn- um og hefur búið þar síðan, fyrir ut- an nokkur ár í Keflavík. Milli okkar Rúnu skapaðist góð vinátta og þó svo að langur tími liði á milli símtala eða heimsókna þá var alveg eins og við hefðum talað saman deginum áður, slíkur var vinskapur- inn. Þegar ég spurði um líðan hennar þá var svarið hjá henni iðulega þetta: „Elskan mín, tölum um eitthvað skemmtilegra.“ Svona var Rúna, hún vildi ekki tala um sín veikindi en vildi endilega tala um lífið og tilveruna á öðrum nótum og sýndi hlýhug eða samúð með öðrum ef því var að skipta. Hún bar börnin sín og barna- börn mjög fyrir brjósti og sagði einu sinni við mig að það sem skipti hana mestu máli væri að börnunum sínum liði vel og að henni liði illa þegar eitt- hvað væri að hjá þeim. Rúna var sönn móðir og amma sem vildi um- fram allt vernda börnin sín. Hér á árum áður þegar ég stóð í flutningum milli íbúða var Rúna fyrsta manneskjan til að koma og hjálpa mér við að þrífa og ganga frá íbúðunum. Rúna gekk rösklega til verks enda alin upp við sveitastörf sem þýddi ekkert annað en að bretta vel upp ermarnar og vinna vel. Ég á margar góðar minningar um Rúnu og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast slíkri vinkonu. Við sjáum það oft ekki fyrr en eftir á, þegar við tínum upp gullkornin frá þeim, hvað þau eru okkur mikils virði eins og Kahlil Gibran segir í Spámanninum: „Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Ég votta börnum og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé hennar minning. Erla S. Sig. SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR PÁLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, áður til heimilis í Furugrund 70, Kópavogi, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deildum 1 og 3 á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og elskusemi við móður okkar. Baldur Sveinsson Kristín I. Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Linda Rogers Sveinsson, Guðný Ása Sveinsdóttir, Lennart Bernram, Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir, Bruno Hjaltested, Sveinn Baldursson, Bára Traustadóttir, Árni Jón Baldursson, Margrét Lísa Óskarsdóttir, Sigríður Björk Baldursdóttir og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, ÓLAFUR ÞÓRÐARSON bóndi á Ökrum, á Mýrum, sem andaðist mánudaginn 28. apríl sl., verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju mánudaginn 5. maí kl. 14.00. Jarðsett verður að Ökrum. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ingibjörg Jóhannsdóttir. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR HELGU SVEINSDÓTTUR. Fyrir hönd ættingja, Sigríður R. Ólafsdóttir og Jón Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.