Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁHYGGJUR af vaxandi halla í OECD-ríkjunum voru meðal um- ræðuefna á ráðherrafundi ríkjanna sem haldinn var í París. „Meginviðfangsefni fundarins var umfjöllun um horfur í efnahagsmál- um við lok hernaðarátaka í Írak og stöðuna í samningaviðræðum Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar um nýja skipan heimsviðskipta, Doha- lotuna,“ segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sat fundinn fyrir hönd utanríkisráð- herra og Baldur Guðlaugsson, ráðu- neytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sat fundinn fyrir hönd fjármálaráð- herra. „Efnahags- og fjármálaráð- herrar OECD-ríkjanna voru sam- mála um að áhrif stríðsins í Írak á hnattræna þróun efnahagsmála myndu verða mun minni en í fyrstu hafði verið óttast, einkum vegna þess hve skammvinnt stríðið hefði orðið. OECD spáir því að hagvöxtur í OECD-ríkjunum aukist hægt er líða tekur á árið og muni nema um 2,5% að meðaltali. Á næsta ári er því hins vegar spáð að hagvöxtur muni nema um 3,0%, þar af nemi hagvöxtur í Bandaríkjunum um 4,0%, innan ESB 2,4% en einungis 1,1% í Japan. Til samanburðar má geta þess að samkvæmt sömu spám muni hag- vöxtur á Íslandi á þessu ári nema um 2,1% og um 3,5% á árinu 2004. Ráðherrarnir lýstu áhyggjum yfir því að fjárlagahalli í OECD-ríkjun- um færi vaxandi sem rekja mætti til minnkandi neyslu, aukins atvinnu- leysis og vaxandi útgjalda til barátt- unnar gegn hryðjuverkastarfsemi. Þá fjölluðu ráðherrarnir um þann mikla vanda sem blasir við vegna hækkaðs lífaldurs samfara lækkandi starfsaldi, sem stóreykur kostnað OECD-ríkjanna vegna lífeyrismála, samtímis því að færri og færri vinn- andi hendur þurfi að standa undir þessum útgjöldum. Í umræðum um stöðuna í Doha-lotunni lýstu ráð- herrarnir eindregnum vilja sínum til að ljúka lotunni fyrir sett tímamörk, þ.e. í lok árs 2004, auk þess að tryggja árangursríkan ráðherrafund í Cancun, en tóku jafnframt fram að mikinn og einbeittan vilja þyrfti til að það mætti takast því ágreinings- efnin væru djúpstæð. Viðurkennt var að helsti ásteytingarsteinninn í lotunni væri deilan um markaðsað- gang fyrir landbúnaðarvörur og um- fang niðurgreiðslna og útflutnings- bóta fyrir landbúnaðarafurðir í iðnríkjunum,“ sagði í tilkynningunni. Ráðherrafundur OECD-ríkja um efnahagsmál Áhyggjur af vaxandi halla SINDRI Róbertsson, sextán ára námsmaður frá Breiðdalsvík, hlaut í dag viðurkenningu Rauða kross Íslands sem Skyndihjálparmaður ársins 2002. Jafnframt hlutu átta einstaklingar sem komu að tveimur slysum á árinu 2002 sérstakar við- urkenningar fyrir framgöngu sína á slysstað. Sindri fékk viðurkenninguna fyr- ir að bjarga 18 mánaða systur sinn- ar frá drukknun, en hún hafði fallið í tjörn í húsagarði á Breiðdalsvík í lok júlí 2002. Sindri brást við með því að blása í systur sína og beita hana hjartahnoði þar til sérhæfð aðstoð barst. Með framgöngu sinni bjargaði hann lífi hennar, að því er kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Val á Skyndihjálparmanni ársins hefur þann tilgang að vekja athygli á mikilvægi þekkingar í skyndi- hjálp. Veitt er viðurkenning fyrir að beita réttum aðferðum á slysstað og þannig bjarga lífi eða koma í veg fyrir alvarlegri afleiðingar slyss. Viðurkenningin er veitt í sam- starfi við tímaritið Séð og heyrt, sem hefur tekið að sér að kynna að- ferðir í skyndihjálp fyrir almenn- ingi. Viðstaddir athöfnina voru fulltrúar landlæknis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, Neyð- arlínu, lögreglu, slökkviliðs og slysa- og bráðadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss. Auk Sindra voru veittar við- urkenningar til sjö einstaklinga – Sigurðar G. Ragnarssonar, Sig- urðar Skúlasonar, Péturs Ottesen, Guðmundar Jens Knútssonar, Sig- mundar Felixsonar, Jónu Guðrúnar Baldursdóttur og Árna Rúnars Baldurssonar – fyrir veitta aðstoð á vettvangi bílslyss í Hólmsá 29. nóv- ember 2002 og til Svans Tómas- sonar, sem bjargaði lífi föður síns þegar grafa hans fór út í sjó við Ólafsvíkurenni þann 11. nóvember 2002. Þess má geta að systkinin Jóna Guðrún og Árni Rúnar voru farþegar í bílnum sem fór í Hólmsá. Morgunblaðið/Árni Torfason Sindri Róbertsson tekur við viðurkenningu RKÍ sem skyndihjálparmaður ársins, en hann bjargaði systur sinni frá drukknun. Valinn skyndihjálparmaður ársins Bjargaði litlu systur sinni frá drukknun ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Sigurbjörg Kristmundsdóttir fóst- urmóðir Estherar var systir Halldórs Kristmundssonar eiginmanns Hrefnu Björnsdóttur. Eftir andlát Sigur- bjargar reyndist Hrefna Björnsdóttir Esther mjög vel. Hrefna var mikil ágætiskona og naut Esther þeirrar gæfu að eiga hana að. Esther talaði oft og hlýlega um Hrefnu. Dóttir Hrefnu, Edda Halldórsdóttir meina- tæknir, hefur líka hjálpað og stutt Esther í hennar veikindum. Esther var mikil hannyrðakona. Hún saumaði mikinn útsaum í dúka, púða, myndir, stóla og fleira. Hún gerði líka fallega prjónaða muni. Einnig hafði hún unun af því að teikna og fór á námskeið í því markmiði. Esther var trygglynd og átti góða vini sem héldu tryggð við hana alla æfi, Hannes Þórarinsson lækni, Auði ESTHER BJARNADÓTTIR ✝ Esther Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 7. apríl 1922. Hún lést í Reykjavík 17. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- ríður Ögmundsdótt- ir, f. 22. júlí 1897, d. 8. mars 1992, og Bjarni Matthíasson. Sigurbjörg Krist- mundsdóttir, f. 18. júlí 1895, d. 2. júlí 1965, tók Esther á unga aldri í fóstur og ól hana upp. Sigur- björg var gift Lofti Þorsteinssyni. Þau slitu samvistir. Esther átti sex hálfsystkini að móður, þær Huldu Karen og Æsu sem eru dánar og Ásdísi, Áslaugu, Grím og Dúa. Útför Estherar hefur farið fram. Þorkelsdóttur, Ástu Guðmundsdóttur, Þór- unni Sigurjónsdóttur og fleiri. Blessuð sé minning systur minnar. Ásdís Karlsdóttir. Esther var hlý og góð kona og mikill vinur heimilis míns. Hún kom eins og líkn í líf okkar systkina þegar sorg móðurmissis grúfði yfir. Esther hlustaði af skiln- ingi og gaf hughreyst- andi ráð. Hún gerði jólin hátíðleg. Umhyggja hennar fyrir okkur systkinunum og pabba græddi mörg sár. Esther hvatti okkur í námi og veitti móðurlegan skilning þegar vandamál komu upp í persónulegu lífi. Börnum okkar sýndi hún sérstaka alúð, ekki minnst börnum mínum, Hannesi og Magneu. Hún var alltaf búin til þess að styðja okkur og styrkja. Esther veiktist af banvænum sjúk- dómi fyrir mörgum árum. Hún barð- ist við sjúkdóminn af æðruleysi og sýndi raunar einstakan hetjuskap í veikindum sínum. Ekki kvartaði hún yfir eigin stöðu þótt erfið væri. Hún sýndi öðru fólki samúð og hafði af því áhyggjur en gleymdi eigin raunum. Síðustu mánuði lá Esther á Land- spítalanum þar sem hún naut hjúkr- unar besta heilbrigðisstarfsfólks í heimi – eins og hún sagði sjálf. Falleg kona, sem hélt í hendur okkar og um- vafði velvild, er horfm. Minningin um hana verður eftir og lýsir okkur ógengna vegu. Guð blessi minningu Estherar. Jón Gunnar. Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Stefáns Friðfinnssonar, forstjóra Ís- lenskra aðalverktaka, í blaðinu í gær. Í fréttinni stóð að Stefán væri Friðbjarnarson. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Námskeiðið Á hlaupum. Planet Reykjavík, femin.is og ÍTR standa fyrir námskeiðinu Á hlaupum í sumar. Komið verður saman reglulega og stunduð hlaup, brennsla og styrking. Göngur og brennsluæfingar verða hluti af námskeiðinu. Einnig verður veitt ráðgjöf og efni um æfingar og mataræði. Boðið verður uppá fitu- mælingu fyrir þátttakendur í upp- hafi og enda námskeiðs. Leiðbein- andi er Ragnhildur Magnúsdóttir, markaðsráðgjafi hjá femin.is, lang- og frjálsíþróttahlaupari. Upplýsingar í afgreiðslunni í Plan- et Reykjavík eða með tölvupósti: ragga@femin.is. Skógrækt í fjarnámi. Í vor mun Skógræktarfélag Íslands standa fyrir námskeiði um skóg- og trjá- rækt í fjarnámi. Þessi námskeið eru hluti af fræðslusamstarfi fé- lagsins og Búnaðarbanka Íslands. Námskeiðið hefst 6. maí. Námskeiðið er fólgið í fimm verk- efnum, sem þátttakendur fá send í tölvupósti og sækja á vefinn, ásamt fræðsluefni sem er samið sérstaklega fyrir námskeiðið. Á námskeiðinu er fjallað um skóg- ræktarskilyrði, trjátegundaval, gróðursetningu, hjálparaðgerðir við gróðursetningu, umhirðu trjá- gróðurs, stiklinga, fræ og fræsöfn- un svo nokkur helstu atriði séu nefnd. Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að tölvu með nettengingu. Námkeiðið höfðar til fólks hvort heldur með stór eða smærri rækt- unarsvæði. Síðasta verkefnið fjallar um ræktunarsvæði viðkom- andi þátttakanda. Upplýsingar fást hjá Skógræktarfélagi Íslands eða með að senda póst á jgp@skog.is. Á NÆSTUNNI Fyrirlestur um rannsóknarverk- efni til meistaraprófs í næring- arfræði Margaret Ospina heldur fyrirlestur um rannsóknarverkefni sitt til meistaraprófs í næring- arfræði við raunvísindadeild Há- skóla Íslands á morgun, mánudag- inn 5. maí, kl. 12.15, í stofu 158 í VR–II, byggingu verkfræði- og raunvísindadeilda HÍ. Verkefni Margaret, Næring og heilsa sex ára barna - Gildi aðferða, tekur sérstaklaga á aðferðum til að kanna mataræði. Margaret lauk B.Sc.-gráðu í næringarfræði frá Rutgers University, New Jersey, í Bandaríkjunum vorið 1998, en hef- ur lagt stund á meistaranám í greininni hjá Ingu Þórsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands. All- ir velkomnir. Á MORGUN Í ÁLYKTUN sem samþykkt var á fundi verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði er skorað á þá ríkisstjórn sem tekur við eftir næstu alþingiskosningar að hækka skattleysismörk á næstu tveimur árum í kr. 93.000, en sú aðgerð skili mestu til fólks með lágar og miðlungstekjur. „Lækkun skattprósentu, eins og hugmyndir eru uppi um, skilar hins vegar mjög litlu til almenns launafólks en þess meira til þeirra tekjumeiri. Því skorar fundurinn á allt al- mennt launafólk að fylkja sér um þá pólitísku flokka sem hafa hækkun skattleysismarka á stefnuskrá sinni og kjósa þeirra frambjóðendur í alþingiskosn- ingunum í vor.“ Skattleysis- mörk verði hækkuð Hlíf í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.