Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 45 OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 4 herbergja FLÉTTURIMI 9 - OPIÐ HÚS Í DAG Virkilega falleg 108,5 fm 3ja-4ra herbergja íbúð á jarðhæð auk stæðis í bílageymslu. Rúmgóð herbergi (12- 13 fm). Íbúðin er sem ný, öll tekin í gegn 2002 og húsið var tekið í gegn ári fyrr. Stór lokaður sólpallur í suð- ur. Gólfefni: Beykiparket lagt í 45° og flísar. Verð 15,5 millj. Björn og Hólmfríður taka vel á móti þér milli kl. 13 og 18. BREIÐAVÍK 2 - OPIÐ HÚS Í DAG Vorum að fá mjög glæsilega 102 fm 4ra herb. íbúð með sérinngangi á 2. hæð í litlu fjölbýli. 2 rúmgóð parket- lögð barnaherb. Parketlagt hjóna- herb. Rúmgóð stofa s-svalir. Rúm- gott eldhús kirsuberjainnrétting.Út- skotsgluggi í eldhúsi. Flísal. baðherb. kar/sturta. Tengi f. þ.þ. Góð eign. Áhv. 6,8 millj. V. 14,2 millj. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 16. Elva og Birgir taka vel á móti ykkur. WWW.EIGNAVAL.IS Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði   Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Fagrahlíð 5 - Hf - 5 herb. Opið hús frá kl. 14 til 17 Nýkomin í einkasölu sérlega falleg 120 fm endaíbúð á þriðju hæð (efstu) í vönduðu litlu fjölbýli. 3-4 svefnherbergi, sérþvottaherbergi, o.fl. Suðursvalir, parket. Hagstæð lán. Laus fljótlega. Verð 14,9 millj. 96362 Lára og Þór bjóða gesti velkomna. Breiðvangur 8 - Hf - m. bílskúr Opið hús frá kl. 14 til 17 Nýkomin í einkasölu sérlega falleg 112 fm íbúð á 3ju hæð í góðu fjölbýli auk 23 fm bílskúrs. Sérþvottaherbergi, suðursvalir, nýtt parket, nýtt baðherbergi, o.fl. Mikið endurnýjuð íbúð. Hagst. lán. Verð 14,2 millj. Haukur og Ágústa bjóða gesti velkomna. BRAGAGATA 30 1. HÆÐ LAUS STRAX Sérlega falleg og afar rúmgóð 5 herb. 116,5 fm íbúð á 1. hæð í steinsteyptu þrí- býli. Hús að utan endursteinað, auk þess sem járn á þaki er nýlegt. Búið er að end- urnýja skolplögn undir húsi og rafmagns- töflu. Innan íbúðar eru 4 svefnherbergi og samliggjandi stofur, báðar mjög rúmgóð- ar. Þvottahús innan íbúðar. Eikarparket á öllum gólfum nema baði. Gengt úr íbúð niður í garð. Í heild afar björt og vel skipu- lögð íbúð. ÍBÚÐIN ER LAUS STRAX. Verð 17,9 millj. Áhv. 2,8 millj. VERIÐ VELKOMIN Í DAG FRÁ KL. 15.00–17.00 Opið hús í dag FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810 GIMLI I LIG Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur ÞEGAR þetta er ritað er Frjáls- lyndi flokkurinn á myljandi sveiflu upp á við í skoðanakönnunum. Þetta er mjög ánægjulegt fyrir okkur, og vonandi heldur sú þróun áfram. Það sem fær fólk til að hugsa um að kjósa okkur er fyrst og fremst góð stefnumál og mannauðurinn í for- ystusveit okkar. Mig langar til að leiða nokkra þeirra til sögunnar. Í Norðvesturkjördæmi, sem er vagga flokksins, situr Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður í fyrsta sæti. Í öðru sæti er ungur og skelegg- ur maður frá Sauðárkróki, Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi, hér er síðan í þriðja sæti ung og bar- áttuglöð kona frá Akranesi, Stein- unn K. Pétursdóttir, fulltrúi svæð- ismiðlunar, einstaklega fram- bærileg. Í fyrsta sæti í Reykjavík norður er okkar fulltrúi Sigurður Ingi Jónsson, hann hefur nú þegar vakið mikla athygli fyrir beinskeytta og leiftrandi framkomu, þar í öðru sæti er einnig ákveðinn ungur mað- ur, Eyjólfur Ármannsson lögfræð- ingur. Í Reykjavík suður er í fyrsta sæti Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri og kennari, hana þarf ekki að kynna, því hún hefur vakið athygli með sinni málefnalegu og góðu framkomu. Í öðru sæti þar er Gísli Helgason tónlistarmaður og formaður Blindrafélagsins. Í Suðvesturkjördæmi er ungur og öflugur maður í fyrsta sæti, Gunnar Örlygsson, þar er í öðru sæti er Sigurlín M. Sigurðardóttir táknmálskennari, hún er heyrn- arlaus, og lætur ekki fötlun sína aftra sér frá því að taka slaginn með okkur, sem sýnir meira en nokkur orð hvað í henni býr. Í Suðurkjördæmi höfum við landsfrægan mann og mikinn bar- áttujaxl, Magnús Þór Hafsteinsson, sem reyndar hefur þurft að verja starfsheiður sinn fyrir dómstólum af völdum sjávarútvegsráðherra og forystu LÍÚ. Þar er líka bar- áttukempa í öðru sæti, Grétar Mar Jónsson skipstjóri, fyrrverandi for- maður Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands. Þar í þriðja sæti er einbeitt kona, Arndís Ásta Gestsdóttir, leikskólakennari frá Selfossi. Í Norðausturkjördæmi fer fyrir fríðum flokki Brynjar S. Sigurðs- son, framkvæmdastjóri frá Siglu- firði, mikill talsmaður persónu- afsláttar til handa börnum. Í öðru sæti er gömul kempa, Guðmundur Wiium Stefánsson, þar í þriðja sæti er svo Stella (í framboði) Steinþórs- dóttir verkakona, mikil baráttukona gegn kvótakerfinu eins og það er í dag. Þetta er fríður hópur og þau – og auðvitað allur hópurinn sem stend- ur að baki þeim – eru tilbúin að bretta upp ermar og vinna fyrir ykkur, fólkið í landinu, að uppbygg- ingu byggðanna á ný. En allt þetta góða fólk sem ég nefni hér og er í fyrstu sætum Frjálslynda flokksins er baráttufólk sem á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Frjálslyndi flokkurinn hefur tekið upp mjög ákveðna stefnu í fiskveiðistjórn- unarmálunum. Við viljum breyta því kerfi, og við höfum skilgreint mjög nákvæmlega hvernig við vilj- um breyta því. Einnig hafa bændur úr okkar röðum unnið upp nýjar baráttuleiðir til varnar landbún- aðinum, hann er ekki síður kvóta- settur og illa haldinn en sjávar- útvegurinn. Um stefnumál okkar öll er hægt að lesa á vefnum okkar www.xf.is. Stjórnarliðar segja okk- ur að ef þeir verði ekki við völd eft- ir næstu kosningar þá verði stjórn- arkreppa, og erfitt að mynda ríkisstjórn. Ég segi að það sé bull, við frjálslynd eigum margt sameig- inlegt með Samfylkingu og vinstri grænum, við viljum öll hlúa að vel- ferðarmálum og auka samhygð og velsæld fyrir alla í landinu. Það verður ekki erfitt fyrir þessi öfl að snúa bökum saman. Við í Frjáls- lynda flokknum viljum sjá nýtt blóð renna um byggðir landsins, og efl- ingu mannlífs til sjávar og sveita. Og við getum lofað því að frá okkar fólki heyrist ekkert innantómt kjaftæði. Stefnan er ljós, enda munum við, ef við fáum til þess tækifæri, gera tilkall til að fá sjáv- arútvegsráðuneytið. Þar munum við ætla Guðjóni Arnari stóran hlut. Þegar landhelgin var færð út í 200 mílur sat annar þungavigtarmaður frá Ísafirði í sjávarútvegsráðuneyt- inu, Matthías Bjarnason, og hann situr nú í heiðurssæti listans í Norðvesturkjördæmi. Góðir Íslendingar, það er í ykkar höndum að breyta stjórnarfarinu ef þið viljið. Í dag er það raunhæfur möguleiki. Með því að kjósa stjórn- arandstöðuflokkana til leiks og leyfa þeim að takast á við lands- málin, þeirra yfirlýstur vilji er að búa til mannvænlegra samfélag. Það eina sem þið þurfið að gera er að setja kross á réttan stað. Við í Frjálslynda flokknum viljum berj- ast fyrir ykkur, þess vegna höfum við kosið slagorð úr frönsku bylt- ingunni „Frelsi – jafnrétti – bræðralag, býður einhver betur? Við erum til þjón- ustu reiðubúin! Eftir Ásthildi Cecil Þórðardóttur Höfundur er í 11. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvest- urkjördæmi. UM þessar mundir eru 200 ár liðin frá því að einkennisklæddir lögregluþjónar hófu að ganga um götur Reykjavíkur. Það er óhætt að segja að mikið vatn hafi runnið til sjáv- ar frá fyrstu dög- um einkenn- isklæddrar lögreglu og til dagsins í dag. Það er einnig óhætt að segja að vegur og virðing lögreglunnar hafi vaxið og dafnað á þessum langa tíma. Til þess að minnast þessara merku tímamóta var sérstakur Lögregludagur haldinn hátíðlegur sl. laugardag. Þá voru lög- reglustöðvar hringinn í kringum landið opnar almenningi og gafst börnum jafnt sem fullorðnum kærkomið tækifæri til að kynna sér starfsemi lögreglunnar frá ýmsum hliðum. Lögregludagurinn heppnaðist einstaklega vel og styrkir enn frekar það mikla traust sem í dag ríkir milli lög- reglunnar og almennings í land- inu. Sögusýning lögreglunnar Fleira hefur einnig verið gert til að minnast þessara merku tíma- móta. Opnuð hefur verið sögusýn- ing lögreglunnar í sama húsnæði og embætti ríkislögreglustjóra og er þar að finna ýmsa merka muni úr sögu lögreglunnar. Þar er að finna marga áhugaverða hluti, til dæmis einkennisbúninga lögreglu- manna frá ýmsum tímum, ein- kenni lögreglunnar allt frá miðri 19. öld og til okkar tíma, höfuðföt, tækjabúnað lögreglu, dagbækur lögreglumanna frá því upp úr miðri 19. öld og tæki og gögn úr nokkrum þekktum lögreglumálum svo það helsta sé nefnt. Ég hvet alla til að heimsækja þessa áhuga- verðu sýningu sem veitir góða inn- sýn í störf lögreglunnar á mis- munandi tímum. Fagmennskan í fyrirrúmi Ég hef á liðnum árum fengið tækifæri sem dómsmálaráðherra til að taka þátt í uppbyggingu ís- lensku lögreglunnar og um leið fengið tækifæri til að kynnast mörgu því sem almenningur fékk tækifæri til að kynnast á Lög- regludeginum. Ég hef heillast af fagmennsku og áhuga lögreglu- manna á sínu starfi, og margoft dáðst að árangri sem lögreglan hefur náð í rannsóknum einstakra mála og umsjón með ýmsum stórum verkefnum. Það hefur líka vakið ánægju mína að almenn- ingur er sama sinnis og ég um ágæti lögreglunnar, en skoð- anakönnun sem Gallup gerir ár- lega á trausti almennings til ým- issa ríkisstofnana hefur sýnt á undanförnum árum sífellt meira og vaxandi traust almennings til lögreglunnar. Í dag er svo komið að yfirgnæfandi meirihluti lands- manna, eða 73%, ber mikið traust til lögreglunnar og er það svo að einungis Háskóli Íslands nýtur meira trausts en lögreglan af op- inberum aðilum. Nýleg skoðana- könnun í Fréttablaðinu sýnir enn meira traust almennings til lög- reglunnar, eða um 80%. Þetta traust almennings er mjög mikil- vægt að efla enn frekar og treysta og eru viðburðir eins og Lög- regludagurinn og sögusýning lög- reglunnar kjörin tækifæri til þess. Úrbætur á ýmsum sviðum Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því að efla starfsemi lögreglunnar á ýms- um sviðum. Átak ríkisstjórn- arinnar í baráttunni gegn fíkniefn- um hefur leitt til umtalsverðrar fjölgunar fíkniefnalögreglumanna, fíkniefnahunda og betri tækjabún- aðar. Árangurinn á þessu sviði lætur heldur ekki á sér standa. Breytingar í fjarskiptamálum lög- reglunnar á suðvesturhorni lands- ins hafa skilað sér í mun betri við- bragðstíma lögreglunnar á því svæði, meiri samvinnu milli lög- regluliðanna og þar með auknu ör- yggi almennings. Öryggi lands- manna hefur einnig verið eflt með uppsetningu á sameiginlegri stjórnstöð leitar og björgunar þar sem að koma allir þeir aðilar sem auk lögreglu leika lykilhlutverk í leit og björgun á sjó og landi. Um- ferðareftirlit hefur verið eflt mikið um land allt og sést það best á mikilli fjölgun sekta vegna um- ferðarlagabrota á síðustu árum og stórauknum akstri lögreglu- bifreiða. Menntun lögreglumanna á grunn- og framhaldssviði hefur einnig verið efld og hefur hin frábæra starfsemi sem fram fer innan veggja Lögregluskóla ríkisins skilað sér með áberandi hætti í meiri fagmennsku lögregl- unnar í öllum hennar störfum. Lögreglan hefur einnig tekið að sér stór verkefni á alþjóðlegan mælikvarða eins og löggæslu á utanríkisráðherrafundi NATO sem haldinn var hér á síðasta ári. Var það verkefni leyst svo vel af hendi af hálfu íslensku lögreglunnar að eftir var tekið hjá samstarfs- þjóðum okkar. Þá hefur frammistaða íslenskra lögreglu- manna í friðargæslu verið fram- úrskarandi og áfram mætti lengi telja. Það er verðugt verkefni næstu fjögur ár að viðhalda og efla enn frekar það mikla traust sem al- menningur ber til lögreglunnar við lok þessa kjörtímabils. Þó svo að ég sem dóms- og kirkju- málaráðherra hafi lagt mitt af mörkum í þessum efnum ber þó fyrst og fremst að þakka hina sterku stöðu lögreglunnar áhuga, metnaði og starfsánægju hinna al- mennu lögreglumanna og yf- irstjórnar lögreglunnar á hverjum stað. Þetta fengu þeir fjölmörgu að upplifa sem heimsóttu lög- reglustöðina sína á Lögregludag- inn. Sterk staða lögreglunnar Eftir Sólveigu Pétursdóttur Höfundur er dóms- og kirkju- málaráðherra. alltaf á föstudögum Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.