Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16.   Kvikmyndir.is kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i.14. / kl. 5.50, 8 og 10.10. b.I. 14. / kl. 4 og 10. B.i. 14. / kl. 10. B.i. 14. Heims frumsýning Sagan heldur áfram. Enn stærri og magnaðri en fyrri myndin. Missið ekki af þessari! KEFLAVÍK Sýnd kl. 3.20, 5.30, 8 og 10.20. B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8, 10.10. B.i.14 ára. Heimilda- og Stuttmyndahátíð Við Byggjum/Gamla Brýnið sýnd kl. 4 Europe in shorts sýnd kl. 4 Biggie & Tupac sýnd kl. 6 Ég er Arabi sýnd kl. 6 10 Dansmyndir/Fyrsta Ferðin sýnd kl. 8 Star Kiss sýnd kl. 8 Börn Pinochets sýnd kl. 10 Missing Allen sýnd kl. 10.15 SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið Tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi, Michael Caine í stórbrotinni kvikmynd sem byggð er á sígildri skáldsögu Graham Greene. Michael Caine var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Frumsýning Fyrst var það Mr Bean. Nú er það Johnny English. Grín og fjör alla leið. BRESKI plötusnúðurinn Sasha, einn þekktasti plötusnúður heims, spilar á Elektrólúxkvöldi á Nasa, mánudaginn 16. júní næstkomandi og ætlar T-world að hita upp fyrir kappann. Hr. Örlygur stendur fyrir þess- um klúbbakvöldum, sem hafa verið haldin á hinum ýmsu skemmtistöð- um síðustu tvö ár. Að sögn Þor- steins Stephensen hefur stefnan jafnan verið sett á það að fá góða erlenda plötusnúða til landsins og hafa á þessum tíma 15 af topp 100 plötusnúðunum í heiminum komið hingað. Hann segir að lengi hafi verið unnið að því að fá Sasha til landsins og nú sé ljóst að af því verði. Sasha hóf ferilinn sem plötusnúð- ur seint á níunda áratugnum og skapaði sér nafn á hinum rómaða Shelly’s í Stoke. Það var hins vegar ekki fyrr en hann réð sig til hins sögufræga klúbbs Renaissance að hann varð landsþekktur í Bretlandi, og síðar heimsþekktur en hann er einn launahæsti plötusnúður allra tíma. Þess má geta að Sasha var enn- fremur einn fyrsti plötusnúðurinn til að gera mix-disk, sem Renaiss- ance gaf út. Sem upptökustjóri og endur- hljóðblandari hefur hann sent frá sér yfir 100 smáskífur og nokkrar breiðskífur undir eigin nafni, jafnt með eigin tónsmíðum og hljóð- blöndunum, en frægastar eru trú- lega Global Underground-plöturnar hans tvær. Sasha hefur að auki unnið með og fyrir listamenn eins og Madonnu, Pet Shop Boys, Simply Red, Chemical Brothers og Gus Gus. Það hafa samt alltaf verið verk hans sem plötusnúður sem hafa haldið honum í hálfgerðri guðatölu hjá aðdáendum raftónlistar. Þeir mix-diskar sem hann hefur gert á ferlinum (oftar en ekki með félaga sínum John Digweed), hafa selst í tæplega tveimur milljónum eintaka á heimsvísu. Sasha fór með sigur af hólmi í kosningum DJ Magazine um plötu- snúð ársins árið 2000 og var í öðru sæti bæði árin 2001 og 2002. Elektrólúx býð- ur upp á Sasha Sasha ferðast um allan heim vegna starfs síns sem plötusnúður og hefur getið sér frægð víða um heim. Hann kemur til Íslands í júní. Dansinn dunar á Nasa á þjóðhátíðarnótt Plötusnúðurinn Sasha spilar á Elektrólúxkvöldi á Nasa 16. júní. TENGLAR ..................................................... www.sasha.co.uk Útgáfa Kirk kapteins, leikararans Williams Shatners, á laginu „Lucy In The Sky With Diamonds“ hefur verið útnefnd lélegasta útgáfan á Bítlalagi í vali sem tónlistarsjón- varpsstöðin Music Choice stóð fyrir í vikunni í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því Bítlarnir komu fyrsta lagi sínu, „From Me To You“, á topp breska listans. Shatner skákaði þar með útgáfu Pinky og Perky á „All My Loving“ sem hafnaði í öðru sæti og útgáfa Pop Idol-stjarnanna Wills Youngs og Gareths Gates á „The Long and Winding Road“ í þriðja. Útgáfa ökuþórsins Damons Hills á laginu „Drive My Car“ þykir úti að aka og lenti í 5. sæti listans yfir öm- urlegustu útgáfurnar á Bítlalögum. Fólkið kallaði á hjálp þegar Ban- anarama sungu „Help“ ásamt French og Saunders og Wet Wet Wet urðu vinalausir eftir að hafa gengið frá „With A Little Help From My Friends“. Enginn keypti það þeg- ar Jim Carrey lýsti yfir að hann væri rostungurinn í „I Am The Walrus“ og allir sofnuðu með Suggs úr Madness þegar hann söng „I’m Only Sleep- ing“, sem hafnaði í áttunda sæti yfir verstu útgáfur á Bítlalögum. Í níunda sæti höfnuðu svo PM Dawn með „Norwegian Wood“ og Candy Flip því tíunda með „Strawberry Fields Forever“ …Courtney Love hefur auglýst eftir liðsmönnum í nýja hljómsveit sem hún er að setja saman. Tilgangs- laust er fyrir stráka að sækja um því þetta á að vera stelpusveit. Love vinnur nú að sólóplötunni Am- erica’s Sweetheart, þar sem verða lög sem hún samdi með Lindu Perry úr 4 Non Blondes … Kanadíski rokk- arinn Bryan Adams sagði frá því í vikunni að skotið hefði verið á hann úr loftbyssu þar sem hann var á ferð á mótorhjóli sínu um götur Lund- únaborgar. Hann var alveg hlessa yf- ir þessari óvæntu árás. FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.