Morgunblaðið - 04.05.2003, Blaðsíða 11
sem Frjálslyndi flokkurinn mælist með skv.
könnunum hefur helst verið rakið til óánægju
með stjórn fiskveiðimála meðal ákveðinna hópa.
Að minnsta kosti virðist ljóst að full sátt ríkir
ekki um stjórn fiskveiða. Í ljósi þess hversu mik-
ilvægar fiskveiðar eru Íslendingum er ekki
nauðsynlegt að slík sátt ríki og hvernig verður
að þínu mati best tryggt að svo verði?
Ég gerði mitt til að skapa sátt um sjávar-
útveginn. Fyrirferðarmesta umræðan var um
auðlindagjald eða ekki auðlindagjald. Ég gaf
eftir í þeim efnum og fleiri sem voru sömu skoð-
unar og ég til að ná sátt. Þegar sáttir náðust í
auðlindanefndinni voru þar ræddar tvær leiðir.
Annars vegar fyrningarleið í mjög smáum stíl,
kannski 1-2% á ári en ekki 10-20% eins og nú er
rætt um og hins vegar hóflegt auðlindagjald.
Í auðlindanefndinni náðist ekki samstaða um
fyrningarleiðina og raunar fjarri því. Tveir
nefndarmenn bókuðu harðorð mótmæli gegn
þeirri leið og sögðust aldrei geta sætt sig við
hana. Um auðlindagjaldsleiðina náðist hins veg-
ar full sátt. Allir nefndarmenn skrifuðu undir
hana.
Þess vegna fóru menn þá leið með samþykki
stjórnarandstöðuflokkanna í raun. Nú hlaupa
þeir frá þessu og taka upp báðar leiðirnar. Líka
þá sem ekki var sátt um í nefndinni. Og ekki
1-2% heldur 10-20% eftir því hvort þú átt við
frjálslynda eða Samfylkingu. Það sjá nú allir í
hendi sér að ef 10% af kvótanum eru boðin upp á
Siglufirði til að mynda þá er engin trygging fyrir
því að þeir geti keypt aftur. Þá hverfa 10% kvót-
ans í burtu. Síðan er boðið upp árið eftir. Þá eru
útgerðirnar á staðnum orðnar miklu veikari eft-
ir að hafa misst 10%. Þeir eiga enga möguleika á
að að kaupa þau næst. Það blasir við eyðimörk á
þessum stöðum.
Menn taka eftir því að tillögur þessa fólks
hafa ekkert verið skýrðar. Það er gefið í skyn að
með þessum óljósu hugmyndum muni fjölga
fiskunum í sjónum. Ég hef nú sagt að þótt hann
Guðjón sé myndarlegur þá er það ekki hann sem
hrygnir. Það er því afar þýðingarmikið að al-
menningur átti sig á þessum síðustu dögum
kosningabaráttunnar á því hversu mikið er í
húfi.
Það er mikið umrót í heiminum um þessar
mundir. Evrópusambandið er að stækka og
breytast. Nýtt skipulag mála í Mið-Austurlönd-
um er að taka á sig mynd. Í tengslum við Íraks-
deiluna mátti greina grundvallarágreining jafnt
innan Evrópu sem yfir Atlantshafið. Hvernig
sérð þú fyrir þér stöðu Íslands í þeirri nýju
heimsmynd, sem nú virðist vera í mótun?
Ísland telur að það verði að vera virkt í al-
þjóðasamfélagi og taka virkan þátt án þess að
lenda í óheyrilegum kostnaði. Þótt Ísland hafi í
fæstum málum úrslitaáhrif á niðurstöðuna
getum við lagt okkar af mörkum og stundum
með öðrum átt hlut í ráðandi niðurstöðu. Það
hefur gerst nokkrum sinnum á þessu kjörtíma-
bili.
Evrópusambandið á í mikilli tilvistarkreppu.
Þegar stærstu aðilarnir innan sambandsins eru
farnir að harma inngöngu nýrra ríkja vegna
þess að þau hlýddu ekki eða gripu ekki tæki-
færið til að halda sér saman, eins og það var orð-
að, er komin upp mjög undarleg staða. Þegar
fjögur ríki innan sambandsins fara að tala um
nánast sinn eigin her innan Evrópuhersins með
einhverjum undarlegum og óljósum tengslum
við NATO þá ertu enn farinn að rugla dæmið.
Ef þú ætlar að höggva á tengslin yfir hafið,
eins og sumir virðast vilja gera, ertu líka kominn
með Atlantshafsbandalagið, ekki bara Evrópu-
sambandið, í mjög hættulegt far.
Við hljótum að nýta okkar stöðu til þátttöku á
sviði Evrópumála. Við er um hluti af innri mark-
aðnum sem er okkur nauðsynlegur. Ef við ætl-
um að halda stöðu Íslands verða menn að gera
hvoru tveggja. Halda þessum þætti klárum en
ekki síður treysta samskiptin við Bandaríkin.
Það höfum við gert. Ég tel að sú andúð í garð
Bandaríkjanna sem lýsir sér stundum hjá
stjórnarandstöðuflokkunum öllum saman sé
varasöm fyrir hlut Íslands og er algjör stefnu-
breyting frá því sem við höfum fylgt, Sjálfstæð-
isflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokk-
ur, um langa hríð. Það virðist vera sem
Alþýðubandalagið gamla hafi náð undirtökun-
um í Samfylkingunni að minnsta kosti í utanrík-
ismálum og reyndar að hluta til í virkjunar- og
nýtingarmálum. Það er ný mynd sem þar blasir
við sem maður er mjög hugsandi yfir.
Það hefur legið í loftinu um nokkurt skeið að
Bandaríkjastjórn eða að minnsta kosti hluti
bandaríska stjórnkerfisins hefur hug á að draga
enn frekar úr viðbúnaði varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli. Þú hefur lýst því yfir að viðbún-
aður verði að vera það mikill að hann sinni vörn-
um Íslands með fullnægjandi hætti. Utan-
ríkisráðherra hefur lýst því yfir að fljótlega eftir
næstu kosningar bíði það verkefni forsætisráð-
herra í næstu ríkisstjórn að fara fram á fund
með Bandaríkjaforseta vegna varnarsamnings-
ins. Þrátt fyrir að við virðumst standa á
ákveðnum tímamótum hvað varnir landsins
varðar hafa þessi mál hins vegar ekki verið mik-
ið til umræðu fyrir kosningarnar. Varla er það
vegna þess að allir flokkar séu sammála um
hvert beri að halda?
Nei, ég held ekki. Og ég held nú að það sem
utanríkisráðherra sé að segja sé meira í líkinga-
máli. Hann er að lýsa þessari furðulegu afstöðu
Samfylkingarinnar að brýnasta atriðið í utan-
ríkismálum Íslendinga sé, eins og það var orðað
af talsmanni Samfylkingarinnar, að taka Ísland
út af listanum yfir hinar staðföstu þjóðir. Slík
skilaboð þættu auðvitað óskiljanleg í Bandaríkj-
unum. En það er rétt að Bandaríkjamenn vilja
auðvitað fá það út úr þessu varnarsamstarfi hér
sem er heppilegast og dugar þeim til eftirlits og
öryggis fyrir Bandaríkin sjálf. Af þessu höfum
við áhyggjur og leggjum áherslu á að þetta sé
sameiginlegur varnarsamningur. Varnarvið-
búnaðurinn hafi verið skorinn niður og sé nú
kominn nærri endimörkum þess sem þolanlegt
er. Þá er bara spurningin þessi: Ætla menn að
hverfa með varnarviðbúnaðinn allan og hafa hér
eftirlitsstöð sem þjónar einungis hagsmunum
Bandaríkjanna? Ef svo er þá er komin upp alveg
ný staða sem menn verða þá að fara yfir. En
þessar umræður eru enn á viðkvæmu stigi og
ekki hægt að fara út í þær í einstökum atriðum.
Samfylkingin enn þá mjög
óþroskaður stjórnmálaflokkur
Það er yfirlýst markmið Samfylkingarinnar
að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og
mynda „mótvægi“ við hann vinstra megin í
flokkakerfinu. Kannanir að undanförnu benda
til að Samfylkingin gæti náð svipuðu fylgi í kosn-
ingum og Sjálfstæðisflokkurinn. Hvaða áhrif
myndi það hafa á íslenska stjórnmálakerfið?
Ég skal ekki segja það. Mér sýnist sem Sam-
fylkingin sé ennþá mjög óþroskaður stjórnmála-
flokkur, það er mjög erfitt að sjá út á hvað hann
gengur. Það er mikil ósamstaða innan þessa liðs,
það finnur maður í þinginu þegar maður fylgist
með umræðum þar. Samt er það svo að það er
yfirleitt létt að ná samstöðu í stjórnarandstöðu,
það er bara nóg að vera á móti. Þegar svo ósam-
stæður hópur þyrfti að ná saman í stjórn um að
vera með þá færi nú vandinn að aukast.
Þá vantar einnig mikið upp á að Samfylkingin
noti reglur með trúverðugum hætti. Annan dag-
inn segjast þeir vera með lýðræðislegasta fyr-
irkomulagið við að kjósa sér formann með
beinni atkvæðagreiðslu allra félagsmanna. Svo
er sá formaður settur til hliðar að því er virðist í
eins konar fjölskylduboði, án þess að talað sé við
nokkurn mann og umboðslaust fólk sett í for-
ystu. Þetta myndi ekki gerast í einu einasta öðru
lýðræðisríki sem maður þekkir. Svo eru há-
stemmdar lýsingar notaðar um gagnsæi, um-
ræður og lýðræði í flokkum og ráðist á aðra. Öll
þessi skinhelgi er afskaplega skrýtin og fyrr eða
síðar hlýtur það að koma flokki í koll að haga sér
svona og eftir dyntum fólks sem hefur ekki verið
kosið til verka. Lágmark er að segja að þetta
væri afskaplega ótrúverðugt allt saman. Ég tel
reyndar að ekkert sé meint með þessu forsætis-
ráðherraefnistali. Þetta sé misheppnuð auglýs-
ingabrella.
Það er verið að reyna að leika sama leikinn
aftur og með „borgarstjóraefnið“ sem sem sér-
staklega átti að höfða til kvenna. Örfáum mán-
uðum síðar er viðkomandi hlaupin af vettvangi
og fær tækifæri til að velja eftirmann sinn og til-
nefnir þá karl en ekki konu! Almennir kjósendur
og flokksmenn eða félög Samfylkingarinnar
voru einskis spurð.
Fólkið sem fengið var til að kjósa R-listann
vegna þess að þar væri kona í forystu sat eftir
með sárt ennið og trúði ekki sínum eigin augum
og eyrum. Það var ekki einu sinni borið við að til-
nefna konu í stað þeirrar sem fór. Nú á að leika
sama leikinn aftur án þess að forysta flokksins
meini nokkurn skapaðan hlut með því annað en
að fiska í gruggugu vatni. Það er Össur Skarp-
héðinsson sem hefur stjórnarmyndunarumboð
Samfylkingarinnar eftir kosningar og það segir
alla söguna um þennan blekkingarleik.
sts@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
’ Við erum að slaka ákló ríkisins á sjálfsaflafé
landsmanna en um leið
standa fyrir öflugasta
velferðarkerfi sem
þekkt er, uppbyggingu á
flestum sviðum auk
þess að lækka skuldir
ríkissjóðs. ‘
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2003 11