Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þjónustuverið er opið. Síminn er 5 500 600 Þjónustuverið er opið virka daga frá 9-17, laugardaga frá 10-16 og sunnudaga frá 11-15. Þú getur einnig skoðað og bókað á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Í DRÖGUM að ályktun um kjaramál, sem liggur fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara sem hófst í gær, er lýst vanþóknun á óraunhæfum tillöguflutningi stjórnmálaflokka um breytingar á skattalögum, tillögum sem ekki séu líklegar til tekjulegrar jöfnunar í þjóðfélaginu, heldur hið gagnstæða. Fund- urinn skorar jafnframt á stjórnvöld að hverfa nú þegar frá þeirri stefnu sem fylgt hefur verið að undanförnu um starfsemi almanna- trygginga á Íslandi. Landssambandið hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir að hafa með markvissum hætti á und- anförnum árum dregið úr vægi grunnlífeyris almannatrygginga og bendir á að grunnlíf- eyrir hafi verið yfir 20% af almennum launum verkafólks þegar hið almenna lífeyrissjóða- kerfi hafi verið tekið upp á vinnumarkaði, en sé nú einungis 11-12%. Benedikt Davíðsson, formaður Landssam- bands eldri borgara, lagði í setningaræðu sinni áherslu á mikilvægi þess að sæmileg sátt ríkti í þjóðfélaginu milli kynslóðanna um hvernig á málum væri haldið. Hann minntist á þá almennu umræðu sem hefur verið um málefni eldri borgara og sagði það mikilvægt að fulltrúar samtaka eldri borgara væru þar virkir þátttakendur. „Virkni er það sem gildir og við segjum: „Ekkert um okkur án okkar“. Við þurfum á þessum fundi hér að leggja drög að því að styrkja stöðu okkar enn eftir því sem við best getum, þannig að rödd okkar heyrist enn betur en verið hefur til þessa,“ sagði Benedikt. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, og Grétar Þorsteinsson, for- maður Alþýðusambands Íslands, ávörpuðu fundinn. Jón sagði það mikinn heiður og því til viðbótar væri það sérstakur heiður ef þetta yrði hans síðasta embættisverk sem heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra. Hann gerði stýrihóp um stefnumótun í málefnum aldraða að umtalsefni í ávarpi sínu. Hópurinn var skipaður af ráðherra í apríl 2000 og var falið að móta stefnu í málaflokknum til næstu 15 ára. Jón sagði að í tillögum hópsins væri lögð áhersla á að efnahagslegt sjálfstæði væri það sem lífsgæði hvíldu á og þess vegna yrði að tryggja öllum sem þess þurfa lágmarks- framfærslueyri til ráðstöfunar. Hann benti á að líta mætti á samkomulag ríkisstjórnarinn- ar og Landssambands eldri borgara frá því í haust í þessu ljósi. „Sjálfstæði, sjálfræði og virk þátttaka í samfélaginu á meðan þess er kostur eru grunnurinn að góðu lífi á eldri árum. For- sendur þess eru heilbrigði, efnahagslegt sjálf- stæði, eigið heimili og eiga þess kost að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins og fá það metið að verðleikum. Forsendan er með öðrum orðum frjálsir, sjálfstæðir og sjálfbjarga einstaklingar,“ sagði Jón og lagði áherslu á mikilvægi þess að aldraðir eigi þess kosta að búa við öryggi, greiðan aðgang að fé- lagsþjónustu og bestu mögulegu umönnun ef þess gerist þörf. „Það liggur í hlutarins eðli að aldraðir þurfa mjög að reiða sig á örugga, fullkomna og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Á þessu sviði setti stýrihópurinn fram mjög vandaðar hugmyndir. Hann lagði áherslu á að forvarnir í heilbrigðisþjónustu yrðu auknar með skýr og skilgreind markmið að leið- arljósi,“ sagði hann og benti á að allt væru þetta áþreifanlegar tillögur í heilbrigðisþjón- ustu sem kæmu öldruðum sérstaklega að gagni. „Það þarf síðan ekki að taka fram að ég er þeirrar skoðunar að menn eigi ekki að hvika frá þeirri stefnu í heilbrigðismálum, sem ég og forveri minn stóðum vörð um, að tryggja svo sem frekast er unnt að kostnaður við þjónustuna lendi síst á öldruðum, börnum, ör- yrkjum eða þeim þjóðfélagshópum sem standa peningalega höllum fæti,“ sagði Jón. Ófullþroska lífeyrissjóðakerfi Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusam- bands Íslands, sagði í sínu ávarpi að lífeyr- issjóðakerfið væri sameiginlegt hagsmunamál verkalýðshreyfingarinnar og samtaka aldr- aðra. Hann benti á að kerfið yrði ekki full- þroskað fyrr en eftir allnokkur ár og því yrði að taka tillit til þess með sértækum aðgerðum í velferðarkerfi dagsins í dag. Grétar lagði áherslu á að afkomuvandi aldraðra í dag væri fyrst og fremst vandi þeirra sem hefðu starf- að á almennum vinnumarkaði og ekki átt þess kost að greiða iðgjald í lífeyrissjóð fyrr en því varð breytt með kjarasamningum. Þessi vandi er að stórum hluta tímabundinn og hverfur þegar lífeyrissjóðakerfið hefur náð fullum þroska. Þá ítrekaði hann að þetta væri ennfremur vandi þeirra sem ekki hafa mikil lífeyrissjóðsréttindi þar sem þeir hefðu ekki komist á vinnumarkað vegna heimilisstarfa, fötlunar eða langvarandi veikinda. „Hann er því vandi þeirra sem hafa þurft að reiða sig á lágmarksrétt frá almannatryggingum. Sá vandi er þó ekki tímabundinn eins og sá sem tengist þroska lífeyrissjóðakerfisins. Það er eðlilegt að spurt sé hvað vill Alþýðusam- bandið gera til þess að bregðast við þessum vanda. Í stuttu máli viljum við að afkomu- vanda þeirra eldri borgara, sem eiga lítinn rétt í lífeyrissjóðum eða hafa ekki myndað þann rétt vegna heimilisstarfa, örorku eða veikinda, verði mætt með hækkun á tekju- tryggðum greiðslum frá almannatrygging- um,“ sagði Grétar og bætti við að mismun- urinn á milli lífeyrissjóða yrði þá leiðréttur í áföngum. Grétar sagðist sannfærður um að sá þrýst- ingur sem Alþýðusambandið, samtök eldri borgara og fleiri hagsmunahópar sköpuðu í sameiningu hefðu leitt til þess að gert var samkomulag við eldri borgara í haust og síðar við samtök öryrkja skömmu fyrir kosningar. „Með þessum samningum náðist engan veg- inn það sem til þarf til að tryggja þeim eldri borgurum og öryrkjum sem búa við slökustu kjörin viðunandi afkomu en það er umtalsvert skref í þá átt,“ benti hann á. Lýsa vanþóknun á skattabreyt- ingatillögunum Morgunblaðið/Jim Smart Þátttakendur á landsfundi Landssambands eldri borgara. Landsfundur Landssambands eldri borgara SUMARDAGSKRÁ Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal hófst í gær og af því tilefni voru leiktæki Fjölskyldugarðs- ins aftur tekin í notkun en þau hafa legið í geymslu í vetur. Þetta kunnu ungir gestir vel að meta og skemmtu sér kon- unglega eins og sjá má. Garð- urinn býður upp á ýmislegt fleira skemmtilegt en leiktækin og geta börn og fullorðnir til dæmis brugðið sér á hestbak, fylgst með því þegar dýrin eru fóðruð eða þá grillað sér pylsu í grillskála garðsins. Opn- unartími garðsins lengist í sum- ar og verður hann nú opinn frá 10 til 18 alla daga vikunnar og vonandi finna flestar fjölskyldur sér tíma til að bregða sér í skemmtiferð í garðinn. Morgunblaðið/Kristinn Atli Geir og Aðalsteinn skemmtu sér í Fjölskyldugarðinum í gær. Fjölskyldugarðurinn opnaður á ný ALGER óvissa ríkir um framtíð einkarekinna grunnskóla, foreldrar vita ekki hver skólagjöldin verða næsta vetur og jafnvel óljóst hvort sá einkaskóli sem börn þeirra sækja verði starfandi næsta vetur. Þetta kom m.a. fram í máli Guð- rúnar Ebbu Ólafsdóttur, borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á borgarstjórnarfundi í gær. Borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu harðlega tillögur í skýrslu starfshóps á vegum borg- arinnar vegna fjárhagslegrar stöðu einkaskóla og töldu þær byggðar á löngu úreltum hugmyndum um að engir aðrir en opinberir aðilar gætu rekið stofnanir svo vel væri en miklu minna máli skipti að for- eldrar gætu haft val. Fulltrúar R-lista sögðu að menn gerðu sér grein fyrir vanda einka- reknu skólanna, fræðsluráð væri að vinna í málinu og leitað væri lausna á vandanum. Minntu þeir og á að fjárframlög til einkarek- inna grunnskóla hefðu aukist veru- lega á undanförnum árum og nú væri sem sagt til skoðunar að auka þau enn frekar. Minnstu hugsanlegu framlög til einkareknu grunnskólanna Í skýrslu starfshópsins er m.a. lagt til að tekið verði mið af rekstri ódýrustu grunnskólanna þegar fjárframlög til einkaskóla eru met- in og töldu fulltrúar sjálfstæðis- manna það vera ótækt; ef alltaf væri miðað við ódýrustu og hag- kvæmustu grunnskólana hverju sinni væri í reynd verið að tryggja að einkaskólar fengju alltaf lægstu hugsanlegu upphæð með hverju barni. Töldu sjálfstæðismenn eðli- legra að miðað yrði við meðaltals- kostnað í grunnskólunum, sem þó væri engan veginn fullkominn mælikvarði. Töldu þeir meginregl- una eiga að vera þá að borgin legði jafnmikið með hverju barni, óháð því hvaða grunnskóla það sækti. Kröfðu þeir meirihluta R-listans svara við því hvaða rök væru fyrir því að börn sem ganga í einkaskóla fengju minni fjárframlög frá borg- inni en önnur börn. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á að málið þyldi enga bið, bregðast þyrfti við fjárhags- vanda einkaskólanna þegar í stað: „Í samtölum við fulltrúa skólanna er ljóst að þeir eru í mikilli óvissu og finnst mjög vont að geta ekki svarað foreldrum hver skólagjöldin verða næsta vetur og jafnvel ekki hvort skólinn geti starfað áfram.“ Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi R-listans, lagði áherslu á að vandi einkaskólanna væri tví- þættur. Margir skólanna væru litl- ir og þar af leiðandi frekar dýrar kennslustofnanir. Hinn vandinn, ef vanda skyldi kalla, væri sá að á undanförnum árum hefði verið gert stórátak varðandi framlög og aðbúnað í grunnskólum borgarinn- ar. Það væri auðvitað eðlilegt að foreldrar barna í þessum skólum bæru aðbúnað þeirra saman við aðbúnað barna í almennu skólun- um. Þess vegna mætti kannski segja að þrátt fyrir að framlögin til einkareknu grunnskólanna hefðu aukist hefðu þau aukist enn frekar til grunnskóla sem væru algerlega á forræði sveitarfélaganna. Það væri einmitt til skoðunar hjá fræðsluráði hvort hækka ætti framlögin til einkaskólanna og þá hversu mikið. Óvissa um fram- tíð sumra einka- rekinna skóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.