Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERÐLAGSSTOFA skiptaverðs er nú að kanna verðlagningu á kol- munna hjá íslenzku fiskimjölsverk- smiðjunum. Skýringin er sú að fær- eysk loðnuskip hafa fengið hærra verð en íslenzk. Erlend skip, einkum færeysk, hafa landað 31.500 tonnum hér á landi á vertíðinni. Árni Bjarnason, forseti FFSÍ, seg- ir að þetta sé mjög sérstakt mál og honum hafi borizt mikið af athuga- semdum frá íslenzkum skipstjórnar- mönnum vegna þess. Það sé alveg ljóst að færeysku skipunum hafi ver- ið borgað hærra verð en þeim ís- lenzku og slíkt gangi ekki upp. Það verði að gera öllum jafnt undir höfði. Það sé líka einkennilegt að hægt sé að borga langleiðina í 80% af afurða- verði fyrir hráefnið. Geti verksmiðj- urnar ráðið við það, hljóti að vera eitthvað bogið við fyrri útreikninga þeirra þess efnis að þær geti ekki með góðu móti borgað meira en 55% af afurðaverðinu fyrir hráefnið. „Af þessum sökum hef ég beðið Verð- lagsstofu skiptaverðs að kanna mál- ið,“ segir Árni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er verð til íslenzku skipanna almennt nú um 6.500 kr. á tonnið, en færeysku skipin hafa verið að fá um 7.400 kr. í síðustu löndunum. Freysteinn Bjarnason, útgerðar- stjóri hjá Síldarvinnslunni, segir að þar sé öllum gert jafnt undir höfði. Fyrst í stað hafi verið greiddar um 7.000 kr. fyrir tonnið, síðan 6.700 og nú 6.500 og ráðist verðið fyrst og fremst af gengi dollars og punds. Það sé hins vegar ljóst að Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hafi verið að greiða færeysku skipunum hærra verð. Gísli Jónatansson, framkvæmda- stjóri Loðnuvinnslunnar, segir að þegar verið sé að taka á móti erlend- um skipum sé samið sérstaklega við þau og verð yfirleitt ekki gefið upp. Þarna sé verið að vinna í alþjóðlegu umhverfi sem móti verðið auk þess sem það þurfi að hafa eitthvað fyrir því að fá þessi skip inn til löndunar. Fyrir loðnuvinnsluna skipti þar miklu máli að höfnin sé mjög góð og staðurinn liggi vel við miðunum fyrir erlendu skipin. „Verðið á þessu hefur farið lækkandi, en verðið til Færey- inganna er eitthvað fyrir ofan það sem íslenzku skipin hafa verið að fá,“ segir Gísli. Færeyingar fá hærra verð fyrir kolmunnann SAMKEPPNISRÁÐ mun ekkert hafast að í sambandi við samruna Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings banka, en ráðið hefur skoðað samruna bankanna á grundvelli 18. greinar samkeppnislaga. Ákvörðun þessa efnis var tek- in á fundi samkeppnisráðs í gær. Sigurður Einarsson, formaður stjórnar Kaupþings banka, segist ánægður með niður- stöðu samkeppnisráðs og ástæða sé til að fagna henni. Niðurstaðan sé eins og við hafi verið bú- ist. Hann segir að haldið verði áfram á fullu með þá vinnu sem snúi að sameiningu bankanna tveggja. Samkvæmt 18. grein samkeppnislaga ber að tilkynna Samkeppnisstofnun um samruna, þeg- ar heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er 1 milljarður króna eða meira og að því tilskildu að a.m.k. tvö af þeim fyrirtækjum sem aðild eiga að samrunanum hafi hvort um sig a.m.k. 50 milljóna króna ársveltu. Hreinar rekstrar- tekjur Búnaðarbankans á árinu 2002 voru rúm- ir 22 milljarðar króna, og þar af um 21 millj- arður á Íslandi. Hreinar rekstrartekjur Kaupþings banka á sama ári voru tæpir 18 milljarðar og þar af tæpir 15 milljarðar á Ís- landi. Lítil skörun í viðskiptabankastarfsemi Í niðurstöðum samkeppnisráðs segir að skör- un í starfsemi Búnaðarbanka og Kaupþings sé mjög takmörkuð á sviði viðskiptabankastarf- semi. Búnaðarbankinn sé viðskiptabanki sem veitt hafi einstaklingum, fyrirtækjum og stofn- unum alhliða fjármálaþjónustu. Þótt Kaupþing hafi á árinu 2001 fengið starfsleyfi sem við- skiptabanki hafi félagið áfram starfað fyrst og fremst sem fjárfestingarbanki, með sérstaka áherslu á eignastýringu og einkabankaþjón- ustu, fyrirtækjaþjónustu, markaðsviðskipti og fjárstýringu. Þá hafi vöxtur Kaupþings sér- staklega beinst að starfsemi á erlendum mörk- uðum. Samruni bankanna muni hins vegar leiða til meiri samþjöppunar á öðrum sviðum. Ekki skaðleg áhrif á verðbréfasviði Segir samkeppnisráð að helstu markaðir sem ástæða hafi verið talin til að kanna sérstaklega í sambandi við samruna Búnaðarbanka og Kaup- þings séu verðbréfamiðlun, verðbréfaútboð, fjárvarsla og rekstur verðbréfasjóða. Stærstu aðilarnir á þessum mörkuðum séu viðskipta- bankarnir fjórir, Íslandsbanki, Landsbanki Ís- lands, Búnaðarbanki Íslands og Kaupþing. Samruninn muni því hafa í för með sér sam- þjöppun á þessum mörkuðum. Hins vegar muni hinn sameinaði banki áfram eiga í samkeppni við tvo öfluga keppinauta, sem í sumum tilvik- um muni hafa hærri markaðshlutdeild. Þá sé tekið tillit til þess að styrkur kaupenda á þess- um mörkuðum sé umtalsverður, auk þess sem samkeppni gætir frá erlendum keppinautum. Niðurstaða samkeppnisráðs er því sú að sam- runinn muni ekki hafa skaðleg áhrif á sam- keppni á þessum mörkuðum. Ógnar ekki skilvirkni á gjaldeyrismarkaði Samkeppnisráð taldi einnig tilefni til að kanna líkleg áhrif samruna Búnaðarbanka og Kaupþings á millibankamörkuðum með gjald- eyri og krónur, sem starfræktir séu af Seðla- banka Íslands. Samruninn leiði til samþjöpp- unar á þessu sviði, einkum á gjaldeyrismarkaði. Segir samkeppnisráð í niðurstöðum sínum að í samkeppnislegu tilliti séu markaðir þessir þó sérstæðir. Þeir lúti reglum Seðlabankans og séu undir eftirliti hans. „Er niðurstaðan sú að samruninn er ekki talinn ógna skilvirkni þessa markaðar og kallar hann aðeins á minni háttar aðlögun á viðkomandi reglum Seðlabankans. Öðru máli gæti hins vegar gegnt ef frekari fækkun yrði á þessum markaði,“ segir í ákvörð- un samkeppnisráðs. Aðrar fjármálastofnanir gerðu ekki athugasemdir Samkeppnisstofnun barst tilkynning hinn 14. apríl síðastliðinn um að bankaráð Búnaðar- banka Íslands og stjórn Kaupþings banka hefðu tveimur dögum áður undirritað samruna- áætlun og samning um samruna bankanna. Fram kemur í ákvörðun samkeppnisráðs að leitað hafi verið eftir viðhorfum annarra við- skiptabanka og fjármálafyrirtækja sem starfa á sömu mörkuðum og Búnaðarbanki og Kaup- þing. Í svörum þeirra felist að ekki séu gerðar athugasemdir við fyrirhugaðan samruna. Jafn- framt segir samkeppnisráð að leitað hafi verið eftir upplýsingum og haft samráð við Seðla- banka Íslands, Kauphöll Íslands og Fjármála- eftirlitið, áður en ákvörðun samkeppnisráðs var tekin. Samkeppnisráð fjallar um samruna Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings banka Gerir engar athugasemdir ASÍ segir í yfirlýsingu að tilmæli Starfsgreinasambandsins og aðild- arfélaga þess til félagsmanna sinna um að landa ekki eða vinna afla úr færeyskum fiskiskipum, sem að jafn- aði landa afla í Færeyjum en ekki á Íslandi, sé fyllilega lögmæt. Launa- fólki sé heimilt að neita að ganga í störf félaga sinna sem eigi í lögmætu verkfalli, en verkfall hefur staðið yfir í Færeyjum frá miðjum maí vegna vinnudeilna. Jón Ingi Kristjánsson, formaður Afls – Starfsgreinafélags Austur- lands, sagði að hann hefði talað við flesta atvinnurekendur innan félags- ins á Austurlandi. „Nokkuð margir af þeim sem eru með bræðslurnar hafa haft samband og spurt nánar út í þetta,“ sagði Jón Ingi. Hann sagði oft á tíðum erfitt að dæma um það hvaða togarar það væru sem lönduðu að jafnaði á Austfjörðum og hverjir það væru sem aðeins lönduðu þar nú vegna verkfallsins heima fyrir. „Það er svolítið erfitt að dæma það, en ég á von á lista frá Færeyjum með skip- anöfnunum þar sem fram kemur hverjir hafa að jafnaði landað á Ís- landi og hverjir ekki,“ sagði Jón Ingi. Hann bjóst við að dreifa slíku yfirliti til vinnslustöðvanna. Jón Ingi sagði Afl ætla að vinna með verkalýðsfélögunum á Færeyj- um í þessu máli. „Það eru alveg hreinar línur að við munum gera það. Síðan er ein aðferð ennþá og það er að fara í atkvæðagreiðslu á fé- lagssvæðinu um samúðarverkfall. Ef það er samþykkt í atkvæðagreiðslu innan félagsins þá er hægt að boða verkfallsaðgerðir með sjö daga fyr- irvara. Það getur hugsanlega gengið svo langt,“ sagði Jón Ingi. Að mati Samtaka atvinnulífsins eru aðgerðir sem fela í sér stöðvun á löndunum ólöglegar. SA efast líka um að samúðarverkfall stæðist lög. Samúðarverkfall kemur til greina EINGÖNGU nánustu skyldmenni úr fjölskyldu forsetans voru við- stödd látlausa athöfn í Bessastaða- stofu þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gekk að eiga heitkonu sína til þriggja ára, Dorr- it Moussaieff. Þar voru staddar dætur forsetans, tvíburasysturnar Dalla og Tinna Ólafsdætur, Matthías Sigurðarson eiginmaður Döllu, Karl Pétur Jónsson sam- býlismaður Tinnu og Katrín Anna, dóttir Tinnu og Karls Péturs. Einn- ig voru viðstaddar dætur Guð- rúnar Katrínar, þær Þóra og Erla Þórarinsdætur, Oddur Þorbergur Hermannsson eiginmaður Þóru og börn þeirra Eysteinn Máni, Guðrún Katrín og Gunnar Kári. Eftir at- höfnina var gestum boðið til kvöld- verðar með brúðhjónunum. Forsetafrú af erlendum ættum Dorrit og Ólafur kynntust fyrir fjórum árum í kvöldverði hjá sam- eiginlegum vinum í London en Dorrit hafði búið í London um ára- bil áður en hún flutti til Íslands. Þar rak hún meðal annars skartgripaverslun fjölskyldu sinn- ar og var blaðamaður á tímaritinu Tatler. Dorrit og Ólafur trúlofuðu sig á Bessastöðum í maí árið 2000 en við það tilefni sagði Ólafur meðal ann- ars: „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum hve þakklátur ég er fyrir þá gæfu að Dorrit skuli hafa tekið mér, samþykkt að deila með mér og við saman lífinu sem eftir er og það er sú ákvörðun sem við viljum segja ykkur frá hér í dag að við höfum ákveðið að heitbindast og staðfesta með þeim hætti vilja okkar til að verja lífinu saman.“ Íslendingar hafa áður átt forsetafrú sem er af erlendu bergi brotin en eiginkona Sveins Björns- sonar, fyrsta forseta lýðveldisins, var dönsk. Dorrit er af gyð- ingaættum sem eiga rætur sínar víða í Mið- og Austur-Evrópu. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff voru gefin saman af Guðmundi Sophussyni sýslumanni. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff ganga í hjónaband á Bessastöðum Látlaus athöfn að viðstaddri nánustu fjölskyldu forseta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.