Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 33 átum allar megrunarkaramellurnar hennar. Ég og Villi dóttursonur henn- ar fengum aðeins létta ábendingu þegar í ljós kom að ástæðan fyrir því að hænurnar voru nánast hættar að verpa var sú að við höfðum grafið ótal holur í stíunni og hulið þær með ferskum njólablöðum. Hænurnar sóttu í blöðin og duttu þá niður í hol- urnar og komust ekki upp aftur án okkar hjálpar. Óhætt er að segja að ég hafi verið í hálfu fæði hjá Laugu frá sex ára aldri og fram yfir fermingu. Ég kynntist því vel öllum heimilisháttum sem voru nokkuð frábrugðnir því sem ég átti að venjast heima fyrir. Alltaf allt í röð og reglu. Aldrei minnist ég þess að mat- ur hafi verið borinn á borð eftir að klukkan var búinn að slá, hvort sem var í hádegis- eða kvöldmat, ekki heldur fyrir þann tíma. Matartíminn var á slaginu, hvorki fyrr né seinna. Mikið vinnuálag frá barnsaldri segir gjarnan til sín þegar fram í sækir. Hendur Laugu voru farnar að krepp- ast fyrir miðjan aldur og vöðvabólgan í öxlunum viðvarandi eftir áralanga bónuskeppni í frystihúsinu og lopa- peysuprjón í akkorði. Algengt var að fóstra mín kláraði að prjóna eina peysu og reykja einn pakka af sígar- ettum á dag, meðfram öðrum verk- um. Það var mikil gæfa fyrir ungan örgeðja dreng, sem í dag hefði vænt- anlega verið metinn ofvirkur og dælt í hann lyfjum, að fá að alast upp með fullorðnu fólki eins og Laugu,Villa og Sigga. Fólki sem sýndi honum virð- ingu og lét hann hafa verkefni sem höfðuðu til hans og hvöttu hann áfram. Ég á hafsjó af góðum minn- ingum frá þessum tíma þar sem Lauga og hennar fólk eru í aðalhlut- verki. Svo lengi sem ég lifi gleymist mér ekki þetta góða fólk og sá tími sem ég átti með þeim. Guð blessi minningu Róslaugar Þórðardóttur, megi hún hvíla í Guðs friði. Grétar Hallur Þórisson. ✝ Sigríður SóleySveinsdóttir fæddist á Þykkva- bæjarklaustri í V- Skaftafellssýslu 26. maí 1913. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 7. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hildur Jónsdóttir ljósmóð- ir, f. á Þykkvabæj- arklaustri 10. ágúst 1890, d. 13. júlí 1981, og Sveinn Jónsson bóndi, f. á Eystri-Ásum í V-Skaftafellssýslu 5. apríl 1880, d. 23. des. 1959. Systkini Sigríðar eru: Signý, Jör- undur, látinn, Sigurður, látinn, Jón, Einar og Steinunn. Árið 1935 giftist Sigríður Karli Óskari Guðmundssyni skipstjóra, f. á Nýja-Bæ í Rangárvallasýslu 6. apríl 1911, d. 16. janúar 1986. Börn þeirra eru: Viðar, f. 26. nóv. 1935, kvæntur Öddu Ingvarsdótt- ur, Svanhildur, f. 3. okt. 1941, Hrafnhildur, f. 2. júní 1946, sam- býlismaður Ómar Guðmundsson, og Guðmundur, f. 24. mars 1952, kvæntur Sigrúnu K. Sigurjóns- dóttur. Barnabörn Sigríðar Sól- eyjar og Karls Óskars eru 13, barnabarnabörnin 15 og þau eiga sinni, undir verndarvæng ömmu og afa. Þá gætti Sigríður Sóley ungra barnabarna sinna um lengri eða skemmri tíma og barnabörn hennar utan af landi bjuggu hjá henni, þegar þau stunduðu skóla í Reykjavík eða af öðrum ástæðum. Öll áttu barna- börnin gott athvarf hjá ömmu sinni og fylgdist hún vel með þeim alla tíð og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Árið 1996 fékk Sigríður Sóley blóðtappa og í kjölfarið lamaðist hún vinstra megin. Með góðri þjálfun og ótrúlegum dugnaði tókst henni að ná sér þannig að hún gekk við staf og gat búið heima í nokkur ár eftir áfallið. Síðar fékk hún nokkur áföll til viðbótar og þurfti að ganga við göngugrind, en var bundin hjóla- stól frá hausti 2001. Haustið 1999 frétti Sigríður að til stæði að opna hjúkrunarheimili í Holtsbúð í Garðabæ, sem frænka hennar, Þóra Karlsdóttir, myndi veita forstöðu. Hún hafði mikinn áhuga á að flytja þangað um leið og það yrði opnað og í janúar 2000 varð sá draumur hennar að veruleika. Í Holtsbúð undi hún sér vel og rómaði mjög starfs- fólkið, sem var henni svo gott. Í Holtsbúð eignaðist Sigríður góð- an vin, Ingimar Magnússon, og bjuggu þau saman þar í um 1½ ár. Útför Sigríðar Sóleyjar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Lágafellskirkju- garði. eitt barnabarna- barnabarn. Foreldrar Sigríðar bjuggu fyrstu árin í Hlíð og á Borgarfelli í Skaftártungu, en fluttu síðan að Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri þar sem Sigríður ólst upp. Um tvítugt fór hún til Vestmannaeyja til vinnu og þar kynntist hún Karli Óskari Guðmundssyni frá Viðey í Vestmanna- eyjum, sem þangað hafði flust árið 1921. Þau giftu sig árið 1935 og bjuggu í Vest- mannaeyjum í ellefu ár og þar fæddust þrjú elstu börnin. Árið 1946 fluttu þau að Skeggjastöð- um í Mosfellssveit og síðar að Grafarholti í sömu sveit þar sem yngsta barn þeirra fæddist. Árið 1957 fluttu þau til Reykjavíkur. Sigríður var húsmóðir og saumakona. Hún vann við fata- saum, m.a. hjá Parísartískunni, en lengst þó á saumastofu Sjón- varpsins. Karl var langdvölum að heiman við sjómannsstörf. Upp- eldi barnanna hvíldi því að mestu á Sigríði. Dótturdóttir Sigríðar og nafna, Sigríður Birgisdóttir, bjó einnig á heimilinu með móður Tengdamóðir mín, Sigríður Sóley, er látin tæplega 90 ára gömul. Hún var andlega hress alveg fram í and- látið. Þegar kallið kom svo skyndi- lega síðdegis 7. maí sl. hafði hún átt góðan dag. Hún hafði verið að hringja til ættingja og vina og til- efnið var nú að bjóða þeim til veislu og fagna með henni 90 ára afmælinu, sem til stóð að halda upp á með pomp og prakt hinn 26. maí nk. En það fór nú á annan veg, því miður. Ég kynntist Siggu og Kalla, sem síðar urðu tengdaforeldrar mínir, fyrir rúmlega 30 árum. Það var alltaf gott að koma til þeirra og spjalla, stjanað var við mann á alla lund og á borð bornar góðar veitingar. Tengdamamma var listakokkur. Hún eldaði mjög bragðgóðan mat og bakaði dýrindis kökur. Hún þróaði uppskriftir sínar sífellt í átt til meiri hollustu og ef einhver í fjölskyldunni mátti ekki borða þetta eða hitt, þá fann hún eitthvað út, sem viðkom- andi gat borðað í staðinn, breytti uppskriftum og aðlagaði. Henni þótti mjög mikilvægt að allir fengju það, sem þeim þætti gott. Steiktu kökurnar hennar tengdó voru ómissandi um jólin og þegar farið var í veiði eða ferðalög á sumrin bakaði hún kleinur, snúða og flat- kökustafla, sem hún sendi okkur með. Árið 1982 eignuðumst við Gummi Andra, son okkar. Þegar hann var fjögurra mánaða kom að því að ég færi að vinna aftur og þá vantaði okkur pössun. Þá var tengdamamma tæplega 70 ára, en samt kom ekki annað til greina af hennar hálfu en að hún passaði strákinn, ef við þyrð- um að treysta henni fyrir honum. Engum treystum við betur en henni og var hann hjá henni og tengda- pabba allan daginn fyrst um sinn. Síðar, eftir að Andri byrjaði á leik- skóla, sóttu þau hann þangað um há- degið og gættu hans þar til við kom- um úr vinnu. Kalli lést árið 1986, en amma Sigga, eins og við kölluðum hana allt- af, gætti Andra allt þar til hann var að verða níu ára og býr hann að því að hafa verið í fóstri hjá afa og ömmu. Andra þótti alla tíð mjög vænt um ömmu sína, sem og hinum börnunum okkar, Rakel, Bjarka og Benna. Það var líf og fjör hjá ömmu Siggu á þessum árum. Barnabörnin voru mikið hjá henni og oft gistu þau. Þarna var miðstöðin og hjá ömmu sinni kynntust þau vel og búa að því í dag. Amma Sigga var mjög eftirlát við barnabörnin. Ekk- ert var heilagt hjá henni og leyfði hún þeim að byggja hús úr pullum, púðum og teppum og var stundum allt á hvolfi í stofunni, þegar við kom- um að sækja börnin. Þá voru þau nú ekki alltaf tilbúin að hætta leiknum og koma með foreldrum sínum heim. Óspart var trommað á potta og pönnur og hljóðfæri búin til úr svo- kölluðum H-kubbum. Andri og Orri Sveinn, frændi hans, sem einnig var mikið hjá ömmu sinni á þessum ár- um, léku sér mikið saman og urðu góðir vinir. Segja má, að þeir hafi stigið sín fyrstu skref á tónlistarferl- inum, þegar þeir lömdu potta og pönnur ömmu sinnar með sleifum, og bjuggu til gítara og fleiri hljóð- færi úr svokölluðum H-kubbum. Þeir spila báðir í hljómsveitum í dag. Á efri árum höfðu tengdaforeldrar mínir tækifæri til að stunda sameig- inlegt áhugamál, laxveiðar. Þau fóru oft í veiðitúra með Þóru, systur Kalla, og Óskari, manni hennar, á meðan hann lifði. Þá var gjarnan far- ið í Ölfusá eða Rangá og oft veitt vel. Einnig fóru þau í marga veiðitúra með börnum sínum. Við eigum margar ánægjulegar minningar frá þessum veiðiferðum. Tengda- mamma sá oft um að nesta allan mannskapinn, bakaði flatkökur og kleinur. Tengdapabbi dundaði sér við að gera klárt í veiðitöskunni og tengdamamma hnýtti flugur og bjó til túpur og spáði mikið í það, hvern- ig best væri að egna fyrir laxinn og gerði tilraunir með eitt og annað í þeim efnum. Tengdamamma var mjög góð og hjálpsöm kona og var alltaf boðin og búin að bjóða fram aðstoð sína, ef hún taldi að hún gæti orðið að liði. Þarfir hennar sjálfrar viku alltaf fyr- ir þörfum barna og barnabarna. Hún var mjög frændrækin og fylgdist allt til hins síðasta vel með öllum sínum afkomendum sem og systkinum sín- um og þeirra börnum og vildi velferð þeirra allra sem mesta. Hún nefndi það oft við mig hér á árum áður að hún mætti ekki til þess hugsa að glata andlegu atgervi sínu, þegar ár- in færðust yfir. Þar varð henni sem betur fer að ósk sinni, en líkaminn var henni erfiðari. Vinstri hönd og fótur létu illa að stjórn eftir áfallið 1996, því að eftir það var hún lömuð vinstra megin og hreyfigeta veru- lega skert. Seinustu árin þurfti tengdamamma því hjálp við flestar daglegar athafnir og átti hún ekki alltaf auðvelt með að sætta sig við það. Börnum tengdamömmu og afkom- endum öðrum, sem og systkinum hennar, sendi ég innilegar samúðar- kveðjur við fráfall hennar. Einnig sendi ég samúðarkveðjur til Ingi- mars, vinar Sigríðar Sóleyjar, og óska honum góðrar heilsu. Ingimar gladdi hana með gjöfum og vísum, orti til hennar ljóð og keyrði hana í hjólastólnum alla daga í Holtsbúð. Það var ánægjulegt að sjá, hversu mjög þau nutu samvista hvort við annað á ævikvöldinu. Kærar þakkir sendum við, að- standendur Sigríðar Sóleyjar, til starfsfólksins í Holtsbúð fyrir góða umönnun. Hvíl í friði, þín tengda- dóttir, Sigrún. SIGRÍÐUR SÓLEY SVEINSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sigríði Sóleyju Sveinsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Okkar ástkæri, SKÚLI MAGNÚSSON, Tókastöðum, Austur-Héraði, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 8. maí. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 17. maí kl. 13.00. Anna Einarsdóttir, Eyjólfur Skúlason, Eyrún Heiða Skúladóttir, Jódís Skúladóttir og fjölskyldur þeirra. Móðir mín, amma og langamma, KRISTÍN ALEXANDERS frá Dynjanda, Tangagötu 23, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 17. maí kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Matthías H. Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES KRISTJÁNSSON frá Hólabrekku, Mýrum, Hornafirði, til heimilis á Silfurbraut 21, Höfn, andaðist á hjúkrunarheimilinu á Höfn miðviku- daginn 14. maí sl. Jarðarförin auglýst síðar. Lilja Aradóttir, Steinunn Hannesdóttir, Sigurður Örn Hannesson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Sigmar Þór Hannesson, Ingibjörg Ólöf Sigurðardóttir, Rannver Hólmsteinn Hannesson, Sólveig Hafsteinsdóttir, Ari Guðni Hannesson, Anna Egilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, BÓEL KRISTJÁNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja, Miðhjáleigu, Austur-Landeyjum, lést á hjúkrunar- og elliheimilinu Grund mið- vikudaginn 14. maí. Börn, tengdabörn og barnabörn. Okkar ástkæri, ÓLAFUR JÓNSSON, Hrafnistu Reykjavík, áður á Bræðraborgarstíg 13, lést á sjúkradeild Hrafnistu miðvikudaginn 14. maí sl. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Baldur Ólafsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Sigurður Sigurðsson, Arna Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.