Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur ÞórðurÁgústsson fædd- ist á Sauðárkróki 13. maí 1935. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ágúst Stefán Sig- tryggsson, f. 28. sept- ember 1901, d. 13. október 1945, og Ingibjörg Sumarrós Guðmundsdóttir, f. 25. janúar 1903, d. 1. febrúar 1974. Systk- ini Ólafs eru Guð- mundur Helgi, f. 28. september 1930, Sigríður Sólveig, f. 8. febr- úar 1937, og Ágúst Stefán, f. 17. desember 1941. Ólafur kvæntist 15. nóvember 1958 Hrafnhildi Ásbjörnsdóttur, f. 16. janúar 1938. Börn þeirra eru: 1) Ásbjörn, f. 20. maí 1958, búsett- ur í Noregi. Börn hans eru Gunn- ar Arnar, Brynjar Már, Bergur Ingi, Sigurður Kári og Sindri Örn, fóstursonur hans er Andri Davíð. 2) Sigurður Helgi, f. 18. janúar 1960, búsettur á Akureyri. 3) Ágúst Stefán, f. 19. nóvember 1961, maki Guðrún Jóna Reynisdóttir, f. 22. nóvember 1960, dóttir þeirra er Aldís Eva, fósturbörn Reynir og Arndís. 4) Sigríður, f. 14. sept- ember 1964, maki Hjörtur Sigurðsson, f. 7. júlí 1956, sonur Sigríðar er Ólafur Hrafn, börn Sigríðar og Hjartar eru Hjör- dís Lára, f. 15. maí 1992, d. 3. maí 2002, Svandís Helga og Narfi. 5) Ingibjörg Rósa, f. 1. nóvember 1970, maki Kristján Geir Gíslason, f. 9. júní 1973. Dóttir Ingibjargar er Hrafn- hildur Ósk, dóttir Ingibjargar og Kristjáns er Laufey Ásta. Lang- afabörn Ólafs eru tvö. Ólafur var starfsmaður Ölgerð- arinnar fyrst í 10 ár, síðan starf- aði hann í Gúmmívinnustofunni í 15 ár og fór þaðan aftur í Ölgerð- ina og var þar í 13 ár. Síðustu 10 árin var hann starfsmaður Olís. Útför Ólafs verður gerð frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í dag kveðjum við með söknuði okkar góða vinnufélaga Ólaf Þ. Ágústsson, eða Óla eins og við köll- uðum hann hér á þjónustustöð Olís við Gullinbrú. Kynni okkar af Óla voru alltof stutt en hann hóf störf hér í Gull- inbrú um síðustu áramót. Óli starfaði hjá Olís í 10 ár og lengst af var hann hjá Olísstöðinni við Langatanga. Mikill drifkraftur og jákvæði ein- kenndi Óla og hafði hann áhrif á alla sem unnu með honum með krafti sín- um. Á hátíð þjónustustöðva Olís hinn 1. maí sl. tók Óli ásamt samstarfs- mönnum í Gullinbrú við þjónustu- verðlaunum vegna aprílmánaðar auk þess sem stöðin varð í öðru sæti sem þjónustustöð ársins og án efa átti Óli þar stóran hlut að máli enda orðlagð- ur fyrir ríka þjónustulund. Við erum öll mjög þakklát fyrir að hafa kynnst Óla og sendum samúð- arkveðjur til Hrafnhildar og fjöl- skyldu þeirra. Hafðu þökk fyrir allt, kæri félagi, Guð varðveiti minningu um góðan dreng. Hvíl í friði og megi englar Guðs vaka yfir þér og þínum. Vinir og vinnufélagar á Olís við Gullinbrú. ÓLAFUR Þ. ÁGÚSTSSON ✝ Elsa Georgsdótt-ir fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1937. Hún andaðist á Sjálfsbjargarheim- ilinu Hátúni 12 mánudagsmorgun- inn 12. maí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Georg Grundfjörð Jónas- son, f. 1884, d. 1962, og Guðfinna Bjarna- dóttir, f. 1900, d. 1984. Systkin Elsu eru: Drengur, f. 1917, d. 1917, Rósa Aðalheiður, f. 1919, Sigurvin Grundfjörð, f. 1920, d. 2001, Valný Bjarnfríður, f. 1922, Þorgils Hólm- freð, f. 1923, Kristensa Áslaug, f. 1924, Georg Kristján, 1925, Garð- ar Haukur, f. 1927, d. 1980, Ingvar Alfreð, f. 1929, d. 1996, Ester, f. 1931, d. 1988, Friðrik Heiðar, f. 1934, Bjarni, f. 1940, Jónas, f. 1942, og hálfsystir samfeðra Guð- rún Jónasína, f. 1908, d. 1963. kona hans er Malene Lautrup Wenderborn, f. 1981, dóttir þeirra (óskírð) er fædd 4. apríl 2003. 2) Guðfinnur Georg, f. 1961, sam- býliskona hans er Jóhanna Sigríð- ur Emilsdóttir, f. 1961. Börn þeirra eru: Trausti, f. 1988, Pálmi, f. 1997, og Ragnheiður, f. 2000, d. 2000. Sonur Jóhönnu og fyrrum sambýlismanns er Emil Freyr Freysson f. 1982, unnusta hans er Vibecke Haug, f. 1981. Elsa bjó víða á sínum uppvaxt- arárum enda var móðir hennar mikið fyrir að breyta um umhverfi þrátt fyrir stóran barnahóp. Fyrstu árin bjó fjölskyldan í Húna- vatnssýslu en síðan að mestu leyti í Árnessýslu. Elsa giftist Pálma Kristjánssyni 1956 á Ólafsvöllum á Skeiðum og bjuggu þau þar um tíma en einnig í Keflavík, Þorláks- höfn, Reykjavík og á Þórshöfn, þar til þau fluttust á Hellissand ár- ið 1966 og síðar á Rifi, þar sem þau stunduðu útgerð til margra ára. Þau slitu samvistum árið 1985, en þá þegar var Elsa flutt í Hátún 12 þar sem hennar heimili var síðan. Elsa giftist eftirlifandi maka ár- ið 1986. Útför Elsu fer fram frá Laug- arneskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Eiginmaður Elsu er Ólafur Jón Hansson, f. 17. október 1931, dótt- ir hans er Ólöf de Bont, f. 1953, eigin- maður hennar er Forni Eiðsson, f. 1967. Fyrrverandi maki var Pálmi Kristjáns- son, f. 20. júní 1933, d. 17. nóvember 1997. Börn Elsu og Pálma eru: 1) Sveinbjörg Fjóla, f. 1957, sam- býlismaður hennar er Jón Helgi Óskarsson, f. 1962. Synir hennar og fyrri eiginmanns, Blængs Elf- ars Alfreðssonar, f. 1958, eru: a) Pálmi, f. 1978, sambýliskona er Helena Björk Guðmundsdóttir, f. 1980, sonur þeirra er Elvar Daði, f. 30. september 2001. b) Elís Bergmann, f. 1981, unnusta hans er Dagný Gréta Ólafsdóttir, f. 1982. Sonur Jóns Helga frá fyrra hjónabandi er Arnar Már, f. 1981 (búsettur í Danmörku), sambýlis- Mig langar að minnast mömmu minnar í fáeinum orðum. Mamma ólst upp í stórum systk- inahópi sem var mjög samhentur og hafði alltaf mikið og gott samband. Mér eru mjög minnisstæðar, frá því ég var að alast upp, allar útilegurnar og veiðiferðirnar, sem heill hópur fór saman í. Gjarnan var farið í fyrstu útilegu sumarsins um hvítasunnuna og þá á Selvelli (Selvallavatn á Snæ- fellsnesi), sem var hennar fólki mjög kær staður. Amma og afi bjuggu þar einu sinni. Þetta fólk var alltaf mjög duglegt að koma saman og hittast þegar það voru afmæli og aðrir hátíð- isdagar. Þegar svo við fjölskyldan fluttum vestur á Snæfellsnes voru systkin hennar dugleg að koma í heimsókn. Oft var alveg yfirfullt hús og jafnvel tjöld á lóðinni. Mamma var mikill dugnaðarforkur, henni fannst aldrei neitt mikið mál að fá fjölda fólks í heimsókn, stöðugt matur og kaffi, uppvask og að finna öllum svefnstað, enda vön því að hafa marga í kringum sig í þessari stóru fjölskyldu. Þegar við fluttum vestur og hún og pabbi keyptu sér bát og fóru að stunda útgerð kom dugnaður hennar vel fram. Hún gekk í öll störf sem þurfti að vinna. Ég man eftir að hún hálfhneykslaði marga því það var svo mikið um það í þá daga, að sumt væru bara karlastörf og annað kvenna- störf. En fyrir henni voru verkefni bara nokkuð sem þurfti að gera og hún dreif í því hvað sem öðrum fannst. Hún beitti línuna, sá um neta- gerð, málaði bátinn og fór jafnvel stundum í róðra. Þegar þau voru að byggja sér hús á Rifi var hún líka með í því af fullum krafti. Hún tók þátt í því frá byrjun, sló upp grunn- inum, hlóð veggi, var í múrverki, hreinsaði timbur og vann uppi á þaki. Þannig gekk allt vel hjá þeim þangað til hún veiktist af blæðingu utan á heila og lamaðist, aðeins 43 ára. Við veikindin urðu kaflaskipti í lífi hennar og það voru erfiðir tímar hjá henni í langan tíma, en af sínum venjulega dugnaði tókst hún síðan á við það verkefni eins og hvað annað. Þau pabbi skildu árið 1985 og á Reykjalundi og síðar í Hátúni kynnt- ist hún Óla og var það mikið lán fyrir hana að eignast svo góðan félaga. Hún og Óli giftu sig árið 1986. Þau Óli voru búin að eiga saman 17 ár sem var þeim báðum góður tími þrátt fyr- ir öll veikindi, sem reyndar urðu síðar meiri og erfiðari þegar hún greindist með krabbamein í ársbyrjun 2001. Þau áttu sitt heimili í íbúð, sem þau höfðu út af fyrir sig, í Sjálfsbjargar- húsinu Hátúni 12. Óli hugsaði um hana og aðstoðaði á allan hátt, eins vel og hann gat, af ótrúlegum dugn- aði öll þessi ár. Reyndar miklu lengur en hann í rauninni gat heilsunnar vegna. Síðustu þrjú árin var hún á Sjálfs- bjargarheimilinu, fór þangað yfir til að sofa og kom aftur yfir í íbúð til Óla á morgnana. Hún tókst á við með- ferðir við krabbameininu, bæði lyfja og geisla, og fannst það ekkert mál frekar en annað sem hún þurfti að glíma við. En það dugði ekki til, síð- ustu vikurnar háði hún erfiða baráttu sem lauk svo á mánudagsmorgni 12. maí. Ég vil þakka starfsfólkinu á Sjálfs- bjargarheimilinu 3. hæð í Hátúni 12 alveg sérstaklega fyrir þeirra mikil- væga framlag, sem var svo miklu meira en góð umönnun og hjúkrun. Fyrir hana var ómetanlegt að fá að dvelja þarna öll þessi ár, allt til enda- loka. Það var hugsað um hana allan sólarhringinn af fólki sem hún þekkti vel. Ég vil einnig sérstaklega þakka Ólöfu, dóttur Óla, fyrir alla hennar aðstoð og stuðning. Elsku mamma, minning þín mun ætíð lifa. Sveinbjörg Fjóla Pálmadóttir. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Í dag er komið að því að kveðja hinstu kveðju tengdamóður mína, Elsu Georgsdóttur. Þessi sterka og ákveðna kona varð loks, þrátt fyrir einbeittan vilja sinn, að láta undan þeim erfiða og harða sjúkdómi sem krabbameinið er. Á borði við rúmið hennar stuttu fyrir andlátið lá sálma- bókin opin og þessi sálmur blasti við mér: Þinn andi, Guð minn, upp mig sífellt lýsi með orði þínu, ljósi sannleikans, í lífi’ og dauða það mér veginn vísi til vors hins þráða, fyrirheitna lands. (V. Briem.) Elsa var sterk kona sem ekki lét auðveldlega bugast. Hún sannaði það vel fyrir ástvinum sínum fyrir 22 ár- um þegar hún skyndilega veiktist og lá án meðvitundar í fjölda mánaða en vaknaði svo ákveðin í því að endur- heimta sem mest af fyrra þreki og orku. Þrátt fyrir að fá ekki á ný mátt í fætur né að fullu annan líkamlegan styrk og vera bundin hjólastól ætíð síðan náði hún bata að öðru leyti og hélt sinni léttu lund og kærleika. Hennar bestu stundir voru þegar barnabörnin komu til hennar í heim- sóknir. Elstir eru Pálmi og Elli, síðan kom Trausti og sá yngsti er Pálmi. Sólargeislinn í lífi hennar síðustu árin var svo barnabarnabarnið Elvar Daði. Veggir í íbúðinni hennar sem og í herberginu á Sjálfsbjargarheim- ilinu voru þaktir myndum af barna- börnunum og þar skipaði sá allra yngsti sérstakan heiðurssess. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Ég var svo lánsamur að fá að kynn- ast Elsu snemma árs 1989 og hún tók þessum væntanlega tengdasyni opn- um örmum og bauð hann velkominn í fjölskylduna. Ætíð síðan var afar kært á milli okkar og afar notalegt að koma í heimsókn til hennar og Óla. Á Reykjalundi og síðar á Sjálfs- bjargarheimilinu Hátúni 12 kynntist hún Óla sem hún síðan giftist árið 1986. Þau voru hvort öðru alla tíð mikill styrkur og eftir að þau fluttu í íbúð í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 í ársbyrjun 1988 gátu þau verið sjálf- bjarga um alla daglega hluti. Árið 1999 fékk Elsa á ný herbergi á Sjálfs- bjargarheimilinu og dvaldi þar flest- ar nætur og alfarið seinustu vikur ævi sinnar. Í janúar árið 2001 var Elsa flutt á Borgarspítalann vegna veikinda og dag einn var börnum hennar og eig- inmanni tilkynnt um að hún væri komin með lungnakrabbamein. Sá dagur gleymist mér seint því það var ekki einungis svo að þarna væri tengdamóðir mín komin með þann hræðilega sjúkdóm krabbameinið sem tekið hefur á skömmum tíma til sín tengdaföður minn og móður mína, heldur mátti ekki miklu muna að illa færi þegar ekið var á jeppabifreið Guðfinns þar sem hann ásamt Svein- björgu og Óla voru rétt ókomin upp á spítala. Fyrir eitthvert kraftaverk sluppu þó allir án teljandi meiðsla. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum, hvort sem vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (V. Briem.) Á Sjálfsbjargarheimilinu í Hátúni var vel um Elsu hugsað og elskulegra og umhyggjusamara starfsfólki hef ég varla fyrr kynnst. Einhver orð hér fá ekki fullþakkað þeim alla þá hlýju, vinsemd og alúð sem þau öll sýndu Elsu. Meðan hún hafði ennþá mátt til að tjá sig var hún sífellt að segja okk- ur frá því hvað þau væru góð við sig og hvað sér liði vel hjá þeim. Ég bið góðan guð að hugga og styrkja alla ástvini Elsu, Óla, systkini hennar, Sveinu mína og syni hennar, Pálma og Ella, ásamt unnustum þeirra, Elvar Daða, Gussa og Jó- hönnu og strákana þeirra, Emil, Trausta og Pálma, sem og alla aðra sem ég ekki næ að nafngreina sér- staklega hér. Hvíl þú í friði, kæra tengdamamma. Þinn tengdasonur, Jón Helgi Óskarsson. Það var fyrir tæpum 12 árum að ég kynntist Elsu, en hún hafði gifst föð- ur mínum Ólafi í nóvembermánuði 1986. Í gegnum kynni mín af Elsu fékk ég líka að kynnast föður mínum betur en samskipti mín og hans höfðu í gegnum tíðina verið af mjög skorn- um skammti þar sem ég ólst ekki upp hjá honum. Ég er viss um að án Elsu síðustu 18 ár hefði líf föður míns verið mjög einmanalegt og tómt. Þrátt fyrir mikla líkamlega fötlun var Elsa sérstaklega jákvæð mann- eskja og ég verð að taka mér í munn orð sem mér finnst kannski of mikið notuð: Aldrei kvartaði Elsa og ekki bar hún raunir sínar á torg, hún gerði það ekki svo ég heyrði. Jú, að vísu voru augnablik sem hún táraðist, það komu tímar sem hún beit á jaxl en fljótlega fylgdi í kjölfarið: „Ég næ mér upp úr þessu, hætti ekki fyrr en ég kemst uppúr stólnum og geng.“ Elsu vegna lærði ég líka að takast á við þau örlög sem dóttir mín fékk í vöggugjöf, heilablæðingu og fjölfötl- un, en dóttir mín, líkt og Elsa og aðrir sem hafa fengið svo ríkulegan skerf af líkamlegri fötlun og veikindum, brosti í gegnum sársaukann allt fram í andlátið. Ég er viss um að í Elsu bjó mikið skap, annars hefði hún ekki náð að lifa með þeirri reisn sem hún þó gerði, skap sem einkennir svo marg- ar íslenskar konur af eldri kynslóð- inni, konur sem þurftu að berjast fyr- ir daglegu brauði, mótlæti og missi, skap sem varð henni orkugjafi í já- kvæðri merkingu orðsins. Án skaps- ins, jákvæðisins og vissunnar um betri framtíð hefði Elsa aldrei náð að kenna öðrum með athöfnum sínum, að það er hugurinn sem skapar manninn en ekki líkaminn, líkaminn hrörnar í tímans rás en hugurinn og sálin þroskast dag frá degi og getur eflst við mótlæti eins og Elsa svo sannarlega sýndi. Forlögin kipptu fótunum undan Elsu fyrir 23 árum og settu hana í hjólastól, forlögin kipptu stólnum undan Elsu í janúar 2001 þegar hún greindist með krabbamein, en það var ekkert mál, fannst henni, hún mundi ná sér, sagði hún. Smá tár féll þó á vanga hennar þegar hún sagði mér frá veikindum sínum, en Elsu tókst með kjarki og jákvæði að reka krabbameinið á burt og vinna bug á því, þar sannaðist enn að hugur er sterkari líkamanum. Enn og aftur kippa forlögin undan Elsu fótunum, æðri máttarvöld eða hver sá kraftur sem skapaði okkur og blés í okkur anda hafa vafalaust talið hana hafa svo breitt bak og mikinn styrk að hún gæti borið eina byrðina til viðbótar, eða má kannski hugsa sem svo að forlögin hafi svo brengl- aða kímnigáfu að þau leggi örfáa ein- staklinga í einelti og gefi þeim svo ríkulegan skammt af erfiðleikum að nánast verði skellt uppúr? Elsa greindist með krabbamein í höfði fyrr á þessu ári, ekkert mál, næ mér upp úr þessu, rek þessa djöfla í burt með geislum og sterum, set bara hár- kollu á sköllótt höfuð mitt og held áfram að vona að framtíðin verði bjartari. Pollýanna, nei ég meina Elsa, hún sagði þessi orð. Elsa var Pollýanna nútímans, Pollýanna löm- uðu konunnar. Ég fékk að sitja hjá Elsu síðustu daga hennar hér á jörð og þeir voru henni ekki auðveldir, líkaminn þjáð- ist og kvalirnar voru á tíðum óbæri- legar, samt heyrðist hvíslið í henni, mér líður vel. Það var svo á miðviku- dag í síðustu viku að stríðnispúkinn í henni vaknaði og lét gamminn geisa, sagði brandara og vildi knúsa alla, kyssti systkini sín, börn og maka, og svo hætti hún að tala, hætti svo að kinka kolli, hætti að borða og drekka og að lokum gaf hún frá sér síðasta andardráttinn morguninn 12. maí í glaðasólskini við mikinn fuglasöng og með hennar síðasta andvarpi kom friðurinn í heimsókn á sjúkrastofuna þar sem hún lá. Elsa var farin til betri heima þar sem hennar biðu grænar grundir og gjöful fiskimið. Ég kveð þig, Elsa mín, og þakka þér það sem þú kenndir mér án orða, ég þakka þér fyrir að hafa verið föður mínum góð eiginkona og að hafa stutt hann svona dyggilega, líf hans verður tómlegt eftir brottför þína. Þúsund þakkir. Ég votta föður mínum, börnunum hennar, Sveinbjörgu og Guðfinni, barnabörnum og barnabarnabörnum mína samúð. Einnig vil ég þakka starfsfólkinu á hjúkrunardeild þriðju hæðar í Hátúni 12 hlýleika og frá- bæra umönnun Elsu. Far í friði og ferðastu með ljósinu um alla eilífð. Ólöf de Bont. ELSA GEORGSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.