Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SMÁSÖLUVÍSITALA dagvöru á föstu verðlagi hækkaði um 11,4% síðasta ár; frá apríl 2002 til apríl 2003. Samtök verslunar og þjón- ustu láta taka vísitöluna saman, en hún er reiknuð af IMG sam- kvæmt upplýsingum sem berast beint frá fyrirtækjum og ÁTVR. Í tilkynningu frá SVÞ segir að þessi hækkun skýrist eflaust af því að páskar hafi nú verið í apríl, en í marsmánuði árið áður, „en þó er vert að geta þess að dagvöru- hluti neysluverðsvísitölu Hagstof- unnar lækkaði um 2,9 prósentu- stig á þessu tímabili (úr 126,2 stigum í 123,3 stig). Smásölu- vísitala áfengis hækkaði á föstu verðlagi um 16,7 prósentustig (18,1%) á milli ára,“ segir í til- kynningunni. Smásöluvelta ÁTVR á áfengi er leiðrétt með viðkomandi verð- vísitölu úr neysluverðsvísitölu Hagstofunnar (úr 116,6 stigum í 118,4 stig) og lyf sömuleiðis með viðkomandi vísitölu fyrir lyf og lækningavörur. Útreikningur smásöluvísitölu lyfjaverslunar hófst ekki fyrr en í september 2002, þannig að ekki liggja fyrir samanburðartölur frá fyrra ári.                        Smásöluvísitala dagvöru hækk- ar um 11,4% HORFUR fyrir íslenska banka eru „stöðugar“ eða „jákvæðar“, að mati matsfyrirtækisins Moody’s, sem sendi frá sér skýrslu um ís- lenska bankakerfið í gær. Í skýrsl- unni segir að afkoma bankanna sé góð og að vænta megi frekari sam- runa og hagræðingar á markaðin- um. Þó sé við misjöfn gæði útlána að etja. Moody’s gefur út lánshæfisein- kunnir fyrir Búnaðarbanka (A3/ P-1/C), Íslandsbanka (A1/P-1/B-) og Landsbanka (A3/P-1/C). Höfundur skýrslunnar, Edward Vincent, segir í fréttatilkynningu frá Moody’s að of mikill banka- rekstur sé á Íslandi. Hins vegar ætti staðan að lagast í kjölfar sam- runa Búnaðarbanka og Kaupþings. Svigrúm fyrir samruna Að mati Moody’s er svigrúm fyr- ir enn frekari samþjöppun á mark- aðinum. Von megi eiga á samrun- um milli banka og tryggingafélaga annars vegar eða banka og annars konar fjármálafyrirtækja. Hins vegar hamli smæð markaðarins möguleika á vexti fyrirtækjanna. Þá segir að áhrif hins opinbera séu að hverfa á íslenskum banka- markaði, í kjölfar ákvörðunar um sölu ríkisins á hlutum í Lands- og Búnaðarbanka. Moody’s búist engu að síður við því að ríkið grípi inn í, lendi Búnaðarbanki, Lands- banki eða Íslandsbanki í veruleg- um rekstrarörðugleikum. „Þrátt fyrir að kjarnastarfsemi íslensku bankanna sé sterk og skili góðum hagnaði, í samræmi við aukna áherslu á tekjuaukandi starfsemi eins og eignastýringu, má búast við því að samkeppni verði áfram hörð, sem haldi fram- legð í skefjum,“ er haft eftir Vin- cent í tilkynningunni. Þá lítur Moody’s á starfsemi íslenskra banka á erlendri grundu sem mik- ilvægt tæki til sveiflujöfnunar. Gæði útlána talsverð Gæði lána eru almennt töluverð að mati Moody’s, þrátt fyrir nokkra aukningu afskrifta á síð- ustu 5–6 árum. Fyrirtækið býst við því að framlög í afskriftareikn- inga bankanna fari jafnvel að lækka á næstu 12–18 mánuðum, vegna góðra efnahagshorfa. Moody’s telur að gjaldmiðlaáhætta verði stærsta viðfangsefni bank- anna í náinni framtíð. Góð afkoma og rúm fyrir samruna Jákvæð skýrsla Moody’s um íslenska bankakerfið HAGNAÐUR Hf. Eimskipafélags Íslands og dótt- urfélaga á fyrsta ársfjórðungi 2003 var 1.162 millj- ónir króna, sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagns- liði (EBITDA) nam 760 milljónum króna. Veltufé frá rekstri var 861 milljón króna en var 64 milljónir á sama tímabili 2002. Í tilkynningu frá Eimskipafélaginu segir að af- komutölur síðasta árs séu ekki samanburðarhæfar þar sem miklar breytingar hafi orðið á rekstri samstæðunnar á síðasta ári með tilkomu Brims ehf. Árshlutauppgjörið samanstendur af afkomu Brims ehf, Eimskips ehf. og Burðaráss ehf., auk móðurfélagsins, að því er segir í tilkynningu. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 7.989 millj- ónum króna á fyrsta ársfjórðungi en námu 4.216 milljónum á sama tímabili síðasta árs. Rekstrar- gjöld námu 8.007 milljónum króna en 4.447 millj- ónum á sama tíma í fyrra. Eigið fé samstæðunnar þann 31.mars sl. nam 26,5 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall var 43%. Arðsemi eigin fjár nam 12% og stöðugildi hjá fé- laginu voru 1.981. Á sama tíma í fyrra voru stöðu- gildin 1.068. Tap varð á rekstri Eimskips hf., sem sér um flutningastarfsemi félagsins. Nam tapið 70 milljónum króna. Í tilkynningu segir að fyrsti árs- fjórðungur sé jafnan sá versti fyrir flutningastarf- semi. EBITDA hagnaður nam 105 milljónum króna og veltufé frá rekstrinum nam 78 milljónum króna. Tekjur Brims lægri en áætlað var Rekstrartekjur Brims ehf., sjávarútvegsarms Eimskipafélagsins, námu 4.017 milljónum króna sem er nokkru minna en gert var ráð fyrir. Skýr- inguna er helst að finna í um þriðjungi minni loðnuveiðum en á sama tíma í fyrra, að því er segir í tilkynningu. Hagnaður Brims nam 338 milljónum og EBITDA hagnaður var 680 milljónir króna. Veltufé frá rekstri nam 456 milljónum króna. Fjár- magnsliðir voru jákvæðir um 326 milljónir sem að mestu má skýra með 520 milljóna gengishagnaði. Afkoma Burðaráss ehf. kemur að langmestu leyti fram í fjármagnsliðum og óinnleystum tekjum og gjöldum, segir í tilkynningu. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi á fyrsta fjórðungi 2003 var 816 milljónir króna, þar af voru 353 milljónir í fjármagnsliðum og 471 milljón króna í óinnleyst- um hagnaði „sem skýrist af hækkun á markaðs- virði eignarhluta í öðrum félögum á árinu,“ segir í tilkynningu. Arður af hlutabréfaeign Burðaráss var 345 milljónir króna. „Lögð er vaxandi áhersla á auknar tekjur af öðr- um þáttum en sjóflutningum, bæði innanlands og erlendis, og breikka með því tekjugrundvöll fé- lagsins. Sérstaklega verður gert átak í því að hækka tekjur af þeim þjónustuþáttum sem ekki eru að skila viðunandi afkomu,“ segir um framtíð- arhorfur í tilkynningu. Þá kemur fram að gert sé ráð fyrir að afkoma samstæðunnar, fyrir fjár- magnsliði, muni batna nokkuð á næstu mánuðum. Um 1,2 milljarðar króna í hagnað hjá Eimskipafélaginu TAP AcoTæknivals, ATV, nam 90 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra nam tapið 16 milljónum króna. Rekstrartekjur námu 785 milljón- um króna en rekstrargjöld án af- skrifta námu 845 milljónum króna. Framlegð af vörusölu nam 214 millj- ónum fyrstu 3 mánuði ársins, en rekstrartap án fjármagnsliða 87 milljónum. Afskriftir nema 28 millj- ónum króna. Í tilkynningu frá ATV kemur fram að tapið er aðallega fyrstu tvo mánuði ársins, en veruleg breyting til batnaðar átti sér stað í mars og stefnir í áframhald á því, þar sem hagræðingaraðgerðir halda áfram að skila sér inn í rekstur fé- lagsins. Eigið fé félagsins í lok mars var neikvætt um 423 milljónir kr. Í febr- úar veittu stærstu hluthafar félaginu víkjandi lán að fjárhæð 300 mkr. sem víkur fyrir öllum öðrum skuldum fé- lagsins og er breytanlegt í hlutafé samkvæmt ákvörðun hluthafafund- ar. Sé tekið tillit til þessa láns sem ígildi eigin fjár, þá er eiginfjárhlut- fall nú neikvætt um 9,2%, en væri ella neikvætt um 31,6%. Heildarskuldir félagsins eru 1.763 m.kr. í mars en voru 1.636 m.kr. á sama tíma í fyrra. Veltufjármunir fé- lagsins í marslok námu 747 m.kr. en voru 1.079 m.kr. árið áður. Skamm- tímaskuldir hækka úr 768 m.kr. í 1.081 m.kr. milli ára og skýrist meg- inhluti þeirrar hækkunar á upp- greiðslu kúluláns sem er á gjalddaga í október. Tap félagsins fyrstu þrjá mánuði ársins var meira en búist hafði verið við, en gert er ráð fyrir að afkoman verði í járnum í lok ársins. Gert er ráð fyrir að sumarmánuðirnir verði slakir. Sökum þess er ekki gert ráð fyrir að tap vinnist að neinu leyti til baka fyrr en á síðari helmingi ársins. Aukið tap hjá AcoTæknivali FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evr- ópusambandsins hafa samþykkt nýjar reglur sem gera lífeyrissjóð- um kleift að bjóða þjónustu sína í öllum 15 löndum sambandsins. Talið er að það geti komið lífeyr- issjóðunum vel, að geta boðið upp á það sama í öllum löndum í stað þess að sérhanna þjónustuna fyrir hvert land. Sparnaður stærstu sjóðanna er jafnvel talinn verða allt að 40 milljónir punda á ári eða sem nemur 4,7 milljörðum ís- lenskra króna. Skattlagning lífeyrisréttind- anna er þó enn mismunandi eftir löndum og gæti skapað einhver vandamál. Stærsta vandamál evr- ópska lífeyriskerfisins á næstu áratugum er hins vegar aukin öldrun. Þannig er reiknað með að 40% Evrópubúa verði yfir sextugu árið 2050, sem svarar til 60% af vinnuafli. Sama lífeyrisþjónusta fyrir öll ESB-ríkin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.