Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aðdáendur Matrix-myndarinnar hafa beðið framhalds- myndarinnar í ofvæni. Skarphéðinn Guðmundsson hitti aðstandendur myndarinnar í Cannes. Birgitta Haukdal Evróvisjón-söngvakeppnin hefst á framlagi Íslands á laugardagskvöld í Riga. Sigurbjörg Þrastardóttir ræðir við söngkonuna Birgittu Haukdal. Nýjar áherslur í stéttabaráttu Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir Pétri Blöndal frá hugmyndum um að launþegar ávinni sér veikindarétt óháð fyrirtækjum og nýjar áherslur í stéttabaráttu. Hin heilaga þrenning á sunnudaginn LÝSA VANÞÓKNUN Landssamband eldri borgara lýsir í drögum að ályktun um kjaramál vanþóknun á óraunhæfum til- löguflutningi stjórnmálaflokka um breytingar á skattalögum. Jafn- framt er skorað á stjórnvöld að hverfa nú þegar frá þeirri stefnu sem fylgt hefur verið að undanförnu um starfsemi almannatrygginga á Íslandi. Vilja telja aftur Frjálslyndi flokkurinn hefur kraf- ist þess við allar yfirkjörstjórnir landsins að atkvæði í nýliðnum al- þingiskosningum verði endurtalin þar sem munurinn á milli stjórnar og stjórnarandstöðu með tilliti til fjölda þingsæta sé ákaflega lítill. Kenýaflugi aflýst Öllu farþegaflugi breskra flug- félaga til og frá Kenýa var aflýst frá og með gærdeginum vegna upplýs- inga um yfirvofandi hættu á hryðju- verkum er beinist gegn breskum ríkisborgurum. Einkaskólar í vanda Alger óvissa er um framtíð einka- rekinna grunnskóla og óljóst hvort sumir þeirra starfi áfram næsta vet- ur, segir borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. Spá kaupmáttaraukningu Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt- isins er spáð 3% kaupmáttaraukn- ingu í ár og 3,5% á næsta ári. Sakaðir um blekkingar Yfirvöld í Frakklandi hafa sakað bandaríska embættismenn um að standa að skipulagðri „blekking- arherferð“ gegn Frakklandi, með óhróðri og ásökunum um að landið hafi stutt stjórn Saddams Husseins. F Ö S T U D A G U R 1 6 . M A Í 2 0 0 3 B L A Ð B  Í ÞVERÞJÓÐLEGU AMSTRI DAGSINS – HVERSDAGSLÍFIÐ HÉR OG ÞAR/2  LÍFIÐ ER TÖFRUM GÆTT/4  AUÐLESIÐ EFNI/8  NÚ ER komið í tísku aðprjóna. Þetta er hermt ífréttum frá útlöndum þar sem Hollywood-stjörnur eru sagðar flíka hálfprjónuðum flíkum við hvert tækifæri. Og hann er ekkert smáræði, listinn yfir þær stjörnur sem afhjúpað hafa einlægan prjóna- áhuga; Julia Roberts, Hilary Swank, Cameron Diaz, Winona Ryder, Ma- donna, Daryl Hannah, Kate Moss. Og ennfremur ... holdtekja karl- mennskunnar, sjálfur skylm- ingaþrællinn Russel Crowe! Frá þessu er greint í á breska vef- miðlinum Telegraph þar sem fullyrt er að prjón sé hið nýja rokk og ról heimilanna. Sögð er saga af Goldie Hawn, sem greip til prjónanna eftir harmleikinn 11. september og bjó til bandaríska fánann úr hvítu, rauðu og bláu garni. „Ég var að reyna að prjóna Ameríku aftur saman,“ er haft eftir leikkonunni. Skýringin á vinsældum prjóna- skapsins er m.a. rakin til þess hversu góður streitubani hann þyk- ir vera – eins konar sambland íhug- unar og sköpunar. „Þetta er hið nýja jóga í Bandaríkjunum,“ stað- hæfir David Rawson, markaðsstjóri einnar stærstu spunaverskmiðju Bretlands, Sirdar, sem segir vin- sældir prjóns einnig vaxandi í Bret- landi eftir lægð 9. og 10. áratug- arins. Því til stuðnings eru nefndar prjónasamkomur sem á dagskrá hafa verið að undanförnu allt frá Halifax til Jórvíkur. „Aðsóknin kom mjög á óvart. Allt fylltist út úr dyr- um og þegar tónlistin dó út var klirrið í prjónum fólksins eins og engisprettusinfónía,“ sagði hvata- maðurinn Simon Thackray. Þá er greint frá óvæntum vin- sældum prjóns meðal breskra barna og unglinga. Elizabeth Newson, prófessor í þróunarsálfræði við Nottingham-háskóla, hefur þær skýringar á áhuganum að unglings- stúlkum sé eðlislægt að vilja hanna sína eigin veröld með því að velja sér föt, tónlist og tískustrauma. Prjónaskapurinn sé framhald af þeirri sjálfsleit, þar fái stúlkurnar tækifæri til þess að velja liti og mynstur og tjá þannig sinn eigin stíl. Það kann að koma á óvart að „gamaldags“ dægradvöl á borð við prjón eigi möguleika í samkeppn- inni við tæknivædda afþreyingu samtímans. Á tímum tölvuleikja, geislaspilara og tónlistarmynd- banda er útbreidd skoðun að athygl- isþol unglinga sé á hverfanda hveli. Tafarlaus ánægja verði að vera tryggð – annað selji ekki. En vin- sældir prjóns gefa vísbendingar um að börn og unglingar kunni og vilji enn einbeita sér að tómstundum sem reyna á hugsun, hönd og út- hald. Doktor William Davies, stjórn- andi Samtaka um sálræna meðferð í Leicester, bendir á að með prjóna í hönd séu börnin sjálf við stjórnvöl- inn, sem veiti þeim ákveðna örygg- istilfinningu. „Flestar manneskjur vilja ná valdi yfir einhverju – og ull veitir enga mótspyrnu,“ er haft eftir Davies. Hann bendir einnig á að prjónið hjálpi fólki að horfa til fram- tíðar, það þjálfist skipulega í að raungera hugmyndir sínar. Þetta sé mikilvægt og nýtist án efa á ýmsum öðrum sviðum. Ýmislegt á prjónun- Morgunblaðið/Sverrir Á þessum prjónum er trefill úr Regia-ullargarni sem er þeim eiginleikum gætt að það mynstrar sig sjálft. Þráðurinn skiptir litum með vissu millibili og nýtur vaxandi vinsælda hérlendis um þessar mundir. og hjá stjörnum og börnum Julia Roberts Russell Crowe Cameron Diaz SLÉTT BRUGÐIÐ Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/14 Minningar 32/38 Erlent 16/20 Bréf 42/43 Höfuðborgin 20 Dagbók 44/45 Akureyri 21 Sport 46/47 Suðurnes 22 Leikhús 48 Landið 23 Fólk 48/53 Listir 24/25 Bíó 50/53 Umræðan 26/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Matrix. Blaðinu er dreift á höfuðborgar- svæðinu og á Akureyri. HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær sjúkraflutningamann af ákæru um að hafa áreitt kynferðislega konu sem flutt var frá heimili sínu að Landspít- alanum í ágúst árið 2001. Héraðsdóm- ur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn sekan. Sjúkraflutningamað- urinn var leystur frá starfsskyldum sínum hjá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins í kjölfar kærunnar en það þýðir að hann þáði laun en þurfti ekki að inna af hendi nein störf fyrir slökkviliðið. „Ég mun setja mig í sam- band við hann og ræða við hann,“ sagði Hrólfur Jónsson slökkviliðs- stjóri í gærkvöldi, aðspurður hvort maðurinn tæki nú aftur við starfi sínu sem sjúkraflutningamaður. Hugsanlega eðlilegar skýringar á að lífsýni fannst á brjóstinu Lífsýni sem tekin voru af brjósti konunnar og borin saman við blóð- sýni úr manninum þykja ekki með óyggjandi hætti benda til að maður- inn hafi, líkt og konan hélt fram, sleikt brjóst hennar. Þá sakaði hún mann- inn einnig um að hafa káfað á lærum sínum og kynfærum. Konan hefur staðfest að hafa tekið inn lyf umrætt kvöld í þeim tilgangi að svipta sig lífi. Í dómi Hæstaréttar segir að þegar litið sé til lýsinga mannsins á því hvað honum bar að gera samkvæmt starfs- reglum þyki ekki útilokað að eðlilegar skýringar geti legið til þess að lífsýni úr honum fannst á brjósti konunnar, hvort sem það hafi komið úr munn- vatni hans eða á annan hátt, en ann- arra gagna naut ekki við um ætlað áreiti hans. Þar segir ennfremur að ekki verði útilokað eins og aðstæðum var háttað að konan hafi getað mis- túlkað athafnir mannsins. Þóttu því sönnunargögn málsins metin í heild ekki nægileg til þess að dómur yrði á þeim reistur um sakfellingu mannins. Þótti mat héraðsdóms á sönnunar- gildi framburðar konunnar ekki geta haft áhrif á þá niðurstöðu. Í röksemdum héraðsdóms er full- yrt að með niðurstöðu DNA-rann- sóknar sé fram komið að munnvatn úr manninum hafi greinst á brjósti konunnar. Bæði í greinargerð sak- sóknara og ákærða er því haldið fram að það sé of sterkt til orða tekið. Í dómi Hæstaréttar segir að ekki verði fullyrt hvort munnvatnið sem fannst á brjósti konunnar stafi frá henni sjálfri eða þeim báðum og er þar stuðst við skýringar saksóknara á svörum og útskýringum Gunnlaugs Geirssonar prófessors á rannsóknar- niðurstöðum. Þá segir að ekki verði framhjá því horft að konan hafi tekið lyf í því augnamiði að fyrirfara sér „og hlaut eðlilega að vera í miklu uppnámi þeg- ar af þeim sökum“. Verður því ekki útilokað að konan hafi getað mistúlk- að athafnir mannsins. Sýknaður af ákæru um kynferðislegt áreiti Lífsýni á brjósti ekki óyggjandi sönnun VESTURBÆJARMEYJARNAR Alexandra og Anna María hafa útbú- ið auglýsingu og borið sjálfar út í húsin í hverfinu. Auglýsingin hefur glatt margan Vesturbæinginn en hún hljóðar svo: „Pössun. Alexandra og Anna María ætla að passa börn á aldrinum 3–5 ára. Okkur er mjög treistandi. Við erum 9 ára, bráðum 10. 1 krakki 1000 kr, 2 krakkar 2000 kr. Á mán, mið og sun kl. 3–6.“ Stelpurnar eru bestu vinkonur og bekkjarsystur í Landakotsskóla sem þær segja vera langbesta skóla sem til er. Þær eru báðar ákveðnar í því hvað þær ætla að gera við peninginn sem þær vinna sér inn. „Ég er að safna fyrir hvolpi. Mig hefur alltaf langað að eignast hvolp,“ segir Alex- andra. Anna María segist vera að safna sér fyrir dálitlu sem er leynd- armál. „ En svo langar mig líka rosa- lega í geisladiskinn með Birgittu Haukdal,“ segir Anna María. Stelp- urnar segjast ekki hafa gaman af óþekktarormum en finnst lítil börn annars rosaleg krútt. „Það er til dæmis ein lítil stelpa sem er rosa- lega sæt. Hún heitir Ída og er systir þarnæstbestu vinkonu minnar,“ seg- ir Anna María. Alexandra upplýsir að þær vinkonur hafi fleiri ráð uppi í erminni ef lítið verður að gera í barnapíustörfunum: „Við vorum að hugsa um að fara í vinnuna hans pabba og selja gulrótarköku þar. Pabbi ætlar kannski að kenna okkur að baka gulrótarköku.“ Morgunblaðið/Arnaldur Vinkonurnar Anna María og Alexandra ætla að gerast barnapíur í sumar. Barnapíur auglýsa VEGNA orða yfirmanns herráðs rússneska flotans í Morgunblaðinu í gær um flug tveggja rússneskra her- flugvéla nálægt Íslandi 25. apríl sl. vill Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli taka fram eftirfarandi: „Rússnesku herflugvélunum tveimur sem orrustuflugvélar Varn- arliðsins flugu til móts við innan ís- lenska loftvarnarsvæðisins 25. apríl sl. var fylgt eftir á þann hátt sem hefðbundinn er og viðurkenndur á alþjóðavettvangi í slíkum tilvikum. Flugvélar Varnarliðsins héldu sig ávallt í öruggri fjarlægð frá Rúss- nesku flugvélunum sem hurfu út af loftvarnarsvæðinu án þess að neitt óvenjulegt gerðist.“ Voru í öruggri fjarlægð KONA sem slasaðist er hún féll af hestbaki á Lögmannshlíðarvegi norðan Akureyrar sl. þriðjudag lést í gær. Tildrög slyssins eru enn óljós, en málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á Akureyri. Konan, sem var á sextugsaldri, var ein á ferð þegar hún féll af hestbaki. Lést eftir fall af hestbaki ANNA Kristinsdóttir, fulltrúi Fram- sóknarflokksins og R-listans, sagði nauðsynlegt að reynt yrði að hafa sem mest samráð við íbúa í Grafar- vogi um lóð Landssímans en málið var rætt á borgarstjórnarfundi í gær. Var Anna beðin að skýra af- stöðu sína til málsins í kjölfar bók- unar Björns Inga Hrafnssonar í skipulags- og byggingarnefnd á dög- unum, en í bókun Björns kom fram að ekki væri æskileg sátt um lóðina. Anna segist taka undir það sjón- armið Björns. Búið sé að samþykkja tvo hluta af þremur á svæðinu en at- hugasemdum við þriðja hluta megi skila til 24. maí og þá muni hún skoða athugasemdir með opnum huga. Því sé ekki útilokað að hún muni taka undir sjónarmið Björns að skoða eigi möguleikann á að stækka opið rými og minnka byggingarmagn. Skipulag Landssíma- lóðar í Grafarvogi Æskilegt að ná sátt við íbúa ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.