Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vorhátíð LHÍ, Listasafn Reykja- víkur - Hafnarhús kl. 14 Hljóð- og video- uppákoma. Port Hafnarhússins kl. 16 Tísku- sýning – lokaverkefni útskrift- arnemenda í textíl og fatahönnun. Nemendaleikhúsið, Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13 kl. 20 Tvö Hús – hátíðarsýning. Á MORGUN Pétur Gautur Svavarsson opnar formlega málverkasýningu í Galleríi Landsbankans á vefnum og fer opn- unin fram á Kaffi Sólon í Banka- stræti kl. 17–19. Höllin, Vestmannaeyjum, kl. 20 Skagfirska söngsveitin flytur bæði erlend og innlend lög, m.a. eftir F. Schubert, J. Brahms, E. Elgar, J. Denever, Inga T. Lárusson og Björgvin Þ. Valdimarsson. Þá verð- ur sungin syrpa af íslenskum söng- lögum í útsetningu söngstjórans, Björgvins Þ. Valdimarssonar, m.a. lög eftir Oddgeir Kristjánsson og Ása í bæ. Einsöngvarar eru Óskar Pétursson tenór og kórfélagarnir Ragna Bjarnadóttir, Lára Hrönn Péturs- dóttir og Guðmundur Sigurðsson. Undirleikari er Sigurður Marteins- son. Í DAG DANSLEIKHÚSIÐ frumsýndi fjögur dansverk á nýja sviði Borgar- leikhússins miðvikudaginn síðastlið- inn. Dansleikhúsið samanstendur af ungum dönsurum og danshöfundum. Því er ætlað að vera vettvangur fyrir atvinnudansara og danshöfunda framtíðarinnar. Það var Katrín Ingvadóttir, liðsmaður Íslenska dans- flokksins, sem reið á vaðið með verk sitt Vita. Engar upplýsingar um verk- ið fylgja í dagskránni en eftir því sem undirrituð kemst næst fjallar það um lífskraftinn. Kona með hring um sig miðja sem minnti á blómum prýdda og grösuga fjallshlíð, leið inn á sviðið. Hún hreyfði efri hluta líkamans mjúklega. Fleiri dansarar klæddir dökkum kjólum bættust í hópinn og hófst verkið með hægum teygðum hreyfingum sem síðar færðust í aukana með tilheyrandi snerpu og flæði. Hringurinn eða brunnurinn var miðpunkturinn í verkinu. Hann var eins konar orkugjafi og var dansað út frá honum. Það er dulúð og drungi í verkinu og minntu dansararnir á dökkálfa úr ævintýri. Hugmyndin að verkinu var einföld og lífsbrunnurinn ágætis útgangspunktur. Dansararnir sem eru að stíga fram á sviðið sem at- vinnudansarar stóðu sig ágætlega. Þeir gáfu sig alla í dansinn en eiga nokkuð í land hvað varðar flæði í hreyfingum. Ágætis framtak hjá hópnum. Vision Kammerdansverk þeirra Lovísu Óskar Gunnarsdóttur og Sigurðar Halldórssonar var næst á dagskrá. Verkið er samkvæmt höfundum til- raun til að vinna samkvæmt hinni upprunalegu merkinu orðsins „mús- ík“, það er hreyfing. Þau spyrja hvort hljóðfæraleikur sé dans? Hvort dans- ari geti skapað tónlistina? Hvar mörkin milli dans og tónlistar liggja? Hvort hægt sé að ná algeru jafnvægi í samspili tveggja listforma? Hver ræður för og hefur frumkvæðið? Sellóleikarinn Sigurður Halldórsson gefur tóninn. Lovísa, eini dansari verksins, fikraði sig að honum klædd bláum léttum og klæðilegum kjól. Hún gerist nærgöngul og truflar tón- listarflutninginn með því að skyggja á nóturnar. Færir sig upp á skaftið og fjarlægir nóturnar, endar síðar á því að eiga beinan þátt í sellóleiknum með eigin hreyfingum. Í verkinu er farið alla leið í samspili tónlistar og dans. Það er jafnframt útgangspunkturinn í verkinu sem er einfalt í sniðum og vel uppbyggt. Dans Lovísu er fagmann- legur og hreyfingar hennar fallegar og henni eðlilegar. Samspilið milli Lovísu og Sigurðar var öruggt. Það er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Verkið er athyglisvert því nálgunin við spurningarnar sem þau kasta fram er frumleg og hugmyndirnar vel útfærðar. Þetta var vel lukkað dans- verk. Fló Hvítt tjald hylur veggi nýja sviðs- ins og gulri lýsingu er kastað á sviðið. Svartklæddir dansarar tínast inn á sviðið einn af öðrum. Þeir hreyfa sig við hljóð sem minnir á þungan véla- gný. Það er gjarnan teygja og snerpa í hreyfingunum hans Jóhanns Freys. Hann byggir upp stutta kóreógraf- íska kafla sem eru athyglisverðir. Opnun verksins var grípandi. Það hafði stíganda og rann vel áfram. Dansgerðin er ágætlega heilsteypt. Það vantar nokkuð upp á hreyfifærni dansaranna sem gerði það að verkum að hreyfingarnar voru stundum fyr- irsjáanlegar. Engu að síður hefur höf- undur gott auga fyrir getu dansar- anna til að útfæra hreyfingarnar og virðist mér sem hann leitist við að nýta það besta í hverjum og einum dansara. Með öðrum orðum, hann smíðar hreyfingarnar með tilliti til getu þeirra sem varð til þess að dans- ararnir áttu góða spretti í verkinu. Viðutan Í verkinu segir frá sirkusstjóra og draumsýn hans. Dansarar eru á víð og dreif um sviðið, sitjandi eða frosnir í ýmsum stellingum. Þeir eru í skraut- legum búningum og það ríkir nætur- lífsstemning. Lýsingunni er beint að sirkusstjóranum sem Ólafur Darri Ólafsson leikur. Hann biður áhorf- endur velkomna til að sjá og upplifa gleðina og glauminn en einnig það sem á bakvið hana býr. Ólíkar persón- ur koma við sögu og er atburðarásin leidd áfram af sirkusstjóranum. Höf- undar leggja mikið í dansverkið. Dramatíkin var á sínum stað og minnti uppbyggingin á verkinu nokk- uð á söngleik þó ekki væri mikið sungið í því. Hreyfingarnar eru í anda jazzballettsins og voru dansararnir á heimavelli enda dansgerðin innan þeirra hreyfigetu. Tónlistin ýtti undir léttleikann og glamúrinn í verkinu. Sirkusstjórinn var kröftugur og leið- andi og skrautlegir búningarnir gáfu persónunum líf. Dansararnir létu ekki sitt eftir liggja og lögðu sig alla fram. Verkið var auðvelt áhorfs og án mikilla listrænna átaka. Það má segja að það hafi runnið ljúflega frá upphafi til enda. Dansleikhúsið á þakkir skildar fyr- ir framtakið. Að mínu mati eiga dans- ararnir enn nokkuð í land en æfingin skapar meistarann. Þeim, danshöf- undum og öðrum aðstandendum sýn- ingarinnar hefur verið skapaður vett- vangur til að láta reyna á list sína og það er gleðiefni. Æfingin skapar meistarann Morgunblaðið/Sverrir Úr verkinu Fló eftir Jóhann Frey Björgvinsson í Dansleikhúsinu. DANSLEIKHÚS Nýja svið Borgarleikhússins Höfundur: Katrín Ingvadóttir. Tónlist: Human body orchestra og Pan sonic. Búningar/sviðsmynd: Katrín Ingvadóttir og Anna Norðdahl. Lýsing: Kári Gíslason. Dansarar: Ásdís Ingvadóttir, Ásta Bær- ings Bjarnadóttir, Íris María Stef- ánsdóttir, Sigyn Blöndal. Miðvikudagur 14. maí 2003. VITA Höfundur: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sig- urður Halldórsson. Tónlist: Snorri S. Birg- isson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Dansari: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. VISION Lilja Ívarsdóttir Höfundur: Jóhann Freyr Björgvinsson. Tónlist: Worm is green. Búningar/sviðsmynd: Jóhann Freyr Björgvinsson. Lýsing: Kári Gíslason. Dansarar: Anna Þóra Sveinsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Margrét Anna Ein- arsdóttir, Sigríður Soffía Nielsdóttir, Tinna Magnúsdóttir. FLÓ Höfundar: Irma Gunnarsdóttir, Jón Gunn- ar Þórðarson. Texti: Jón Gunnar Þórð- arson. Tónlist: Amón Tóbin. Búningar/ sviðsmynd: Irma Gunnarsdóttir, ráðgjöf: Hlín Gunnarsdóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Dansarar og leikendur: Ólafur Darri Ólafs- son, Ásdís Ingvadóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Ásta Bærings Bjarnadóttir, Íris María Stefánsdóttir, Sigyn Blöndal og Ylfa Thordarson. VIÐUTAN FÆREYINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík er sextíu ára um þessar mundir og verður af til- efninu haldinn menningardag- ur í Menningarhúsinu við Fjörukrána í Hafnarfirði á morgun, laugardag. Dagskráin hefst kl. 14 með því að dr. Eyð- un Andreassen prófessor í þjóðháttafræði við Fróðskapar- setur Föroya fjallar um fær- eyska dansinn frá ýmsum sjón- arhornum. Eyðun flytur mál sitt á skandinavísku. Þá mun Havnar dansifelag sýna ýmsa dansa og gefst gestum tækifæri á að taka þátt. Vésteinn Ólason prófessor í þjóðháttafræði við HÍ fjallar um þau kvæði á Ís- landi sem hafa sama grunn og færeysku kvæðin. Þá fjallar Ragnvald Larsen um upphaf flugsamgangna milli Færeyja og Íslands. Að lokum verður stiginn færeyskur dans með þátttöku þeirra sem vilja. Aðgangur er ókeypis. Færeysk- íslenskur menning- ardagur KLING & Bang nefnist nýtt gallerí sem opnað verður á Laugavegi 23 í dag kl. 17. Að galleríinu standa tíu myndlistarmenn: Daníel Björnsson, Erling Þ.V. Klingenberg, Guðrún Benónýsdóttir, Hekla Dögg Jóns- dóttir, Kristinn Pálmason, Nína Magnúsdóttir, Sara Björnsdóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson og Úlfur Grönvold. Hópurinn á það sameiginlegt að vera virkir myndlistarmenn sem hafa menntast og /eða unnið bæði hérlendis og erlendis. „Markmiðið er að skapa lifandi og leiftrandi vettvang fyrir fram- sækna íslenska myndlist,“ segir Sirra Sigrún. „Samstarf við erlenda listamenn og gallerí er í burð- arliðnum og er ætlunin að vera stórtæk í því samstarfi. Við munum verða djörf í verkefnavali og með óvæntum nýjungum skapa spennu í lista- og menningarlífið og lýsa eins og kyndill í ljósaskiptunum.“ Þrjú myndbandsverk Fyrstur til að sýna í hinu nýja galleríi er Börkur Jónsson og er það jafnframt hans fyrsta einkasýn- ing. Hann sýnir þrjú myndbands- verk. Börkur notar ýmiskonar sér- smíðaðan útbúnað og tæki sem „stjórna“ upptökutæki myndband- anna. Listamaðurinn gefur for- senduna fyrir verkunum en hefur takmarkaða stjórn á útkomunni þar sem ólíkur útbúnaðurinn lýtur ólík- um lögmálum. Börkur útskrifaðist á síðasta ári með mastersgráðu í myndlist frá Listaakademíunni í Helsinki og frá Myndlista- og handíðaskólanum 1999. Sýningin stendur til 1. júní. Gall- erí Kling & Bang er opið miðviku- daga til sunnudaga kl. 14-18. Framsækin list í nýju sýningarrými Úr myndbandsverki Barkar Jóns- sonar í Galleríi Kling & Bang. Í LISTASAFNI Íslands stend- ur nú yfir viðamikil skráning á verkum listakonunnar Júlíönu Sveinsdóttur í tilefni yfirlits- sýningar á verkum hennar sem haldin verður í listasafninu næsta haust. Listasafnið leitar nú til almennings um upplýs- ingar um verk Júlíönu í einka- eign svo hægt sé að gera heild- stæða skrá um listaverk hennar hérlendis. Júlíana Sveinsdóttir er einn af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar og ein fyrsta konan á Íslandi sem gerði myndlistina að ævistarfi sínu. Júlíana starf- aði mest í Danmörku en ís- lenskt landslag, og þá sérstak- lega æskustöðvar hennar í Vestmannaeyjum, skipar stærstan sess í verkum hennar. Júlíana fékkst bæði við listmál- un og listvefnað og verða list- vefnaði hennar gerð góð skil á yfirlitssýningunni. Gefin verður út bók um myndlist Júlíönu á íslensku og ensku í tilefni sýningarinnar. Skráninguna annast Harpa Þórsdóttir listfræðingur. Leitað að verkum Júlíönu MEÐAN kvikmynda-hátíðin í Cannes er íheimsfréttum hefurbíólíf Parísarbúans sinn gang, ósnortið af öðrum kvikmyndahátíðum en þeirri sem fer samfleytt fram í borginni. Enn er byggt yfir kvikmyndir í París. Fyrir um þremur mán- uðum var opnað glæsilegt og gagnsætt bíómusteri, MK 2 Bibl- iotheque, við Bibliotheque nat- ionale í þrettánda hverfi. Þangað er greið leið í nýtískuneðanjarð- arlest, línu 6, og stigið út á Quai de la gare. Í miðbænum er Châtelet ein af stöðvunum til að komast á þessa línu. Í bíómiðstöðinni nýju eru fjór- tán salir, sem 2.700 manns kom- ast fyrir í, og tekur sá stærsti 600 manns. Lögð er áhersla á að sýna myndirnar á upprunalegu tungumáli, v.o., og þurfa bíógest- ir því til dæmis ekki að óttast þann voða að sitja uppi með á frönskumælandi Clint Eastwood. Fjögur veitingahús eru í þess- ari miðstöð og heitir það fínasta „Jules et Jim“ eftir mynd Truff- auts. Þarna eru líka verslanir og sýningarsvæði, gata og torg með eukalyptustrjám, þannig að gest- urinn nýtur þess að vera úti í sýndarveruleika. Þótt nóg sé við að vera íþessari samstæðu heil-an dag þá er næstasamstæða enn meira heillandi fyrir minn smekk, bókasafnið sjálft, Bibliotheque nationale, kennt við François Mitterand. Safnið er í fjórum skýjakljúfum sem hafa hlutföll A4-blaðsíðu, galdraverk í stóru og smáu, inni og úti. Jafnvel fyrir þá sem eru frábitnir bókum en hafa áhuga á hönnun, til dæmis húsgagna og ljósa, er þetta góð- ur staður, og ég mæli hástöfum með því að það sé skoðað, já og sest í stólana sem eru svo ný- tískulegir að þeir virðast óþægi- legir. En það er auðvitað ekki rétt heldur eru þeir fullkomnir til þess að gleyma sér í við lang- an lestur. Fyrir bókafólk er ekki bara bækur að hafa á þessum ótrú- lega stað, heldur er líka blómlegt og lifandi starf í skýjakljúfunum og höfundar kynntir við bestu aðstæður sem ég hef séð. Ef það verður fullt út úr dyrum tekur nýr salur við og sjónvarpsskjáir og ekki leyft að rápa inn á vett- vang eftir að leikur hefst. Hér eru líka vikulegir tónleikar og sýningar af ýmsu tagi stöðugt í gangi, enda nóg salarkynni og það sem meira er, fjármagn til þess að virkja þau. Nú er svo komið aðhvergi í París ersamþjappaðra fram-boð af menningu en í þrettánda hverfi, bókasafninu og bíómiðstöðinni. Enda er svæðið í tísku og engin skömm að láta sjá sig þar. Fyrir framan MK 2 bíómið- stöðina er runa af veitingahúsum þar sem hægt er að sitja úti á stétt og horfa yfir lestarteina. Það er af einhverjum ástæðum sérlega upplífgandi, kannski vegna þess að lestarteinar liggja eitthvað, og eftir þeim er hægt að komast í ný skemmtilegheit. Ég mæli með ítölskum veit- ingastað í þessari runu, sem læt- ur lítið yfir sér en svíkur ekki. Og þótt það komi þessari til- teknu menningarferð í þrettánda hverfi síst við er sérlega góður kostur fyrir þá sem eru einir á ferð og þurfa huggun, hvar sem er í evrópskri borg, ekki síst rit- höfunda, tónskáld eða óp- erusöngvara eftir hljómleika, að leita í staðgóðan ítalskan faðm þar sem heitt pastahjarta slær. B í ó k v ö l d í P a r í s Bíó- og bóka- musteri í þrett- ánda hverfi Eftir Steinunni Sigurðardóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.