Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri var sá fyrsti sem keypti „Góða álf- inn“ frá SÁÁ. Þórólfur keypti „Góða álfinn“ af þeim Unni Ósk Rúnarsdóttur, 13 ára og Kristjönu Sæunni Ólafsdóttir, 12 ára, frá Fim- leikafélaginu Gerplu. Allir félagar úr Fimleikafélaginu Gerplu ætla að taka þátt í þessu átaki helgina 16.–18. maí. SÁÁ þakkar borgarstjóra, þjóðinni og ekki síst sölufólki fyrir þetta mik- ilvæga framlag til þess að styrkja meðferðardeild fyrir 14–19 ára unglinga á Vogi og til að efla fé- lagslega starfið þegar unglingarnir koma úr meðferð. Á síðasta ári komu tæplega 300 ungmenni á aldrinum 14–19 ára í meðferð til SÁÁ. Sérstök unglinga- deild hefur verið rekin á Vogi frá því í ársbyrjun 2000. Til viðbótar við meðferðina býður SÁÁ unga fólkinu upp á félagslega samveru að lokinni meðferð. Þannig gengur þeim betur að halda sig frá vímu- efnunum. Verulegur hluti af þessari aðstoð við unga fólkið er fjármagnaður með sjálfsaflafé SÁÁ og er álfasal- an einn stærsti þátturinn í þeirri fjáröflun, segir í fréttatilkynningu. Borgarstjóri kaupir fyrsta álfinn HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur sýknað sveitarfélagið Rangárþing eystra af kröfum Eggerts Haukdals, fyrrverandi oddvita Vestur-Land- eyjahrepps, sem krafðist 4,1 milljón- ar króna vegna vangreiddra launa fyrir árin 1994–1998 auk endur- greiðslu- og bakfærslukrafna og vaxtakrafna. Málið höfðaði Eggert gegn V- Landeyjahreppi, en hreppurinn var sameinaður sex öðrum og ber nú heit- ið Rangárþing eystra. Hófst máls- höfðunin í kjölfar dóms Hæstaréttar þann 17. maí 2001 þar sem Eggert var dæmdur í tveggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Í sama dómi var hann sýknaður af ákæru um umboðssvik í opinberu starfi með því að hafa hinn 27. desember 1994 misnotað aðstöðu sína til að gefa út í nafni hreppsins, án þess að hreppsnefnd samþykkti, skuldabréf til Búnaðarbanka Íslands, að fjárhæð 1.035.000, með sjálfskuld- arábyrgð ákærða og tveggja annarra hreppsnefndarmanna, og eignfæra þá fjárhæð á viðskiptareikning á nafni jarðarinnar Eystra-Fíflholts. Ákærða var gefið að sök að hafa varið lánsfénu að meginhluta til greiðslu á skuldabréfi frá 1991 að fjárhæð 622 þúsund krónur, sem var rekstri hreppsins óviðkomandi. Hæstiréttur sýknaði Eggert af þessum ákærulið á þeim forsendum m.a. að hreppurinn hefði ekki skaðast fjárhagslega vegna aðgerða hans í tengslum við jarðarkaupin, en ósann- að væri að auðgunarásetningur hefði legið að baki gjörðum hans. Óljóst hverjir undirrituðu kaupsamning Í kjölfar dómsins hóf Eggert að innheimta meinta skuld hjá Rangár- þingi eystra vegna þeirra greiðslna sem hann hafði innt af hendi til V- Landeyjahrepps í þeirri trú að hann hefði verið í skuld við hreppinn. Byggði Eggert kröfur sínar m.a. á því að Hæstiréttur hefði staðfest að til- greindar tölur, kr. 172.449 frá 1991 og 1.035.000 frá 1994, á viðskiptareikn- ingi Eggerts hjá sveitarfélaginu, væru ekki skuldir hans við sveitarfé- lagið heldur greiðslur sem sveitarfé- laginu hafi borið að greiða vegna ábyrgðar er tengdust kaupsamningi um Eystra-Fíflholt. Eggert hafi aldr- ei borið persónulega ábyrgð fyrir sveitarfélaginu á greiðslu þessara fjárhæða og því hafi aldrei átt að færa þær á viðskiptareikning hans hjá sveitarfélaginu. Héraðsdómur segir m.a. í niður- stöðu sinni að þar sem umræddur kaupsamningur hafi ekki verið lagður fram sé óljóst hverjir undirrituðu hann. Ósannað væri að sveitarfélagið hefði tekið á sig umræddar fjárskuld- bindingar, enda hafi það ekki verið á færi Eggerts að skuldbinda sveitar- félagið með þeim hætti sem gert var í kaupsamningnum. Með hliðsjón af þessu og samkvæmt skýlausu banni sveitarstjórnarlaga við því að binda sveitarsjóð við sjálfskuldarábyrgð á skuldbindingum annarra en stofnana sveitarfélagsins, gat sveitarfélagið ekki orðið að lögum bundinn við þessa ábyrgðaryfirlýsingu. Dómurinn segir að Eggert hafi kosið að endurgreiða hluta þeirra ábyrgða sem færðar höfðu verið á hreppinn vegna meintra ábyrgða hreppsins. Það leiddi af þeirri niður- stöðu dómsins að ekki hafi verið heimild til þess að skuldbinda stefnda með þeim hætti sem gert var, að Eggert gat ekki átt endurkröfu á hendur sveitarfélagsins vegna þessa og var kröfu hans því hafnað. Þá var byggt á því að meint skuld Eggerts skv. bókhaldi 31. desember 1995 að fjárhæð kr. 500.842 ætti ræt- ur að rekja til bókhaldsmistaka. Dómurinn taldi hins vegar ósannað að Eggert ætti þessa kröfu á hendur sveitarfélaginu m.a. sökum þess að á grundvelli framlagðra gagna væri ekki unnt að staðreyna réttmæti bók- haldsfærslna þeirra sem Eggert byggði kröfuna á. Þá var byggt á því að laun hans fyr- ir tímabilið 1994–1998 hafi verið van- reiknuð um alls rúmar 2,6 milljónir króna. Dómurinn sýknaði sveitarfé- lagið af kröfunni á þeim forsendum m.a. að Eggert hefði ekki sýnt fram á að laun oddvita væru háð sérstakri ákvörðun hreppsnefndar. Hins vegar væri fært til bókar í fundargerð hreppsnefndar frá 5. júní 1994 að hann hafi sjálfur talið oddvitalaun vera 6% af tekjum sveitarsjóðs. Taldi dómurinn ósannað af hálfu Eggerts að laun hans hafi átt að vera önnur en þau sem hann hefði móttekið og stað- fest væru í ársreikningum. Málið dæmdu Ingveldur Einars- dóttir dómsformaður, meðdómend- urnir Garðar Valdimarsson, hrl. og lögg. endurskoðandi, og Hallgrímur Þorsteinsson, lögg. endurskoðandi. Kröfum Eggerts hafnað Í BÓKUN borgarfulltrúa sjálfstæð- ismanna um ársreikning Reykjavík- urborgar fyrir árið 2002 kemur fram að ársreikningurinn sýni glögglega að Reykjavíkurlistinn hafi fyrir löngu misst tökin á fjármálastjórn borgar- innar. „Ársreikningurinn staðfestir enn hærri skuldir en áður, mikinn taprekstur borgarsjóðs og töluverð frávik frá áætlunum. Skuldir hækka sem nemur tapinu og ef leiðrétt er vegna fjármagnsliða er munurinn enn meiri. Eigið fé A- hluta borgarsjóðs rýrnaði um nálægt 1,0 milljarð á árinu, en hefði rýrnað meira með leiðréttingum. Eigið fé A og B-hluta rýrnaði um u.þ.b. 300 milljónir, en hefði rýrnað meira með svipuðum leiðréttingum á fjármagns- liðum. Heildarskuldir Reykvíkinga án lífeyrisskuldbindinga voru í lok árs 57,2 milljarða króna. Árið 2001 voru þessar skuldir 47,6 milljarðar og hafa því hækkað um 20% milli ára. Hækkandi heildarskuldir borgarsjóðs Það vekur sérstaka athygli að heildarskuldir borgarsjóðs án lífeyr- isskuldbindinga hækka einnig, þær voru 15,5 milljarðar árið 2001 en 18,5 árið 2002 og hafa því hækkað um 20%. R-listinn hefur á undanförnum árum viljað hrósa sér af því að hafa ekki hækkað skuldir borgarsjóðs. Eins og sjálfstæðismenn hafa marg- oft bent á hefur staða borgarsjóðs verið fegruð með millifærslum og skuldir samstæðunnar hafa vaxið gríðarlega. Rekstrartap A-hluta fyrir fjár- magnsliði var um 4,0 milljarðar króna á síðasta ári. Rekstrartap A og B-hluta fyrir fjármagnsliði var um 3,3 milljarðar króna á árinu. Þetta eru þær tölur sem helst eru sambæri- legar á milli ára. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 1,0 milljarð á árinu, en þá hafði verið tekið tillit til fjármagnsliða, en undir þá falla með- al annars óreglulegar tekjur vegna gengismunar. Áætlun var um tæplega 900 millj- óna króna rekstrarafgang af A-hluta borgarsjóðs fyrir fjármagnsliði. Nið- urstaðan var tap upp á um 4,0 millj- arða króna. Þar munar 4,9 milljörð- um. Mismunur kemur fram í mörgum liðum. Áætlun var um u.þ.b. 1,6 milljarða afgang af A-hluta borg- arsjóðs en niðurstaðan var tap upp á 1,0 milljarð. Þar munar 2,6 milljörð- um. Munurinn væri enn meiri ef leið- rétt væri fyrir óreglulegum liðum, eins og gengismun.Sama er hvert lit- ið er varðandi fjármálastjórn Reykja- víkurborgar, hún er með öllu óviðun- andi, útgjöld eru meiri en áætlað var, skuldir hækka, áætlanir standast ekki og fulltrúar R-listans neita að viðurkenna og horfast í augu við þessar staðreyndir.“ Bókun sjálfstæðismanna um ársreikninginn R-listinn misst tökin á fjármálastjórninni ÁRSREIKNINGUR Reykjavíkur- borgar árið 2002 var samþykktur í síðari umræðu í borgarstjórn í gær með 15 samhljóða atkvæðum. Í bókun Reykjavíkurlistans vegna ársreikningsins, sem Þórólfur Árna- son borgarstjóri kynnti, kom fram að horfið hefði verið frá sértækri reikn- ingsskilaaðferð við gerð ársreikninga sveitarfélaga og væru þau færð til samræmis við almenn reikningsskil fyrirtækja. Ný framsetning ársreiknings tor- veldar nokkuð samanburð milli ára og gerir greiningu á frávikum frá fjár- hagsáætlun flóknari. Eftir frávika- greiningu er heildarrekstrarútkoma málaflokka 21.859 milljónir kr., sem er 0,1% undir fjárheimildum. Skatt- tekjur voru í fjárhagsáætlun áætlaðar 27.204 milljónir króna en niðurstaðan varð 26.776 milljónir. „Skýringin er sú að tekjur af fasteignagjöldum voru ofáætlaðar en óvissa var varðandi þann þátt vegna almenns endurmats eigna hjá Fasteignamati ríkisins,“ sagði borgarstjóri. Rekstrarafkoma Reykjavíkur, A- og B-hlutar, var jákvæð um 2.496 milljónir kr. Rekstrartekjur ársins voru fyrir samantekin A- og B-hluta 48.602 milljónir kr. og rekstrargjöld 51.878 milljónir kr. Hreinar fjár- munatekjur voru 3.306 milljónir kr. Eigið fé Reykjavíkurborgar í árslok nam 86.604 milljónum kr. og hand- bært fé frá rekstri borgarinnar A- og B-hluta 6.631 milljón kr., eða 13% af rekstrartekjum, en hefði að óbreytt- um reikningsskilum verið 13,7%. Handbært fé frá rekstri A-hluta var 11,9% af skatttekjum en hefði að óbreyttu verið 13,5%. Fjárfestinga- hreyfingar voru samtals 16.181 millj- ón kr. og var þeim mætt með framlagi frá rekstri og nýjum langtímalánum. Skuldir A-hluta voru í árslok 18.539 milljónir kr. og hækkuðu um 3.046 milljónir kr. milli ára. „Skýringa er einkum að leita í breyttum reiknings- skilareglum, en samkvæmt þeim eru orlofsskuldbindingar að fjárhæð 845 milljónir kr. nú færðar til skuldar, en voru áður utan efnahags. Það á líka við um skuldbindingar vegna Skauta- hallarinnar og vegna áhorfendastúku á Laugardalsvelli samtals að fjárhæð 260 milljónir. Þá eru nú færðar til skuldar fyrirfram innheimtar tekjur vegna gatnagerðargjalda og framlag úr jöfnunarsjóði vegna skólabygginga að fjárhæð 1.081 milljón kr. sem áður voru færðar til lækkunar á fjárfest- ingarkostnaði ársins,“ sagði borgar- stjóri. 57 milljarða kr. skuldir A- og B-hluta Samanteknar skuldir A- og B-hluta voru í árslok 57.111 milljónir kr. og lækkuðu um 9.646 milljónir kr. Helstu skýringar, voru þær að Orkuveitan hefur gert upp lífeyrisskuldbindingu gagnvart Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og hækkar það langtímaskuldir um 2.742 milljónir króna. Vegna framkvæmda og ann- arra fjárfestinga hækka skuldir Orkuveitunnar um 1.500 milljónir króna, hjá Reykjavíkurhöfn um 800 milljónir og hjá Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins um 300 milljónir. Þá hækka skuldir um 700 milljónir hjá Félagsbústöðum vegna kaupa á fé- lagslegu leiguhúsnæði. „Rekstur stofnana og fyrirtækja Reykjavíkur er byggður á traustum grunni,“ sagði borgarstjóri. „Því til stuðnings er nærtækast að horfa á lykiltöluna handbært fé frá rekstri, en hún segir til um það hve miklu fé rekstur skilar til að standu undir fjárfestingu og nið- urgreiðslu skulda. Handbært fé frá rekstri borgarsjóðs nam 3.191 milljón króna og frá rekstri samanlagðs A- og B-hluta nam þessi fjárhæð 6.231 milljón kr. Þetta segir að bæði borg- arsjóður og fyrirtæki borgarinnar hafa mikla getu til að standa undir niðurgreiðslu skulda. Þannig eru meginniðurstöður ársreiknings árið 2002 að stöðugleiki ríkir í rekstri borgarinnar, að sú vinna sem lögð hefur verið í að efla áætlanagerð og fjármálastjórn einkennist af festu.“ Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2002 samþykktur Rekstrarafkoma borgarinn- ar jákvæð um 2,5 milljarða „MUNURINN á milli stjórnar og stjórnarandstöðu með tilliti til fjölda þingsæta er ákaflega lítill,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins um ástæð- ur þess að flokkurinn hefur krafist þess við allar yfirkjörstjórnir lands- ins að atkvæði í nýliðnum Alþing- iskosningum verði endurtalin. Flokkurinn fer fram á endurtaln- ingu af öryggisástæðum og biður um að talning utankjörfundarat- kvæða og vafaatkvæða verði skoðuð sérstaklega. Þorvaldur Lúðvíksson, formaður landskjörstjórnar, telur ólíklegt að farið verði að kröfu frjálslyndra. Hann segir engin fordæmi fyrir því að endurtalið hafi verið í alþingis- kosningum og minnist þessi ekki að krafa um það hafi áður komið fram. Endurtalið í Reykjavík 1978 Guðjón Arnar bendir á að í kosn- ingalögum sé ekki kveðið á um hve- nær endurtalning atkvæða eigi að fara fram. „Eina dæmið sem við höf- um er frá borgarstjórn Reykjavíkur 1978 þegar yfirkjörstjórn í Reykja- vík tók ákvörðun um það að það skyldi endurtalið þar sem munurinn væri svo lítill.“ Guðjón Arnar segist telja að sömu rök eigi við núna. Þorvaldur segir hverja og eina yf- irkjörstjórn taka ákvörðun um hvort farið verði að kröfu flokksins. „Um- boðsmenn eru búnir að samþykkja talninguna í öllum kjörstjórnum án athugasemda nema varðandi vafa- atkvæði í Suðurkjördæmi. Þá er það sent til dómsmálaráðuneytisins, svo til þingsins sem sker úr um þetta.“ Leiðbeiningar misjafnar „Það eru líka ýmis önnur atriði sem við viljum fá á hreint,“ segir Guðjón Arnar. „Við viljum vita hvort að leiðbeiningar milli kjör- dæma eru eins, t.d. hvernig vafa- atkvæði eru túlkuð, við höfum dæmi um að þau hafi verið túlkuð misjafnt í kjördæmunum. Við viljum fá að vita hvernig farið er með utankjör- fundaratkvæði. Við viljum vita hvort að framkvæmdin er eins á milli kjördæma. Framkvæmdin er í ýms- um atriðum á skjön við kosningalög- in.“ Frjálslyndir vilja endurtalningu atkvæða Framkvæmd á skjön við kosningalögin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.