Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 25 ÚT ER komin bókin Minni um nokkra íslenska listamenn eftir Gylfa Þ. Gíslason. Gylfi var lengi prófessor í hagfræði í viðskiptadeild Háskóla Íslands, en einnig alþingismaður í áratugi og menntamálaráðherra í fimmtán ár. Hann er líka kunnur fyr- ir sönglög sín. Bókin inniheldur greinar um ýmsa fremstu listamenn Íslendinga á tuttugustu öld, en marga þeirra þekkti Gylfi náið. Meðal þeirra eru séra Friðrik Friðriksson, Gunnar Gunnarsson, Gunnlaugur Scheving, Halldór Kilj- an Laxness, Jóhannes S. Kjarval, Jón Helgason, Jón Leifs, Jón Stef- ánsson, Nína Tryggvadóttir, Páll Ís- ólfsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Sigurður Nordal, Stefán Íslandi, Svavar Guðnason, Tómas Guð- mundsson, Valur Gíslason, Þorvald- ur Skúlason, Þórarinn Guðmunds- son og Þórbergur Þórðarson. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Minni um nokkra íslenska listamenn Gylfi Þ. Gíslason VORSÝNING nemenda Mynd- listarskóla Kópavogs, sem er til húsa á 3. hæð í Fannborg 9, verð- ur á morgun og á sunnudag kl. 13– 18. Myndlistarskóli Kópavogs á 15 ára afmæli um þessar mundir og verður skjávarpamyndasýning úr starfi skólans meðan á sýningunni stendur. Skólastjórar eru þær Ingunn Erna Stefánsdóttir og Sigríður Einarsdóttir en 11 kennarar eru við skólann. Á sýningunni eru verk eftir alla nemendur á vorönn skólans en yf- ir 300 nemendur voru á önninni og kennt var í 18 fullorðinsdeildum og skiptust þær í teiknun, leirmót- un, vatnslitamálun og málun, en þar voru flestir nemendur. Börn og unglingar voru í 11 deildum í teiknun, málun og mótun. Ennfremur verða myndir nem- enda í Bókasafni Kópavogs á opn- unartíma þar út næstu viku. Vorsýningu Iðnskólans í Hafn- arfirði verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 14 og verður opin alla daga frá kl. 13-17 fram til 31. maí. Myndlistarskóli Kópavogs 15 ára Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39 Sýningu Péturs Magnússonar og Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur lýkur á sunnudag. Skuggi er opinn frá kl. 13-17 alla daga, nema mánudaga. Listasalurinn Man Skólavörðustíg Málverkasýningu Ellu Magg lýk- ur á sunnudag. Opið á laugardag og sunnudag kl. 15-18. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýningu Tolla lýkur á sunnudag. Sýningum lýkur ÞINGEYINGAKÓRINN heldur tónleika í Fella og Hólakirkju á morgun kl. 16:00. Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum, meðal annars eftir þingeyska höfunda. Frumflutt verður nýtt lag eftir einn þeirra, kór- stjórann Kára Friðriksson. Kórinn syngur nokkra negrasálma, einnig hefðbundin alþekkt kórlög, dægur- lög fyrri ára og endar á óperettu- syrpu eftir Emmerich Kalman. Þingeyingakórinn var stofnaður haustið 1999. Stjórnandi hans frá upphafi hefur verið Kári Friðriks- son. Undirleikari er Arngerður María Árnadóttir. Þingeyinga- kórinn syngur VITAR á Íslandi – Leiðarljós á landsins ströndum 1878–2002 hlýtur viðurkenningu sem besta frum- samda íslenska fræðibókin fyrir full- orðna árið 2002. Bókin er gefin út af Siglingamálastofnun og er skráð af Kristjáni Sveinssyni, sagnfræðingi, Guðmundi Bernódussyni, fyrrver- andi vitaverði og Guðmundi L. Haf- steinssyni, arkitekt. Í frétt Félags bókasafns- og upplýsingafræða segir m.a., að úrslitaáhrif við valið hafi haft að um brautryðjandaverk væri að ræða, þ.e. fyrsta heildarritið um vita á Íslandi, ótvírætt handbókar- gildi og sérstaða bókarinnar. Fræðibók ársins 2002 Um þessar mundir fagnar Tónmenntaskóli Reykjavíkur hálfrar aldar afmæli sínu. Skólinn var stofnaður haustið 1952 af dr. Heinz Edelstein og er því næstelsti tónlistarskólinn í Reykjavík. Þúsundir nemenda hafa stundað tónlistarnám í Tónmennta- skólanum og í gamla Barnamúsíkskólanum, forvera hans. Með markvissri uppeldisstarfsemi hefur skólanum tekist að leggja góðan grunn að tónlistarmenntun fjölmargra einstak- linga sem sumir hverjir hafa orðið þekktir tónlistarmenn og hljóðfæraleikarar. Tónmenntaskóli Reykjavíkur heldur upp á merkisafmælið með því að efna til tveggja daga tónlistarveislu í Salnum, tónlistar- húsi Kópavogs. Fram koma margir þekktir hljóðfæraleikarar sem flytja valdar perlur klassískra tónbókmennta. Hljóðfæraleikararnir eru svo til allir fyrrverandi nemendur gamla Barnamúsíkskólans og Tónmenntaskólans. Miðasala í Salnum er opin virka daga kl. 9.00-16.00 og klukkustund fyrir tónleika. Ludwig van Beethoven: Bei Männern welche Liebe fühlen Byggt á stefi úr Töfraflautunni eftir W. A. Mozart Flytjendur: Gunnar Kvaran, selló Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó Antonin Dvorák: Serenaða fyrir strengi í E-dúr op. 22 Moderato Tempo di Valse Scherzo: Vivace Larghetto Finale - Allegro Vivace Flytjendur: Strengjasveit Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir HLÉ Johannes Brahms: Ungverskur dans nr. 1 í útsetningu Joachims Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó Johannes Brahms: Píanókvintett í f-moll op. 34 Allegro non troppo Andante, un poco Adagio Scherzo-Allegro Finale-poco sostenuto, Allegro non troppo Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, 1. fiðla. Sigurlaug Eðvaldsdóttir, 2. fiðla. Helga Þórarinsdóttir, víola. Gunnar Kvaran, selló. Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. J. S. Bach: 3 kaflar úr Svítu nr. 1 í G-dúr Prelude Sarabande Gigue Einleikur á selló: Gunnar Kvaran Pjotr Ilich Tchaikovsky: Serenaða fyrir strengi í C-dúr op. 48 Pezzo in forma Sonatino, Andante non troppo- Allegro moderato Valse moderato, Tempo di Valse Elegie: Larghetto elegiaco Finale: Themo Russo, Andante - Allegro con Spirito Flytjendur: Strengjasveit Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir HLÉ Fritz Kreisler: Rezitativo og Scherzo fyrir einleiksfiðlu Flytjandi: Sigurbjörn Bernharðsson Robert Schumann: Píanókvintett í Es-dúr op. 44 Allegro Brilliante In modo d´una Marcia (un poco largamente) - Agitato Scherzo (Molto Vivace) Trios I, II Finale (Allegro non troppo) Flytjendur: Sigurbjörn Bernharðsson, 1. fiðla. Sif Tulinius, 2. fiðla. Ásdís Valdimarsdóttir, víola. Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló. Nína Margrét Grímsdóttir, píanó. Efnisskrá tónleikanna sunnudaginn 18. maí kl. 17.00: Efnisskrá tónleikanna mánudaginn 19. maí kl. 20.00: Daglegt flug til London Iceland Express flýgur til London alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.