Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 26
Í VAXANDI fjölmenningarlegri starfsemi í þjóðfélaginu virðist kirkj- an ekki vita hvernig hún á að haga sér og hvað hún á að segja. Það er alls ekki skammarlegt, heldur skiljanlegt. Forsenda fjölmenn- ingarlegs sam- félags er virðing fyrir gildismati hvers og eins. Grunnstefna kirkjunnar er hins veg- ar sú að boða og færa fagnaðar- erindið til hvers einasta einstaklings í heiminum og vissulega er árekstur milli þessara tveggja viðhorfa. Í hvaða átt á kirkjan að stefna til að komast hjá þessum árekstri? Sjálfsmynd allra jarðarbúa Til þess að hugsa málið vil ég fyrst og fremst skoða þann tíma og stað sem við lifum á þessari öld. Jörðin birtist núna skýrt fyrir augum okkar sem örk mannkyns. Í þeirri örk virk- ar aðskilnaðarstefna ekki lengur, en hún felst í því að menn byggi sjálfs- mynd sína á einkennum sem greina þá frá öðrum og dragi svo línu á milli þeirra og hinna. Stefna arkar jarðarinnar er frekar sambúðarstefna, þar sem sérhver hópur á jörðinni hlýtur sjálfsmynd sína í samhengi við aðra hópa og í samskiptum við þá. Ég segi um kirkjuna, að henni sé það ekki lengur nægilegt að aðgreina sig aðeins með kristilegum einkenn- um. Hún verði jafnframt að sýna fram á viðhorf t.d. til annarra trúar- bragða eða fólks sem er utan kirkj- unnar. Hvernig metur kirkjan mis- munandi trú fólks, sem er samferðarfólk okkar í örk jarð- arinnar? Horfir hún á það á upp- byggilegan hátt? Eða telur hún það aðeins vera viðtakendur fagnaðar- erindisins? Afstaða til þessa er ómiss- andi hluti af kristinni kirkju á 21. öld. Sjálfsskilgreining kirkjunnar á nefni- lega að ná til allra á jörðinni og sýna þeim fram á hver kirkjan er fyrir þá. Þannig verður kirkjan líka sjálf metin að verðleikum. Það er alls ekki róttækt eða ókirkjulegt að hugsa á þennan hátt. Það að þjóna náungum sínum, hverjir sem þeir eru, hefur alltaf verið hjart- sláttur kristinnar trúar. Engu að síður er fólgin ákveðin að- skilnaðarstefna í kristninni eins og í flestum trúarbrögðum. Trúarbrögð hneigjast yfirleitt að því að aðgreina fólk sem getur farið til himnaríkis frá hinum sem geta það ekki. Í kristni þróaðist þessi aðskilnaðarhugmynd í kirkjum í Evrópu en þær voru reynd- ar ríkjandi afl í sögu kristninnar. Að- skilnaðarstefnan var þannig annars vegar fólgin í yfirburðakennd krist- inna manna gagnvart íbúum utan Evrópu og hins vegar í áhugaleysi kristni á öðrum trúarbrögðum. Þessi yfirburðakennd og áhugaleysi er ástæða þess að kirkjan hefur lengi vanrækt að dýpka hugmyndir sínar um þá mannveru sem er ekki inni í kirkjunni. Að sjálfsögðu eru flestir kristnir menn í nútíma ekki lengur með slíka villu-hugmynd en afstaða hinnar evrópsku kristni breytist ekki svo auðveldlega. Guðfræðileg útleiðsla og aðleiðsla Aðskilnaðarstefna kirkjunnar er einnig nátengd trú á Biblíunni sem opinberun Guðsorðs. Biblían er dýr- mæt gjöf sem við skulum þiggja og það sem kveðið er á í henni er mæli- kvarði lífsins. Það sem er ekki talað um í Biblíunni þurfum við að hugsa og þróa samkvæmt henni. Þetta við- horf kallast guðfræðileg útleiðsla. „Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig“ segir Guð og þess vegna koma önnur trúarbrögð ekki til greina. Hugmynd um opinberun Guðsorðs er að vissu leyti aðskilnaðarstefna. Sem prestur virði ég mikils þessa opinberun en viðurkenni jafnframt hættuna á mis- notkun hugmyndar hennar. Guð- fræðileg útleiðsla getur verið hættu- leg þegar skilningur á orði Biblíunnar er rangur eða lélegur. Raunar getur maður „leitt út“ álit, um hvað sem er, eða um tiltekið málefni, að geðþótta sínum með því að misnota Biblíuna sjálfa. Aftur á móti er hugmyndin um örk jarðarinnar tengd við sambúð- arstefnu. Hún felur í sér viðurkenn- ingu á mannkyninu öllu sem sköpun Guðs og enginn er settur út af örk- inni. Hún hvetur okkur til að hugsa málin jafnframt út frá reynslu hvers og eins. Við lærum ýmislegt af reynslu okkar. Við getum skilið virði hverrar og einnar manneskju út frá okkar eigin lífi. Við verðum að meta þessa opinberun kærleika Guðs sem birtist okkur utan Biblíunnar. Þetta má kallast guðfræðileg aðleiðsla en hún gerir okkur kleift að sjá ýmislegt öðruvísi en á útleiðsluhátt. Lifa ekki margir búddistar sínu lífi í friði þótt þeir trúi ekki á Guð okkar? Geta trú- leysingjar ekki líka birt fegurð mann- eskju sem við getum hrósað? Guð- fræðileg aðleiðsla útilokar ekki þessar spurningar og pælingar. Hún reynir að mynda breiðara sjónarhorn sem rúmar hugtak, sem er hafnað í guðfræðilegu útleiðslunni. Guð- fræðilega aðleiðslan er guðfræði sem játar að kristni sé enn á leið þroskans. Ég held að kirkjan eigi að hafa að leiðarljósi bæði hina guðfræðilegu út- leiðslu og aðleiðslu. Of rík áhersla á útleiðsluna leiðir kirkjuna í öfga- stefnu. Of rík áhersla á aðleiðslu gerir kristna trú að almennri hug- myndafræði. Við verðum að halda jafnvægi á milli þessa tveggja. Með því munum við kristnir menn geta haldið trú okkar á Krist og um leið borið virðingu fyrir öðru gildismati. Ég tel að lykill kirkjunnar að fjöl- menningarlegu samfélagi liggi hér. Opnum dyrnar! Kirkjan í fjölmenningar- legu samfélagi Eftir Toshiki Toma UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Öryggis- og vinnuljós í miklu úrvali Ísetning á öllum ljósum LJÓS w w w .d es ig n. is © 20 03 RAFVÉLA VERKSTÆÐI Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 EINHVERN tímann á síðustu öld, þegar ég var smástrákur, man ég eft- ir að hafa velt fyrir mér undarlegu tákni á stað- greiðslunótum úr matvörubúðum og öðrum verslunum. Fyrir neðan nafn verslunarinnar kom breitt strik en ann- að nokkru grennra þar fyrir neðan. Þá komu fimm misbreiðir dálkar. Fyrir ofan þann fremsta stóð skammstöf- unin an. sem átti að tákna dagsetn- ingu. Fyrir ofan þann þriðja stóð skammstöfunin ein. sem þýddi ein- ingafjöldi og fyrir ofan þann fjórða var skrítið tákn; a sem hafði hreiðrað um sig inni í einskonar hring og leit út einhvernveginn svona: @. Það tákn- aði verð á hverri einingu sem keypt var. Fyrir ofan fimmta dálkinn stóð ýmist alls eða samt. sem þýddi heild- arverð. Þeir sem voru alvanir að lesa svona nótur vissu að setning eins og þessi: „an. 12/5 53 Pepsi Cola ein. 4 l. @ 1,50 samt. 6,00“ þýddi: „12. maí, 1953 voru keyptir fjórir lítrar af Pepsi Cola á eina krónu og fimmtíu aura hver lítri sem gerir samtals sex krónur.“ Táknið @ kom líklega hingað til lands úr ensku en á því tungumáli heitir það at sem er forsetning og get- ur þýtt ýmislegt, s.s. í, á, að og hjá. Það fer síðan svolítið eftir íslenskunni hvernig þýtt er, því eins og margir vita geta Íslendingar búið á einum firði eða í öðrum; á Siglufirði eða í Hafnarfirði. Það sama á við um víkur landsins; á Húsavík eða í Keflavík. Þegar enskumælandi útlendingar tala um að hafa verið í einhverju stóru landi eða stórborg nota þeir orðið in sem þýðir oftast nær í; in Germany, in Berlin, in Reykjavík, in Iceland (í Þýskalandi, í Berlín, á Ís- landi og í Reykjavík). Þeir segjast jafnvel hafa verið in Spain og in Ak- ureyri þótt við segjumst hafa verið á Spáni og á Akureyri. Orðið in þýðir því yfirleitt í en þó ekki alltaf. Það getur líka þýtt á, þótt enska orðið on þýði líka á; on horseback (á hestbaki). Orðið at þýðir hins vegar oftar á en hjá. Enskumælandi fólk gæti sagt; „I stayed at Hótel Borg“ sem þýðir „ég dvaldi á Hótel Borg“ eða einfaldlega „ég var á Hótel Borg“. Það væri ófært að þýða setninguna svona: „Ég dvaldi hjá Hótel Borg.“ Það gefur eiginlega til kynna að sofið hafi verið í svefnpoka á Austurvelli – rétt hjá Hótel Borg. Enska orðið by er betra að þýða sem hjá. Fyrir tæpum áratug fór almenn- ingur að sjá táknið @ í nýju sam- hengi, þegar tölvupóstur fór að ryðja sér rúms um víða veröld. Svokallaðar e-mail addressur (rafföng) gátu þá lit- ið út einhvernveginn svona: the- @centrum.is sem þýðir the (skamm- stöfun nafns) á netpósthúsinu centrum. Síðan kemur punktur og þá skammstöfunin is sem bendir til að netpósthúsið sé á Íslandi. Samkvæmt þessum vangaveltum finnst mér rétt að þýða rununa the@centrum.is svona; the á centrum punktur is en ekki the hjá centrum punktur is. Svo finnst mér fráleitt að gefa upp stafina vvv á netsíðum þegar stafirnir www eru þar í rauninni. Sá sem slær inn þrjú v í staðinn fyrir þrjú w kemst einfaldlega ekki inn á heimasíðuna sem hann vill heimsækja vegna þess að v og w eru gerólíkir stafir – en það er önnur saga. @ – á eða hjá? Höfundur er söngvaskáld og rithöfundur í Reykjavík. Eftir Þorstein Eggertsson FYRIR mörgum árum var það talin hefðbundin verkaskipting milli atvinnulífs og hins opinbera að atvinnulífið skyldi afla þess fjár sem nota ætti í samfélaginu, en hið opinbera að passa upp á um- hverfið, bæta fé- lagslegar að- stæður, annast heilbrigðismál o.s.frv. Þessi hug- myndafræði einkenndi iðn- aðarsamfélagið en nú má segja að menn hugsi öðruvísi. Aðilar sam- félagsins eru háðari hverjir öðrum en nokkurn tíma áður. Bæði at- vinnulíf og opinberir aðilar standa sífellt andspænis nýjum verk- efnum, sem þeir geta oft leyst á skilvirkari hátt með samstarfi sín á milli. Samkeppnishæfni og vel- ferð eflist í nánu samstarfi milli opinberra aðila og einkafyr- irtækja. Um þetta eru mörg dæmi þekkt frá öðrum löndum þar sem víða hefur verið stofnað til svæð- isbundins samstarfs sveitar- og héraðsstjórna, annarra opinberra aðila, fulltrúa atvinnulífsins og jafnvel félagasamtaka. Samstarf þetta er byggt upp með mismun- andi hætti og áherslur ekki alltaf þær sömu í starfseminni, því að- stæður eru oft ólíkar eftir löndum eða landsvæðum. Almennt eru þrenns konar markmið með slíku samstarfi: 1. Efling byggðarlaga og sveit- arfélaga á svæðinu. 2. Efling atvinnulífs á svæðinu. 3. Efling þekkingar og mennt- unar á svæðinu. Í tengslum við nýsamþykkt svæðisskipulag höfuðborgarsvæð- isins var unnið að því að sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu beittu sér fyrir stofnun samstarfs- ráðs fyrir svæðið í því skyni að skapa breiðan vettvang fyrir um- ræður og stefnumótun um málefni höfuðborgarsvæðisins sem heildar. Þessar hugmyndir náðu ekki fram að ganga á sínum tíma og kannski var ástæðan sú að þær voru mjög háleitar; stefnt var að því að ná yfir mjög vítt svið og þátttak- endur í samráðinu áttu að verða mjög margir. Ég held að flestir séu sammála um að samráð milli opinberra og atvinnulífs sé nauðsynlegt til þess að ná fram sameiginlegum hags- munum sem skipta máli fyrir alla. Með samstarfi af þessu tagi er hægt að ná fram samlegð- aráhrifum, með því er hægt að nýta betur þekkingu hvors aðila um sig í þágu sameiginlegra hags- muna og í sameiginlegum tilgangi. Þá er einnig augljóst að það er hægt að fjarlægja ýmsar hindr- anir og koma í veg fyrir ýmiss konar misskilning með nánu sam- starfi á milli þessara aðila. Markmið Aflvaka hf. eru m.a. að stuðla að auknu samstarfi milli at- vinnulífs og opinberra aðila og einnig að stuðla að auknu sam- starfi sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Nauðsyn meira sam- starfs milli sveitarstjórna og atvinnulífs hefur ítrekað verið rædd í stjórn félagsins, sem sam- anstendur af fulltrúum frá Borg- arstjórn Reykjavíkur og atvinnu- lífinu. Þar hefur verið ræddur sá möguleiki að ráðast neðar á garð- inn en gert var í sambandi við svæðisskipulagið og reyna að stuðla að samráði milli sveit- arstjórna og atvinnulífs á ákveðnum sviðum. Þar yrði þá um óformlegra og óbundnara samráð að ræða en stefnt var að með hug- myndunum um Samstarfsráð höf- uðborgarsvæðisins. Einn af þeim málaflokkum sem brenna mikið á atvinnulífinu eru innkaupa- og útboðsmál sveitarfé- laganna. Sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu eru stórir kaup- endur gagnvart atvinnulífinu, t.d. á verklegum framkvæmdum og þjónustu af ýmsu tagi. Af hálfu at- vinnulífsins hefur ítrekað verið bent á nauðsyn skýrra og gegn- særra reglna í þessum efnum. Innkaupa- og útboðsmál hafa al- mennt verið í brennidepli og mikið gerst í þeim á síðustu árum, við höfum t.d. þurft að taka upp Evr- ópureglur á því sviði. Í þessu sam- bandi má líka nefna að nú nýverið var samþykkt ný innkaupastefna fyrir Reykjavíkurborg, sem hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá at- vinnulífinu. Ákveðin stefna og reglur á þessu sviði tíðkast því miður ekki almennt innan sveitar- félaganna. Sem skref í þá átt að auka sam- starf og samráð á milli atvinnulífs og sveitarfélaga hefur Aflvaki hf. boðað til ráðstefnu um innkaupa- og útboðsmál sveitarfélaga mánu- daginn 19. maí nk. kl. 16.00 í sal A á Radisson Hótel Sögu. Á ráð- stefnunni mun verða fjallað ít- arlega um þessi mál og stöðu þeirra innan sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þar munu sjónarmið atvinnulífsins um stöðu þessara mála hjá sveitarfélög- unum á höfuðborgarsvæðinu koma fram og þar verður einnig fjallað um þær reglur sem eru í gildi hjá ríkinu og Reykjavíkurborg. Með ráðstefnunni er því stefnt að því að fá fram eins mörg sjónarmið og mögulegt er og gagnlega umræðu um þessi brýnu málefni. Samstarf atvinnulífs og sveitarfélaga um innkaupa- og útboðsmál Höfundur er framkvæmdastjóri Aflvaka hf. Eftir Ara Skúlason ALLIR lögreglumenn kynnast í sínum störfum þeim afleiðingum sem fylgja fíkniefnaneyslu. Það fer talsvert eftir þeim vettvangi sem lög- reglumenn starfa á hvaða birtingarform er mest áberandi en sú mynd sem þeir sjá er ekki fögur. Þar eru lygar, þjófnaðir, líkamsmeið- ingar, innbrot og fangelsanir daglegt brauð því fíknin er harður húsbóndi. Sérstaklega er það átakanlegt fyrir okkur lögreglumenn að sjá hversu margir ungir einstaklingar verða háðir neyslu fíkniefna og þá einkum hversu skamman tíma það getur tekið einstakling að verða heltekinn af neyslu efna. Þegar svo er orðin staðan stjórnast allt líf viðkomandi af fíkninni og fjölskylda, börn eða vinir sem ekki eru í neyslu verða aukaatriði. En þegar við fáum tækifæri til að ræða við þá sem eru í neyslu þá sjáum við að undir harðri skelinni er oftar en ekki ráðvillt manneskja sem þráir ekkert heitar en hætta í neyslu og snúa við blaðinu. Við finnum að undir niðri er vilji til að lifa lífi án fíkniefna, vilji til að lifa eðlilegu lífi en viljinn er ekki alltaf nægjanlega sterkur. Þau kalla eftir aðstoð og brýnt er að hlusta og bregðast við þegar slíkt kall kemur. Til allrar hamingju býður þjóðfélagið vímuefnasjúku fólki tækifæri til að snúa við blaðinu. Það er okkur lögreglumönnum alltaf ánægja að geta bent ungum vímuefnaneytendum á hvar slíka aðstoð er að fá. Þó þeim úrræðum hafi fjölgað undanfarið sem hægt er að vísa til er ljóst að starfsemi SÁÁ hef- ur verið leiðandi á þessu sviði og samtökin hafa unnið markvisst að skipu- legri uppbyggingu einstaklinga sem þarfnast aðstoðar. Þó þessi lýsing mín sé kannski talsvert dökk þá eru bjartari hliðar sem við lögreglumenn verðum líka vitni að. Þá kemur einkum í huga minn þegar við hittum einstaklinga sem hefur tekist að ná tökum á neyslu sinni og takast á við tækifæri samfélagsins eins og þau birtast okkur dag hvern. Einstaklingar sem hafa lifað erfiða tíma en hafa fengið leiðbeiningar og leiðsögn til að fóta sig. Starfsemi SÁÁ hefur gegnt lykilhlutverki á þessu sviði og lögreglumenn hafa átt ánægjuleg og árangursrík samskipti sem ég vona að verði áfram- hald á um ókomna tíð hvort sem er á sviði meðferðar eða forvarna. Samskipti lögreglu og SÁÁ Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn. Eftir Karl Steinar Valsson Höfundur er prestur innflytjenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.