Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANGÞREYTTIR farþegar bíða eftir lest á stöð í París í gær. Mikil verkföll valda nú töfum á almanna- samgöngum í Frakklandi en stéttarfélögin mótmæla fyrirhuguðum breytingum á lífeyrisréttindum. Hvenær kemur hún? Reuters KONA sem búsett er í New York lýsti yfir því í gær að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við John F. Kennedy, þáverandi Banda- ríkjaforseta, fyrir rúmum 40 ár- um. CNN-sjónvarpsstöðin greindi frá þessu í gær og kvað konuna heita Mimi Fahnestock. Í yfirlýsingu sem konan birti sagði m.a: „Frá því í júní 1962 til nóvember 1963 átti ég í kynferð- islegu sambandi við Kennedy for- seta. Ég hef ekki rætt þetta mál undanfarið 41 ár. Í ljósi fjölmiðla- umfjöllunar hef ég rætt þetta við börn mín og fjölskyldu og þau hafa veitt mér fullan stuðning.“ Kennedy var myrtur í nóvember 1963. Konan var 19 ára lærlingur í Hvíta húsinu þegar hún kynntist forsetanum. Upplýsingar um sam- band þeirra birtast í nýrri ævisögu forsetann eftir sagnfræðinginn Ro- bert Dallek. Nefnist hún „An Un- finished Life: John F. Kennedy, 1917–1963. Fahnestock er hins vegar ekki nafngreind í bókinni. Saga Mimi Fahnestock minnir um margt á mál Monicu Lewinsky, sem átti í kynferðislegu sambandi við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Líkt og Fahnestock var Lewinsky lærlingur í Hvíta húsinu. Það mál fór nærri því að kosta Clinton embættið. Kennedy í tygjum við lærling AP John F. Kennedy var forseti Banda- ríkjanna 1961–1963. TALSMAÐUR líbanska hersins greindi frá því í gær að tekist hefði að koma í veg fyrir meiriháttar hryðju- verk í landinu. Handtekinn hefði verið hópur manna sem taldir væru hafa undirbúið hryðjuverkaárás á sendi- ráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuð- borg Líbanons. Í máli Elias Farhats, hershöfðingja og talsmanns hersins, kom fram að sýrlenskir hermenn hefðu aðstoðað Líbana við handtöku níu grunaðra manna. Um 25.000 sýr- lenskir hermenn eru að staðaldri í Líbanon. CNN-sjónvarpsstöðin kvaðst hafa heimildir fyrir því að mennirnir hefðu ráðgert eldflaugaárás á bandaríska sendiráðið. Þeir hefðu og skipulagt mannrán og ætlað sér að ráðast gegn fleiri vestrænum skotmörkum í borg- inni. Bandarískir ráðamenn hafa vænt Sýrlendinga um stuðning við hryðju- verk og fullyrt að stjórnvöld þar hafi unnið að smíði efnavopna. Banda- ríkjamenn hafa aukið þrýstinginn á sýrlensk stjórnvöld frá því að stjórn Saddams Husseins féll í Írak. Hryðjuverki afstýrt í Beirút Beirút. AFP. BRESKA stjórnin skýrði frá því í gær að hún hygðist tilkynna 9. júní hvort hún myndi leggja til í þjóðarat- kvæði að Bretland gengi í Efnahags- og myntbandalag Evrópu og tæki upp evruna. Fyrr um daginn hafði breska ríkisútvarpið BBC sagt að Tony Blair forsætisráðherra væri nú sammála Gordon Brown fjármála- ráðherra um að ekki væri tímabært að Bretland tæki upp evruna þar sem efnahagslegu aðstæðurnar væru ekki hentugar. Að sögn BBC greinir Blair og Brown enn á um hvort útiloka eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku evrunnar fyrir næstu þingkosningar í Bretlandi. Gordon Brown hafði áð- ur sagt að ákvörðun stjórnarinnar í málinu yrði tilkynnt fyrstu vikuna í júní og hann hyggst nú greina frá niðurstöðunni á þinginu 9. júní. Tals- maður Blairs neitaði því að stjórnin hefði þegar tekið ákvörðun í málinu en talsmaður Íhaldsflokksins sagði að hún „gerði sig að athlægi“ með því að viðurkenna það ekki. Talsmaður Blairs sagði að bresku ráðherrarnir fengju um helgina 2.000 síðna skýrslu fjármálaráðu- neytisins þar sem lagt væri mat á efnahagsleg áhrif upptöku evrunnar. Blair og Brown myndu síðan ræða skýrsluna við einstaka ráðherra áð- ur en stjórnin fengi tækifæri til að fjalla um málið í næstu viku. Ráð- herrunum verður síðan gerð grein fyrir niðurstöðu fjármálaráðuneytis- ins í málinu og í fyrstu vikunni í júní hyggjast Blair og Brown ræða aftur við einstaka ráðherra. Lokaákvörð- un stjórnarinnar verður síðan tekin á fundi hennar 5. eða 6. júní. Talsmaður Blairs sagði að ráð- herrarnir fengju tækifæri til að kom- ast að sameiginlegri niðurstöðu í málinu og samráðið við þá væri „ekki sýndarmennska“. Menzies Camp- bell, talsmaður Frjálslyndra demó- krata, kvaðst telja að Blair og Brown hefðu þegar tekið ákvörðun í málinu og ætluðu að fresta atkvæðagreiðsl- unni. „Forsætisráðherrann hefur fallist á þá skoðun fjármálaráðherr- ans að efnahagslegu aðstæðurnar séu ekki hentugar,“ sagði hann. „Við Blair erum algjörlega á einu máli um að þessi ákvörðun er þýð- ingarmikil og standa þarf rétt að henni,“ hafði BBC eftir Brown. „Ákvörðunin verður ekki tekin á grundvelli skammtímaútreikninga á því sem gerist hér, þar og alls staðar. Þetta snýst um langtímamat á efna- hag landsins og þess vegna erum við að skoða langtímaþróunina og mál sem hafa áhrif á framtíð Evrópu.“ Að sögn BBC deila Blair og Brown enn um hvort halda eigi þeim mögu- leika opnum að efnt verði til þjóð- aratkvæðagreiðslu um upptöku evr- unnar síðar á kjörtímabilinu sem lýkur í síðasta lagi árið 2006. Reuters Tony Blair (t.h.), forsætisráðherra Bretlands, tekur á móti Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, í London í gær. Bretar bíða með ákvörðun um evruna Blair mun skýra frá niðurstöðu stjórnarinnar 9. júní SENDIHERRA Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu, Robert Jordan, sagði í fyrrakvöld að sádi-arabísk yfirvöld hefðu ekki orðið við ítrekuðum beiðnum bandarískra stjórnvalda um aukna öryggisgæslu við hús vest- rænna borgara fyrir sprengjuárás- irnar í Riyadh á mánudag. Sendiherrann sagði að nokkrum vikum fyrir sprengjutilræðin hefðu bandarískir leyniþjónustumenn fengið upplýsingar um að slíkar árásir væru yfirvofandi. Bandaríkja- menn hefðu því hvatt stjórn Sádi-Ar- abíu til að auka öryggisgæsluna við húsasamstæður vestrænna borgara í Riyadh en Sádi-Arabar hefðu lítið sem ekkert gert í málinu. Tilræðismennirnir, sem taldir eru tengjast hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, hleyptu af byssum við þrjár húsasamstæður, þar sem margir erlendir borgarar búa, og sprengdu síðan öflugar bílsprengjur. Að minnsta kosti 34 biðu bana, þar af átta Bandaríkjamenn. Sendiherra Sádi-Arabíu í Banda- ríkjunum, Bandar bin Sultan prins, viðurkenndi að óskað hefði verið eft- ir aukinni öryggisgæslu fyrir tilræð- in. Hann sagði hins vegar að Jordan hefði aðeins óskað eftir gæslu við eina húsasamstæðu og sádi-arabísk- um öryggisvörðum hefði tekist að vernda útlendinga sem þar búa. „Hann bað um aukna öryggis- gæslu við ákveðna húsasamstæðu,“ sagði Bandar. „Við sendum beiðnina áfram til öryggisyfirvalda og um- rædd húsasamstæða var eini staður- inn þar sem illmennin, sem voru að verki, ollu ekki manntjóni, að frá- töldum öryggisvörðum sem þeir skutu til bana.“ Um 12.000 Bandaríkjamenn búa í tugum húsaþyrpinga í Riyadh og talsmaður sádi-arabíska sendiráðs- ins sagði að mjög erfitt væri að vernda þá alla. Þingmenn, sem eiga sæti í leyni- þjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sögðust ekki hafa fengið upplýsingar um beiðnina og viðbrögð Sádi-Araba í smáatriðum. Þeir sögðu þó að erfitt hefði verið að hindra tilræðin þótt öryggisgæslan hefði verið aukin. „Bílsprengjurnar voru gífurlega öflugar og öryggisgæslan hefði þurft að vera mjög, mjög mikil og senni- lega meiri en ætlast hefði mátt til,“ sagði Pat Roberts, formaður nefnd- arinnar. Saud-al-Faisal, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, sagði að fimmtán Sádi- Arabar hefðu tekið þátt í sprengju- tilræðunum og benti á að jafnmargir Sádi-Arabar tóku þátt í hryðjuverk- unum í Bandaríkjunum 11. septem- ber 2001. „Ég vona að ásökunum í Bandaríkjunum um ábyrgð Sádi-Ar- abíu á hryðjuverkunum linni,“ sagði ráðherrann. „Enginn getur sakað okkur um að bera ábyrgð á árásum á okkar eigið land.“ Dagblöð í Sádi-Arabíu hvöttu þar- lend stjórnvöld til að bregðast með svipuðum hætti við sprengjutilræð- unum og bandarísk yfirvöld á sínum tíma við hryðjuverkum al-Qaeda 11. september og skera upp herör gegn hryðjuverkasamtökunum. Ari Fleischer, talsmaður Banda- ríkjaforseta, las yfirlýsingu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sem gefin var út 1. maí, þar sem Bandaríkjamenn voru varaðir við því að hryðjuverkamenn væru taldir vera að skipuleggja árásir í Sádi-Ar- abíu. Hann kvaðst óska þess að stjórnin í Riyadh hefði „gert meira“ til að uppræta hryðjuverkastarfsemi í landinu. Bandarískir þingmenn gagnrýna stjórnvöld í Sádi-Arabíu vegna tilræðisins í Riyadh AP Sádi-arabískar konur gráta og hugga hver aðra í gær við eitt af húsunum sem skemmdust í sprengjutilræðinu á mánudag í Riyadh. Hunsuðu óskir um meiri öryggisgæslu Washington, Riyadh. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.