Morgunblaðið - 16.05.2003, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.05.2003, Qupperneq 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANGÞREYTTIR farþegar bíða eftir lest á stöð í París í gær. Mikil verkföll valda nú töfum á almanna- samgöngum í Frakklandi en stéttarfélögin mótmæla fyrirhuguðum breytingum á lífeyrisréttindum. Hvenær kemur hún? Reuters KONA sem búsett er í New York lýsti yfir því í gær að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við John F. Kennedy, þáverandi Banda- ríkjaforseta, fyrir rúmum 40 ár- um. CNN-sjónvarpsstöðin greindi frá þessu í gær og kvað konuna heita Mimi Fahnestock. Í yfirlýsingu sem konan birti sagði m.a: „Frá því í júní 1962 til nóvember 1963 átti ég í kynferð- islegu sambandi við Kennedy for- seta. Ég hef ekki rætt þetta mál undanfarið 41 ár. Í ljósi fjölmiðla- umfjöllunar hef ég rætt þetta við börn mín og fjölskyldu og þau hafa veitt mér fullan stuðning.“ Kennedy var myrtur í nóvember 1963. Konan var 19 ára lærlingur í Hvíta húsinu þegar hún kynntist forsetanum. Upplýsingar um sam- band þeirra birtast í nýrri ævisögu forsetann eftir sagnfræðinginn Ro- bert Dallek. Nefnist hún „An Un- finished Life: John F. Kennedy, 1917–1963. Fahnestock er hins vegar ekki nafngreind í bókinni. Saga Mimi Fahnestock minnir um margt á mál Monicu Lewinsky, sem átti í kynferðislegu sambandi við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Líkt og Fahnestock var Lewinsky lærlingur í Hvíta húsinu. Það mál fór nærri því að kosta Clinton embættið. Kennedy í tygjum við lærling AP John F. Kennedy var forseti Banda- ríkjanna 1961–1963. TALSMAÐUR líbanska hersins greindi frá því í gær að tekist hefði að koma í veg fyrir meiriháttar hryðju- verk í landinu. Handtekinn hefði verið hópur manna sem taldir væru hafa undirbúið hryðjuverkaárás á sendi- ráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuð- borg Líbanons. Í máli Elias Farhats, hershöfðingja og talsmanns hersins, kom fram að sýrlenskir hermenn hefðu aðstoðað Líbana við handtöku níu grunaðra manna. Um 25.000 sýr- lenskir hermenn eru að staðaldri í Líbanon. CNN-sjónvarpsstöðin kvaðst hafa heimildir fyrir því að mennirnir hefðu ráðgert eldflaugaárás á bandaríska sendiráðið. Þeir hefðu og skipulagt mannrán og ætlað sér að ráðast gegn fleiri vestrænum skotmörkum í borg- inni. Bandarískir ráðamenn hafa vænt Sýrlendinga um stuðning við hryðju- verk og fullyrt að stjórnvöld þar hafi unnið að smíði efnavopna. Banda- ríkjamenn hafa aukið þrýstinginn á sýrlensk stjórnvöld frá því að stjórn Saddams Husseins féll í Írak. Hryðjuverki afstýrt í Beirút Beirút. AFP. BRESKA stjórnin skýrði frá því í gær að hún hygðist tilkynna 9. júní hvort hún myndi leggja til í þjóðarat- kvæði að Bretland gengi í Efnahags- og myntbandalag Evrópu og tæki upp evruna. Fyrr um daginn hafði breska ríkisútvarpið BBC sagt að Tony Blair forsætisráðherra væri nú sammála Gordon Brown fjármála- ráðherra um að ekki væri tímabært að Bretland tæki upp evruna þar sem efnahagslegu aðstæðurnar væru ekki hentugar. Að sögn BBC greinir Blair og Brown enn á um hvort útiloka eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku evrunnar fyrir næstu þingkosningar í Bretlandi. Gordon Brown hafði áð- ur sagt að ákvörðun stjórnarinnar í málinu yrði tilkynnt fyrstu vikuna í júní og hann hyggst nú greina frá niðurstöðunni á þinginu 9. júní. Tals- maður Blairs neitaði því að stjórnin hefði þegar tekið ákvörðun í málinu en talsmaður Íhaldsflokksins sagði að hún „gerði sig að athlægi“ með því að viðurkenna það ekki. Talsmaður Blairs sagði að bresku ráðherrarnir fengju um helgina 2.000 síðna skýrslu fjármálaráðu- neytisins þar sem lagt væri mat á efnahagsleg áhrif upptöku evrunnar. Blair og Brown myndu síðan ræða skýrsluna við einstaka ráðherra áð- ur en stjórnin fengi tækifæri til að fjalla um málið í næstu viku. Ráð- herrunum verður síðan gerð grein fyrir niðurstöðu fjármálaráðuneytis- ins í málinu og í fyrstu vikunni í júní hyggjast Blair og Brown ræða aftur við einstaka ráðherra. Lokaákvörð- un stjórnarinnar verður síðan tekin á fundi hennar 5. eða 6. júní. Talsmaður Blairs sagði að ráð- herrarnir fengju tækifæri til að kom- ast að sameiginlegri niðurstöðu í málinu og samráðið við þá væri „ekki sýndarmennska“. Menzies Camp- bell, talsmaður Frjálslyndra demó- krata, kvaðst telja að Blair og Brown hefðu þegar tekið ákvörðun í málinu og ætluðu að fresta atkvæðagreiðsl- unni. „Forsætisráðherrann hefur fallist á þá skoðun fjármálaráðherr- ans að efnahagslegu aðstæðurnar séu ekki hentugar,“ sagði hann. „Við Blair erum algjörlega á einu máli um að þessi ákvörðun er þýð- ingarmikil og standa þarf rétt að henni,“ hafði BBC eftir Brown. „Ákvörðunin verður ekki tekin á grundvelli skammtímaútreikninga á því sem gerist hér, þar og alls staðar. Þetta snýst um langtímamat á efna- hag landsins og þess vegna erum við að skoða langtímaþróunina og mál sem hafa áhrif á framtíð Evrópu.“ Að sögn BBC deila Blair og Brown enn um hvort halda eigi þeim mögu- leika opnum að efnt verði til þjóð- aratkvæðagreiðslu um upptöku evr- unnar síðar á kjörtímabilinu sem lýkur í síðasta lagi árið 2006. Reuters Tony Blair (t.h.), forsætisráðherra Bretlands, tekur á móti Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, í London í gær. Bretar bíða með ákvörðun um evruna Blair mun skýra frá niðurstöðu stjórnarinnar 9. júní SENDIHERRA Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu, Robert Jordan, sagði í fyrrakvöld að sádi-arabísk yfirvöld hefðu ekki orðið við ítrekuðum beiðnum bandarískra stjórnvalda um aukna öryggisgæslu við hús vest- rænna borgara fyrir sprengjuárás- irnar í Riyadh á mánudag. Sendiherrann sagði að nokkrum vikum fyrir sprengjutilræðin hefðu bandarískir leyniþjónustumenn fengið upplýsingar um að slíkar árásir væru yfirvofandi. Bandaríkja- menn hefðu því hvatt stjórn Sádi-Ar- abíu til að auka öryggisgæsluna við húsasamstæður vestrænna borgara í Riyadh en Sádi-Arabar hefðu lítið sem ekkert gert í málinu. Tilræðismennirnir, sem taldir eru tengjast hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, hleyptu af byssum við þrjár húsasamstæður, þar sem margir erlendir borgarar búa, og sprengdu síðan öflugar bílsprengjur. Að minnsta kosti 34 biðu bana, þar af átta Bandaríkjamenn. Sendiherra Sádi-Arabíu í Banda- ríkjunum, Bandar bin Sultan prins, viðurkenndi að óskað hefði verið eft- ir aukinni öryggisgæslu fyrir tilræð- in. Hann sagði hins vegar að Jordan hefði aðeins óskað eftir gæslu við eina húsasamstæðu og sádi-arabísk- um öryggisvörðum hefði tekist að vernda útlendinga sem þar búa. „Hann bað um aukna öryggis- gæslu við ákveðna húsasamstæðu,“ sagði Bandar. „Við sendum beiðnina áfram til öryggisyfirvalda og um- rædd húsasamstæða var eini staður- inn þar sem illmennin, sem voru að verki, ollu ekki manntjóni, að frá- töldum öryggisvörðum sem þeir skutu til bana.“ Um 12.000 Bandaríkjamenn búa í tugum húsaþyrpinga í Riyadh og talsmaður sádi-arabíska sendiráðs- ins sagði að mjög erfitt væri að vernda þá alla. Þingmenn, sem eiga sæti í leyni- þjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sögðust ekki hafa fengið upplýsingar um beiðnina og viðbrögð Sádi-Araba í smáatriðum. Þeir sögðu þó að erfitt hefði verið að hindra tilræðin þótt öryggisgæslan hefði verið aukin. „Bílsprengjurnar voru gífurlega öflugar og öryggisgæslan hefði þurft að vera mjög, mjög mikil og senni- lega meiri en ætlast hefði mátt til,“ sagði Pat Roberts, formaður nefnd- arinnar. Saud-al-Faisal, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, sagði að fimmtán Sádi- Arabar hefðu tekið þátt í sprengju- tilræðunum og benti á að jafnmargir Sádi-Arabar tóku þátt í hryðjuverk- unum í Bandaríkjunum 11. septem- ber 2001. „Ég vona að ásökunum í Bandaríkjunum um ábyrgð Sádi-Ar- abíu á hryðjuverkunum linni,“ sagði ráðherrann. „Enginn getur sakað okkur um að bera ábyrgð á árásum á okkar eigið land.“ Dagblöð í Sádi-Arabíu hvöttu þar- lend stjórnvöld til að bregðast með svipuðum hætti við sprengjutilræð- unum og bandarísk yfirvöld á sínum tíma við hryðjuverkum al-Qaeda 11. september og skera upp herör gegn hryðjuverkasamtökunum. Ari Fleischer, talsmaður Banda- ríkjaforseta, las yfirlýsingu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sem gefin var út 1. maí, þar sem Bandaríkjamenn voru varaðir við því að hryðjuverkamenn væru taldir vera að skipuleggja árásir í Sádi-Ar- abíu. Hann kvaðst óska þess að stjórnin í Riyadh hefði „gert meira“ til að uppræta hryðjuverkastarfsemi í landinu. Bandarískir þingmenn gagnrýna stjórnvöld í Sádi-Arabíu vegna tilræðisins í Riyadh AP Sádi-arabískar konur gráta og hugga hver aðra í gær við eitt af húsunum sem skemmdust í sprengjutilræðinu á mánudag í Riyadh. Hunsuðu óskir um meiri öryggisgæslu Washington, Riyadh. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.