Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hansína Sigur-björg Hjartar- dóttir fæddist í Ytri- Keflavíkurbæ á Hell- issandi 13. júlí 1919. Hún lést á hjúkrun- ardeild Hrafnistu í Reykjavík 7. maí síð- astliðinn. Foreldrar Hansínu voru hjónin Sigurrós Hansdóttir húsfreyja, f. á Ein- arslóni á Snæfells- nesi 30. apríl 1898, d. 11. desember 1970, og Hjörtur Cýrusson verkamaður, f. á Öndverðanesi á Snæfellsnesi 26. júlí 1891, d. í Reykjavík 3. maí 1971. Systkini Hansínu voru: Bald- Hansína giftist 28. nóvember 1941 eftirlifandi manni sínum, Eyjólfi Ragnari Eyjólfssyni, sjó- manni, bónda og verkamanni, f. í Hafnarfirði 31. mars 1921. For- eldrar hans voru Eyjólfur Gíslason sjómaður, f. í Hleinagarði í Eiða- þinghá 1890, d. í Reykjavík 1920, og unnusta hans, Ragnheiður Guð- mundsdóttir, verka- og sauma- kona í Hafnarfírði, f. á Hellnum á Snæfellsnesi 20. ágúst 1894, d. í Hafnarfirði 17. febrúar 1932. Börn Hansínu og Eyjólfs eru: Ragnheið- ur Sæbjörg, f. í Hafnarfirði 26. mars 1943, gift Skúla Árnasyni, d. 1994; Guðbjörg Jóna, f. í Reykja- vík 19. febrúar 1950, gift Jóni Að- alsteinssyni; Eyjólfur Óskar, f. í Reykjavík 24. janúar 1952, kvænt- ur Birnu Guðmundsdóttur. Fyrir átti Hansína dótturina Guðnýju Ernu Þórarinsdóttir, f. í Reykjavík 21. september 1938, gift Hildi- mundi Björnssyni. Eftirlifandi af- komendur Hansínu eru 29. Útför Hansínu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ur, f. 4. september 1910, d. 27. október 1981, en Hjörtur eign- aðist hann fyrir hjónaband, Guðrún, f. 1. september 1916, Guðbjörg, f. 23. des- ember 1917, d. 9. október 1994, Hörður, f. 20. júní 1922, Sig- rún, f. 29. október 1923, Cýrus, f. 20. mars 1927, d. 18. júlí 1998, Sigurhans Víg- lundur, f. 7. apríl 1929, d. 21. október 1980, Hjördís Alda, f. 1. júlí 1934, og Hreinn Snævar, f. 20. nóvember 1935, d. 3. janúar 2003. Nú er hún amma mín dáin eftir löng og erfið veikindi. Það er alltaf jafn sárt að missa þá sem eru manni kærir en vegna þess hversu veik hún var er ég nú samt glöð að hún hafi loksins fengið hvíldina og sé komin á góðan stað. Nú getur hún fylgst með og vakað yfir okkur hinum og er gott til þess að vita að jafn góð kona og hún var sé að gæta okkar. Eina nótt- ina sat ég yfir henni og töluðum við margt saman og gat ég sagt henni hversu vænt mér þætti um hana og rifjuðum við upp gamla tíma þegar ég var barn hjá henni á Hvamstanga. Hversu gott mér fannst að koma þangað og fá að borða kótelettur í raspi en það var einn af mínum eft- irlætis réttum og hef ég aldrei fengið jafn góðar kótilettur og hjá henni ömmu. Við töluðum um hversu gam- an mér fannst að sitja í eldhúsinu og horfa út á fjörðinn, leika mér í fjör- unni og hlusta á ölduniðinn þegar ég var að sofna. Einnig töluðum við um feluleikina sem við systkinin fórum í. Þá földum við okkur iðulega í litla skápnum undir stiganum en hún hjálpaði okkur að finna betri felu- staði. Við töluðum líka um spila- stundirnar því að hún var alltaf tilbú- in til að spila orustu við okkur krakkana. Um hverja páska og á hverju sumri fórum við fjölskyldan norður á Hvammstanga og oft verð- ur mér hugsað til heimsóknanna til ömmu og afa og allrar þeirrar hlýju og blíðu sem þau sýndu mér. Ég sé alltaf ömmu fyrir mér eitthvað að sýsla en henni virtist líða best þegar hún hafði eitthvað fyrir stafni enda var hún bæði iðin og rösk. Það er sama við hvern ég tala, allir þeir sem þekktu ömmu segja að hún hafi verið góð við alla unga sem aldna. Hún var blíðlynd kona og aldrei heyrði ég hana tala illa um annað fólk og mun ég reyna að taka mér hana til fyr- irmyndar. Elsku amma mín, nú þegar þú ert dáin finn ég hve sárt ég sakna þín og hve minningarnar um þig eru ljúfar og góðar. Stella. Síðla vetrar árið 1940 hittust stúlka og piltur á balli á Birninum í Hafnarfirði og stigu sín fyrstu dans- spor saman. Þegar pilturinn, Eyjólf- ur Ragnar Eyjólfsson, leit í augu stúlkunnar var sem hann væri sleg- inn eldingu. Hann varð yfir sig ást- fanginn af Hansínu Sigurbjörgu Hjartardóttur og næstu 63 ár döns- uðu þau saman sjálfan lífsdansinn. Eyjólfur lýsti síðar tilfinningum sín- um til Hansínu í litlu ljóði: Man ég fundinn fyrst með þér faðminn undurblíðan. Ástin blundar innst hjá mér öllum stundum síðan. Hansína ólst upp á Hellissandi en flutti 16 ára gömul til Keflavíkur ásamt foreldrum sínum og systkin- um. Eins og hjá þorra þjóðarinnar bjó fjölskyldan við þröngan kost á kreppuárunum og börnin urðu snemma að fara að vinna fyrir sér. Aðeins 19 ára gömul eignaðist Hans- ína dóttur. Stuttu eftir fæðinguna þurfti Hansína að fara í erfiðan upp- skurð og kom þá dóttur sinni í fóstur til föðurforeldra hennar þar sem hún ólst síðan upp. Kreppan var í há- marki og Hansína hafði engar að- stæður til að ala upp barn sem ein- stæð móðir. Hún var alla tíð mjög sátt við þetta fyrirkomulag enda var gott samband milli þeirra mæðgna. Hansína var vinnukona á ýmsum heimilum þar til þau Eyjólfur hófu búskap vorið 1941. Erfitt var að fá húsnæði á þessum tíma og unga par- ið var alsælt með að búa í einu her- bergi með aðgangi að eldhúsi. Hans- ína var heimavinnandi eins og þá tíðkaðist en Eyjólfur vann við kola- burð og síðar sjómennsku í mörg ár. Á árunum 1943–1952 eignuðust þau þrjú börn en árið 1958 réð Hansína sig sem ráðskonu á Gauksmýri í Húnavatnssýslu. Segja má að þar hafi orðið vendipunktur í lífi þeirra og til mikillar gæfu. Ári síðar flutti Eyjólfur til hennar og barnanna. Þremur árum síðar hóf fjölskyldan búskap að Geitafelli á Vatnsnesi og bjó þar til ársins 1972. Þá voru börnin flogin úr hreiðrinu og Hansína og Eyjólfur fluttu til Hvammstanga. Ég kynntist Hansínu þegar ég var unglingur og starfaði með henni í rækjustöðinni Meleyri í sumarleyf- um. Hansína var sérstök kona, smá- vaxin en hörð af sér með eindæmum, úthaldsgóð og vinnusöm. Hún gerði aldrei mannamun og við okkur ung- lingana kom hún fram af sömu virð- ingu og við annað samferðafólk sitt. Ég minnist góðra stunda þegar við sátum við færibandið og ræddum um ýmis mál en Hansína var pólitísk og með ríka réttlætiskennd. Aldrei stoppaði hún þó við, það var ekki hennar stíll að hlífa sér. Mér þótti Hansína vera í senn spennandi kona og dularfull þar sem hún hafði skyggnigáfu sem hún vildi reyndar lítið með hafa og reyndist henni byrði. Seinna kynntist ég Hansínu að nýju þegar við Eyjólfur skrifuðum ævisögu hans saman. Þá voru þau hjón flutt til Reykjavíkur og þótt heilsa Hansínu væri orðin léleg var lífskrafturinn sá sami. Hansína var mikil fjölskyldukona og með ein- dæmum gestrisin. Það var mikill gestagangur á heimili þeirra hjóna og það leið ekki dagur án þess að fjölskylda og vinir litu í heimsókn. Þessar ljúfu stundir í eldhúsinu hjá Sínu eru nú geymdar í höll minning- anna. Í ævisögu sinni segir Eyjólfur að sín mesta hamingja hafi verið að kynnast og kvænast Hansínu og ég er viss um að það sé rétt. Dansinum sem hófst í Birninum, þar sem piltur og stúlka litust í augu í fyrsta sinn, er lokið. Eyjólfur vinur minn hefur nú misst lífsförunaut sinn, konuna sem dansaði við hann hvað sem á gekk. Elsku Eyjólfur og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Hvunndagshetjan Hansína Sigur- björg Hjartardóttir hefur fengið langþráða hvíld frá önnum dagsins. Eyrún Ingadóttir. Elsku langamma, nú er þér batn- að. Þú varst alltaf svo góð við okkur og það var gaman að koma til ykkar langafa í Dúfnahólana. Við viljum þakka fyrir alla snúðana sem þú gafst okkur þegar við komum í heim- sókn. Skúli Þór, Ragnheiður Sigur- björg og Gunnlaugur Ingi. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma, ég vona að þér líði betur og sitjir yfir mér og gætir mín. Aníta Ösp. Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veizt, að gömul kona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni bezt. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin – þar sem kærleikurinn býr. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þín Guðbjörg Jóna. HANSÍNA SIGURBJÖRG HJARTARDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Hansínu Sigurbjörgu Hjart- ardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Stefán BryngeirEinarsson fædd- ist á Akureyri 19. apríl 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Jóhannsson, byggingameistari, f. 17. febrúar 1896 á Arnarstöðum, Eyja- firði, d. 2. jan. 1960, og Ingibjörg Jóns- dóttir Austfjörð, húsmóðir, f. 25. júní 1898 á Eskifirði, d. 8. febrúar 1980. Þau slitu sam- vistum. Systkini Stefáns eru Ás- laug Jónína, húsmóðir og fv. bæj- arfulltrúi á Akureyri, f. 1. júlí 1921. Helga Soffía yfirkennari, f. 22. nóv. 1924, d. 9. jan. 1998. Hálf- bróðir, sammæðra, er Ásgeir Rafn Bjarnason, bifreiðastjóri, f. 22. nóv. 1940. Hálfbróðir, sam- feðra, var Einar, múrari, f. 18. Lilja, f. 22. mars 1997. Ingibjörg Hildur sjúkraþjálfari, f. 23. sept. 1963, gift Bergi Viðari Stefáns- syni lækni. Börn þeirra eru Arnar Bragi, f. 30. apríl 1993, Aron Bjarki, f. 21. mars 1995, og Andr- ea Björg, f. 8. feb. 2000. Stefán lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1948. Lærði múraraiðn hjá föður sínum og vann sem múrarameistari til 1963. Eftir það vann Stefán sem lögreglumaður í Kópavogi, Ólafs- firði og á Akureyri. Stefán var alla tíð virkur í ýmsum fé- lagsstörfum. Hann var meðal ann- ars um skeið formaður ung- mennafélags Breiðabliks og seinna Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Hann sat í stjórn Rot- arýklúbbs Ólafsfjarðar og Akur- eyrar og var fulltrúi umdæmis- stjóra á Norðurlandi ’93–’94. Stefán sat einnig lengi í stjórn Lögreglufélags Akureyrar. Hann var einn af stofnendum Golf- klúbbs Ólafsfjarðar og sat í stjórn klúbbsins um 14 ára skeið. Stefán var heiðursfélagi GÓ og lögreglu- félags Akureyrar. Útför Stefáns fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. okt. 1935, d. 4. jan. 1997. Hinn 30. september 1950 kvæntist Stefán Guðmundu Marín Jó- hannsdóttur, húsmóð- ur, f. 3. sept. 1930 í Reykjavík. Börn þeirra eru Einar Jó- hann sölustjóri, f. 6. apríl 1951, í sambúð með Guðbjörgu Har- aldsdóttur verslunar- manni. Börn Einars eru Halldóra Lísa, f. 27. feb. 1981, Telma Rán, f. 20. nóv. 1988, og Anton Freyr, f. 14. feb. 1991. Áslaug Ólöf húsmóðir, f. 26. okt. 1959 gift Steini Oddgeiri Sigur- jónssyni innkaupa- og tækni- stjóra. Börn þeirra eru Stefanía Guðlaug, f. 2. maí 1980, í sambúð með Sumarliða Sigurðssyni og eiga þau eina dóttur Guðrúnu Lind. Sigurjón, f. 13. júlí 1984, Haukur, f. 15. júlí 1994, og Ríkey Í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. (Tómas Guðm.) Stefán Bryngeir hét hann fullu nafni, móðurbróðir okkar og vinur. Af ættingjum og vinum alltaf kall- aður Gói. Dettur okkur helst í hug að það hljóti að vera komið af orðinu góður. Þá var hann af sumum kall- aður Stebbi lögga. Gói móðurbróðir okkar var yngstur af þremur al- systkinum, en auk þess eignaðist hann þrjá hálfbræður, einn þeirra, Ásgeir Rafn, lifir bróður sinn. Móðir okkar, Áslaug, er elst alsystkinanna, en systurina Helgu misstu þau í jan- úar 1998. Systkinin voru um margt lík, skemmtileg, ógleymanleg þegar þau göntuðust saman öll þrjú, góð heim að sækja og hjálpfús, en skapið var á sínum stað og ekkert nema gott um það að segja. Mikið reyndi á þau barnung þegar foreldrar þeirra skildu, en auk móður sinnar áttu þau fleiri góða að, móðurömmu og afa í kjallaranum eins og títt var í þá daga. Síðan líða árin eitt af öðru, Gói lærir múraraiðn, kvænist eins og flestra sveina er siður, en konuefnið sitt sem kölluð er Gógó sótti hann í húsmæðraskóla bæjarins. Þarna voru þau sem sagt komin Gógó og Gói, sem síðan hafa verið saman og eignast saman þrjú börn, tíu barna- börn og eitt barnabarnabarn. Barna- börnin veittu Góa mikla gleði en barnssálina varðveitti hann alla tíð, það sýndi hann í barngæsku og skilningi á erfiðleikum ungs fólks, kom það best í ljós í samskiptum hans við unglinga, er hann gegndi starfi lögregluþjónsins í Ólafsfirði og síðar á Akureyri. Það er hlutskipti okkar mannanna allra að takast á við erfiðleika á lífs- ins leið, enda kunnum við þá jafn- framt betur að þekkja gleðina og allt það góða sem okkur hlotnast. Þetta kunni frændi okkar, og sagði hann okkur að síðustu áranna væru þau Gógó búin að njóta hvað best, hann að syngja í kór, enda söngmaður góður, golfvöllurinn heillaði líka allt- af og þar áttu þau saman margar góðar stundir, heimsóknir til vina og kunningja, þá átti hann marga. Vilj- um við nota tækifærið og þakka þeim hjónum fyrir allar heimsóknir þeirra og umhyggju í garð foreldra okkar. Kæri móðurbróðir, far þú í friði. Gógó þinni, börnum , tengdabörnum, barnabörnum og langafabarninu sendum við einlægar samúðarkveðj- ur. Gói er nú kominn í stóran frænd- garð á öðrum stað. Blessuð sé minn- ing hans. Systurnar úr Goðabyggð 2 og fjölskyldur þeirra. Ég kynntist Stefáni fyrir tæpum 40 árum þegar við sóttum saman Lögregluskóla ríkisins. Ég var þá ungur og óreyndur en hann fullorð- inn maður. Stefán, sem var fæddur og uppalinn á Akureyri, var þá lög- reglumaður í Kópavogi og þar sem ég kom að norðan tók hann mig upp á sína arma í skólanum og milli okk- ar myndaðist þá góður vinskapur sem átti eftir að endast til æviloka Stefáns. Þrátt fyrir það að Stefán væri 15 árum eldri en ég var ekkert kyn- slóðabil í lögregluskólanum og Stef- án var þar óumdeildur foringi okkar. Hann hafði verið íþróttamaður góð- ur á yngri árum og í skólanum sýndi hann það að hann gaf okkur strákun- um ekkert eftir í íþróttum skólans. Hann hélt ræðu fyrir hönd nemenda við skólaslit og þakkaði fyrir okkar hönd. Þegar skólanum lauk kom nokkurra ára bil sem við sáumst lítið en allt í einu var hann orðinn lög- reglumaður í Ólafsfirði og þá end- urnýjuðust kynnin. Hann hóf svo störf hér á Akureyri árið 1981 og vann hér hjá okkur til starfsloka. Fyrst var hann almennur lögreglu- maður og síðan fangavörður hér við fangelsið í nokkur ár. Síðustu árin vann hann við afgreiðslu og síma- vörslu hér hjá okkur. Stefán var vinmargur og átti auð- velt með að kynnast fólki. Sá hæfi- leiki hans kom að góðum notum í hinu erfiða starfi lögreglumannsins. Einnig þegar hann þurfti að um- gangast dæmda menn sem höfðu verið frelsinu sviptir, þá naut sín þessi hæfni í mannlegum samskipt- um. Þá var Stefán söngmaður góður og síðustu árin söng hann með göml- um Geysisfélögum og einnig í kór aldraðra. Þá stundaði hann alla tíð golf og var góður á því sviði. Síðustu árin vann hann mikið við fram- kvæmd golfmóta og naut þar fé- lagsskaparins og góðrar útiveru. Hann átti við vanheilsu að stríða síð- ustu árin og þegar hann kvaddi tel ég að hann hafi gert það sáttur við guð og menn. Við lögreglumenn á Akureyri kveðjum góðan vin og sam- starfsmann til margra ára, og biðj- um góðan guð að vaka yfir velferð eiginkonu hans, barna og fjölskyldna þeirra. Ólafur Ásgeirsson. STEFÁN BRYNGEIR EINARSSON  Fleiri minningargreinar um Stef- án B. Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.