Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 11 FRAMSÓKNARFLOKKURINN er með fæst atkvæði á bak við hvern þingmanna flokksins eða 2.707 at- kvæði á landsvísu. Hjá Sjálfstæðis- flokknum eru þau 2.804, Frjálslynda flokknum 3.380, Samfylkingu 2.885 og Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði 3.225. Fjórir af níu uppbótarþingmönnum í alþingiskosningunum á laugardag voru „réttir menn á réttum stað“, eða m.ö.o. næstu menn inn í sínu kjör- dæmi, að mati Þorkels Helgasonar stærðfræðings. Aðrir jöfnunarþing- menn, fimm talsins, voru það hins vegar ekki, frambjóðendur annarra flokka hafa meiri atkvæðastyrk en þeir. Þorkell segir það liggja í hlutarins eðli að auðveldast sé að koma jöfn- unarþingmönnum atkvæðamestu flokkanna fyrir. Sér sýnist allir jöfn- unarþingmenn sjálfstæðismanna vera í réttum sætum miðað við kjör- fylgi í þeirra kjördæmi. Sama gildi um annan af tveimur jöfnunarþing- mönnum Samfylkingar. Samkvæmt núverandi aðferðafræði ræðst úthlut- unarröð þingsæta af landsstyrk flokk- anna. Þorkell bendir á að framsókn- armenn eigi, svo dæmi sé tekið, einn jöfnunarmann sem sé síðasti jöfnun- arþingmaðurinn í þessari úthlutunar- röð. „Þá verður að koma honum fyrir í því eina kjördæmi sem þá á eftir að fá sæti, sem er í þessu tilviki Reykjavík norður, og gildir þá einu hve mörg at- kvæði eru að baki sætinu í kjördæm- inu. Þetta gefur augaleið, en auðvitað á flokkurinn fyrir þingsætinu á lands- vísu,“ segir Þorkell. Síst meiri vankantar á úthlutun nú Hann segir útilokað að úthluta þingsætum á fullkomlega réttlátan hátt í kerfi þar sem tala kjördæma- sæta sé bundin og jafnframt sé reynt að ná landsjöfnuði milli flokka, án þess að nota ofurflóknar aðferðir. Fyrir því liggi stærðfræðileg sönnun. Stærðfræðingum þyki sú eina aðferð sem nái markmiðinu best ekki flókin, en útilokað sé að koma henni í skilj- anlegan lagatexta. Hann tekur fram að sér hafi ekki gefist tækifæri til að bera úthlutunina nú saman við það sem kæmi út úr öðr- um kerfum, t.d. kosningalögunum frá 1987, en sér sýnist úthlutunin nú síst með meiri eða fleiri vanköntum en við megi búast. Borin von sé að jöfnunarþingmenn komi í öllum tilvikum inn sem eðlilegi næsti kandídat í kjördæminu. Í fljótu bragði sjái hann ekki betur en að nú- verandi kosningakerfi hafi virkað nokkuð vel. „Úthlutunin skilar flokkunum því þingfylgi sem þeim ber eins og landið væri eitt kjördæmi. Kerfið frá 1987 gerði það raunar líka. Það kann að virðast svo að frjálslyndir og vinstri- grænir fái einu færra þingsæti en þeim bæri samkvæmt beinum hlut- fallsreikningi á grundvelli atkvæða þeirra. En landsuppgjörið fer fram á grundvelli svokallaðrar d’Hondts-að- ferðar og hún hefur þá tilhneigingu að gefa stórum flokkum eilítið meiri þingstyrk en þeim smáu miðað við beinan hlutfallareikning, en fyrir því liggja góð og gild rök, sem hafa ekki verið umdeild við gerð kosningalaga hér á landi svo mér sé kunnugt,“ segir Þorkell. Fleiri atkvæði til D-lista og Ingibjörg væri inni Hjá stjórnarflokkunum eru hlut- fallslega fæst atkvæði að baki hverj- um þingmanni en flest hjá Frjáls- lynda flokknum. Að baki hverju þingsæti framsóknarmanna eru að meðaltali 2.707 atkvæði á landsvísu, hjá Sjálfstæðisflokknum eru þau 2.804, Frjálslynda flokknum 3.380, Samfylkingu 2.885 og Vinstrihreyf- ingunni – grænu framboði 3.225. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins má að lokum geta þess að ef 367 af 844 atkvæðum sem skiluðu sér til framboðs Kristjáns Pálssonar, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðis- flokks í Suðurkjördæmi, hefðu farið til Sjálfstæðisflokks í kjördæminu hefði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Samfylkingu, verið inni sem jöfnunar- þingmaður í Reykjavík norður. Hefði 561 atkvæði til Kristjáns færst til sjálfstæðismanna í kjördæminu hefði Sjálfstæðisflokkur fengið eitt þing- sæti til viðbótar í kjördæminu og Ingibjörg einnig verið inni. Fjórir af níu uppbótarþingmönnum voru í réttum kjördæmum Fæst atkvæði á bak við Framsóknarflokk STAÐA ungs fólks á vinnumarkaði var rædd á ráðstefnu SFR, stéttarfélags í almannaþjón- ustu, í Iðnó í gær og troðfylltu ungir SFR- félagar salinn. Tilgangur ráðstefnunnar var að vekja ungt fólk til umhugsunar um rétt sinn, þarfir og áherslur. Erindi voru flutt um það hvernig hin- um mismunandi kynslóðum gengur að vinna saman á vinnumarkaðnum, hvort stéttabarátta höfði til ungs fólks, hvort ungt fólk sé sumt hvert hneppt í fátæktargildru þannig að sumir hafi gripið til örþrifaráða eins og t.d. vændis, ásamt umfjöllun um réttindi og kjaramál. Guðmundur Steingrímsson, tónlistarmaður og pistlahöfundur, sr. Bjarni Karlsson, Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi, Árni St. Jóns- son, framkvæmdastjóri SFR, og Jóhanna Þór- dórsdóttir, fræðslustjóri SFR, fluttu erindi og Björk Jakobsdóttir, leikari, flutti leikþátt úr leikritinu Sellófan sem fjallar um lífsgæða- kapphlaupið. Jens Andrésson, formaður SFR, setti ráðstefnuna og ráðstefnustjóri var Vanda Sigurgeirsdóttir, kennari og knattspyrnuþjálf- ari. Morgunblaðið/Kristinn Sr. Bjarni Karlsson, fyrir miðri mynd, flutti erindi um kynlífsiðnaðinn og verkalýðshreyfinguna, vændi og fátækt, á ráðstefnu SFR í Iðnó í gær. Rætt um stöðu ungs fólks á vinnumarkaði HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Reykjavík- ur í máli leikarans Rúriks Har- aldssonar heitins sem hann höfðaði á hendur Sagafilm og Flugleiðum vegna texta sem hann las fyrir auglýsingu. Rúrik lést í janúar sl. en dán- arbú hans tók við aðild að málinu fyrir Hæstarétti. Málsatvik eru þau að Flugleiðir fékk Sagafilm til að framleiða aug- lýsingu sem átti að sýna á erlendri sjónvarpsstöð. Af þessu tilefni fór Sagafilm þess á leit við Rúrik Har- aldsson að hann læsi texta upp úr enskri þýðingu Hávamála fyrir auglýsinguna. Í málinu var deilt um aðdraganda þess að Rúrik tók að sér verkið og hvort hann hefði samið við Sagafilm um greiðslur fyrir það. Var ekki talið sannað að Rúrik hefði átt rétt á hærri þókn- un en hann var vanur að áskilja sér fyrir sambærilegan upplestur. Voru Sagafilm og Flugleiðir því sýknuð af kröfu Rúriks í Héraðs- dómi. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Fyrirtækin sýknuð af kröfu Rúriks Dánarbú gegn Flug- leiðum og Sagafilm HÆSTIRÉTTUR ógilti í gær úr- skurð ríkistollanefndar frá 22. des- ember 1999 um virðisaukaskatt af bókum, sem fluttar eru til landsins frá öðrum ríkjum á Evrópska efna- hagssvæðinu. Jafnframt var ríkið dæmt til að endurgreiða stefnanda málsins, Herði Einarssyni hrl., 1.601 krónu vegna ofgreidds virðisauka- skatts. Málavextir eru þeir að stefnandi kaupir öðru hverju bækur til einka- nota frá útlöndum og fær þær send- ar með pósti. Við afgreiðslu bókanna frá pósthúsi hefur honum verið gert að greiða 24,5% virðisaukaskatt af tollverði þeirra í samræmi við lög um virðisaukaskatt. 14% virðisauka- skattur var hins vegar lagður á inn- lendar bækur og taldi stefnandi að þessi greinarmunur færi í bága við 14. gr. EES-samningsins og krafðist ógildingar á úrskurði ríkistolla- nefndar og að sér yrði endurgreidd- ur ofgreiddur virðisaukaskattur sem næmi þessum mismun. Með vísan til 3. gr. laga um Evrópska efnahags- svæðið taldi Hæstiréttur að ákvæði 2. mgr. 14. gr. EES-samningsins um bann við skattlagningu, sem væri til þess fallin að vernda óbeint fram- leiðsluvörur eins samningsaðila gagnvart framleiðsluvörum annarra aðila samningsins, bæri að skýra sem sérreglu um skattalega meðferð á innflutningi frá öðrum EES-ríkj- um, er gengi framar eldra ákvæði laga nr. 50/1998 um lægri virðis- aukaskatt af sölu bóka á íslenskri tungu. Hefði því verið óheimilt, eftir að EES-samningnum var veitt laga- gildi, að gera greinarmun á bókum á íslensku og öðrum tungum við álagningu virðisaukaskatts. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein. Stefnandi flutti mál sitt sjálfur í héraði og Guðmundur B. Ólafsson hdl. tók þátt í málflutn- ingnum fyrir Hæstarétti. Til varnar ríkinu var Einar Karl Hallvarðsson hrl. Fær virð- isaukann endur- greiddan ♦ ♦ ♦ SPÁÐ er 3% aukningu kaup- máttar launa á yfirstandandi ári og 3½% kaupmáttaraukn- ingu á næsta ári í þjóð- hagsspá fjármálaráðuneytis- ins sem birt er í vorskýrslu ráðuneytisins, Þjóðarbúskap- urinn. Bent er á að ef spár ráðu- neytisins rætast verði árið 2004 tíunda árið í röð sem kaupmáttur launa eykst, sem yrði einsdæmi í íslenskri hag- sögu. Lægstu laun hækkuðu Í skýrslunni segir að í sein- ustu tveimur kjarasamninga- lotum 1997 og 2000, hafi verið lögð sérstök áhersla á hækk- un lægstu launa. „Óumdeilt er að þessi viðleitni hefur borið árangur. Árið 1996 námu lág- markslaun rúmlega 54.700 krónum á mánuði en þau eru nú tæplega 97.000 krónur. Hækkunin frá 1996 nemur 77%. Á sama tíma hækkaði launavísitalan um 61%. Kaup- máttaraukning lágmarkslauna nam þannig 38% á þessu tímabili samanborið við 26% kaupmáttaraukningu meðal- launa,“ segir í vorskýrslu fjár- málaráðuneytisins. Þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins Spáð 3% aukningu kaupmátt- ar í ár STJÓRN Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra, FÍF, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið lýsir furðu á viðhorfum og afskiptum Ríkisend- urskoðunar af kjaramálum flugum- ferðarstjóra. Stofnunin hafi farið út fyrir verksvið sitt með því að blanda sér í kjaramál flugumferðarstjóra. Segir jafnframt í yfirlýsingunni að niðurlag skýrslu Ríkisendurskoðunar sé að skilja þannig að Ríkisendur- skoðun hvetji stjórnvöld til þess að beita hörku gagnvart flugumferðar- stjórum og leggja þessa þjónustu nið- ur hérlendis ef flugumferðarstjórar fallist ekki á kaup og kjör sem rík- isvaldið býður hverju sinni. Þá minnir stjórn FÍF á að flugum- ferðarstjórar vinni samkvæmt samn- ingi við ríkið sem gildir fram til ársins 2005. „Það er auðvitað alveg fráleitt að Ríkisendurskoðun hafi í hótunum við flugumferðarstjóra og leggi rík- isvaldinu lífsreglur í átökum sem hún sér fyrir sér um kaup og kjör þegar heil tvö ár eru eftir af gildandi kjara- samningi og nákvæmlega ekkert er hægt að segja um hvað þá tekur við.“ Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar Ís- lands, segir að aðalviðfangsefni stofn- unarinnar sé að tryggja stöðuga og örugga þjónustu í flugumferðar- stjórn. Erfiðlega hafi gengið að ná samningum við stjórn þessa félags. „Síðast þurfti miðlunartillögu til og það raskaði þjónustu. Við setjum bara fram þá ósk og von að næst þegar kemur að gerð kjarasamninga þá gangi þeir þannig fyrir sig að ekki þurfi að verða truflun á starfseminni,“ sagði Heimir Már. Flugumferðarstjórar undrandi á skýrslu Ríkisendurskoðunar SPILASTOKKAR með myndum af eftirlýstum Írökum ruku út hjá versluninni Hjá Magna á Lauga- veginum í Reykjavík í fyrradag, en Magni R. Magnússon, eigandi verslunarinnar, var með 50 stokka til sölu sem hann hafði fengið í gegnum breskt fyrirtæki. Að sögn Magna var eftirspurnin það mikil að fólk beið við verslunina þegar hann opnaði hana á miðvikudags- morgninum. Hann segist eiga von á 100 stokkum til viðbótar eftir helgi. Hver stokkur kostar 1.600 kr. Vinsæl Íraksspil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.