Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FREYSTEINN Jóns- son, bóndi í Vagn- brekku í Mývatns- sveit, er tíræður á morgun. Freysteinn, sem enn býr á Vagn- brekku, er vel ern og hefur fótaferð. Hann gengur jafnan út á bæjarhólinn á Vagnbrekku þaðan sem einhver fegurst sýn er yfir Mývatnssveit. Ættingjum Freysteins þótti á sínum tíma ólíklegt að Freysteinn yrði gamall maður því hann var heilsulítill sem dreng- ur og fram á fullorðinsár. Freysteinn var refaskytta í mörg ár og veiddi fyrsta minkinn sem felldur var í Mývatnssveit. Hann stundaði silungs- veiðar í Mývatni í marga áratugi og eru veiðisögur hans merkileg heimild. Sil- ungsveiði í vatninu var slík að það skipti þúsundum sem einn maður tók á dorg á vetri. Sem vinnumaður Skútustaðaprests stundaði Freysteinn dráttarveiði með öðr- um. Það var alvanalegt að fengjust mörg hundruð silungar á dag. Í dag er miklu minni veiði í Mývatni. Fagnar 100 ára afmæli  Freysteinn/23 Morgunblaðið/Birkir TÆPLEGA 40% flugfreyja hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni og rúm 30% tvisvar sinnum eða oftar. Kynferðisleg áreitni er mun fátíðari meðal starfsmanna útibúa banka og sparisjóða, eða 2%, en um 18% hjúkrunarfræðinganna hafa orðið fyrir kyn- ferðislegri áreitni á vinnustað og höfðu 8% verið áreitt tvisvar eða oftar. Af þessum nið- urstöðum má draga þá ályktun að starfsað- stæður skipti miklu máli varðandi kynferð- islega áreitni á vinnustað. Þetta eru niðurstöður kannana sem Rann- sóknarstofnun í hjúkrunarfræði hefur gert á líðan, heilsufari og vinnuumhverfi nokkurra starfshópa þar sem konur eru í meirihluta. Voru rannsóknirnar gerðar á árunum 2000– 2003. Í rannsókn á heilsufari hjúkrunarfræðinga sem gerð var af stúdentum í hjúkrunarfræði vorið 2001 undir stjórn Herdísar Sveinsdótt- ur, formanns Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og dósents við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, kemur fram að um 19% þeirra höfðu orðið fyrir hótunum, einelti eða líkamlegu ofbeldi á síðustu sex mánuðum áð- ur en spurningalistinn var lagður fyrir. Þetta átti við um 12% flugfreyja, 15% starfsmanna í útibúum banka og sparisjóða, 14% starfsfólks á leikskólum í Reykjavík og 12% hjá konum í öldrunarþjónustu á Íslandi. Tæpum helmingi hjúkrunarfræðinga (45%) fannst starfið mjög eða frekar erfitt líkam- lega. Þetta eru talsvert aðrar niðurstöður en hjá starfsfólki í öldrunarþjónustu en þar töldu 74% starfið fremur eða mjög erfitt. Um 68% starfsmanna í leikskólum töldu starfið erfitt en aðeins 9% starfsmanna í bönkum og sparisjóðum. Af flugfreyjum sögðu 75% að starfið væri fremur eða mjög erfitt. Að samræma vinnu og fjölskyldu Hjúkrunarfræðingunum virðist reynast erfiðara að samræma fjölskyldulíf og atvinnu en öðrum starfshópum. Kröfur vinnunnar stönguðust að einhverju leyti á við þarfir fjöl- skyldunnar og þarfir fjölskyldunnar á við vinnuna hjá um og yfir helmingi hjúkrunar- fræðinganna. Enn fremur sagði ein af hverj- um fimm (20%) að erfitt væri að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf og átti það aðallega við um konur í aldursflokknum 34 ára og yngri. Til samanburðar má nefna að um 16% flugfreyja sögðu þetta reynast sér erfitt og 8% starfsmanna útibúa banka og sparisjóða. Minna var um reykingar meðal hjúkrunar- fræðinga (15%) en annarra starfsstétta. Til dæmis reyktu 8% hjúkrunarfræðinga dag- lega en 13% flugfreyja, 17% starfsmanna úti- búa banka og sparisjóða og 29% starfsfólks á öldrunarstofnunum. Rannsóknir á líðan, heilsufari og vinnuálagi kvenna í nokkrum starfsstéttum 40% flugfreyja áreitt kynferðislega PRJÓNAÐAR flíkur njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi og lætur nærri að tala megi um tískubylgju. Prjónagarn er flutt inn í tonnatali á ári hverju og nám- skeið í prjónaskap eru vel sótt. Úrval lita, garns og uppskrifta er enda fjöl- breyttara en nokkru sinni. Frá Bandaríkjunum berast þær fréttir að prjón sé í tísku meðal fræga fólksins, enda þykir athöfnin slakandi og skap- andi í senn. Hollywood-stjörnurnar prjóna á milli atriða við kvikmyndatök- ur og segja frá því með stolti. Þá þykir fínt að ganga í heimagerðum flíkum, enda beri þær vott um persónulegan stíl. Hér á landi er gefið út prjónablað á ís- lensku sem selst samtals í 10.000 eintök- um á ári, en það jafnast á við svonefnda platínusölu á geisladiskamarkaði. Tilbrigði við forna hefð  Daglegt líf/B1 Morgunblaðið/Sverrir JACK WELCH, fyrrverandi forstjóri bandaríska fyrirtækisins General Electrics, kom ásamt unnustu sinni, blaðakonunni Suzy Wetlaufer, til landsins í gær. Hann er hingað kominn í boði Kaupþings og Baugs og mun í dag halda fyrirlestur um hug- myndir sínar um rekstur fyrirtækja. Welch er einn þekktasti og áhrifamesti fyrirtækjastjórnandi síðari hluta 20. aldar. Hann er nú mjög vinsæll fyrirlesari. Morgunblaðið/Sverrir Jack Welch á Íslandi BJÖRK Guð- mundsdóttir og Síminn Internet munu í dag senda beint út á Netinu frá æf- ingu Bjarkar fyrir hljóm- leikaferðalag sem hefst í júní. Út- sendingunni verður dreift um all- an heim og er til þess gerð að aðdáendur Bjarkar og aðrir áhugasamir fái tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin og fylgjast með því hvernig æfingar fyrir tónleika fara fram. Æfingin fer fram í Loftkastalanum en á sviðinu með Björk verða Matmos, Zeena Parkins, Leila Arab og Ís- lenski strengjaoktettinn en hóp- urinn hefur verið við æfingar á Ís- landi í nokkra daga. Tónleikaferðalagið mun standa í allt sumar og mun Björk leika á helstu tónlistarhátíðum í Evrópu auk þess sem sérstakir tónleikar verða skipulagðir víða. Útsend- inguna frá æfingunni er hægt að nálgast á vefslóðinni http:// www.bjork.tv/island og hefst hún klukkan fimm síðdegis. Björk æfir í beinni á Netinu LANDSSAMBAND eldri borg- ara gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa með markvissum hætti dregið úr vægi grunnlífeyris al- mannatrygginga undanfarin ár. Bendir sambandið á að grunnlíf- eyrir hafi verið yfir 20% af al- mennum launum verkafólks þeg- ar hið almenna lífeyrissjóðakerfi hafi verið tekið upp á vinnu- markaði en sé nú aðeins 11–12%. Þetta kom m.a. fram á lands- fundi sambandsins sem hófst í gær. Lögð voru fyrir fundinn drög að ályktun um kjaramál þar sem lýst er vanþóknun á óraun- hæfum tillöguflutningi stjórn- málaflokka um breytingar á skattalögum, tillögum sem ekki séu líklegar til tekjulegrar jöfn- unar í þjóðfélaginu. Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, sagði mikilvægt að sátt ríkti milli kynslóðanna um hvernig á mál- um væri haldið. Sagði hann mik- ilvægt að fulltrúar eldri borgara væru þar virkir þátttakendur. „Virkni er það sem gildir og við segjum: „Ekkert um okkur án okkar“.“ Grétar Þorsteinsson, formaður Alþýðusambands Íslands, sagði að afkomuvandi aldraðra væri vandi þeirra sem hefðu starfað á almennum vinnumarkaði og ekki átt þess kost að greiða iðgjald í lífeyrissjóð fyrr en því var breytt með kjarasamningum. Hann sagði kerfið ekki verða fullþrosk- að fyrr en eftir nokkur ár og því þyrfti að taka tillit til þess með sértækum aðgerðum í velferðar- kerfinu. Fundur Landssambands eldri borgara Óraunhæfar skattatillögur  Lýsa vanþóknun/6 ÞESSIR útsjónarsömu piltar frá Eskifirði kunna að nýta sér heita vatnið sem rennur í Eskifjarð- ará. Þeir hafa búið til nokkra „heita potta“ í ánni og láta fara vel um sig. Í gær var líka veður til að láta sér líða vel á Austur- landi. Hitinn náði sums staðar 17 gráðum. Farþegar sem komu með fyrstu áætlunarferð Norrænu til Seyðisfjarðar þurftu því hvorki að klæða sig í peysur né regnföt. Spáð er léttskýjuðu á Austurlandi í dag og svipuðum hita. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Gott í „heita pottin- um“ í Eskifjarðará
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.