Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 37 ✝ Elín Guðjóns-dóttir fæddist á Hólmavík 18. júní 1931. Hún lést á kvennadeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut 10. maí síðastliðinn. Foreldr- ar Elínar voru hjónin Kolfinna Snæbjörg Jónsdóttir frá Gauts- dal, f. 16. desember 1891, d. 17. janúar 1985, og Guðjón Jónsson, smiður á Hólmavík, f. 15. maí 1886, d. 16. september 1939. Systk- ini Elínar eru: Haraldur Hafsteinn, f. 11.3. 1913, d. 27.2. 1999, Júlíana Ingibjörg, f. 15.1. 1915, d. 25.7. 1998, Ólöf Ragnheiður, f. 16.12. 1919, Sigurbjörn, f. 22.8. 1922, d. 23.3. 1982, Magnús Ellert, f. 13.9. 1926, d. 17.5. 1990, og Kristinn Ágúst, f. 13.9. 1926. Fyrri eiginmaður Elínar var Guðmundur Hagalín Kristjánsson, kaupmaður í Krónunni, f. 14. októ- ber 1926, d. 14. ágúst 1974. Saman áttu þau fimm börn og eru fjögur 1980, Böðvar, f. 4.8. 1983, í sambúð með Carina Ringaard Christian- sen, f. 6.4. 1982, og Barða, f. 21.3. 1988. Eftirlifandi eiginmaður Elínar er Emil Hjartarson, f. 25.5. 1921. Fyrir átti Emil fjórar dætur, þær eru: 1) Sigríður, f. 1.3. 1947, gift Ragnari Harðarsyni, f. 31.1. 1947, þau eiga þrjár dætur, Ragnheiði Hildi, f. 5.2. 1969, gift Birgi Svan Birgis, f. 15.2. 1968, þau eiga þrjú börn, Birgi Ragnar Birgis, f. 27.8. 1989, Birgittu Ragnheiði Birgis, f. 20.7. 1994, og Sigríði Söru Birgis, f. 24.11. 1999; Emilíu Erlu, f. 28.9. 1973; og Söru Sigríði, f. 16.12. 1983. 2) Erla, f. 8.3. 1949, hún á tvo syni, Emil Guðfinnsson, f. 10.2. 1978, í sambúð með Shilba Smart, f. 4.8. 1966, og Bjarna Guðfinns- son, f. 2.9. 1979. 3) Guðrún, f. 12.10. 1950, hún á tvær dætur: Steinþóru Hildi Clausen, f. 21.10. 1975, í sambúð með Guðjóni Ás- mundssyni, f. 29.5. 1972, þau eiga tvo syni, Ásmund Atla, f. 9.10. 1999, og Steinþór Loga, f. 9.8. 2001; og Kristínu Hrund Clausen, f. 14.5. 1978. 4) Bryndís, f. 14.6. 1962, gift Hjalta Ástbjartssyni, f. 8.12. 1967, þau eiga þrjú börn, Em- il, f. 23.3. 1993, Hjalta Má, f. 1.5. 1996, og Ingibjörgu, f. 7.2. 2002. Útför Elínar verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. þeirra á lífi: 1) Krist- ján Guðmundsson, f. 1.11. 1949, kvæntur Hildi Hermannsdótt- ur, f. 30.8. 1951, þau eiga tvo syni, Guð- mund Rúnar, f. 22.12. 1973, kvæntur Hildi Sigurðardóttur, f. 9.9. 1979, sonur þeirra er Kristján Gabríel, f. 12.12. 2002, og Her- mann Örn, f. 28.9. 1978, í sambúð með Ragnhildi Guðrúnu Eggertsdóttur, f. 17.9. 1981. 2) Barði, f. 21.2. 1951, d. 23.10. 1987. 3) Kolfinna Sigrún, f. 13.12. 1953, gift Hlöð- veri Sigurðssyni, f. 29.8. 1946, þau eiga þrjár dætur, Elínu Guðnýju, f. 22.4. 1986, Maríu Petu, f. 11.9. 1988, og Kolfinnu, f. 6.8. 1990. 4) María, f. 14.6. 1957, gift Jóni Heiðari Guðjónssyni, f. 12.2. 1957, þau eiga tvö börn, Elínu Maríu, f. 12.6.1984, og Guðjón, f. 13.12. 1985. 5) Haraldur Guðjón, f. 28.6. 1958, kvæntur Sigríði Böðvars- dóttur, f. 22.12. 1959, þau eiga þrjú börn, Hólmfríði Kristínu, f. 27.5. Að leiðarlokum kveðjum við Elínu Guðjónsdóttur með virðingu og hlý- hug. Hún var sterkur persónuleiki sem hafði mikil áhrif á þá sem hana þekktu. Ella var einstaklega hlý og glæsileg kona sem eftir var tekið hvar sem hún fór. Við systur kynntumst Ellu árið 1977 þegar hún kynntist og síðar gekk í hjónaband með föður okkar, Emil Hjartarsyni. Á Laugarásvegin- um bjó hún honum glæsilegt heimili sem einkenndist af miklum myndar- skap. Heimilið stóð ætíð opið fyrir fjölskyldunni og vinum enda hafði Ella yndi af því að taka á móti fólki og lék þá allt í höndum hennar, enda annáluð listakona. Ella var mikil fjölskyldukona og alltaf fús að rétta fram hjálparhönd sem við mörg nutum í ríkum mæli. Barnabörnin hændust að henni og varla var hún fyrr komin inn úr dyr- unum en þau voru komin í fangið á henni og sátu þar kvöldið á enda. Hún vissi að lengi býr að fyrstu gerð og var óspör á hvatningu og hrós við börnin. Fyrir þremur árum greindist Ella með illvígt krabbamein sem lagði hana loks að velli þrátt fyrir hetjulega baráttu. Við þær aðstæður komu mannkostir hennar vel í ljós og mætti hún örlögum sínum með æðruleysi, sátt við vel unnið dagsverk. Í veikind- unum kom vel í ljós traust og hlýja í sambandi þeirra pabba, sem studdi hana með ráðum og dáð. Ella skilur eftir stórt skarð í lífi hans en eftir lifa fallegar minningar um merkilega konu og ástríkan förunaut. Sigríður, Erla, Guðrún og Bryndís. Síðastliðinn laugardag lést Elín Guðjónsdóttir, tengdamóðir mín. Ég sá Elínu fyrst fyrir 32 árum þegar ég fór að koma í heimsókn í Básendann. Ég man hvað mér þótti ég velkomin því að strax var farið að heilsa mér með kossi og faðmlagi og þannig hef- ur það verið síðan. Margar góðar minningar koma upp í hugann. Elín var glæsileg kona og eftir henni tekið hvar sem hún var. Mér fannst hún ávallt svo traust og góð manneskja og ég man hvað mér þótti þau falleg hjón, hún og Guð- mundur, en hann lést árið 1974, þá 46 ára. Árið eftir að Guðmundur dó rak El- ín gestamóttöku í Básendanum og það er kannski lýsandi dæmi um hvernig kona hún var, að hjá henni gistu ung þýsk hjón og þegar þau eignuðust dóttur einhverjum árum síðar skírðu þau hana Elínu. Elín fór að kenna postulínsmálun á þessum árum og gerði raunar alla tíð. Þegar Elín varð 60 ára ákvað hún að bjóða „postulínskonunum“ og vinkon- um til hátíðarkvöldverðar í gömlum kastala, Burg Resturant í Saarburg í Þýskalandi. Það voru 70 glaðar konur á öllum aldri sem fóru í þessa stór- kostlegu ferð, þarna var ekkert til sparað, tekið var á móti konum með lúðrasveit og ávarpi og þá fékk hún vini sína, Guðna Þ. Guðmundsson, Bergþór Pálsson og fleiri, til að gera kvöldið sem eftirminnilegast. Svona var hún Elín glæsileg í öllu sem hún gerði og allir vildu vera nálægt henni. Lífið var henni Elínu ekki alltaf auðvelt, hún missti Barða son sinn í slysi árið 1987 og það var henni afar erfitt. Fyrir sex árum lærbrotnaði hún, stuttu seinna fékk hún krans- æðastíflu, og fyrir um þrem árum greindist hún svo með krabbamein sem að lokum dró hana til dauða. Em- il, seinni maður Elínar, reyndist henni mikill styrkur í þessum veikindum. Elsku Elín, þú áttir svo stóran faðm sem svo margir fengu að njóta og ég sakna þess að finna hann ekki lengur taka utan um mig. Þakka þér fyrir hvað þú varst mér góð tengda- móðir og vinkona. Hildur. Elsku Ella. Þegar kemur að kveðjustund er margt sem kemur upp í hugann. Leiðir okkar Ellu lágu saman fyrir u.þ.b. 15 árum þegar ég kynntist Ragnheiði Hildi Ragnarsdóttur, barnabarni Emils Hjartarsonar. Ella kom mér strax fyrir sjónir sem glæsi- leg og hjartahlý kona. Í hvert skipti sem við svo sáumst, sem var því mið- ur allt of sjaldan, fagnaði hún manni með hlýju viðmóti og væntumþykju. Ella hafði undanfarið barist við mjög svo erfiðan sjúkdóm sem gerði hana mun veikari en hún vildi vera láta, aldrei kvartaði hún og bar höfuðið hátt, þrátt fyrir að hún vissi í hvað stefndi. Maður getur aldrei í stuttu máli komið því að sem mann langar, en með þessum fáu orðum langar mig bara til þess að þakka þér Ella mín fyrir þann tíma sem við þekktumst og þá hlýju og styrk sem þú veittir mér og þá sérstaklega þegar ég átti um sárt að binda eftir fráfall bróður míns og við áttum spjallið góða. Þá gafst þú mér styrk sem vinur og „ættingi“ og ég mun ætíð geyma það í hjarta mínu. Elsku Ella mín. Hvíl þú í friði og guð blessi og varðveiti minningu þína. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Elsku Emil og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Guð blessi ykkur öll. Birgir Svanur Birgis (Biddi). ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Elínu Guðjónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA GÍSLADÓTTIR, Brávallagötu 40, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 16. maí, kl. 15.00. Að ósk hinnar látnu verða engar minningar- greinar birtar. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Grundar. Richard Faulk, Sigrún Faulk, Elías Skúli Skúlason, Hrafnhildur Faulk, Ingólfur Guðnason, Þorvaldur Skúli og Sigríður Helga. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ELSA GEORGSDÓTTIR, Hátúni 12, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 12. maí, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 16. maí kl. 15.00. Ólafur Jón Hansson, Sveinbjörg Fjóla Pálmadóttir, Jón Helgi Óskarsson, Guðfinnur Georg Pálmason, Jóhanna Sigríður Emilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir og tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF GUÐRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR frá Straumi, Skógarströnd, síðast til heimilis í Skólatúni 4, Bessastaðahreppi, sem lést fimmtudaginn 8. maí, verður jarðsung- in frá Breiðabólsstaðakirkju á Skógarströnd laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Guðmundur Sverrisson, Ásta Grímsdóttir, Ólafur Sverrisson, Ósk Jóhannesdóttir, Hulda Sverrisdóttir, Egill Tyrfingsson, Þórdís Sverrisdóttir, Einar Jakobsson, Bjarnfríður Sverrisdóttir, Snorri Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað verður í dag, föstudaginn 16. maí, vegna jarðarfarar ELÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR. TM Húsgögn, Síðumúla 30, Reykjavík. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS GUÐLAUGS JÓNSSONAR, Bláhömrum 2. Hulda Ingibjörg Biering, Viðar M. Pétursson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Ellen M. Pétursdóttir, Sigurður H. Jónasson, Margrét G. Pétursdóttir, Kristmundur G. Skarphéðinsson, barnabörn og barnabarnabörn. LÚÐVÍK GUÐJÓNSSON, áður til heimilis í Hraunbæ 54, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og systir, ELÍSABET VESTDAL-ABÈLA, Breiðabólsstöðum, Álftanesi, lést í Annecy, Frakklandi, miðvikudaginn 14. maí. Roger Abèla, Pierre, Marianne, Frèdèric, Christine og barnabörn, Jóhannes Vestdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.