Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ ERU einkum þrjár ástæður til þess að huga að endurskipulagningu sjávarútvegsmála á Íslandi. 1. Vísindaleg rök Hreint aflamarkskerfi í núverandi mynd hefur þann stóra galla að gera allt of miklar kröfur til ónákvæmra hafrannsókna. Ef togveiðar á grunn- slóð væru bannaðar (innan gömlu 12 mílnanna) og tekið upp sóknarkerfi smábáta á línu og handfærum á grunnslóð myndi vinnast meiri sjálf- virkni í fiskveiðistjórnun. Ef stofn- inn er stærri en áætlað var veiðist einfaldlega meira þá daga sem leyft er að veiða og öfugt þegar stofninn reynist minni. Ef fæðuskilyrði þorsksins eru slæm og hætta á að stofninn hafi ekki nægilegt æti er betra að veiða meira, svo fiskurinn sem eftir er dafni betur og drepist síður úr hungri. Krókaveiðar og veiðar á línu stuðla að þessu. Þegar betur er gengið um botninn má bú- ast við aukinni fiskgengd og þá má auka kvóta togskipa. Vel kæmi til greina að breyta núverandi afla- kvóta í sóknarkvóta, einnig á stærri skipum, en það mál er ekki eins að- kallandi og væri hægt að fram- kvæma í áföngum og þá jafnvel láta vera um valfrelsi að ræða. Láta síðan reynsluna ráða hvort gengið væri áfram á þeirri braut. Of mikla ein- hliða verndun smáfisks þarf að end- urskoða þar sem hún getur haft slæm áhrif á erfðaefni fisksins og stuðlað að kynþroska fyrr en æski- legt er. Stór fiskur er einnig miklu virkari í hrygningu en minni hrygn- ingarfiskur. 2. Efnahagsleg rök Ísland er nú þegar hluti EES og þess vegna er okkur skylt að hlíta ýmsum reglum EB, jafnvel þótt okk- ur takist að vera utan við sjálft Efna- hagsbandalagið. Kröfur um frelsi til fjármagnsflutninga milli landa gera okkur erfitt fyrir að verja auðlindina og erum við þá í sömu sporum og fyr- ir þorskastríðin. Þess vegna er mik- ilvægt að samþykkja lög, sem tengja auðlindina við landið óháð eignar- haldi. Að öðrum kosti er hætt við að flytja megi útgerðina frá Akureyri til Barcelona! 3. Rök vegna réttlætissjónarmiða Óréttlætið sem fylgdi gjafakvóta er erfitt að eiga við. Hætta er á, að öðru óréttlæti verði bætt við það, sem tilheyrir fortíðinni. Hins vegar er spurning hvort ekki væri hægt að breyta núverandi auðlindagjaldi í fyrningarhluta og fara enn hægar í sakirnar en tillögur þeirra sem hafa viljað fara hægast í sakirnar (vinstri- grænir). 2% ættu að nægja til að tryggja lágmarksendurnýjun í kvótaeigninni og væri þá fyrning eins og hún gerist minnst í öðrum eignum, t.d. steinhúsum, og mun minni en gerist með sjálf fiskiskipin. SIGURÐUR GUNNARSSON, Heilsugæslunni, Búðardal. Hugleiðingar um sjávarútvegsmál eftir kosningar Frá Sigurði Gunnarssyni: NÚ ER bara eftir að kveðja. Til- rauninni er lokið og það er búið að moka oní Kumlið, www.kuml.is og gera upp við lénsherrann og við- urkenna þá staðreynd að einyrki ræður ekki við úthald heimasíðu með pólitísku efni nema með mikilli aðstoð. Hér verður tekið eitt dæmi um hvernig hægt var að komast hjá að ræða um flokk sem kannski hefur orðið mesti örlagavaldur í kosning- unum 10. maí. Þetta eru samtökin Vinstri grænir. Þýðing þessa hóps hugsjónamanna kom ákaflega vel í ljós við talninguna. Vinstri grænir voru í hægra horninu við blóðrauð- an turn. Ekki verður því trúað að flestir fullorðnir hafi ekki látið hvarfla að sér hvaða þýðingu þessi flokkur hafði og hvaða áhrif hann hafði á pólitísk úrslit kosninga. Þessi flokkur, Vinstri grænir, lék þarna ótrúlegan leik í annað sinn í öðrum alþingiskosningum eftir að hann klauf sig út úr röðum vinstri manna á síðustu stundu, að opna dyr stjórnarráðsins fyrir Sjálfstæð- isflokknum. Í tvö ár hefur verið reynt að koma umræðuni um Fjórflokkakerfið í gang í þjóðfélaginu, bæði á heima- síðunni og í Morgunblaðinu. Það gekk ekki. Í frábærum undirbúningi ríkisfjölmiðlanna fyrir kosningarnar var hvergi minnst á fjórflokkakerfið – þetta skrímsli sem hefur t.d. gefið Sjálfstæðisflokknum 70 sinnum for- gang í stjórnarráðinu. Hvað er fjórflokkakerfi? Mér hef- ur oft dottið í hug að fólk skildi það ekki og áhrif þess á efnahagslíf allr- ar þjóðarinnar. Það var því svolítið skondið þegar tveir af bestu sjónvarpsmönnum ríkissjónvarpsins og forseti fé- lagsvísindadeildar komu daginn eft- ir kjördag til þess m.a. að útskýra fjórflokkakerfið. Hvað hefði gerst í stjórnmálasögunni ef þau hefðu gert þetta daginn áður? Hvað hefði gerst ef allir hefðu skilið fjórflokkakerfið? Að lokum: Hvað gerðist ef þeir fimm þingmenn Vinstri grænna gengju nú á fund Halldórs Ásgríms- sonar og Össurar Skarphéðinssoar og byðu þeim að verja nýja ríkisstjórn, „fólksvæna“, falli á alþingi! Minnihlutastjórn! HRAFN SÆMUNDSSON, fyrrv. atvinnumálafulltrúi. Í hægra horninu stóð blóðrauður turn Frá Hrafni Sæmundssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.