Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 29 FORSVARSMENN nátt-úruverndarsamtaka, leið-sögumanna og sveitarfé-laga taka vel í þær tillögur sem fram koma í drögum Umhverf- isstofnunar að nýrri náttúruvernd- aráætlun fyrir árin 2003–2008. „Þetta er eins og himnasending,“ voru t.d. viðbrögð framkvæmda- stjóra Landverndar, Tryggva Felix- sonar. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær eru tillögur uppi um 77 friðlýst svæði og þar af þrjá nýja þjóðgarða; við Vatnajökul, Heklu og Látrabjarg, og átta svæði sem ekki hafa verið á náttúruminjaskrá. Nýju svæðin eru reyndar níu talsins en Umhverfisstofnun láðist að merkja við Guðlaugs- og Álfgeirstungur á Eyvindarstaðaheiði í drögum að áætlun sem svæði sem ekki hafa til þessa verið á náttúruminjaskrá. Drögin hafa nú verið sett á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Vatnasvið Jökulsár vantar Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segist ekki hafa séð náttúruverndaráætl- unina og aðeins lesið um hana í Morgunblaðinu. Samtökin fagni hins vegar áformum í áætluninni um verndun og friðun dýrmætra land- svæða. „Við tökum eftir því að sú friðun sem lögð er norðan Vatnajökuls fel- ur ekki í sér allt vatnasvið Jökulsár á Fjöllum, líkt og flestir stjórnmála- flokkar hafa þó tekið undir að sé nauðsynlegt að gera, þar með talinn Framsóknarflokkurinn. Við munum kynna okkur þessa áætlun á kom- andi vikum og berjast fyrir því að allt vatnasvið Jökulsár á Fjöllum verði friðað í þjóðgarði,“ segir Árni. Eitt af því sem Umhverfisstofnun leggur til í drögunum er að friðland Þjórsárvera verði stækkað. Spurður um þá tillögu segir Árni að hægt sé að stækka friðlandið þrátt fyrir að Norðlingaöldulón verði að veru- leika. Æskilegast sé að friðlandið verði stækkað þannig að engar framkvæmdir verði þar. Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, segir ljóst að náttúruverndaráætlunin komi til umræðu á aðalfundi samtakanna um helgina. Í áætluninni sé farið með skipulögðum hætti yfir þau verð- mæti sem þurfi að passa og það gert eingöngu á forsendum náttúru- verndar. Einnig sé von á ramma- áætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og ásamt náttúruvernd- aráætluninni séu þetta gagnlegar upplýsingar til að meta forsendur verndunar og annarrar nýtingar. „Ég vona að þetta ár verði mikið happaár fyrir umræðu um náttúru- vernd og landnotkun. Ég er himin- lifandi að fá áætlunina inn í um- ræðuna, þetta er eins og himnasending. Umræðan ætti líka að verða á allt öðrum forsendum. Hingað til höfum við litið á einstaka svæði en með áætluninni er verið að taka landið fyrir í einni heild og bera svæði saman. Það auðveldar for- gangsröðun og leiðir til að ná sátt um mikilvægustu svæðin sem koma fram í þessari náttúruverndaráætl- un,“ segir Tryggvi. Torfajökulssvæðið með Heklu Hann tekur einnig vel í þjóð- garðshugmyndirnar. Taka þurfi Vatnajökul fyrir og aðliggjandi svæði sem eina heild, skiptar skoð- anir geti verið um viss svæði. Mik- ilvægt sé að vernda Látrabjarg og Rauðasand en vandasamt geti verið að skipuleggja svæðið þar sem bú- seta sé þar víða, líkt og gerst hafi á Snæfellsnesi. Tryggvi segist hafa viljað sjá Torfajökulssvæðið falla að Heklusvæðinu sem einn þjóðgarður. Vandasamt og dýrt sé að stofna þjóðgarða, semja þurfi við marga aðila en náttúruverndaráætlunin sé góður grunnur til umræðu og skipu- lagningar næstu misserin. Eldfjallið Hekla og nágrenni er að mestu innan sveitarfélagsins Rang- árþings ytra. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sveitarstjóri segir að hér sé gríðarlega stórt mál á ferð- inni sem eigi eftir að fá mikla um- fjöllun innan sveitarfélagsins. Fleiri svæði komi þar til, auk Heklu, og þá einkum Þjórsárver og Veiðivötn. Hann segir að þarna komi saman margir hagsmunaaðilar, ekki bara sveitarfélagið, heldur einnig bænd- ur, ferðaþjónustuaðilar, sumarhúsa- eigendur, afréttarfélög og veiði- félög. Guðmundur segir að til þessa hafi ýmsum hugmyndum með Heklu verið velt upp en án niðurstöðu. „Þetta eru athyglisverðar hug- myndir sem þurfa að fara í ná- kvæma skoðun. Greinilega er mikil vinna framundan við að vinna úr þeim,“ segir Guðmundur Ingi. 12–15 þúsund manns skoða Látrabjarg Brynjólfur Gíslason, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að tillaga um að gera Látrabjarg og Rauðasand að þjóðgarði sé af hinu góða og að hún verði skoðuð með jákvæðum huga. Slíkri hugmynd hafi verið fleygt af heimamönnum og reikna megi með að við aðalskipulagsvinnu Vesturbyggðar á næsta ári verði gert ráð fyrir þjóðgarði. Að sögn Brynjólfs liggja fyrir nið- urstöður nýrrar könnunar meðal ferðamanna á sunnanverðum Vest- fjörðum. Hún leiði m.a. í ljós að ár- lega komi 12–15 þúsund ferðamenn að skoða Látrabjarg. Svæðið sé far- ið að láta á sjá og þess vegna sé mik- ilvægt að koma á betra skipulagi á svæðinu og eftirliti með því. Berglind Steinsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna, segir að varla sé hægt annað en að taka vel í hugmyndir um friðlýsingu fleiri landsvæða. Öllu sem komi ferða- mönnum til góða sé vel tekið af leið- sögumönnum. Hún tekur einnig vel í hugmyndir um nýja þjóðgarða og vonar að fjármagn fáist til eftirlits og viðhalds fleiri eftirsóttra svæða á landinu. „Að meira sé gert fyrir ferða- menn er nokkuð sem Félag leið- sögumanna getur ekki annað en fagnað. Við höfum að sjálfsögðu ekki séð þessa náttúruverndaráætlun en vonumst til að geta fjallað um hana á okkar vettvangi,“ segir Berglind. Helmingur íbúa jákvæður gagnvart Vatnajökuls- þjóðgarði Ekki náðist í Albert Eymundsson, bæjarstjóra sveitarfélagsins Horna- fjarðar, sem á talsvert land að fyr- irhuguðum Vatnajökulsþjóðgarði, en samkvæmt nýrri könnun Há- skólasetursins á Hornafirði, sem gerð var meðal heimamanna, er um það bil helmingur íbúa svæðisins í kringum jökulinn jákvæður gagn- vart stofnun þjóðgarðs. Um 20% létu í ljós neikvæða afstöðu en um þriðjungur heimamanna hafði ekki myndað sér skoðun á málinu. Í sömu könnun töldu flestir að Vatnajökuls- þjóðgarður myndi hafa fremur já- kvæð áhrif á ferðaþjónustu og áhuga fólks á umhverfinu.               !   "  # ! " # $% $% $ &  Tillögur Umhverfisstofnunar að nýjum friðlýstum svæðum og þjóðgörðum, sem fram koma í drögum að nýrri náttúruvernd- aráætlun, virðast almennt fá góð viðbrögð að því er Björn Jó- hann Björnsson komst að í samtölum við nokkra hagsmunaaðila. „Þetta er eins og himnasending“ Árni Finnsson Tryggvi Felixson Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Brynjólfur Gíslason Berglind Steinsdóttir TENGLAR ................................................... www.ust.is bjb@mbl.is Pálmasdóttir veitti forstöðu um framtíð- bygginguna. ækka þarf kostnað við lækninga- og hjúkrunarvörur a Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmda- fjárreiðna og upplýsinga, gerði grein rsreikningi spítalans og sagði hún halla ulegri starfsemi síðasta árs hafa verið illjónir króna en að meðtöldum auka- tingum vegna halla væri 61 milljónar fgangur. Hún sagði greiðslustöðu spít- hafa verið erfiða og það hefði aftur áhrif hans meðal birgja og ylli auknum kostn- ún kvað sameiningu hafa skilað aukinni æmni og að með breyttu fjármögnunar- myndi skapast hvatning hjá stjórnend- að nýta fjármuni betur. Þá sagði hún ð hafa hækkað mikið á lækninga-, unar- og rannsóknarvörum en hann var % af heildarkostnaði síðasta árs. Sagði ð brýnt verkefni stjórnar á næstunni að nan kostnað lækkaðan. grét S. Björnsdóttir, sem sæti á í arnefnd, kynnti bæklinginn Nýr spítali ur en þar hefur verið tekið saman yfirlit elstu verkefni á þriggja ára sameining- num. Er þar m.a. greint frá helstu þátt- endurskipulagningu starfsins, drepið á a þætti varðandi háskólasjúkrahús og á þann mannauð sem felst í starfsmönn- talans. yttast pulagi Morgunblaðið/Sverrir a skoðar bæklinginn um nýjan spítala í æmdastjóri kennslu, vísinda og þróun- andlækni. var í gær kom fram að iningu spítalanna árið tekið upp árið 2005. kilning á afa skilað minnti á í þjón- inga. g heil- máli áttu við hann sfalla karla með lungnakrabbamein og 75% meðal kvenna. Þá kom fram í máli hans að stefna Landspítala í krabbameinslækningum ætti að vera að mennta heilbrigðisstéttir í samvinnu við háskóla og aðrar menntastofnanir í greinum tengd- um krabbameinum, að vera í fremstu röð varðandi greiningu og meðferð og spítalinn yrði að vera búinn undir aukningu í nýgengi krabbameina á næstu árum. Breytt aldurssamsetning þjóð- arinnar, aukinn mannfjöldi og fjölgun aldraðra skýrir að mestu aukningu krabbameina á næstu ár- um. Hættan á krabbameini eykst með aldri. Rúmlega helmingur þeirra sem greinist er 65 ára og eldri. Um aldamótin 1900 voru 6,5% þjóðarinnar 65 ára og eldri, um 11,5% um síðustu aldamót og reiknað er með að hlutfallið verði 18% árið 2020. Segir í skýrslunni að huga þurfi sérstaklega að þessu í skipulagi heilbrigðismála. Í skýrslunni kemur fram að þekking á orsökum og líffræðilegri hegðun krabbameina hafi aukist mjög mikið. Krabbamein sé sam- heiti yfir rúmlega 100 sjúkdóma sem eigi það sameiginlegt að galli sé í eðlilegu þróunarferli frumna sem leiði til stjórnlausrar fjölgunar þeirra. Gallarnir séu vegna stökk- breytinga sem verði vegna krabba- meinsvaldandi áhættuþátta í um- hverfi og lífsstíl, svo sem fituneyslu, hreyfingarleysi og offitu. Þá sýni rannsóknir að reykingar séu lang- stærsti og alvarlegasti áhættuþátt- urinn. Þörf fyrir aukna líknarmeðferð Bent er á að þörf fyrir líknar- meðferð muni aukast á næstu árum vegna fjölgunar sjúklinga með langvinna og lífshættulega sjúk- dóma. Líknarmeðferð miðar að því að bæta lífsgæði en lækning á að- eins við um hluta þessa hóps. Starf- semi líknardeildar LSH í Kópavogi, líknardeildar öldrunarsviðs, heima- hlynningar Krabbameinsfélags Ís- lands og hjúkrunarþjónustu Karit- as miðar að því að þjóna sjúklingum og aðstandendum og byggist á hug- myndafræði og skilgreiningu Al- þjóða heilbrigðismálastofnunar- innar á líknarmeðferð. maga og leghálsi      ungum, brjóstum og blöðruhálskirtli MEÐ nýjum mælikvarða á starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss, framleiðslumælikvarða, er ætlunin að taka upp breytta fjármögn- unarleið spítalans árið 2005. Er þá gert ráð fyrir að fjármögnun yrði framvegis tengd framleiðslu spít- alans, þ.e. þjónustu sem þar er veitt, og tekin upp svonefnd sjúkdóma- miðuð flokkun. Byggist hún á flokk- un á rúmlega 10 þúsund sjúkdóms- greiningum og aðgerðarkóðum. Fram kemur í ársskýrslu spítalans að til að koma þessu kerfi á þurfi að greina kostnað við starfsemi spít- alans á hinum ýmsu sviðum. Í fyrra var tekinn upp framleiðslumæli- kvarði á lyflækningasviði II, barna- sviði og blóðskilunardeild og í ár á lyflækningasviði I. Aðra mælikvarða þarf síðan fyrir önnur svið og er nú unnið að þróun þeirra. Með sjúkdóm- smiðaðri flokkun er starfsemi spít- alans lýst á skýran hátt og segir í skýrslunni að þessari flokkun hafi verið beitt á alla sjúklinga á síðasta ári sem dvöldust meira en einn dag á spítalanum. Stefnt er að því að ljúka kostnaðargreiningu spítalans um mitt næsta ár og að taka upp hið breytta kerfi í framhaldi af því. Nýtt kerfi fjármögnunar undirbúið 4,5 tonn af þvotti á dag SETTAR eru fram ýmsar tölur um dagleg verk á Landspítala í skýrslunni. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram um það sem gerist á meðaldegi: 1.170 sjúklingar koma á dag- og göngudeildir. 939 sjúklingar eru á legudeildum. 409 sjúklingar eru í meðferð hjá sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum. 70 einstaklingar gefa blóð. 4,6 tonn af sorpi falla til. 3.700 máltíðir framleiddar í eldhúsinu. Þvegin eru 4,5 tonn af þvotti. Átta börn fæðast. Lyfjakostnaður er 6,4 milljónir. 52 sjúklingar eru í skurðaðgerð. Fulltrúi sjúklinga tekinn til starfa FULLTRÚI sjúklinga hefur tekið til starfa á Landspítalanum. Er það Ingi- björg Pálmadóttir, fyrrverandi heil- brigðisráðherra. Fulltrúa sjúklinga er ætlað að veita sjúklingum og aðstandendum þeirra stuðning, koma málefnum þeirra á framfæri og beina umkvörtunum þeirra í réttan farveg til úrlausnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.