Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 131. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Þverþjóð- legt amstur Fjórar stöllur frá þremur heimsálfum| Daglegt líf B2 Breskir gagnrýnendur gefa nýrri plötu hæstu einkunn | Fólk 51 Æfingin skap- ar meistarann Fjögur dansverk frumsýnd í Borgarleikhúsi | Listir 24 ÖLLU farþegaflugi breskra flug- félaga til og frá Kenýa var aflýst frá og með gærdeginum vegna „yfirvof- andi“ hættu. Í fyrradag vöruðu Bandaríkjamenn við ferðum til landsins. Breska samgönguráðuneytið hef- ur sent flugfélögum þau boð að hættustig fyrir breskt farþegaflug í Kenýa sé komið upp í „yfirvofandi“, að því er samtök breskra ferðaskrif- stofa greindu frá í gær. Í kjölfar þess var öllu flugi til og frá landinu aflýst klukkan 21 í gærkvöldi. Nokkrum klukkustundum áður en þessar fregnir bárust höfðu yfirvöld í Kenýa greint frá því að sér hefðu borist upplýsingar um að einn þeirra sem grunaðir eru um aðild að sprengjutilræðunum við bandarísku sendiráðin í Kenýa og Tansaníu 1998 hygði á annað tilræði. „Okkur er tjáð að eitthvað sé á seyði. Þetta er alvarleg hótun og okkur bráðvantar allar hugsanlegar upplýsingar,“ sagði Matthew Kab- etu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í Kenýa. Bandarísk yfirvöld vöruðu við því í fyrradag að „mikil hætta“ væri á hryðjuverkum er beindust gegn bandarískum ríkisborgurum í aust- urhluta Afríku, einkum Kenýa. Öllu Kenýaflugi aflýst London, Riyadh. AFP. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff giftu sig á Bessastöðum á mið- vikudagskvöld eftir afmælishátíð sem haldin var í Borgarleikhúsinu í tilefni af sextugsafmæli Ólafs Ragnars. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, gaf brúðhjónin saman. Athöfnin var látlaus og fór fram í Bessastaðastofu að við- stöddum dætrum forsetans og nánustu skyld- mennum hans. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem forsetabrúðkaup fer fram á Bessastöðum. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Forsetahjónin á Bessastöðum  Látlaus/4 FORMAÐUR Afls – Starfsgreinafélags Austur- lands reiknar fastlega með því að atkvæði verði greidd um hvort félagsmenn fari í samúðarverkfall með verkamönnum í Færeyjum ef yfirstandandi kjaradeila þar dregst á langinn. ASÍ hefur tekið undir tilmæli starfsgreina- sambandsins og aðildar- félaga til félagsmanna um að ekki verði landað eða unninn afli hér á landi úr færeyskum skipum sem að jafnaði landa í Færeyj- um. Segir formaður Afls að vel verði fylgst með því hvort skipin reyni að landa afla sínum hér. ASÍ segir í yfirlýsingu að launafólki sé heimilt að neita að ganga í störf félaga sinna sem eigi í lög- mætu verkfalli. Þá telur sambandið að atvinnurek- endum sé ekki heimilt að beita sér og starfsmönn- um sínum í því skyni að brjóta á bak aftur lögmætar verkfallsaðgerðir. Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnu- vinnslunnar, segir að þau færeysku skip sem fyr- irtækið hefur keypt kolmunna af undanfarna daga landi öll að jafnaði á Íslandi og því telji hann til- mæli Starfsgreinasambandsins ekki eiga við um þau. Færeysk skip fá hærra verð Færeysk loðnuskip hafa fengið hærra verð fyrir kolmunnann en íslensk hjá fiskimjölsverksmiðjum á Íslandi. Verðlagsstofa skiptaverðs kannar nú verðlagninguna en formaður Farmanna- og fiski- mannasambandsins segir þessa mismunun ekki ganga upp. Telur hann einkennilegt að verksmiðj- urnar geti borgað nærri 80% af afurðaverði fyrir hráefnið. Sé svo hljóti að vera eitthvað athugavert við að þær hafi áður reiknað út að ekki væri hægt að borga með góðu móti 55% af afurðaverðinu fyrir hráefnið. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að verð til íslensku skipanna sé almennt um 6.500 krónur fyrir tonnið en færeysku skipin hafi fengið um 7.400 krónur fyrir tonnið. Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri hjá Síld- arvinnslunni, segir öllum gert jafnhátt undir höfði. Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnu- vinnslunnar, segir að samið sé sérstaklega við er- lend skip og verðið yfirleitt ekki gefið upp. Lagst gegn löndun Færeyinga Samúðarverkfall hugs- anlegt á Austurlandi dragist deilan á langinn  Samúðarverkfall/4 Mínus fær plúsa SAMKEPPNISRÁÐ greindi frá því í gær að það myndi ekki leggjast gegn samruna Búnaðarbanka Íslands og Kaupþings banka. Samkeppnisyfirvöld leituðu álits Seðlabanka Íslands á líklegum áhrifum fyrirhugaðs samruna á millibanka- markað með gjaldeyri. „Er niðurstað- an sú að samruninn er ekki talinn ógna skilvirkni þessa markaðar og kallar hann aðeins á minni háttar aðlögun á viðkomandi reglum Seðlabankans. Öðru máli gæti hins vegar gegnt ef frekari fækkun yrði á þessum mark- aði,“ segir orðrétt í ákvörðun Sam- keppnisráðs. Ekki formlegt álit Seðlabanka Morgunblaðið bar það undir Birgi Ísleif Gunnarsson, formann banka- stjórnar Seðlabanka Íslands, hvort af þessu mætti ráða að Seðlabankinn teldi að fleiri samrunar í íslensku bankakerfi gætu ógnað skilvirkni á millibankamarkaði með gjaldeyri. Birgir Ísleifur segir að í þessari málsgrein birtist ekki formlegt álit Seðlabankans. „Það er augljóst að því færri sem eru á markaðnum því minna skilvirkur verður hann.“ Birgir Ísleifur segir að þetta sjónarmið hafi komið fram á fundi stofnunarinnar með starfsmönnum Seðlabankans. Hins vegar sé ekki um að ræða formlegt álit bankans á því hvort frekari samþjöpp- un á bankamarkaði hefði áhrif á milli- bankamarkað með gjaldeyri. Sérstakt að fjalla um óskyld mál Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, segist vera sam- mála úrskurði Samkeppnisráðs í meg- inatriðum. „Ég er almennt sammála því að leyfa stærðarhagkvæmni að njóta sín á fjármálamarkaði. Í raun er úrskurður Samkeppnisráðs í rétta átt en mér finnst sérstakt að hann skuli fjalla um önnur mál en úrskurðarefnið. Það er mikilvægt í öllum opinberum úrskurðum að þeir taki einvörðungu til þess álitaefnis sem fyrir liggur en inni- haldi ekki vangaveltur um mögulega og óskylda kosti,“ segir Halldór J. Kristjánsson. Samkeppnisráð um áhrif samruna á millibanka- markað með gjaldeyri Frekari fækkun gæti ógnað skilvirkni  Samkeppnisráð/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.