Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halldóra Har-aldsdóttir fædd- ist í Reykjavík hinn 30. sept. 1951. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudag- inn 12. maí. síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Pálína Kjartansdóttir, f. 12. mars 1931, og Har- aldur Hermannsson, f. 16. júlí.1928, d. 5. október 1999. Systk- ini Halldóru eru: Sigrún, f. 14.5.1954, maki Jón Ástvaldsson, f. 24.1.1951, Bergþóra, f. 1.10.1958, maki Guðmundur Ómar Þráins- son, f. 8.9.1957, Herdís, f. 25.3.1963, maki Björn Hjálmars- Örn, f. 19.10.1969, læknir, Ingólfur Rúnar, f. 28.10.1970, viðskipta- fræðingur, Guðrún, f. 31.10. 1974, nemi, og Örn, f. 17.1.1980, nemi. Halldóra starfaði lengst af sem læknaritari og þar af í fjölmörg ár sem ritari borgarlæknis. Einnig var hún einkaritari hjá fram- kvæmdastjóra Eimskips til margra ára. Halldóra hafði mikinn áhuga á garðrækt og einnig hannyrðum. Hún var einn af frumkvöðlum stofnunar Hins íslenska búta- saumsfélags og sat þar í stjórn. Einnig stóð hún að útgáfu búta- saumsblaðs ásamt hópi kvenna. Útför Halldóru verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. son, f. 8.2.1963, Kjart- an, f. 14.10. 1965, maki Sigríður Magn- úsdóttir, f. 17.12.1966. Halldóra giftist Kristjáni Ísdal, f. 22.1.1948, þau skildu. Dóttir Halldóru og Kristjáns er Ína Hrund Ísdal, f. 11. júní 1978. Barn hennar er Brynjar Ingi Ísdal, f. 26. ágúst 1996. Hinn 6. september 1994 giftist Halldóra eftirlifandi eiginmanni sínum, Ing- ólfi Arnarsyni, f. 25.8. 1943. For- eldrar Ingólfs voru hjónin Örn H. Matthíasson og Guðrún Ólafsdótt- ir. Börn Ingólfs eru Hrönn, f. 21.4.1968, markaðsstjóri, Ingimar Á þeim árum sem Sjálfseignar- stofnun Landakots sá um rekstur spítalans var fjárveiting til tækja- kaupa oft af skornum skammti. Þetta þýddi að gjörnýta þurfti allan tækjabúnað og kom þetta ekki síst niður á röntgendeild spítalans. Það vildi okkur til happs oft á tíðum að Haraldur Hermannsson röntgenraf- fræðingur og félagar hans komu okkur til bjargar með viðhald og við- gerðir. Oft varð mér gengið niður á röntgendeild á þessum árum til að ræða við Harald um ástand og horf- ur tækjabúnaðarins og kynntist þessum sómamanni vel. Síðar gerðist það að bróðir minn kynntist dóttur Haralds og varð tengdasonur hans. Nokkur aldurs- munur var á Halldóru og Inga en fljótt kom í ljós hversu heppinn bróð- ir minn var að hafa kynnst þessari frábæru konu. Það vakti mikla að- dáun að sjá hversu samhent þau voru við að gera upp húsið og garð- inn við Fífuhvammsveg. Heimsóknir til þeirra á sumarkvöldum voru sér- lega áhugaverðar því að Halldóra tók hlutina ekki neinum vettlinga- tökum og varð auðvitað mjög fróð um allt er laut að garðrækt. Einnig hafði hún postulínsmálun og bútasaum sem áhugamál og það var sama sagan, áhuginn var ódrep- andi og hún naut þessara áhugamála sinna í botn. Það var því mikið áfall fyrir okkur öll þegar Halldóra veiktist af þeim sjúkdómi sem nú hefur dregið hana til dauða alltof snemma. Að fylgjast með henni í þeim veikindum var oft ótrúlegt, að sjá hve dugleg hún var og tillitssöm við alla í kringum sig enda þótt hún gerði sér að sjálfsögðu ljóst hvert stefndi. Því sendum við fjölskyldan bróður mínum og fjölskyldu Halldóru, sem hafa orðið fyrir miklum missi, inni- legar samúðarkveðjur. Ólafur Örn Arnarson. Elsku hjartans mamma mín, án þín væri ég ekki það sem ég er í dag. Í öllum veikindum okkar beggja studdirðu mig og stóðst við hlið mér. Hlýja brosið þitt og fallegu hendurn- ar þínar umlykja mig í minningunni og ég mun halda áfram að vera sterk. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Ína. HALLDÓRA HARALDSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Halldóru Haraldsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.