Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 41 Kjarna- vörur Bakarahátíð í Smáralind Fylgist með spennandi keppni í brauð- og kökubakstri í Vetrargarðinum, Smáralind, dagana 16. til 18. maí Föstudaginn 16. maí: Baksturskeppni bakaríanna - Fyrri hópur ....... Laugardaginn 17. maí: Baksturskeppni bakaríanna - Seinni hópur ....... Úrslit kynnt og verðlaunaafhending .......................... Sunnudaginn 18. maí: Verk keppenda til sýnis................................ Á keppnissvæðinu verða fyrirtæki með ýmsar kynningar og uppákomur, marsipanskreytingar, súkkulaði, kaffi bakarans og margt fleira. Á sunnudeginum gefst fólki kostur á að ræða við meistarana og smakka á brauði og bakkelsi. 12:00 - 18:00 9:00 - 15:00 17:00 13:00 - 18:00 Sérfræðingur Kanebo kynnir farðann og nýjasta undrið í förðun í dag, föstudag, og á morgun, laugardag í Lyfju, Lágmúla, kl. 12-17. Extra Radiance er farði sem fær húð þína til þess að ljóma sem aldrei fyrr. Spennandi kynningartilboð föstudag og laugardag. FARÐINN SEM OPINBERAR FEGURÐ ÞÍNA LÁGMÚLA I N T E R N A T I O N A L GUÐMUNDUR Jónsson, kosninga- stjóri Frjálslynda flokksins, vill taka fram vegna orða Óttós Jörg- ensen, kjörstjórnarmanns í Kefla- vík, að flokkurinn standi við gagn- rýni sína á móttöku utankjör- fundaratkvæða í Keflavík. „Þetta atvik sem Ottó Jörgensen vitnar til í Morgunblaðinu, „… komu snemma morguns fyrir kjörfund …“, er mér ókunnugt um, en sýnir einungis hroka í yfirkjör- stjórn. Það hefði samt verið ástæða fyrir kjörstjóra að biðja menn um að bíða til opnunar kjörfundar, ef þeir hafa mætt of snemma, en lík- legra er að lögreglan hafi komið í veg fyrir að kjósendur kæmust inn á kjörstað „fyrir upphaf kjörfund- ar“, nema sú framkvæmd hafi farið úr böndum. Þessum einstaklingum, sem Ottó vísar til, ber ekki skylda til á nokk- urn hátt að „flýta fyrir einhverju“ hjá kjörstjórn. Kjörstjórn hefur ekkert vald til þess að vísa mönnum frá með utankjörfundaratkvæði, og ekki heldur þeim fulltrúum Frjáls- lynda flokksins sem komu síðdegis á kjördag, þeim Magnúsi Þór Haf- steinssyni, varaformanni Frjáls- lynda flokksins, og fulltrúa frá kosningaskrifstofunni í Reykja- nesbæ, enda voru þeir ekkert á leið- inni til Selfoss og fóru aldrei þang- að, um það getur yfirkjörstjórn á Selfossi vitnað. Niðurstaðan stend- ur því enn óhögguð, 65. grein laga nr. 24 frá 16. maí 2000 var einfald- lega þverbrotin gagnvart kjósend- um og væntir kosningastjóri Frjáls- lynda flokksins að kjörstjórnir lesi framvegis lög um kosningar fyrir næstu alþingiskosningar, og taki at- hugasemdalaust við þeim utankjör- fundaratkvæðum sem þeim berast áður en þeir fara að vísa mönnum út og suður.“ Yfirlýsing frá frjálslyndum en þeir tveir síðasttöldu fórust með vélskipinu Helga VE 333 árið 1950 við Heimaey. Árið 1999 voru 100 ár liðin frá fæðingu Helga Ben. en hann var einn umsvifamesti útgerðarmaður í Eyjum á 20. öld og eignaðist 20 skip á ferli sínum. Líkönin smíðaði Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri í Njarðvíkum. BRÆÐURNIR úr Eyjum, Sig- tryggur og Páll Helgasynir, komu færandi hendi til Síldarminjasafns- ins á Siglufirði 15. apríl sl. er þeir gáfu safninu fjögur skipslíkön. Gjöf- in er til minningar um föður þeirra Helga Benediktsson, útgerðarmann í Vestmannaeyjum, Arnþór Jó- hannsson, skipstjóra á Siglufirði og Gísla Jónasson, sjómann Siglufirði, Þeir Eyjabræður, Sigtryggur og Páll Helgasynir, með Dagnýju SI, eitt þeirra skipa sem þeir gáfu Síldarminjasafninu. Eyjaskip til Siglufjarðar VIÐBURÐAVEISLA á Akranesi hefst um helgina. Dagana 17. og 18. maí verða fyrstu dagskráratriði sumarsins í svokallaðri Viðburða- veislu á Akranesi 2003. Er þetta röð 8 ólíkra viðburða á tímabilinu maí til ágúst sem eiga það sameiginlegt að fara fram á Safnasvæðinu á Görðum á Akranesi. Byggður verður hákarlahjallur á bryggjusvæðinu við Kútter Sigur- fara og stuðst við sömu aðferðir og tíðkuðust fyrr á öldum. Kveðnar verða rímur, seldur unninn hákarl, kofareyktur rauðmagi og harðfiskur frá Bjarnarhöfn en auk þess verður hægt að kaupa signa grásleppu og nýjan rauðmaga. Meðal dagskrárviðburðir í sumar má nefna: 1. júní verður kúttermaga- kvöld um borð í Kútter Sigurfara. 14.–15. júní verður vígð listastofa í Fróðá. „Work-shop“ að erlendri fyr- irmynd. Dýrfinna Torfadóttir og liðsmenn Hugar og handar listhúss opna vinnustofu í einu af eldri upp- gerðu húsum svæðisins. Handverks- markaður verður á svæðinu þessa helgi. 21. júní verður haldið lands- mót kleinusteikingarfólks. Þátttak- endur víða að af landinu keppa um titilinn „Kleinumeistari Íslands“. Um kvöldið verður varðeldur, grill og fjölskylduratleikur á Jónsmessu. 5. júlí verða listsýningar opnaðar á Safnasvæðinu. Viðburðaveisla á Akranesi í sumar RÖSKVA, samtök félagshyggjufólks í Háskóla Íslands, hefur sent frá sér ályktun um nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna þar sem lýst er undrun með að breytingin á úthlutunarreglunum nú skuli aðeins fela í sér 0,35% raunhækkun á grunn- framfærslu. „Röskva hefur lagt höfuðáherslu á hækkun grunnframfærslunnar þann- ig að hún dugi námsmönnum í fullu námi til framfærslu. Hækkunin núna í 77.500 kr. skilar námsmönnum lítið áfram í átt að því sjálfsagða mark- miði. Frítekjumark hefur aðeins hækkað um 20.000 kr. á tveimur árum og er ekki í neinu samhengi við eðli- legar sumartekjur stúdenta. Staða fólks sem hyggst snúa aftur í nám er sérstaklega alvarleg og versnaði til muna vorið 2002 þannig að algengt er að fólk sem er að koma úr námshléi fái engin námslán á 1. misseri. Það eru köld skilaboð til námsmanna að ekkert var gert til að laga þetta. Lækkun skerðingarhlutfalls um 5% er ótímabær ráðstöfun sem nýtist fyrst og fremst þeim sem hafa hæstu tekjurnar. Þessi breyting festir enn frekar í sessi það fyrirkomulag, sem jafnvel menntamálaráðherra landsins telur eðlilegt, að stúdentar þurfi að vinna með krefjandi háskólanámi. Fyrir marga stúdenta felur þetta í sér lengri námstíma, slakari námsárang- ur og jafnvel brottfall úr skóla. Samhljóma ummæli ráðamanna landsins á liðnum vikum um mikil- vægi háskólamenntunar gáfu fyrir- heit um miklu róttækari breytingar á námslánum. Einn af hornsteinum ís- lensks samfélags hefur verið jafnrétti til náms. Aðalmarkmið Röskvu er að berjast fyrir þessu jafnrétti og er ekki vanþörf á eins og hefur verið vegið að menntunar- og velferðarkerfi Íslend- inga á liðnum árum. Nýjar úthlutun- arreglur Lánasjóðs íslenskra náms- manna eru ekki til þess fallnar að tryggja jafnrétti til náms á Íslandi,“ segir í ályktun Röskvu. Álit Röskvu á nýjum úthlutunarreglum LÍN Aðeins 0,35% raun- hækkun á framfærslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.