Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.2003, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BREYTT skipulag og sérstök fjárveit-ing hafa orðið til þess að biðlistar áLandspítala – háskólasjúkrahúsihafa styst töluvert að því er fram kom í ávarpi Guðnýjar Sverrisdóttur, for- manns stjórnarnefndar LSH, á ársfundi spít- alans í gær. Guðný sagði ennfremur að nýjar og fullkomnar skurðstofur spítalans yrði að nýta enn betur, gera fleiri aðgerðir og stytta biðlista verulega. „Heilbrigðisyfirvöld og spít- alinn ættu að taka höndum saman um að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að enginn sjúk- lingur þurfi að bíða lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði,“ sagði formaðurinn meðal annars. Guðný Sverrisdóttir sagði ljóst að spítalinn gæti ekki endalaust mætt kröfum um aukna þjónustu án þess að fá til þess meira fé á fjár- lögum. Sagði hún hafa verið hagrætt eins og kostur væri án þess að skerða þjónustu og víða farið að endimörkum. „Breytingar á fjárfram- lögum til spítalans þýða þess vegna núna óhjá- kvæmilega breytingar á þjónustu. Því verður ekki neitað að peningar ráða mestu um þá þjónustu sem spítalanum er fært að veita hverju sinni,“ og sagði hún það hlutverk stjórnenda hans að reka starfsemina innan ramma fjárlaga. Verði öflugt háskólasjúkrahús Fram kom einnig í máli Guðnýjar að reglu- leg starfsemi spítalans var rekin með rúmlega 2% halla á síðasta ári. Sagði hún hallarekstur hafa verið viðvarandi en góður árangur hefði samt sem áður náðst í rekstri og stjórnun eftir sameininguna árið 2000. Rekstrarkostnaður spítalanna hefði hækkað árlega frá 1996 til 1999 en tekist hefði að stöðva þá þróun með sameiningunni og rekstrarkostnaður hefði í heild lækkað nokkuð. Ríkisendurskoðun vinn- ur nú að úttekt á því hverju sameiningin skil- aði í samstarfi við ríkisendurskoðun Bret- lands. Formaður stjórnarnefndar sagði ennfrem- ur að Landspítalinn væri að treysta sig í sessi sem öflugt háskólasjúkrahús. Samningur lægi fyrir um samstarf spítalans og Háskóla Ís- lands en eftir væri þó að varpa skýrara ljósi á fjármál samningsins. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra flutti einnig ávarp á fundinum og sagði spítalann m.a. eiga við þann vanda að stríða að þurfa að sinna sjúklingum sem betur ættu heima á hjúkrunarstofnunum. Væri nú unnið að því að fjölga úrræðum á því sviði. Einnig sagði hann brýnt að geta útskrifað ýmsa sjúklingahópa fyrr og geta sinnt þeim með aukinni heima- þjónustu. Helstu áfanga á sviði fjárfestinga sagði hann vera viðbyggingu við slysadeild og Blóðbankann og síðan framtíðarbyggingar á lóðinni sunnan Hringbrautar. Kvaðst hann eiga von á tillögum í þessum mánuði frá nefnd sem skipuð var um deiliskipulag svæðisins og samninga vegna lóðamála. Var hún skipuð í framhaldi af niðurstöðum nefndar sem Ingi- björg P aruppb Læ Anna stjóri f fyrir ár af regl 585 mi fjárveit tekjuaf alans h á kjör h aði. Hú hagkvæ kerfi m um til kostna hjúkru um 13% hún þa fá þenn Marg stjórna mótaðu yfir he artíman um í e nokkra minnt á um spít Biðlistar að sty með breyttu skip Frá ársfundinum sem haldinn var á barnaspítala Hringsins í gær. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra mótun. Honum á vinstri hönd er Magnús Pétursson forstjóri og á hægri hönd Gísli Einarsson, framkvæ ar. Á bakvið þá sést í Ásgeir Haraldsson, forstöðulækni barnaspítalans (t.v.), og Sigurð Guðmundsson l Á ársfundi Landspítala – háskólasjúkrahúss sem haldinn v Ríkisendurskoðun vinnur nú að athugun á árangri af samei 2000. Þá er stefnt að því að nýtt fjármögnunarkerfi verði FRÁ því að skráning krabbameina hófst hérlendis árið 1956 hefur ný- gengi þeirra aukist en dánartíðni lækkað. Aukið nýgengi er einkum á krabbameini í lungum, brjóstum, blöðruhálskirtli og sortuæxla í húð en lækkað nýgengi er á krabba- meinum í maga og leghálsi. Árlega greinast hérlendis um 1.100 manns með krabbamein og um 450 deyja árlega af völdum þeirra. Sam- kvæmt norrænni spá er gert ráð fyrir að árleg krabbameinstilfelli verði um 1.700 árin 2018 til 2020. Þetta kemur fram í yfirliti um krabbamein og illkynja blóð- sjúkdóma í ársskýrslu Landspítala – háskólasjúkrahúss. Þar kemur einnig fram að þriðji hver Íslend- ingur megi búast við að fá krabba- mein á lífsleiðinni og að nú læknist rúmlega helmingur þeirra sem greinast með sjúkdóminn. Fyrir hálfri öld læknaðist um fjórðungur krabbameinssjúklinga og hafa lífs- horfur nærri tvöfaldast á 30 árum. Þessi árangur er þakkaður leit- arstarfi, bættri greiningu og fram- förum í skurðaðgerðum og lyfja- og geislameðferð illkynja sjúk- dóma. Árið 1971 voru 1.723 krabbameinssjúklingar á lífi en í lok ársins 2001 voru þeir 7.884. Forvarnir þýðingarmiklar Sigurður Björnsson, yfirlæknir og sérfræðingur í krabbameins- lækningum, flutti erindi á ársfund- inum og fór yfir helstu áfanga í krabbameinslækningum. Hann sagði aukna þekkingu og s þessum sjúkdómaflokki ha meiri og betri meðferð og m að margir kæmu við sögu í ustu við krabbameinssjúkli Sigurður sagði forvarnir o brigðisstefnu skipta miklu varðandi t.d. árangur bará lungnakrabbamein. Sagði h reykingar valda 80% dauðs Lækkandi nýgengi í m                               Nýgengi krabbameina hefur farið vaxandi í lu HEILLAÓSKIR Forseti Íslands, Ólafur RagnarGrímsson, kom þjóðinniskemmtilega á óvart, þegar hann kvæntist frú Dorrit Moussaieff í fyrrakvöld á sextugsafmæli sínu án þess að nokkur vissi af nema nánasta fjölskylda hans. Það var mjög við hæfi að sú athöfn fór fram með svo látlausum hætti. Hin nýja forsetafrú hefur haft tækifæri til að kynnast landi og þjóð síðustu árin sem heitkona forsetans. Fullyrða má, að almenningur lítur svo á, að þau kynni hafi verið góð. Dorrit Moussaieff hefur komið fram í því hlutverki af hógværð en glæsi- leik. Hún hefur lagt sig fram um að kynnast fólkinu í landinu, ferðast um fjölmenn og fámenn byggðarlög með forsetanum og hvarvetna hefur heim- sóknar hennar verið beðið með eft- irvæntingu. Hinn 19. janúar sl. birti Morgun- blaðið ítarlegt viðtal Kristínar Marju Baldursdóttur rithöfundar við Dorrit Moussaieff, þar sem lesendum gafst kostur á að kynnast merkilegri sögu hennar og fjölskyldu hennar. Í þessu viðtali sagði hún m.a. um fyrstu kynni sín af fjölskyldu forset- ans: „Þær tóku mjög vel á móti mér, dæturnar Tinna og Dalla og einnig dætur Guðrúnar Katrínar af fyrra hjónabandi, Þóra og Erla. Það hjálp- aði mér mikið. Eldra fólkið tók mér varlega í fyrstu. Sumir létu það vera að heilsa mér. En það er skiljanlegt. Þjóðin hafði átt dásamlega for- setafrú, þar sem Guðrún Katrín var, og nú var allt í einu ókunn kona í fylgd forsetans. En viðmót fólks breyttist mjög fljótt og nú mæti ég bara hlýju og vinsemd.“ Hin nýja forsetafrú á Bessastöðum er nútímakona eins og sjá má af eft- irfarandi ummælum hennar í fyrr- nefndu viðtali: „Að sjálfsögðu vil ég jafnrétti karla og kvenna. Konur eiga að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Þótt kynin standi jafnfætis á flestum svið- um tel ég þó að færni þeirra geti verið mismunandi. Sumt gera karlar betur og öfugt. Og ég er til dæmis ekki frá því, að konur hafi meira innsæi en karlar. Íslendingar hafa náð langt í jafnréttisbaráttunni miðað við marg- ar aðrar þjóðir og mér finnst íslenzk- ar konur vera sterkar, stoltar og mjög færar. Þær hafa vanizt því í tím- ans rás að bjarga sér án manna sinna, sem hafa verið til sjós eða fjarver- andi, og þær hafa líka vanizt því að ganga til sömu vinnu og þeir. Af þeim sökum ef til vill gera karlar á Íslandi ekki það fyrir konur, sem ég er vön að karlar geri. Hvort það er gott eða slæmt skal ég ekki dæma um.“ Íslenzka þjóðin býður nýja for- setafrú velkomna á Bessastaði. Morgunblaðið sendir forsetahjón- unum og fjölskyldum þeirra hjartan- legar hamingjuóskir á þessum tíma- mótum í lífi þeirra. Megi farsæld fylgja störfum þeirra í þágu lands og þjóðar. TÍMABÆR STEFNUMÓTUN Í NÁTTÚRUVERND Náttúruvernd og umhverfismálhafa verið fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðu síðastliðinna ára. Það þekkja allir sem fylgst hafa með þjóðmálum undanfarin ár að miklar deilur hafa sprottið upp um nýtingu og verndun í kjölfar áætlana um virkjanir á hálendinu. Árið 1999 var samþykkt að hefja gerð náttúru- verndaráætlunar sem vinna skyldi á fimm ára fresti. Markmið áætlunar- innar er að gera tillögur um svæði sem mest ástæða þykir til að friðlýsa og vernda vegna þeirrar hættu sem náttúrunni stafar af aukinni landnýt- ingu, fólksfjölgun, vegagerð, fjölgun ferðamanna, virkjunum og verk- smiðjum. Nú hafa drög að fyrstu náttúru- verndaráætlun litið dagsins ljós, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar er lagt til að friðlýst verði 77 svæði, sem öll nema átta eiga það sameiginlegt að hafa verið á náttúru- minjaskrá undanfarin ár. Umhverfis- stofnun bárust alls 130 tillögur um svæði sem vilji var til að friðlýsa, en samkvæmt drögunum er gerð tillaga um friðlýsingu 77 svæða, stofnun þriggja þjóðgarða og verulega stækkun tveggja þjóðgarða. Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndar- og útivistarsviðs Umhverfisstofnunar, segir að tillög- urnar séu miðaðar við þau svæði sem verðmætust eru líffræðilega séð og markmið áætlunarinnar sé að gera menn sér meira meðvitandi um gildi þeirra svo hægt verði að taka tillit til svæðanna við framkvæmdir og áætl- anagerð. „Þetta á að geta verið gott skref til að ná sæmilegri sátt milli ólíkra sjónarmiða,“ segir Árni hér í blaðinu í gær, en bendir einnig á að tillögurnar séu eingöngu gerðar út frá líffræðilegum verðmætum og því megi ekki búast við að landeigendur og framkvæmdaraðilar verði full- komlega sáttir við þær. Friðlýsingar á Íslandi og stofnun þjóðgarða hafa aukist verulega á undanförnum áratugum og almennt má segja að áætlanagerð á sviði nátt- úruverndar sé af hinu góða. Það hef- ur sýnt sig í þeim deilum sem staðið hafa um virkjanir á hálendinu að þörf hefur verið á almennri stefnumótun á sviði náttúruverndar. Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma hefur verið í vinnslu um nokkurra ára skeið en þar er virkjanakostum for- gangsraðað eftir hagkvæmni annars vegar og umhverfisáhrifum hins veg- ar. Náttúruverndarsinnar kröfðust þess í baráttu sinni gegn Kárahnúka- virkjun að beðið yrði eftir niðurstöð- um rammaáætlunarinnar. Það er ljóst að hefðu niðurstöður hennar legið fyrir þegar teknar voru ákvarð- anir um virkjanakosti norðan Vatna- jökuls hefði mátt spara fjölmörg stór orð sem féllu í þeim deilum. Náttúruverndaráætlun er til þess gerð meðal annars að koma í veg fyrir slíkt ósætti og þess er að vænta að hún hafi tilætluð áhrif og skapi sátt um náttúruvernd og nýtingu í nán- ustu framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.