Morgunblaðið - 22.05.2003, Side 1

Morgunblaðið - 22.05.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Syngur Wagner Magnea Tómasdóttir syngur ein- söng með Sinfóníunni Listir 24 Guðmundur E. Stephensen stóð sig vel á HM í borðtennis Íþróttir 47 Nokkur ný korn Mannakorn frumflytja nokkur ný lög á tónleikum Fólk 51 Í fremstu röð MÚSLÍMAR voru hvattir til að gera fleiri sjálfsmorðsárásir á Vestur- landabúa, ráðast meðal annars á Norðmenn, í hljóðritaðri yfirlýsingu sem send var út í gær og sögð koma frá næstæðsta foringja hryðjuverka- samtakanna al-Qaeda. Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jaz- eera birti yfirlýsinguna og sagði að Ayman al-Zawahiri, hægri hönd Osama bin Ladens, hefði lesið hana. „Ó, múslímar, herðið vilja ykkar og ráðist á sendiráð Bandaríkjanna, Englands, Ástralíu og Noregs, hags- muni þeirra, fyrirtæki og starfs- menn,“ sagði í yfirlýsingunni. Talið er að hún hafi verið tekin upp þegar stríðið geisaði í Írak. Norska stjórnin undrandi Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna skýrði frá því í gærkvöld að sendiráði landsins í Ósló yrði lokað af öryggisástæðum. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins sagði að norska stjórnin væri undrandi á hótun al-Qaeda og hefði óskað eftir aukinni ör- yggisgæslu við norsk sendiráð. Danska ríkissjón- varpið sagði í gærkvöld að al- Zawahiri hefði líklega ruglast á Noregi og Dan- mörku í yfirlýs- ingunni þar sem hann virtist skír- skota til ríkjanna sem tóku þátt í hernaðinum í Írak. Auk Bandaríkj- anna, Bretlands og Ástralíu tóku að- eins Danmörk og Pólland þátt í hernaðinum, ekki Noregur. „Leyfið ekki Bandaríkjamönnum, Bretum, Áströlum, Norðmönnum og öðrum krossförum, sem myrtu bræður ykkar í Írak, að vera í lönd- um ykkar og njóta góðs af auðlindum ykkar,“ sagði al-Zawahiri. Í yfirlýsingunni voru múslímar einnig hvattir til að líkja eftir hryðju- verkunum í Bandaríkjunum 11. sept- ember 2001. Yfirvöld í Sádi-Arabíu skýrðu frá því í gær að þrír al-Qaeda-liðar hefðu verið handteknir vegna gruns um að þeir hefðu ætlað að ræna flugvél og fljúga henni á byggingu í sádi-arab- ísku borginni Jeddah. Þeir voru með hnífa í fórum sínum þegar þeir voru handteknir á flugvelli borgarinnar. Al-Qaeda hótar Norð- mönnum hryðjuverkum Helsti ráðgjafi bin Ladens ruglaðist hugsanlega á Noregi og Danmörku Dubai, Ósló. AFP. Ayman al-Zawahiri HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, tekur við embætti forsætisráðherra af Davíð Oddssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, 15. september á næsta ári. Á sama tíma koma utanrík- isráðuneytið og umhverfisráðuneytið í hlut Sjálf- stæðisflokksins til viðbótar fyrri ráðuneytum flokksins. Þar með verður Sjálfstæðisflokkurinn með sjö ráðuneyti, auk Hagstofu Íslands, en Fram- sóknarflokkurinn með fimm. Að sögn Davíðs kemur það til greina að hann taki þá við embætti utanríkisráðherra eða fjármálaráð- herra. Taki Davíð ekki við embætti utanríkisráð- herra mun Geir H. Haarde verða utanríkisráðherra og Davíð fjármálaráðherra. Halldór og Davíð kynntu þingflokkum sínum drög að nýjum stjórnarsáttmála í gær. Davíð sagði að fundi loknum að sanngirnisrök hefðu ráðið því að ákveðið hefði verið að skipta ráðuneytunum milli flokkanna með þessum hætti. Flokkarnir hefðu starfað mjög vel saman í átta ár. Og formaður Framsóknarflokksins hefði verið ráðherra í sextán ár með miklum ágætum og væri með víðtæka reynslu. Halldór sagði við fréttamenn eftir þing- flokksfundinn að hann væri ánægður með að taka við forsætisráðherraembættinu haustið 2004 þótt hann hefði ekki haft það sem markmið í sjálfu sér að taka við einu ráðuneyti fremur en öðru. Að sögn formannanna tveggja ríkti algjör sátt um nýjan stjórnarsáttmála í þingflokkunum. Sátt- málinn verður borinn undir atkvæði í æðstu stofn- unum flokkanna síðar í dag. Í kjölfarið koma þing- flokkarnir saman, þar sem gengið verður frá skipan í ráðherraembætti. Formenn flokkanna hitta þing- menn sína einslega í dag til þess að ræða skipan rík- isstjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að ný ríkisstjórn komi saman á Bessastöðum kl. 13.30 á morgun. Halldór tekur við af Davíð haustið 2004 Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson ræða við blaðamenn að loknum þingflokksfundum í gær. Flokkarnir skiptast á forsætisráðuneyti og umhverfis- og utanríkisráðuneytum  Fullt traust/28 Miklir möguleikar/28 ÍBÚUM bæjarins Zaporizhia í Suð- vestur-Úkraínu hefur verið ráðlagt að halda sig fjarri Lenín-styttunni sem trónir yfir miðbæjartorginu. Ástæðan er geisla- virkni. Yfirvöld á staðnum hafa upp- lýst, að mælingar sýni að geisla- virknin frá Lenín-styttunni sé fjór- um sinnum meiri en eðlilegt sé. Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni styttunnar, en haft var eftir sérfræðingi að menn yrðu að dvelja heilt ár í skugga hennar til að verða fyrir heilsuspillandi áhrifum. Í grennd við Zaporizhia er Zap- oria, stærsta kjarnorkuver Evrópu. Geislavirk Lenín-stytta Kænugarði. AFP. ♦ ♦ ♦ AÐ MINNSTA kosti 250 manns létu lífið og 1.600 slösuðust í öflugum jarð- skjálfta sem reið yfir norðurhluta Als- írs í gær, að sögn innanríkisráðuneyt- is landsins seint í gærkvöld. Fregnir hermdu að manntjónið hefði verið mest í iðnaðarborginni Ro- uiba og nálægum bæjum. Einnig var skýrt frá dauðsföllum í höfuðborg- inni, Algeirsborg, og tugir manna biðu bana í Boumerdes-héraði, um 50 kílómetra austan við Algeirsborg. Jarðskjálftinn mældist 6,7 stig á Richterskvarða og stóð í fimm mín- útur. Hann varð klukkan 19.45 að staðartíma og skjálftamiðjan var um 60 km austan við Algeirsborg, nálægt Rouiba. Skelfingu lostnir íbúar höf- uðborgarinnar þustu út á göturnar og margir þeirra héldu kyrru fyrir á göt- unum af ótta við annan skjálfta. Mannskæð- ur skjálfti í Alsír Algeirsborg. AFP. Í DRÖGUM að nýjum stjórnarsáttmála Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks er lögð til veruleg lækkun á tekjuskatti einstaklinga. Stefnt er að allt að 4% lækkun tekjuskattspró- sentunnar á kjörtímabilinu. Samkvæmt hug- myndum stjórnarflokkanna yrðu slíkar breyt- ingar framkvæmdar í tengslum við kjarasamninga. Lækkun tekjuskattsprósentu um fjögur pró- sentustig myndi þýða um átta þúsund króna hækkun skattleysismarka. Í drögum að stjórnarsáttmála er einnig lagt til að erfðafjárskattur verði lækkaður og sam- ræmdur á kjörtímabilinu og eignarskattur af- numinn. Þá kemur fram að stefnt sé að því að endurskoða virðisaukaskattskerfið á kjör- tímabilinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins náðist hins vegar ekki samkomulag um að fella niður hátekjuskatt, líkt og Sjálfstæðisflokkur hafði lagt til, og er ekki minnst á hátekjuskatt í hinum nýja stjórnarsáttmála flokkanna. Stefnt að 4% lækkun tekjuskatts

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.